Skutull - 30.05.1942, Síða 2
84
S K tr í t7 L L
\
KVÆÐI UM LIÐNA 06 LÍÐANDI STUND
Tileinkað minningu 6uðjóns Bjarnasonar, verkamanns í Bolungavík
Þeir eru ekkerl fáir, sem langai lítid að breyta
því lííi, sem virðist áskapað þar eða hér,
bljúgir og viljugir vafra um bankans reita
og verzla "þar alltaf, sem mesturjþorskurinn er.
heir telja börn sín borin til þess að ganga
blá og skinin á rauðum gúmmískóm,
svo auðvitað sc, að þau muni ekkijlála sig langa
* til að leggja grunninn að cigin fiskikróm.
Og fali aidrei þann völl, þar sem guð lætur gróa
það gras, sem er kjarnmest og skrýðir bezt okkar Iand,
og girnist ei heldur nothæfar mýrar né móa,
en miklist, ef fá þau að stauta við ógróinn sand.
Og einkis þau krefjist í kaupi eða mat eða fötum
eða kæri sig nokkuð um annað en »fant« eða krús,
og heldur þau kjósi að stika ei'tir stígum en götum
og stíga inn í verbúð og skúr — en í reisulegt hús.
lín þiggi þó alll, sem að þeim er rétt í krónum
— eða eldhúsinegin al' sykri, kaffi eða rót,
sem konur þau deyi með krepptar hendur á prjónum,
sem karlar þau elski að sálast í bisi við grjót.
En áður þau fari samt fjórða hvert ár og kjósi
þá forsjárveitandi, landríku og þorskauðgu í senn,
og síðan í tötrunum happi þau yfír því hrósi
að hafa þó frið til að lifa eins og sjálfstæðir menn!
En menn eru til, sem þrauka þreyttir ai' striti
og þungbrýnir stara út kaldan og vonlausan geim;
þeir gela ekki sofíð, en sitja, þjáðir af vili
og samvizkukvölum, í flónskum og tómlátum heim.
Er fátæktin grúfir á gluggum þessara manna
og glottandi skorturinn bíður við þeirra dyr,
hvað skal þá ekki af sannleiksást til að sanna,
að það sé ekki rétt að þegja og híma kyr?
Og hver er svo hetja, ef hann er það ekki, sá snauði,
sem lirífur úr eldinum berhentur sannleikans glóð,
og lýsir þar yfir, sem drottnar hinn andlegi dauði
og doðinn er runnlnn fólkinu í rrtprg og blóð?
Og sjá: Þú ert laus, ekkert tjóður er til frá drottni,
engin tjara í koll, engin guðleg sultarins ól,
og lil þess var aldrei ællazl, að nokkur rotni
meðan andar og vermisl af gróðrarins skínandi sól.
Menn sá ek þá,
er inargan höfðu
fé ok fjörvi rænl...
Menn sá ek þá,
er af miklum hug
veittu fátækum frama ...
Úr Sóiarljóðum.
Og sjá: Það var ekkert letur á landið mótað,
þar sem lýst sé yfír, að skaparinn hafi það
neinum sérstökum. eignað, en hafi svo öðrum hólað
hörmung á jörð — og svo víti á öðrum stað;
og ómörkuð dragast þau, ýsan og kolinn, úr djúpi —
og eins er um þorskinn og jafnvel hinn silliaða lax,
... En hvern átti að gruna, að hann gengi í lyganna hjúpi?
Og svo geyma þá margir að skipla — til næsla dags!
En sumir vakna til fulls og finna þeir eru
við frelsið í skuld og settir á þessa jörð
til að sjá og heyra og vera í raun og veru
ekki volaðir sauðir í Mammons kviðdregnu hjörð,
heldur ímynd þess guðs, sem gróðurinn hefir skapað
og gefið hverjum hið ólgandi rauða blóð.
Og svo er þá ljóst, að englar hal'a ekki hrapað
af himnum, en hver sá maður, sem bundinti stóð,
En þvílíkt hark og háreysti á æðri stöðum
yfir hoknum lýð, sem réttir sitt meidda liak!
Þvílíkt ógnar hneyksli! Og svo er í bókum og blöðum
af bræði varið það allsherjar stór-laxaklak,
sem gætt er með laganna logandi sverð í hendi
og litað er rault, því þess næring er meiddra blóð.
Og ljósgjafínn snauði skal hýddur með hungursins vendi,
unz höfuðið beygir og traðkar á sannleikans glóð!
En sjáið liann standa, hungursins rúnum ristan,
með réttlætisfuna í hverri taug sinni og æð,
já, sjáið hann, árdagsins glitrandi geislum kysstan,
með glampa í augum, á kærleikans sjónarhæð!
Hin daggstirndu blóm mól röðlinum höfuðið hefja,
og himininn veit ekki, að maðurinn snauður sé,
því hvelfingin blámar, og angan og ilmur vefja
liinn einstæða mann, sem er vörður um lífsins tré.
6uðmundur 6íslason Hagalín.
Kosningar hinn 5. júlí.
Eins og frá var skýrt í síðasta
tbl. Skutuis faca kosningar fraui
hinn 6. júlí n. k. — og er það
viku seinna en vera ætti, ef um
reglulegar kosningar væri að
ræða.
J útvarpsumræðunum á dög-
unum um vantraust á núver-
andi rikisstjórn, kom ýmislegt
fróðlegt fram, þá er hinir fyrri
samstarfsmenn deildu, en einua
' mesta athygli mun það hafa vak-
ið, að íramsóknarmenn hermdu
það upp á Sjálfstæðisflokkinn,
að hann hefði boðizt til að
fresta öllum aðgerðum í stjörn-
arskrármálinu, ef Framsókn vildi
þá vera sjálfstæðismönnum sam-
taka um frestun kosninga! Var
og auðheyrt á ölium ræðum
hins núverandi forsætisráðherra,
Ólafs Thórs, að hann teldi það
hin mestu vandræði, að Fram-
sókn hefði okki fengizt til að
fresta kosningum. Það kom sem
sé greinilega fram, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefir talið kosn-
ingafrestun svo mikilvægt mál,
að framgang þess væri sjálfsagt
að kaupa jafnvel hinum verstu
afarkostum! Geta menn borið
þessa staðreynd saman við full-
yrðingar ritstjóra Vesturlands í
öfuga átt. Þá er forseti samein-
aðs þings, Gisli Sveinsson, bar
fram kosningafrestunartillögu
sína, gerði Sigurður Bjarnason
frá Vigur að honum óp mikið
og vildi sverja fyrir, að tillaga
Gisla ætti nokkru fylgi að fagna
í Sjálfstæðisflokknum. En nú
liggja fyrir yfirlýsingar um það
frá ráðherrum Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknar, að kosninga-
frestunin var einmitt hjartans
mál sjálfstæðismanna. Þeir ætl-
uðust til þess, að umboðslausir
þingmenn og umboðslaus stjóru
færi áfram með völd í landinu
og gæfi út bráðabirgðalög um
handjárnun verkalýðsfélaganna
og annað sllkt, sem fulltrúar
heildsala, stórútgerðarmanna og
stórbænda geta verið innilega
sammála uui til bjargráða, á
sama tima og forréttindastéttum
græðist meira fé en nokkur
dæmi eru til áður hér á íslandi.
En Framsóknarflokkurinn taldi
þö, að varasamt gæti verið fyrir
umboðslaust þing og umboðs-
laiisa stjórn að fara áfram með
völd. J>, Framsóknarmenuirnir
sögðu ógerlegt að stjórna áfram
áu kosnÍDga, úr því að Alþýðu-
flokkurinn hefði krafizt þess, að
kosnÍDgar færu fram og fólkið
yrði látið segja álit sitt um það,
sem gerzt hefir í stjórnmúlunum.
Það er því fyrir kröfur Al-
þýðuflokksins, um að málunum
sé skotið til úrskurðar fólksins i
landinu, að islenzkum kjösend-
um er gert fært að neyta kosn-
ingaréttar síns hinn 5. júlí n. k.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi allt
til vinna, að ekki yrði kosið, og
Framsókn taldí kosningar því
aðeins nauðsynlegar, að Alþýðu-
flokkurinn vildi ekki gerast með-
sekur um frestun kosninga.