Skutull - 04.02.1939, Page 3
S K U T U L 1
8
Alþýðufólk, verzlið við Kaupfélagiö á ísaHrðiI
hærra beint framundan. Munurinn
varð greinilegri, þegar ofnarnir
voru settir á hálfan straum, hvor
fyrir sig. f næstu 5 kl.st. hélt
rafbylgjuoíninn hitanum svo við,
að hann féll ekki um nema 2 stig,
en á sama tima og með sama
straum, féll hann full þrjú stig
með geislaofninum. Þó að ég hafí
ekki haft eins nákvæm mælitæki
og nauðsynleg eru við slíkan sam-
anbutð, sýnir þetta þó Ijóslega, að
hér er um verulegan mun að
ræða. Þetta kemur lika vel heim
við reynslu mína af ofnunum á
mínu lieimili. íslenzku ofnarnir
halda miklu betur hitanum með
litlum straum, heldur en geisla-
ofnarnir, þegar þeir einu sinni eru
búnir að hita loftið. Einn aðalkost*
urinn við islenzku ofnana er sá,
að hitinn frá þeim er jafn um
allt herbergið, mjög notalegur og
þurrkar loftið ekki meira en venju-
legir miðstöðvarofnar gera. Svo
eru þeir algjörlega hættulausir,
brenna alls ekki hluti, sem liggja
fast við þá. Um endingu á þeim
er ekki gott að segja vegna þess,
að ekki er nema eitt ár siðan
farið var að smíða þá svo nokkru
næmi. En þeir hafa ekki bilað
það sem af er, og bygging þeirra
er þannig, að ætla má, að þeir
geti enzt mjög lengi.
Ég hefi heyrt nokkra segja,
að þessir íslenzku ofnar væru
dýrir, en hafa menn kynnt sér
verð á erlendum ofnum, sem
leggja mætti helzt á borð við
Reyndi því oft mjög á þol hesta
hans. Segir mór fylgdarmaður
hans um mörg ár (Bjarni Krist-
jánsson járnsmiður á ísafirði), að
ávalt hafi hann látið hesta sína,
eða Krumma, ráða ferðinni, og
reitt sig á þá. Eitt sinn lentu þeir
í stórhríð og mikilli ófærð á heið-
inni, og móti stormi að sækja.
Höfðu þeir þá kafað lengi, lengi,
svo Bjarni kvaðst hafa haft á
orði, að þeir myndu vera komnir
úr leið. En nokkru síðar stöðvast
Krummi við sæluhúsvegginn. Urðu
þeir að hafast við í sæluhúsinu
um 17 klukkustundir í það skipfið.
Svipuð atvik komu oft fyrir Jó-
hannes. Hann komst jafnan með
tilstyrk hesta sinna klakklaust af
heiðinni, án þess að bíða tjón á
mönnum eða hestum. Fylgdi Jó-
hannes ekki áætlun, mátti ganga
að því vísu, að við óviðráðanleg
atvik væri að tefla.
Snyrtimaður var hann hinn
mesti, og manna hirðusamastur
með allar póstsendingar, svo orð
var á gert. Fremur þótti hann
fréttafár, umfram það er blöðin
greindu, en sá kostur fylgdi því,
að hann bar aldrei fiugufregnir
þessa? Ég hygg, að verðmunurinn
verði þá ekki mikill, eftir þeim
verðlistum sem ég hefi séð um
verð á nothæfum ofnum, t.d. pan-
elofnunum norsku. Og hvað kosta
geislaofnarnir að lokum, þegar
búið er að skipta um vír í þeim
nokkrum sinnum, svo ég ekki
telji með skemmdir þær, sem þeir
víða hafa valdið? Það er nauðsynja-
mál, að þeir, sem nota raforkuna
til upphitunar á húsum sínum,
hafi góða ofna, svo upphitunin
verði ekki dýrari en hún þarf að
vera.
ísafirði 30. janúar 1939.
Páll Einarsson.
Vel á minnst.
Hugleiðingar Hildibrands.
Tiðarfarið i janúarmánuði hefir
verið dásamlegt. Stillt og bjart
veður dag eftir dag og ekki er
kuldanum fyrir að fara.
Kvöldin á ísafirði undan-
farna daga hsfa verið dásamleg.
Pollurinn glampandi í tunglsljósi,
og Hafrafellshnúkurinn yfir eins
og risi „á verði við sjóndeildar-
hring“.
Skátar, sem gistu Valhöll sína
i Tungudal um siðustu helgi,
róma mjög norðurljósadýrðina á
aðfaranótt sunnudagsins. Þótt
bjart væri af tunglinu og dýrð-
legt skíðafæri, gleymdu þeir
skiðunum á fótum sér, lágu stund-
um saman á bakinu á hörðu
hjarninu og dáðust að bragandi
eða lausmælgi milli manna eða
héraða.
Jóhannesi þótti leitt að þurfa
að láta af póstferðum, er hann
var enn á bezta skeiði. Hann var
að upplagi hneigður til landferða-
laga og undi illa kyrsetum til
lengdar. Fór hann oft í lengri
landferðir eftir það, ýmist einn
eða sem fylgdarmaður annara.
Hann hafði næma sjón fyrir
náttúrufegurð allri og þráði að
mega líta augum fagra staði.
Fyrir nokkrum árum brá hann
sér til Noregs. En þá var hann
svo þrotinn að heilsu, að hann
haíði litla ánægju af ferðinni.
Eftir að Jóhannes hætti póst-
ferðum, lagði hann fyrir sig kennslu
smábarna, og þótti hann natinn
við þau störf.
Jóhannes hélt dagbækur mikinn
hluta æfi sinnar. Hafði hann
skráð mikið úr póstferðum sínum
nú síðari árin. Þykir mér senni-
legt, að þar sé lofsamlega getið
uppáhaldshesta hans frá póstferða-
lögunum. Hann hafði fyrir skömmu
lokið við þetta og sent það á
vissan stað, áður en hann lagði
upp í sína hinztu för. Var hann
norðurljósadýiðinni á himinhvelf-
ingunni.
Rafmagnsljósin á götunum hafa
marga kosti. Enn einn verulegan
ókost hafa þau lika. Þau láta
mann gleyma allri ljósadýrðinni
yfir höfðum okkar. Menn, sem
aldrei fara út úr bænum á kvöld-
in, hafa ekki hugmynd um hvereu
mikilla dásemda þeir fara á mis.
Þeir sem búa um miðbik
jarðar og hafa hvorki norður-
né suður-ljós, þeir ferðast oft
langar leiðir til þess að fá að
sjá þessi náttúruundur.
En við, sem ekki þurfum að
fara nema 1—2 km. til þess að
sjá þessi sömu undur, við gleym-
um að þau eru til. Rafljósin
skyggja á!
Væri það nokkur goðgá, að
slökkva öll götuljós þau kvöldin
sem bezt liggur á mánanum, og
norðurljósin eru gjafmildust á
á dásemdir sínar?
Vill ekki rafveitustjórn taka
þettatil vinsamlegrar athugunar?
n
Pyrsti febrúar. — í dag skein
sól. — Þetta er í fyrsta skipti á
árinu 1939, sem sólin hefir skinið
á bæinn okkar.
Og það er víst óhætt að full-
yrða, að það léttist brúnin á
flestum. Menn verða kvikari í
spori, rótta sig úr kútnum, þenja
lungun, svelgja sólþrungið loftið,
þótt kalt sé, og í dag er gefið
sólarkaffi.
Það má annars undarlegt
heita, að fólk sem býr i myrkri
jafn lengi og við gerum, skuli
allvel stílíær og skrifaði einkargóða
hönd. Hann var og drátthagur
vel. Mun hann hafa látið eftir sig
sitt af hvoru í teikningum.
Síöari árin þjáðist Jóhannes af
hjartasjúkdómi, og tók nær aldrei
á heilum sér, en hafði þó jafnan
ferlivist. í vor hugðist hann að
bregða sér til Reykjavíkur með
skipi, er fór beina leið. En það
varð hans síðasta för. Þegar skipið
var að fara inn á Reykjavíkur-
höfn, hneig hann niður örendur á
þilfarið hinn 18. júní s. 1.
Lík hans var flutt til ísafjarðar
og jarðsett þar hinn 9. júlímán-
aðar.
Einhver G.
skrifar i síðasta Vesturlandi
um samanburð á Reykjavlk og
ísafirði. Á almennum fundi fyrir
siðustu bæjarstjórnarkosningar
fóru Alþýðuflokksmenn að gefnu
tilefni frá Bjama Benediktssyni
út í slíkan samanburð. Þá baðst
Arngrímur undan og sagði: Það
er enginn að bera saman ísafjörð
og Reykjavík. Nú vill hann fá
samanburð og skal fá hann.
^^.úgur er meðal hollustu
næringarefna. — Gefið börn-
um yðar, og etið sjálf, meira
af rúgbrauði.
Reynið rúgbrauð frá Bök-
unaríélagi Isíirðinga.
Bæði seydd og óseydd.
Ekkert brauðgerðarhús á
Vesturlandi framleiðir nú
meira af þessari brauðteg-
und en Bökunarfélagið.
Nýtízku tæki til brauðgerðar.
ekki fagna betur en gert'er, komu
blessaðrar sólarinnar.
Þegar sólin skin í fyrsta sinn
á ári hverju, ættu ísfirðingar að
haida fagnaðarhátið. Þá ættu
allir að fá frí frá störfum, ganga
í skrúðgöngu um bæinn, og
gleðjast eins og börn.
Sólardagurinn fyrsti ætti að
vera einn af stærstu hátíðisdög-
um vors dimma og kalda en
dásamlega lands.
Skólarnir og bindindismálin.
Fyrsti febrúar er helgaður bind-
indisfræðslu í skólum landsins.
Gagnfræðaskólinn hér hafði boðið
stúkunum að senda fulltrúa í skól-
ann þennan dag og flytja þar er-
indi um bindindismál fyrir nem-
endunum.
Tvær af stúkunum, Dagsbrún
og ísflrðingur, tóku þessu boði, og
komu frá þeim Jón Jóhannsson
löggæzlumaður og Þorleifur Bjarna-
son kennari. Fluttu þeir báðir hin
snjöllustu erindi um bindindismál,
og kann skólinn þeim 'sjálfum og
stúkum þeirra hinar beztu þakkir
fyrir.
Fyrsta febrúar gáfu nemendur
út skólablaðið Hvöt fjölritað, og
var það að mestu leyti helgað
bindindismálinu.
Knattspyrnufélagið Hörður
hélt aðalfund 30. janúr. Stjórn
félagsins skipa nú:
Sverrir Guðmundsson gjaldkeri.
Sveinn Eliasson verslunarm.
Guðm. Lóðvlgsson —„—
Péur Þórarinsson verkamaður*
Ágúst Leós verzlunarmaður.
Skátafélagið Einherjar
hélt aðalfund 27. janúar.
Gunnar Andrew var endur-
kosinn deildarforingi í 11. sinn,
en deildarforingi er jafnframt
formaður félagsins.
Fólagið telur nú:
24 Ylfinga
48 Skáta
16 RS-skáta
eða samtals 88 félaga.