Skutull - 15.08.1945, Qupperneq 3
S K U T U L L
149
völd, ekki aðeins yfir öldurót fyrstu
eftirstríðsáranna heldnr um lunga
framlíS. Færi svo ólíklega, að
Verkalýðsflokkarnir hér kysu sér
það hlutskipti, sein ekki verður
trúað, liljóta þeir og forustumenn
þeirra að tvinna hagsmuni sLna við
hagsmuni auðvaldsklíknanna, því
fastar, sem lengur verður setið yfir
þeim vef. En frumskilyrði þess, að
svo lierfileg þróun nái fram að fara
til lengdar, er m. a. það, að ALLIR
þegi. En það verður ekki þagað.
-------0-------
Jón í Súðavík
75 ára.
Þann 19. júlí síðastliðinn átti
hinn kunni atorkumaður Jón Jóns-
son fyrrum útgerðarmaður og kaup-
maður í Súðavík sjötíu og fimm
ára afmæli. Þykir Skutli fyrir því,
að afmæli þessa staka dugnaðar-
manns skyldi fram lijá lionum
fara, en þrátt fyrir það verður
þess nú minnst með nokkrum orð-
um, því betra er seint en aldrei,
eins og máltækið segir.
Jón í Súðavík — en undir því
nafni gekk hann jafnan hér vestur-
frá — var fæddur 19. júlí 1870 að
Folafæti í Súðavíkurhreppi. For-
eldrar hans voru lijónin Jón Jó-
hannesson og Gróa Benediktsdóttir.
1 Folafæti ólst Jón upp fram
á unglingsár. Var liann innan við
fermingu, er hann fór að stunda
sjómennsku, og varð það hans aðal-
starf langt fram eftir ævi.
Árið 1891 kvæntist hann fyrri
konu sinni, Salóme Þórarinsdóttur,
en missti 'hana eftir aðeins röskra
tveggja ára sambúð. Eignuðust þau
saman tvö börn.
Næstu árin var Jón að Kleifum
í Seyðisfirði, en fluttist svo til
Súðavíkur árið 1894. Þar kvæntist
liann í annað sinn, árið 1890, og
gekk að eiga Margréti Bjarnadóttúr
í Tröð. Hafa þau hjón eignast 14
börn, og eru sjö þeirra á lífi.
Allt frá því um tvítugsaldur var
Jón í Súðavík formaður, fyrst á
árabátum, en síðar á vélbátum.
Sótti hann sjóinn af miklu harð-
fylgi og dugnaði, þar til 1916, að
hann varð að hætta sjómennsku
vegna heilsubilunar.
Um það leyti kom hann á fót
■
5 Svo segja
ALÞÝÐUBLAÐIÐ víkur að úr-
slituin brezku kosninganna liinn 29.
júlí síðastliðinn með þessum orð-
um:
„Kosningarnar á Bretlandi og úr-
slit þeirra hafa vakið mikla atliygli
hvarvetna um heim. Hinn glæsilegi
sigur brezka Alþýðuflokksins vek-
ur alls staðar fögnuð og hrifningu
frjálslyndra lýðrseðissinna og er að
vonum talinn glöggt fyrirheit um
stórfelld s^raumlivörf í stjórnmál-
um Norðurálfu. Síðaslji stórvígi í-
haldsstefnun'nar hér í álfu hrundi
með ósigri brezka íhaldsflokksins,
en jafnaðarstefnan hefir náð ör-
uggri fótfestu í hinu mikla, brezka
heimsveldi".
SAMA BLAÐ birti þann 31. júlí
svo liljóðandi grein undir fyrir-
sögninni:
FRAMTAK HAFNARFJARÐAR
OG ISAFJARÐAR.
Tveir kaupstaðir, Hafnarfjörður
og ísafjörður, hafa um langl skeið
liaft margvíslegt frumkvæði á sviði
atvinnumála hér á landi, og leikur
ekki á Iveim tungum, af hverju það
liefur verið. Það er langvarandi
stjórn og forusta jafnaðármanna í
báðum þessum bæjum, sem því
hefir valdið.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að fyrir frumkvæði þeirra
verzlun i Súðavík, og stundaði upp-
frá því jöfnum höndum verzlun,
útgerð og búskap. Átti hann um
skeið þrjá vélbáta, er hann gerði
út, og miklar jarðarbætur gerði
hann á eignarjörð sinni. Byggingar
þær, sem Jón í Súðavík lét reisa,
voru allar myndarlegar og vandað-
ar vel. Gilti það jafnt um gripa-
hús og fiskhús, sem íbúðar- og
verzlunarhús hans.
Ibúðarhús það, sem Jón lét reisa
á fyrstu búskaparárum sínum í
Súðavík, liefir áreiðanlega verið
langt á undan sínum tíina. Mun það
liafa verið fyrsta járnvarða timbur-
liúsið í Súðavíkurþorpi, enda er
jiað stundum enn í dag kallað
„járnhúsið" í daglegu tali þar í
kauptúninu.
1 öllum sínum atvinnurekstri
gekk Jón sjálfur að verki með
starfsfólki sínu, og hlífði sér
hvergi. Útgerðarstjórn, verzlunar-
stjórn og húsforráð innti hann svo
af hendi jafnframt fullri þátttöku
sinni í erfiðisstörfunum og eftir
það að venjulegum vinnudegi ann-
ara var lokið.
Heimili Jóns í Súðavík og frú
Margrétar var annálað fyrir gest-
risni og myndarskap, og bar þar
allt, bæði utan húss og innan,
vitni um flestar bezlu eigindir ís-
lenzkrar alþýðumcnningar.
Jón í Súðavík og kona hans eru
nú flutt búferlum til Reykjavíkur,
og þar gengur liinn óbilandi vest-
firzki atorkumaður að daglegum
erfiðisstörfum. Hann er-einn þeirra
manna, sem ekki geta hugsað sér
að lifa lífinu, án þess að beita
ítrustu kröftum sínum til starfa.
Vinnan er honum lífsfylling, og
lengur mun hann ekki njóta lífs,
eða óska þess lengra, en honum
endist lieilsa og þrek til vinnu.
Jón í Súðavík er sannur Vestfirð-
ingur í húð og liár, og hingað leit-
ar hugur hans og þeirra hjóna
löngum, þó að liöfuðborgin sé nú
heimkynni þeirra. Er það sjálfsögð
skylda Vestfjarða og Vestfirðinga
að halda minningu slíkra sona
sinna og dætra í heiðri.
Hér vesturfrá búa mörg af börn-
um Jóns í Súðavik og barnabörn,
allt dugmikið fólk og athafnasamt,
Og til átthaganna hefir Jón í Súða-
vík leitað á hverju sumri, síðan
hann fluttist til Reykjavíkur. Hefir
hér farið sem fyrr, að römm er sú
taug, er rekka dregur föðurlúna til.
liin blödin. 5
var fyrsta samvinnuútgerðarfélagið
hér á landi stofnað á Isafirði árið
1929, Samvinnufélag Isfirðinga,
sem síðan liefir dafnað vel, á nú
sex vélháta og liefir alla tíð verið
Isfirðingum harla þarft fyrirtæki.
Tveimur áruin seinna, 1931, var,
einnig fyrir frumkvæði jafnaöar-
manna, stofnað lil fyrstu bæjarút-
gerðar hér á landi, í Hafnarfirði,
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem nú
á tvo togara, og frá uppliafi hefir
vcrið Hafnfirðingum það, sem sam-
vinnufélagið hefir verið Isfirðing-
um. Átlu bæði þessi fyrirtæki ekki
lítinn þátt í því á sínum tíma, að
verja Isafjörð og Hafnarfjörð
verstu áföllum kreppunnar siðasta
áratuginn fyrir stríðið, þegar at-
vinnuleysi og skortur svarf að
mörgum öðrum bæjarfélögum
landsins. En á veltiárum ófriðarins
hafa þau, hvort á sínum stað,
reynzt bæjarfélaginu og íbúum
þess drjúg auðsuppspretta og stað-
ið undir margvíslegum framförum
og umbótum á sviði félagslífs og
menningar.
Það sýnir nú enn einu sinni
frumkvæði jafnaðarstefnunnar hér
á landi, hversu injög þessir tveir
kaupstaðir, Hafnarfjörður og Isa-
fjörður, sem stjórnað er af jafnað-
EMIL JÓNSSON samgöngumála-
ráðherra og frú hans komu liing-
að til bæjarins með varðskipinu
Ægi síðastliðinn mánudag. 1 för
með þeim var Ásgeir Stefánsson
framkvæmdastjóri bæjarútgerðar-
innar í Hafnarfirði. En liann var
það, eins og margir muna, sem var
yfirsmiður við byggingu Sjúkra-
hússins 1924—’25. Hefir rösklegum
og myndarlegum vinnubrögðum við
þá byggingu löngum verið við-
brugðið hér í bæ.
Hér í bænum voru gestirnir um
kyrrt einn dag og slcoðuðu ýmis-
legt, þar á meðal Sundlaugina og
Skólabyggingarnar, sem verið er að
reisa. Einnig lieimsótti ráðherrann
verkamannabústaðina og varð hann
mjög hrifinn af þeim. Kvaðst hann
vart hafa séð jafn vandaðar bygg-
ingar í einu og öllu, sem þá.
Þá fór ráðherrann ennfremur út
í Hnífsdal, inn í skóg og upp að
Nónhornsvatni.
Á miðvikudaginn slóst bæjar-
stjóri og bæjarráð Isafjarðar í för
með Emil Jónssyni ráðherra vestur
að Hrafnseyri. En þaðan var hald-
ið morguninn eftir að Dynjanda í
armönnum, skera sig úr um livers
konar framtak í því skyni, að fram-
kvæma yfirlýsta stefnuskrá núver-
andi ríkisstjórnar: nýsköpun og al-
hliða eflingu atvinnulífsins.
Fyrir nokkru síðan hefir verið
frá þeim fyrirætlunum skýrt, sem
uppi eru í Hafnarfirði um að stofna
til sameiginlegrar útgerðar tíu
nýrra vélbáta af hálfu bæjarfélags,-
ins og einstaklinga, þar sem bæjar-
félaginu er ætlaö að leggja fram
lielming lilutafjárins, en einstak-
lingum liinn helminginn. Og nú
berst sú fregn frá Isafirði, að bæj-
arstjórnin þar hafi ákveðið að
stofna til bæjarútgerðar með tveim-
ur dieseltogurum jafnskjótt og fá-
anlegir séu, og ennfreinur, að koma
upp, í samvinnu við einstaklinga
eða einstök fyrirtæki í bænum,
nýju stórfyrirtæki, sem sé allt í
senn: hraðfrystihús, síldar- og
fiskimjölsverksmiðja og lifrar-
bræðsla. Á að safna lil þess hlutafé,
að upphæð einni milljón króna, og
bæjarfélagið að leggja fram lielm-
ing þess.
*
Hér er um stórkostlegt framtak
að ræða, sem allir framsýnir menn
ættu að fagna. Fordæmi Hafnar-
fjarðar á sviði bæjarútgerðar ætti
að vera þeim full sönnun þess, að
Isafjörður er á réttri leið, er hann
nú ákveður að liefja bæjarútgerð
tveggja nýtízku togara. Ilitt ~er þó
ekki síður merkilegt, sem fyrirhug-
að er til þess, að nýta til fullnustu
þann sjávarafla, sem á land berst.
Oftar og oftar liefir réttilega verið
á það þent í seinni tíð, að okkur
yrði minna úr sjávaraflanum en
ýmsum öðruin þjóðum, sem þó við
lélegri fiskimið byggju. Ástæðuna
til þess er ekki erfitt að sjá. Við
liöfum ekki unnið eins vel úr aflan-
um og þær hafa gert. En með hinu
fyrirhugaða stórfyrirtáeki á Isafirði,
sem á að vcra allt í senn, hrað-
frystihús, síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja og lifrarbræðsla, er einmitt
að því stefnt, að hagnýta sem bezt
það, sem á land berst. Og það er
vissulega ekki minna vert, en að
fjölga skipunum, svo þýðingarmið-
ið sem það er.
Arnarfirði, og liafði þá Gísli Jóns-
son þingmaður Barðstrendinga og
frú hans bætzt í hópinn.
Á föstudag fóru þeir Emil Jóns-
son ráðherra og Gísli Jónsson til
Patreksfjarðar og Rauðasands, en
síðan ætlaði ráðherrann suður um
Breiðafjörð til Reykjavíkur.
KVIKMYNDATÆKI liafa nú ver-
ið sett upp í samkomuhúsinu á
Flateyri. Hófust sýniiigar þar hinn
4. þessa mánaðar.
Þegar stofnkostnaður liefir feng-
izt greiddur að fullu, á hagnaður
af bíórekstrinum að renna til
menningarmála í lireppnum.
MANNSLÁT. Þann 7. þessa mán-
aðar lézt af völduin hráðrar botn-
langabólgu Jón Þórarinsson úr
Þernuvík í ögurhreppi. Jón heitinn
var mesti efnismaður, 25 ára að
aldri.
SKÓLAMINJAR. Þegar verið var
að breyta innréttingu í svonefndu
„Torfahúsi“ á Flateyri nú fyrir
nokkrum dögum, kom í ljós skóla-
tafla á einum veggnum, er panelþil
var rifið þar í buctu.
Við þetta rifjaðist upp fyrir
mönnum, að það var einmitt í
þessu húsi og þessu herbergi, sem
Torfi Halldórsson skipstjóri hóf
kennslu sína í stýrimannafræði
nokkru fyrir 1860. En eins og
mörgum er kunnugt byrjaði Torfi
Halldórsson fyrstur íslenzkra
manna kennslu í stýrimannafræði
liér á ísafirði laust eftir 1850 og
kenndi skipstjóraefnum hér í tvo
eða þrjá vetur.
Eftir að hann fluttist til Flateyr-
ar tók hann sjómannakennsluna
upp þar og liélt henni áfram af
og til allt fram undir 1890.
Þessi reikningstafla er því merk-
ur minjagripur frá fyrsta sjó-
mannaskóla lslands, og ætti auð-
vitað að geymast vel, annaðlivort
í vestfirzku minjasafni eða í húsa-
kynnum sjómannaskóla Vestfjarða,
þegar hann rís af grunni, sem varla
verður langt að bíða.
MÁLVERKASÝNING. Þessa dag-
ana hefir ungur málari, Veturliði
Gunnarsson að nafni málverkasýn-
ingu í barnaskólanum. Hann hefir
stundað nám í myndlistardeild
Handíðaskólans og síðan haldið á-
fram náini hjá Jóni Engilberts list-
málara.
Allar inyndirnar á sýningunni —
um 200 talsins — eru vatnslitar-
myndir. Eru margar þeirra vel
gerðar, og bera þess ljósan vott, að
hér er slingur teiknari á ferðinni.
Margar myndir eru á sýningunni
frá ýmsum stöðum á Vestfjörðum,
þar á meðal allmargar frá Isafirði
og nágrenni bæjarins.
Litaval er liressilegt og þó ekki
skræpulegt, en mjög gætir þess í
vali „mótíva“, að málarinn sækist
eftir blómskrúði í framsýn á mynd-
um sínum. Þannig er Isafjörður
sýndur okkur á sumum myndun-
um í suðrænu blómskrúði.
Nokkrar myndir eru þarna líka,
sem sýna kýmnigáfu listamanns-
ins, og eru þær ef til vill þær
beztu á sýningunni.
Málarar liafa sjaldan lagt leiðir
sínar til Isafjarðar á seinni áruin,
og ættu Isfirðingar þvi að fjöl-
menna á sýningu þessa unga lista-
manns. ■— Allmargar myndir liafa
þegar selzt á sýningunni.