Skutull - 15.08.1945, Blaðsíða 2
148
SKUTULL
SKUTULL
Vikublaö.
Ábyrgur ritstjóri
og útgefandi: '
Hannibal Valdimarsson
Hrannargötu 3, Isafirði.
Símar 160 og 49.
Afgreiðslu annast:
Jónas Tómasson
Hafnarstrœti 2.
Sími 123.
Verð árgangsins 20 kr.
1 lausasölu 35 au. eintakið
— 50 au. 8 síður.
Aldar á morgni...
Það er ekki aðeins hinn varkári
og aldraði forsætisráðherra Dana,
sem er svo djarfur að segja, að
kosningarnar í Englandi hafi mark-
að upphaf nýrrar aldar í heimin-
um. öll þau löngu og þungbæru ár,
sem stríðið hefir staðið, hefir þjóð-
unum verið heitið því, að eftir
það — að unnum sigri — skyldi
hefjast ný öld friðar og farsældar,
með atvinnu fijrir alla og örijggi
fgrir alla. En hverjir trúðu því?
öreigarnir í Englandi, hermenn
Englands, sem voru dreifðir um
víða veröld, frá Islandi til Okinawa,
sýndu heiminum, livernig á að
fara að því að skapa nýjan lieim,
hefja nýja öld. Með atkvæðaseðlin-
um, sem manni er fengínn á nokk-
urra ára fresti í þeim löndum, sem
njóta lýðræðis, á að gera það!
Með atkvæðaseðlinum, er hægt að
segja ekki aðeins foringjum flokka
að fara, lieldur þjóðfélagsöflum.
Jafnvel sterkustu öflum þjóðfélags-
ins, auðkýfingum, bankastjórum og
.öðrum, sem gera sig digra af sam-
söfnuðu afli hins litla, forsmáða
manns, kjósandans — „the Under-
dog“ — eins og Englendingar
segja.. Hinn langsoltni enski
„Underdog“ liefir ekki aðeins unn-
ið þetta stríð með ódrepandi seiglu
og ókúganlegri þrautseigju, hann
hefir einnig sýnt heiminum hvern-
ig má vinna friðinn — með at-
kvæðaseðlitjum!
Hann hefir, þrátt fyrir og á móti
öllum öflum, sem auðvald ])essa
heims hefir yfir að ráða, blöðum
blaðakónganna, mælskustu og glæsi-
legustu foringjum, sem yfirstétt
mestu bókmenntaþjóðar veraldar-
innar getur skapað einu sinni á
nokkurra alda fresti, unnið þann
sigur, að megna að segja vilja
sinn — meö atkvæöaseölinum. —
Sinn vilja, gegn öllu, sem hefir
ríkt og verið viðurkennt í þjóðfé-
laginu til þessa dags.
Sósialisma og frið vill alþýða
Englands. Hún veit, að sósialisminn
einn getur gefið heiminum frið.
Þessvegna gefur hún Jafnaðar-
mannaflokknum brezka fullkomin
völd. Hann hefir, fyrstur jafnaðar-
mannaflokka um víða veröld, þor-
að að lofa kjósendum sínum byrjun
á framkvæmd sósialismans, eftir
ieiðum lýðræðisins. Þjóðnýtingu
helztu atvinnugreina enska þjóðfé-
lagsins, kolanámanna, járnbrauta-
og stáliðnaðar, og ríkisrekstri þjóð-
bankans, sem um aldir hefir verið
hjarta enska auðvaldsþjóðfélagsins.
Ef foringjar enska Verkamanna-
flokksins misskilja, eða skilja ekki
það traust, og það umboð, sem
þeim er fengið af 12 miljónum
enskra kjósenda, sem hafa lifað
af og unnið þetta stríð, þá hjálpi
þeim hamingjan! Ensk alþýða er
nú á sömu krossgötum og þýzka al-
þýðan eftir síðasta stríð. Ef enski
Verkamannaflokkurinn leggur nú
ekki út á braut sósialismans óliik-
ÞJÓÐVILJINN birti s. 1. sunnu-
dag svo furðulegar upplýsingar um
fjármálapólitík ríkisstjórnarinnar,
að þær hljóta að vekja ískyggilegar
grunsemdir allra þeirra, sem liing-
að til hafa tekið alvarlegar yfir-
lýsingar stjórnarinnar um nýsköp-
un atvinnuveganna. Mundu áreið-
anlega fæstir trúa þessum upplýs-
ingum, ef þær kæmu ekki fram í
forustugrein í blaði stjórnarinnar.
Þjóðviljinn segir svo frá:
,,Enn liafa clcki vcriö settar á
sérslakan reikning þær 300 milj-
ónir króna, sem til nýsköpunarinn-
ar eiga aö fara. Enn lxcfir sú doll-
araupphæö, sem ákvcöiö var aö
taka frá í vetnr í þessu skgni, og
er frumskilyröi nýsköpunariiuiar,
ekki veriö tekin frá“.
„Og orsökin er augljós: Nokkrir
ríkir heildsalar og voldugir banka-
stjórar liggja í fjármálaráölxerran-
um til þess aö tefja hann í aö fram-
kvæma þelta“. Blaðið kvartar síðan
yfir því, að vissir menn „hagnýti
svona“ ágætismenn eins og við-
skiptamálaráðherrann og lieldur á-
fram:
„Svo er bankapólitík þjóöbanka-
vors. Hún er óbreytt eiui, jafn
fjandsamleg nýsköpun atvinnulífs-
ins sem framsóknarstjórn Vilhjálms
Þórs var“.
Stjórnarblaðið lýkur grein sinni
með þessum orðum:
„Það er fyrir löngu tími til þess
kominn að hnekkja þessu valdi.
Það hefir kostaö þjóöina miljónir,
hve lengi hefir beriö beöiö. Nú er
tími til kominn aö láta ekki sitja
viö oröin tóm“.
★
Skutull vill eindregið taka undir
þessi orð Þjóðviljans. Það er sann-
arlega tími til kominn að láta ekki
„sitja við orðin tóm“ í nýsköpunar-
málunum. Fæstir mundu hafa trú-
að því, að ríkisstjórnin,sem bráðum
er búin að sitja jieilt ár að völdum,
skuli ekki enn liafa framkvæmt
„frumskilijröi . .nýsköpunarinnar".
Hitt mun a. m. k. lesendum þessa
■blaðs koma síður á óvart, að þeir,
sem þessu valda, séu „nokkrir rík-
ir heildsalar". Skutull hefir með
nokkrum dæmum sýnt sínum les-
endum fram á, hvílik spilling ríkir
í viðskiptamálum þjóðarinnar.
Margir mánuðir eru liðnir, síðan
mörg helztu lieildsölufyrirtæki höf-
uðstaðarins voru sett undir opin-
bera ákæru fyrir stórfelld brot á
þeirri löggjöf, sem átti að vernda
almenning fyrir verzlunararðráni
heildsalanna og þjóðina í heild fyr-
ir böli verðbólgunnar. Mál þessara
heildsala sýndu, að þeim hafði tek-
ist að brjóta þessa löggjöf niður
með öllu og gera tilgangslaust það
skipulag,seiií byggt hafði verið upp,
til þess að liafa hemil á gróðafíkn
að, samkvæmt því umboði, scm
lionum er fengið, þá bíða Englands
sömu örlög og Þýzkalands.
Fólkið vill sósialisma, fram-
kvæmdan á lýðræðislegan liátt en
hiklaust, annars verður það að
bráð, hverjum þeim, sem býður í
atkvæðaseðil þess og heitir því sín-
um fals-sósialisma (kommúnisma
eða „nationaIsósialisma“.
Foringjar Alþýðuflokksins enska
áttu kost á samvinnu við brezka
ílialdið um glæsilega umbótastefnu-
skrá. Þeir höfnuðu henni og lögðu
fyrir ensku þjóðina róttækustu
stefnuskrá, sem sósialistískur
vinstri flokkur liefir nokkurntíma
lagt fram. Enska alþýðan gaf þeim
fylgi sitt og traust meir en nokk-
urn tíma áður, og það jafnt þótt
maður eins og Clnirchill inálaði
djöfulinn á vegginn, og útmálaði
einræðið og ófrelsið, sem hlyti að
fylgja sósialismanum. Alþýðan ótt-
ast ekki lýðræðislegan sósialisma.
Hún krefst hans. En alþýöufloklcar
sem víkja frá slefnu sinni, upp-
skera kommúnis'ma.
þeirra. Mánuðir hafa liðið, án þess
að nokkuð heyrðist frá rannsókn
þéssara mála. Þvert á móti liafa
allmargir „ríkir lieildsalar“, sem
eru viðriðnir þau fyrirtæki, sem
eru undir opinberri ákæru, verið
nefndir hvað eftir annað í frétta-
tilkynningum ríkisstjórnarinnar,
ýmist sem opinberir eða hálfopin-
berir sendimenn til annara landa
eða valdamenn á sviði „nýsköpun-
arinnar“ heima fyrir. Allt þetta
hefir sýnt svo greinilega, að ekki
verður um villzt, aö „ríkir Iieild-
salar njóti alveg sérstakrar vernd-
ar og velvilja og trausls núverandi
ríkisstjórnar eöa meirihluta hennar.
Ilitt er furðulegra, að blöð allra
stjórnarflokkanna skuli þegja svo
vandlega, sem raun ber vitni, um
eitt ljótasta dæmið, sem fram liefir
komið um siðspillingu heildsala-
auðvaldsins, en það er mál S.
Árnasonar & Co.
★
Skutull liefir upplýst, og það
hefir ekki verið lirakið, að þetta
firma hefir flutt inn í fullkomnu
leyfisleysi „lúxusvörur“ fyrir meir
en fjórðung miljónar íslenzkra
Frumskiiyrði hennar
heíir enn ekki verið
uppfyllt.
króna. 1 sambandi við þennan inn-
flutning hafa komið í ljós svo
furðulegar aðfarir manna og stofn-
ana, að þegar frá þeim er sagt, er
það líkast amerískum „gangster-
reyfara". En þær upplýsingar hafa
ekki enn verið hraktar. Þó á hér
hlut að máli einn valdamesti inað-
ur ríkisstjórnarinnar fyrir utan hóp
ráðherranna sjálfra. Skyldu menn
ætla, að blöð ríkisstjórnarinnar
vildu ekki, að á nafn hans félli
meiri skuggi en þegar hvílir á því
fyrir fortíð hans í sambandi við
hans fyrri vini. Væri þó hægur
vandi að varpa nokkru skýrara
ljósi á suma þá bletti.
★
En þegar Þjóðviljinn sjálfur hef-
ir uppgötvað, að „nokkrir ríkir
heildsalar“ valda því, að ríkis-
stjórnin liefir ekki enn uppfyllt
„frumskilyröi nýsköpunarinnar",
en lialdið er áfram að eyða doll-
arainneignum þjóðarinnar sein til
nýsköpunarinnar áttu að fara, í
allskonar innflutning, sem henni
kemur ekkert við, þá hlýlur að
vakna sú spurning, hvort hér er
ekki liih það að ræða, aö rikis-
stjórnin liafi þegar rekiö sig á kerf-
isþundin hagsmunasamtök hinna
„ríku heitdsala", eins og múr, sem
annaöhvort veröur aö nema staöar
viö, EÐA DRJÓTA NIÐUR. Hvort
veldur þögn blaðanna um heild-
salamálin persónuleg linkind? Vit-
und um vafasama gróðamenn í eig-
in herbúðuin? Eða er það bara hik
við að leggja til orustu við hina
„ríku heildsala“, sem nú ógna öll-
um nýsköpunaráformum á bak við
liina ágætu persónu viðskiptamála-
ráðherrans? Máske er ]>að ólti við,
að samstarfsmennirnir, „liinir
frjálslyndu atvinnurekendur" sem
kunna að vera fáanlegir til þeirrar
„nýsköpunar“, að kaupa nýja tog-
ara í stað ryðkláfanna, sem hafá
fært þeim miljónirnar á stríðsárun-
um, ef þeim er heilið nógum fríð-
indum, „afskriftum", vægu skatta-
eftirliti og „vinnufriði", þoli ekki,
að flett sé ofan af hinum helmingi
Sjálfstæðisflokksins, „liinum ríku
heildsölum“, og miljónagróði þeirra
stöðvaður, áður en þeim leyfist að
éta upp inneignirnar, sem til ný-
sköpunarinnar áttu að fara?
★
Það hafa menn fyrir satt,
að fyrsta verlc Nýbyggingarráðs
hafi verið að mæla með inn-
flutningi á vélum til „nýsköpunar“
prentsmiðju Þjóðviljans. Undir
meðmælin, eða „dagskipunina" um
þessa nýsköpun skrifuðu Jóhann Þ.
Jósefsson (S. Árnason & Co„ sem
fluttu inn vélarnar) og Einar 01-
geirsson (Prentsmiðja Þjóðviljans)!
Nú eru prentsmiðjur að vísu bráð-
nauðsynleg fyrirtæki og Skutull
sér ekkert á móti því, að Þjóð-
viljinn eignist smáprentsmiðju. En
þetta sýnir vel, hvernig „ríkir
heildsalar“ liafa tilhneigingu til að
„liggja í fjármálaráðherranum“, til
þess að koma í veg fyrir, að doll-
arainneignin sé sett föst og tekin
frá til nýsköpunar, og hvernig allt
má kalla „nýsköpun". En uppljóstr-
un Þjóðviljans á því, að ríkir heild-
salar hafi til þessa dags koinið í
veg fyrir, að ríkisstjórnin uppfylli
„frumskilyröi nýsköpunarinnar“
og þögn þeirra blaða, sem lúta
valdi stjórnarinnar um svindilmál
heildsalastéttarinnar, sýna öllum
heiðarlegum og frjálslyndum mönn-
um, hvert stefnir. Verkalýðsfl. i rík-
isstjórninni, sem eiga 4 ráðlierra af
G, og eiga vísan stuðning mikils
meirihluta þjóðaritinar, ef þeir
leggja til opirtberrar baráttu við
spillingar- og afturhaldsöflin í
Sjálfstæðisflokknum, sem nú sitja á
svikráöum við allt það, sem til
framfara horfir í stefnu ríkisstjórn-
arinnar og til hagsbóta fyrir alþýðu
landsins, (og það er margt), þeir
liafa nú rekið sið óþyrmilega á þá
staðreynd, aö þaö er ekki hægt aö
leggja grundvöll aö þjóöfélagsskipu-
lagi, sem tryggi „atvinnu handa öll-
um“ og „öryggi handa öllum“, m.
ö. o. þjóðfélag, sem alþýða þessa
lands geti sætt sig við í framtíðinni,
án þess aö heyja harövítuga bar-
áltu viö gerspilltar klíkur auö-
valdsins á Islandi og ganga milli
bols og höfuös á þeim. Þær klíkur
eru nú, eftir óstjórn stríðsáranna,
spilltari og óskammfeilnari en
nokkurntíma áður. OG ÞÆR ERU
EYRST OG FREMST I SJÁLF-
STÆÐISFLOIŒNUM, og skýla sér
nú bak við þá „frjálslyndu ágætis-
menn“, sem skipa ráðherrastóla
hans. Þeir ágætismenn munu ekki
bregðast hagsmunum umbjóðenda
sinna, striösgróöamannanna í heild-
sala- og stórútgerðarmannaklíkum
Sjálfstæðisflokksins. Alþýöan á Is-
landi á því enga samleiö til fram-
búöar meö Sjálfstæöisflokknum...
★
Það mun koma æ sbýrar í ljós,
því nær sem kemur að því, að „ný-
sköpunin" eigi að lcoma til fram-
kvæmda, að Verkalýðsflokkarnir
eigi um tvennt að velja: AÐ leggja
opinberlega til orustu við heild-
sala- og stríðsgróðavaldið í land-
inu, til baráttu fyrir þeim lág-
markskröfum um atvinnulegt ör-
yggi og þjóðfélagsumbætur, sem
hún, eins og alþýðan í öllum lönd-
um Vestur-Evrópu hlýtur að gera,
og þær lágmarkskröfur eru alger-
lega ósamrýmanlegar því, að end-
urreisa stríðsgróðavaldið á Islandi
í samvinnu viö þaö sjálft, EÐA aö
þegja mcö öllu um spillingu og
rotnun þess kerfis, sem sett liefir
verið upp liér á landi á undanförn-
um stríðsárum, til þess að tryggja
örfáum mönnum miljónagróða og
ER VERIÐ AÐ SVÍKJA
NÝSKÖPUNINA?
*