Skutull

Árgangur

Skutull - 04.02.1939, Síða 1

Skutull - 04.02.1939, Síða 1
s u T Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. Prentstofan ísrún. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN. XVI.I ár ísafjörður, 4. febrúar 1939. 4. tbl. Vasabækur með dagatali fást í bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Ýeröur SólbakkaverksmiÖjan ílutt ? Slíkur tiutiiiiigur, sem gæti orðið til þess að tefja fyrir byggingu nýrrar verksmiðju á Raufarhöfn, er einnig ranglátur gagnvart Vestfirðingum og óhæíilega óhagkvæmur. Fyrir nokkrum döguru liringdi formaíSur stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins til mín og spuröi mig að því, hvort óg væri því samþykkur, að Sólbakkaverk- smiðjan yrði tiutt til Raufar- liafnar. Mór fannst þetta þegar í stað svo mikil fjarstæða, að óg hólt að þetta væri sagt frekar i gamni en alvöru. Síðan heflr þó komið í ljós, að meirihluti stjórn- ar Sildarverksmiðja ríkisins er búinn að gera tillögur til at- viunumálaráðherra um þennan flutning. Voru þeir staddir í Reykjavík, Þormóður Eyjólfsson og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, og áttu að vinna að því við ríkisstjórnina, að nú þegar yrði hafízt handa um byggingu nýrr- ar síldarverksmiðju á Raufar- höfn samkvæmt heimild í lögum frá 22. des. 1937. Lög þessi voru samþykkt með samkomulagi milli allra flokka, og eru svohljóð- andi: 1. gr. „Ríkisstjórninni er heimilt að láta reisa nýja síldarverksmiðju á Raufarhöfn, er geti tekið til starfa á árinu 1938 eða 1939, vinni úr um 2400 málum síldar á sólarhring og verði útbiiin tækjum til fljótvh'krar losunar og vinnslu. Skal byggingu verk- smiðjunnar eftir föngum hagað þannig, að síðar verði auðvelt að koma við stækkun. 2. gr. Ríkisstjórninni heimilasb að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs, að uppliæð einni og hálfri miljón króna, eða jafngildi þeirrar fjár- hæðar í erlendri mynt, til greiðslu kostnaðar, sem leiðir af fyrir- mælum 1. gr. 3. gr. Um stofnun og starfrækslu hinnar nýju verksmiðju á Rauf- arhöfn fer áð öðru leyti eftir lögum um síldarverksmiðjur rík* isins. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Viðbótin á Siglufirði var fram- kvæmd fyrir síðustu sildarvertíð og kom að ágætum notum fyrir sjómenu og útgerðarménn. Muu húu þegar á fyrsta ári hafa fært landinu ríflega þanu gjaldeyri, sem í liana var lagður. Bygging síldarverksmiðju á Raufarhöfn er einnig hin mesta uauðsyn, einkum fyrir vélbáta- útveginu. Margar áskoranir hafa komið fram um þetta, bæði frá sjómönnum og útgerðarmönnum, víðsvegar að af landinu, og það heflr til þessa ekki verið neinn ágreiningur um, að þetta mál þyldi enga bið. Lántökulieimild hafði ríkis- stjórnin, svo sem áður segir, og heflr aldrei verið neinum vand- kvæðum bundið að fá lán til slíki'a framkvæmda. Var stjórn Síldarverksmiðja ríkisins svo viss um þetta, að luin keypti í sum- ar byggingarefni í verksmiðjuluis, pantaði mótorvél og hóf ýmsan annan undirbiining. Auk þess sendi hún forstjóra verksmiðj- anna utan fyrir áramót, til þess að atliuga og gera tillögur um innkaup á vólum til verksmiðj- unnar. Allt þetta var gert í samráði við ríkisstjórnina, í þeirri góðu trú, að nýtízku verksmiðja yrði reist á Raufarhöfn, sam- kvæmt ótvíræðum vilja Alþingis, og tæki til starfa á næsta ári. Hefir stjórn síldarverksmiðj- anna öll verið sammála um þetta, og af engum verið vitað, að á þessu væri nein tormerki. Stórt ríkislán, er heimilað hefir verið, hefir að vísu eigi verið tekið, en eigi er vitað, að nokk- ur vandræði hafi verið að fá lán til að reisa síldarverksmiðjur. En nú er öllu skyndilega snúið við af hálfu meirililuta verksmiðj ustj ór nar. Að vísu er í ráði að reisa stór hús fyrir verksmiðju á Raufar- höfn, en í stað þess að setjaupp „uýja síldarverksmiðju, er vinni úr 2400 málum á sólarlmng*', eins og lögin mæla fyrir, „og verði ú t b ú i n t æ k j u m t i 1 f 1 j ó t- v i r k r a r 1 o s u n a r o g v i n n s 1 u“, leggur meirihluti verksmiðjústjórnar til, að gömlu vélarnar frá Sólbakka, sem ekki vinna nema úr 1200 málum síldav á sólarhring, verði seudar til Raufarhafnar og settar þar niður. Eg tel þetta hið mesta óráð fyrir alla, er hlut eiga að máli. Og auk þess myndi slíkt vera beinlínis brot á lögum þeim, sem prentuð eru hór að framan. Gömlu vólarnar frá Sólbakka eru vissulega ekki „ný sildarverk- smiðja“ og vinua ekki nema hluta þess, er lögin mæla fyrir. Sólbakkaverksmiðjan er keypt samkvæmt lieimild Alþingis og virðist því vera brot á lögum, aö rifa haua eða flytja. Sýnist þá vera hér um tvöfalt lagabrot að ræða. Þá má telja, að flutningur Sól- bakkaverksmiðjunnar hljóti að tefja fyrir þvi, að á Raufarhöfn verði reist nýtízku verksmiðja á næstunni. En um verksmiðju- þörfina þar fcjáir ekki að deila. Meira að segja liefir stjórn rík- isverksmiðjanna nú í sumar mælt eindregið með því, að verksmiðj- an þar yrði þegar reist fyrir 5000 mála vinnslu. Hvað veldur þá þessum liriug- snúningi ? Það er mór alveg hulið. Enn má nefna það, að flutn- ingur Sólbakkaverksmiðjunnar myndi ónýta mikil verðmæti. Ekki er liægt að flytja annaðen vélarnar. Kostnaður við að taka þær niður og setja þær upp aftur er mjög mikill. Sennilega tvö- faldur kostnaður við að setja upp nýjar vélar. Nokkuð af leiðslum og öðru myndi skemmast. Lýsis- geymirinn, bryggjan, lóðin, vatns- veitan og fleira, er kostar stórfó, stæði eftir verðlaust, og um liúsin er það vitað, að meirililuti verksmiðjustjórnai' telur sér þau einskisvirði til niðurrifs. Yerður þá gert að engu minnsta kosti tvöfalt verðmæti þess, sem ráð- gert er að flytja, og yrði hin flutta Sólbakkaverksmiðja ]>ann- ig iangdýrasta síldarverksmiðja í heimi að tiltölu við afköst. Að síðustu má telja viðhorfið Verkaiýðstnál. Verkalýðsfélagið Vörn á Bildudal hélfc fyrir skömmu aðalfund sinn. Stjórn félagsins skipa: Júlíus JÓDssson formaður, Ingimar Júlíusson ritari, G-uðm. Arason fóhirðir. Meðsfcjórnendur eru: Indíana Jónsdóttir og Kristin Eiríksdófctir. Fjárhagur Dagsbrúnar. I sambandi við hinn nýafstaðna aðalfund Verkamannafólagains Dagsbrún hefir komið í ljós, að launagreiðslur hjá félaginu hafa siðaatliðið ár orðið 8400 krónur, en yoru aðeins 4700 Dæsfca ár á undan. Við innheimtuna hafa nú starfað 2 menn, en samt hefir innheimtan orðið 5000 krónum lægri en árið áður hjá Sigurði (Framhald á 4 síðu.) til veiðiskipanna. Það er alls ekki þrautreynt, að karíaveiði geti ekki borið sig. Sum árin hefir að vfsu verið tap á lienni, en í öðrum árum ágóði. Sólbakka- verksmiðjan liggur í mörgum árum illa við síldveiði, en síldar- göngurnar eru mjög breytilegar, og oft lieflr það komið sér vel fyrir veiðiskipin að geta lagt upp síld í liaua. T. d. lögðu mörg vélskip upp síld á Sólbakka, sem þau veiddu hér út af Vestfjörð- um á árinu 1936. Meirihluti verksmiðj ustjórnar mun afsaka þessar fráleitu flutn- ingstillögur sínar með því, að þetta þurfi að framkvæinast til þess að forðast það, að tapa á Sólbakka- verksmiðjunni framvegis. En allt verðmæti Sólbakkaverksmiðjunn- ar eins og hún nú er og kostn- aðurinn við flutninginn, myndi verða að greiðast af síldarand- virði ríkisverksmiðjamia, Mér telst svo til, að miklu meira yrði tap- að við að flytja verksmiðjuna heldur en að láta liana vera kyrra, þar sem hún er, jafnvel þó ekki sé tekið neitt tillit til þess, að þorpsbúar á Flateyri yrðu sviftir mjög miklum at- vinnumöguleikum við flutninginn, en slíkt virðist einnig vera skylt að taka til atliugunar í þessu máli, því Vestfirðingar eiga sitt tilkall til þess, að þeirra róttur só á sama liátt metinn eins og í’óttur annara landsmanna. Fin n u r JóusioUi

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.