Skutull

Árgangur

Skutull - 08.02.1947, Síða 2

Skutull - 08.02.1947, Síða 2
2 SKUTULL SKUTULL Vikublað. Ábyrgur ritstjóri og útgefandi: Hannibal Valdimarsson Hrannargötu 3, Isafirði. Símar 160, og í Rvík 5413. Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1947 Fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi s. 1.' miðvikudag, en næsta miðvikudag verður hin síðari umræða um fjár- hagsáætlunina og væri ekki óþarft verk, að bæjarbúar almennt og þó ekki hvað sízt útsvarsgreiðendur í bænum fylgdust vel með þeim um- ræðum og afgreiðslu fjárhagsáætl- unarinnar í heild. Að þessu sinni verður áætlunin ekki rædd hér ýtarlega, heldur mun það gert í sambandi við lneytingatillögur þær, er fulltrúar Alþýðuflokksins flytja við áætlun- ina n. k. miðvikudag. Skutull vill þó geta þess strax að aldrei hafa útsvörin hér í bæ komist í námunda við það, sem þau verða nú hjá mönnunum, sem lofuðu fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í fyrra, að eitt af þeirra fyrstu verkum skyldi véra að lækka útsvörin í bænum. En fjárhagsáætlunar-frumvarpið sýnir að útsvörin koma til með að nema röskum tveim miljónum króna. Frumvarpið gerir ráð fyr- ir útsvarsupphæðinni 1 892 000,00 kr. — einni miljón átta hundruö níutíu og tveim þúsundum króna -— þegar við hefur svo verið bætt allt að 10% álagi kemst upphæðin yfir tvær miljónir króna, er eng- um efa undirorpið, að þessi óhóf- lega útsvarsálagning mun koma þungt niður á efnalitluin bæjarbú- um, ekki hvað sízt, ef þeirri stefnu á að fylgja í útsvarsálagningunni að láta hækkunina mest mæða á barnamörgum fjölskyldum bæjar- ins, en þá stefnu boðaði bæjar- stjóri í ræðu sinni um fjárhagsá- ætlunina, er hann taldi ekki ástæðu til að óttast, að hin gífurlega út- svarshækkun mundi koma illa við gjaldgetu bæjarbúa, því að með al- mannatryggingunum væri svo létt undir með framfærslu barn- margra fjölskyldna, að fjölskyldu- feðurnir yrðu nú þes^ umkomnir að bera há útsvör. Skal hér ósagt látið, hvort þessi þenkimáti bæj- arstjóra ber lionum og meirihlut- anum frekar vitni barnaskapar í opinberum múlum, eða hér skuli upptaka nýja háttu í útsvarsálagn- ingunni til hlífðar flokksgæðing- um meirihlutans. Af lauslegu yfirliti, er fyrir lá um fjárlög bæjarins á s. 1. ári kem- ur í ljós, að um mikinn halla er að ræða á rekstri bæjarins, og má í því sambanfii benda á, að skúld- ir hafa aukist á árinu um rúmar 900 000,00 krónur, og sýnir það, að á þessum stutta yaldatíma íhalds- og komma hefur skuldasöfnunin numið um 3000,00 kr. á degi hverj- um, og má slík byrjun teljast all sæmileg hjá liimnastigahöfundun- um, enda sá Vesturland, er út kom á fimmtudaginn ekki ástæðu til að minnast fjárliagsáætlunar eða fjárhagsafkomu bæjarins að neinu. Skyldi enginn lá blaðinu það. Kaupgjaldsskrá Baldurs. Á félagssvæði Verkalýðsfélagsins Baldurs á kaupgjald að vera sem hér segir i febrúar 1947: * I. Kaup karla: næturv. a) Almenn vinna ......•......... b) Kaup drengja 14—16 ára....... c) Skipavinna .................. d) Kaup gervismiða . .......... e) Kol, sement, skipav. v/ salt . . . .' f) Blöndunarm. v/ hrærivélar og þeir, sem hræra steypu á bretti g) Tsfisktökuskip ............. dagv. aúkav. helgid.v. kr. 8,22 kr. 12,34 kr. 16,43 — 5,86 — 8,80 — 11,72 — 9,02 — 13,55 — 18,04 — 9,46 — 14,09 — 18,92 _ io,04 — 15,07 — 20,09 _ 10,04 — 15,07 — 20,09 — 14,26 — 14,26 — 14,26 II. Kaup kvenna: Almenn vinna ..................... kr. 5,86 kr. 8,30 kr. 11,72 Hreingerningar og þvottar......... — 6,70 — 10,04 — 13,39 Fiskþvottur: Fyrir hver 160 kg. stórfiskjar greiðist kr. 9,18 Fyrir hver 160 kg. labradorfiskjar greiðist kr. 7,81 III. Börnum innan 14 ára. aldur greiðjst minnst kr. 3,69 á klst. Ó- heimilt er að börn á þessum aldri vinni eftir kl. 7 síðdegis IV. Kaup mánaðarmanna skal vera kr. 1556,82. V. Kaup bifreiðastjóra: Dagv. kr. 9,21. Aukav. kr. 13,83. Nætur og helgidagav. kr. 18,41. Mánaðarkaup bifreiðarstjóra skal vera. kr. 1640,32. Um önnur ákvæði vísast til kaupgjaldssanmingsins, og' ætti verkafólk og atvinnurekendur ávalt að hafa hann við hendina. Tsafirði, 1. febr. 1947. Smátt og stórt Talsamband viS Ameríku. — Fimmtudaginn 16. janúar var opn- að beint talsímasamband milli ís- lands og Ameríku. Fyrsta símtal- ið átti Emil Jónsson samgöngu- málaráðherra við Thór Thórs sendiherra Islands í Washington. Sambandið var svo gott, að því lík- ast var sem um innanbæjarsamtal væri að ræða. Jafnaóarmaóurinn Vincent Auri- ol var kjörinn Frakklandsforseti þann 13. janúar. Hlaut hann meira atkvæðamagn en allir keppinautar hans til samans. Leikfélag fíeykjavikur hélt hátíð- legt hálfrar aldar afmæli sitt um miðjan þennan mánuð. Hafði fé- lagið leiksýningar nokkur kvöld í röð, samsæti fyrir boðsgesti og gaf út stórmyndarlegt liátíðarit í tilefni afmælisins. Jafnaóarmaóurinn Poul Rama- dier hefir myndað stjórn' í Frakk- landi. 1 þessari fyrstu stjórn fjórða franska lýðveldisins eiga sæti full- trúar flestra flokkanna, nema í- haldsmanna. Níu af ráðherrunum eru jafnaðarmenn, 5 eru frá kristi- lega lýðræðisflokknum, 5 kommún- istar og 7 frá öðrum flokkum. Slrangur dómur. Nýlega var rúss- neskur bílstjóri, Filip Manenkof að nafni, dæmdur til dauða í Moskvu, vegna ölvunar við akstur. Hann ók á strætisvagn og varð tveimur manneskjum að bana. — Manen- kof verður skotinn. Eimskipafélag Islands keypti vaxtabréf Stofnlánadeildar fyrir 580 þúsund krónur þann 17. janú- ar, þegar félagið átti 33ja ára af- mæli. Talió er, að um 13Ö00 manns hafi ferðast milli lslands og útlanda á síðastliðnu ári. Par af fóru rétt um 2000 manns- flugleiðina milli landa. TILBOÐ Tilhoð óskast í gamla fimleikahúsið. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ri'ilboðum sé skilað fyrir 15. þ. m. Bæjarstjóri. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Tslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins i Reykjavík, laug- ardaginn 7. júní 1947 og hefst kl. iy2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ás-tæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1946 og efna- hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend- um. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársárðsins. 3. Kosning ljögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem ur ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá ler, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs H.f. Eim- skipafélags Tslands. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnuí mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða .afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu 1‘élagsins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðuhlöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 10. janúar 1947. Verkalýðsfélagið Baldur. STJÓRNIN.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.