Skutull


Skutull - 13.05.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 13.05.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. Isafjörður, 13. maí 1949. 15. tölublað. RAFMAGNIÐ Þann 9. apríl s.I. þraut vatns- íorði Engidalsstöðvarinnar, og fram til 11. þ.m. var bærinn mikils til rafmagnslaus. Þannig bitnuðu afleiðingar þeirrar fljótfærnislegu ráðstöfunar rafveitustjórnar, að af- létta skömmtun rafmagnsins í febr- úarbyrjun, á viðskiptavinum raf- veitunnar, og á fyrirtækinu sjálfu bitnar þessi ráðstöfun ekki einung- is með tekjumissi, heldur veröur fyrirtækiðað kaupa dýrara vcroi en þaS selnr þuö rafmagn, scm þao fær hjú h.f. Fiskimjöl. Rafmagnsvandræðin hafa einnig á annan hátt margvíslegan auka- kostnað í för með sér fyrir rafveil- una, og má með sanni segja, að þessi tilraun meirihluta rafveitu- stjórnar, til að græða á því að selja allan vatnsforða stöðvarinnar, hafi hrapalega mistekist. Meðan rafmagnsskorturinn var, eða þann 26. apríl s.L, var haldinn einn bæjarstjórnarfundur við kerta ljós, og báru bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins þá fram svohljóðandi til- lögu: 1. Slrax þegar snjóa leysir verði' hafist handa með að fullgera Nón- vatnsvirkjunina. Stíflan verði hækk uð í fulla hæð og botn vatnsins þéttaður með ámokstri eins og gert var sumarið 1945. 2. Framkvæmt verði nauðsyn- legt viðhald á þrýstivatnspípum Engidalsslöðvarinnar og fenginn„ nauðsynlegur útbúnaður lil þess að hagnýta valnsrennslið úr Þverlæk, sem stíflaður var 1947. 3. Keypt verði og sett upp diesel- samstæða 750—1000 kw. og upp- setningu hagað þannig, að hin nýja samstæða geti unnið með vatnsafls- vélunum, sem fyrir eru. Rafveitustjórn verði falið að hefja nú þegar undirbúning þess- ara framkvæmda, með því að sækja um nauðsynleg leyfi til þeirra og bjóða út dieselsamStæðuna. Verði útboðið auglýst bæði i útvarpi og dagblöðum Reykjavíkur. Miklar umræður urðu um lillög- una, og er ekki rúm til. að reka þær hér, en sölumenn vatnsforðans reyndu mikið til að breiða yfir frumhlaup sitt. Að lokum var þó samþykkt með samhljóða atkvæð- um, að visa tillögu Alþýðuflokks- rnanna til rafveitustjórnar, og því heitið, að þar skyldi hún tekin fyr- ir hið bráðasta. Síðan þetta gerðist eru liðnir 17 dagar, en engin raf- veitustjórnarfundur hefir enn ver- ið haldinn. Aftur á móti hefir utan- borðsmótorinn „Goltwald," sem bæjarbúar kannast við, og staðið hefir í fleiri mánuði ofan til við bæjarbryggjuna, nú loksins verið fluttur fram í Engidal, og má í því sambandi minna á, að í haust lofaði Halldór Ólafsson frá Gjögri í blaði sínu Raldri, að utanborðsvél- in mundi sjá bæjarbúum fyrir raf- magni í vetur. Síðan á sunnudag hefir verið hér stöðugt þýðviðri og hefir þegar safnast nokkur vatnsforði i Fossa- vatn og Nónhornsvatn, þannig að telja má, að óhætt hefði verið að afíótta öllum takmörkunum á not- kun rafmagns um miðja þessa viku. Það hefir þó ekki verið gert enn- þá, og bendir öll meðferð bæjar- stjórnarmeirihlutans á rafmagns- málunum ótvíætt í þá átt, að meiri- hhitinn kæri sig ekkert um raun- hæfar aðgerðir til að bæta úr raf- magnsskortinum, heldur vilja þeir láta ástandið haldast óbreytt, og jafnvel láta það versna. Hugsanagangur þeirra virðist vera þessi: Ef keypt er sú stærð dieselsamstæðu, sem bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins leggja til, þá batn- ar ástandið svo mikið, að draumur okkar um hitaveitu fær ekki að rætast. Við skulum bara halda að okkur höndum, láta bæinn vera rafmagnslausan sem lengst, og svo skulum við tala við fjárhagsráð og ríkisstjórn, og sýna þeim í tvo heimana, ef þeir ekki láta okkur fá hitaveituna. — Þeir kæra sig koll- ótta um afstöðu alls almennings í bænum, sem veit að bæjarfélagið getur ekki staðist kostnað af hinni dýru hitaveitu, en krefst þess hins- vegar að fá öryggi í rafmagnsmál- unum. Þeir fylgja blindandi hinum glæsilega foringja, Jóni Gauta, til' að gefa honum enn á ný tækifæri til að ferðast nokkrum sinnum á kostnað rafveitunnar, en einmitt Jón Gauti lét strax í ljósi það álit sitt, þegar því var fyrst hreyft í rafveitusutjórn að fá hingað 750 kw dieselsamstæðu, að sú ráðstöfun yrði rothöggið á hitaveituáformið. Nú reynir þessvegna á, hversu langt Raldur Johnsen, Marzelíus og aðrir foringjar íhaldsins láta Jón Gaula teyma sig. Til lesenda Fulltrúaráð Alþýðuí'lokksins á Isafirði heíir kosið þessa menn í blaðstjórn: Birgir Finnsson Björgvin Sighvatsson Jón H. Guðmundsson Til vara: Eyjólfur Jónsson Guðmundur G. Krisljánsson Marias Þ. Guðmundsson Það ætti þessvegna ekki lengur að þuri'a að raska sálarró andsta'ðingablaða Skutuls, hverjir skipi útgáfustjórnina, en skýringiu á því, að dráttur varð á kjöri blaðnefndar, er einfaldlega sú, að meðan samkomubannið var hér í vetur, gat fulltrúaráð Alþýðuflokksins ekki haldið fundi. Siðasta tölublað kom út föstudaghm 8. apríl, og átti blað- ið næst að koma út eftir páska. Af því gat þó ekki orðið vegna hins hvimleiða rafmagnsskorts, sem þjakað hefir bæjarbúa i mánaðartíma. Eftirleiðiðs er þess að vænta að blaðið geti komið út reglubundið, og að þvi mun verða stefnt af hálfu blaðnefndar. Ábyrgðarmaður blaðsins verður Birgir Finnsson. L_ —~.^—i Aðalfundur. Aðalfndur Kvenfélags Alþýðu- flokksins á ísafirði var haldinn föstudaginn 6. maí s.l. Hafði ekki verið hægt að halda hann fyrr, vegna samkomubanns. Úr stjórninni fór, vegna brott- flutnings úr bænum, frú Svanfríð- ur Albertsdóttir. Stjórnina skipa nú: Kristín Kristjánsdóttir, formað- ur, frú Sigríður Hjartar, varafor- maður, frk. Anna Helgadóttir, rit- ari, frú Hólmfríður Magnúsdóttir, gjaldkeri og Unnur Guðmundsdótt- ir, meðstjórnandi. Lausasöluverð Skutuls er 50 aurar wbttitiiMJUJUrfjLrrfi.ivi.-jki>, Verkalýosfélag Hnífdælinga hélt nýlega aðalfund sinn. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Helgi Rjörnsson, formaður, Hjör- leifur Steindórsson, varaformaður, Renedikt Friðriksson, ritari, Páll Stefánsson, vararitari, Ingólfur Jónsson, gjaldkeri, Jens Hjörleifs- son, varagjaldkeri, Sölvi Þorbergs- son, meðstjórnandi, Jóhannes G. Jóhannesson, varameðstjórnandi. Samvinnunefnd kaupgjaldsmála. Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum eru alráðin í því að samræma nú kaupgjald sitt og kjósa sinn full- trúan hvort í nefnd er annast mun um framkvæmd þeirra mála. Kunn- ugt er orðið um þessa fulltrúa: Súðavík: Jónatan Sigurðssoh og til vara Halldór Guðmundsson. Hnífs- dalur: Helgi Rjörnsson. Rolungar- vík: Jón Tímóteusson og til vara Jón Karl Þórhallsson. Suðureyri: Guðni Ólafsson. Flateyri: Friðrik Hafberg og til vara Eyjólfur Jóns- son. Þingeyri: Sigurður E. Rreið- fjörð og til vara Ingi S. Jónsson. ísafjörður: Gunnar Bjarnason. VerkalýSsfélag Bolungarvíkur hefir nýlega lokið aðalfundi sín- um og er stjórn þess nú 'þannig skipuð: Jón Tímóteusson, formaður Páll Sólmundsson, varaformaður, Ingimundur Stefánsson, ritari, Har- aldur Stefánsson, gjaldkeri, Ágúst Vigfússon, meðstjórnandi, Jóhann- es Guðjónsson, vararitari, Hafliði Hafliðasson, varagjaldkeri og Há- varður Olgeirsson, varameðstjórn- andi. VerkalýSsfélagiS Brynja á Þingeyri hélt aðalfund sinn 14. f.m. Stjórn- arkjör fór þannig að Sigurður E. Breiðfjörð var endurkjörinn for- maður. Sigurður hefir átt sæti í stjórn félagsins í 20 ár, þar af 17 ár formaður. Varaformaður var kosinn Einar Sigurðsson í stað Kristjáns Jóhannssonar er baðst undan endurkosningu. Kristján átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og hef- ir af og til síðan átt sæti í stjórn fé- lagsins. Ritari var kosinn Ingi S. Jónsson, gjaldkeri, Hjálmar B. Gislason og meðstjórnendur Stein- þór Benjamínsson og Björn Jóns- son. Trúnaðarráð félagsins skipa auk stjórnar: Kristján Jóhannsson, Leifur Jóhannsson, Snorri Bergs- son og Þórður Jónsson frá Hvammi. Félagssjóður verkalýðsfélagsins Brynju nemur nú kr. 11.736,83 og sjúkrasjóður kr. 23.691.01. 1 stjórn sjúkrasjóðsins voru kosnir: Sigurð- ur Rreiðfjörð, Ingi Jónsson, Leif- ur Jóhannsson og Rjörn Jónsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.