Skutull - 03.08.1940, Side 4
S K U T U L L
10«
Tilkynning
til innflytjenda.
Hér með vill nefndin vekja athygli innilytjenda á því,
að afgreiðsla á eftirstöðvum þeirra gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfa, sem ákveðið hefir verið að veita á yfirstandandi
ári fyrir búsáhöldum, skófalnaði, smíðaefni og vefnaðar-
vörum til iðnfyrirtækja, stendur nú yfir, og er því þeim,
sem undanfarið hafa fengið leyfi fyrir slíkum vörum, og
ekki hafa þegar sent umsóknir sínar til nefndarinnar, bent
á að gera það nú þegar.
Sama gildir um umsóknir fyrir efnivörur til iðnaðar-
starfsemi, svo sem smjörlíkis- og sápugerðar, skó- og söðla-
smíða, pappírsvörum, rafmagnsvörum, úrsmíðaefni, lyfja-
vörum, litunarefnum og öðrum efnavörum, að svo miklu
leyti, sem þessi leyfi hafa ekki þegar verið afgreidd.
Jafnframt vill nefndin alvarlega vara innflytjendur við
því að gera nokkrar ráðstafanir til innkaupa nema sam-
kvæmt leyfum, m. a. vegna þess að nefndin mun af gjald-
eyrisástæðum setja sérstök ákvæði um það hvar kaup
skuli gerð.
Reykjavík, 24. júlí 1940.
Grjaldeyris- og innílutningsnefnd.
Útsöluverð á Kendal Brown
skornu neftóbaki
má eigi vera hærra en hér segir:
í 1 lbs. blikkdósum . . dósin á kr. 14.40
í V2 lbs. blikkdósum . . dósin á kr. 7,40
í 7« lbs. blikkdósum . . dósin á kr. 3.80
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
3% hærra vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Okkur vantar ýmislegt, en höfum þó flest,
sem þér þarfnizt.
KAUPFÉLAGIÐ.
Útdráttur úr leiðbeiningum fyrir bæjarbúa,
ef loftárás kynni að bera að höndum:
Merki um hættu, og að hætta sé liðin hjá:
Rafflauta, sem komið hefir verið upp á Aðalslræti 22 (hús
Jóns Kristjánssonar) sendir frá sér síbreytilegan tón allan tím-
ann á meðan loftárásarhætta er yfirvofandi og á meðan árás
stendur yfir. Brunalúður, sem farið verður með um norður-
hluta bæjarins, sendir einnig frá sér breytilegan tón samtímis
rafflautunni.
Hlýðið tafarlaust hættumerkjunum, þegar þau eru gefin.
Merki um, að hættan sé liðin hjá, er stöðugur jafn tónn
rafflautunnar og brunalúðursins í 5 mín. eða lengur.
Loftvarnarbyrgi.
Auk þess, sem þess er vænst, að menn velji sér eigin loft-
varnarbyrgi í sem flestum húsum, hefir bærinn fengið til afnota
loftvarnarbyrgi á þessum stöðum:
1. Aðalstræti 24 (hús Tryggva Jóakimssonai').
2. Silfurtorg 1 (hús Árna Gíslasonar og Matlh. Sveinssonar).
3. Hafnarstræti 8 (hús Elíasar Kærnested).
4. Túngötu 1 (hús Bárðar Tómassonar).
Loftvarnarbyrgi bæjarins eru auðkennd með rauðum
örvum og áletruninni: LOFTVARNARBYRGI, og eru
ætluð þeim, sem staddir eru á almannafæri, þegar hættumerki
er gefið, og ekki komast auðveldlega í eigin loftvarnarbyrgi.
Fólk er sérstaklega áminnt um að fara ekki út úr húsum
til þess að leita skjóls í loftvarnabyrgjum bæjarins.
Leiðbeiningum þeim, sem þessi útdráttur er tekinn úr, hefir
verið útbýtt til allra heimila hér í bænum.
Útsöiuverð á GAMP eldspýtum
má eigi vera hærra en hér segir:
í Reykjavík og Hafnarfirði 7 aura stokkurinn.
í Reykjavík og Hafnarfirði 84 aura 12 stokka búnt.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið
vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Tilboð óskast
nú þegar um málningu á nokkrum húseignum bæjarsjóðs.
Nánari upplýsingar á skrifstofu minni.
Bæjarstjórinn á ísafirði, 1. ágúst 1940.
Þorsteinn Sveinsson.
ÚTSVÖR Á ÍSAFIRÐI.
Samkvæmt lögum nr. 23 frá 12. febr. 1940 um breyting á
lögum um útsvör, er sérhver kaupgreiðandi, hvort sem hann
hefir í þjónustu sinni fasta starfsmenn eða aðra, sem ekki eru
á föstu árskaupi eða mánaðarkaupi, skyldur til að standa bæj-
arsjóði reglulega skil á þeim fjárhæðum, er hann innheimtir
samkvæmt lögum þessum.
Verzlanir, iðnfyrirtæki, skráð útgerðarfélög og önnur sam-
bærileg útsvarsskyld fyrirtæki greiða útsvör sín mánaðarlega.
Vanræki kaupgreiðandi eða formaður skif skv. lögunum, má
taka fjárhæðir þær, sem honum ber að sjá um greiðslu á,
lögtaki hjá honum sjálfum.
ísafirði, 1. ágúst 1940.
Bæjarstjórinn.
Kaupendur Skutuls, sem hafa
ekki ennþá borgað blaðið, eru Mig vantar íbúð frá 1. okt.
hérmeð vinsamlegast minntir á, fj. Herlufsen.
að gera skil sem allra fyrst. (