Skutull

Árgangur

Skutull - 19.03.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 19.03.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Leikfélag fsafjarðar: Tony vaknar til lífsins. Starísreglur fyrir lánadeild smáíbúðarhúsa. Lánadeild smáíbúðarhúsa, sem stofnuð var með lögum nr. 36, 1952, er tekin til starfa og hafa til bráðabirgða verið. settar eftirfarandi starfsreglur: 1. Lánadeild smáíbúðarhúsa veitir einstaklingum í kaupstöðum og kauptúnum lán, eftir því sem fé er fyrir hendi í sjóði lánadeild- arinnar hverju sinni, til byggingar smárra sérstæðra íbúðarhúsa og einlyftra, sambyggðra smáhúsa, er þeir hyggjast að koma upp, að verulegu leyti með eigin vinnu sinni og fjölskyldu sinn- ar. Engum veitist lán nema til eigin íbúðar og ekki veitist lán til íbúða í sambyggingum, sem stærri eru en tvær íbúðir, ann- arra en þeirra, sem getið er hér að framan. 2. Umsóknir um lán skulu sendar félagsmálaráðuneytinu, en tveir menn, er ríkisstjórnin velur, ráða lánveitingum. Umsókn fylgi eftirtalin skilríki: 1. Lóðarsamningur eða önnur fullnægjandi skilríki fyrir lóða- réttindum. 2. Uppdráttur af húsinu, sem reisa á, götunafn og númer. 3. Upplýsingar um, hversu hátt lán hafi verið tekið eða muni verða tekið út á 1. veðrétt í húsinu og hvar það lán er eða verður tekið. 4. Umsögn sveitarstjórnar um húsnæðisþörf umsækjanda. 3. Landsbanki íslands annast, samkvæmt samningi við ríkisstjórn- ina, afgreiðslu lána þeirra, sem veitt verða, sér um veðsetningar og þinglýsingar og annast innheimtu vaxta og afborgana af veittum lánum. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu Landsbankans (veðdeild). 4. Lán þau, sem lánadeildin veitir, skulu tryggð með 2. veðrétti í húseign þeirri, sem féð er lánað til. Ársvextir eru 5^2% af hundraði og lánstími allt að 15 árum. Eigi má veita hærra lán á eina íbúð en 30 þús. kr. og eigi má hvíla hærri upphæð á fyrsta veðrétti smáíbúðar, sem lán er veitt til, en 60 þúsund krónur. 5. Eftirtaldir aðilar skulu sitja fyrir lánum til smáíbúðabygginga: 1. Barnafjölskyldur. 2. Ungt fólk, sem stofnar til hjúskapar. 3. Fólk, sem býr í heilsuspillandi húsnæði, er ekki verður úi- rýmt samkvæmt III. kafla laga nr. 44, 1946, eða á annan hátt Þetta tilkynnist hér með þeim, sem hlut eiga að máli. Félagsmálaráðuneytið, 29. febrúar 1952. Steingrímur Steinþórsson (sign.) Jónas Guðmundsson (sign.) Gamanleikur eftir Harald Á. Sigurðsson. Leikstjóri. Har. Á. Sigurðsson Haraldur Á. Sigurðsson er einn af þekktustu skopleikurum okkar íslendinga. 1 áratugi hafa risið hláturbylgjur frá áhorfendasætun- um jafnskjótt og hann hefur birzt á leiksviði. Svo örugglega hefur honum tekizt að skapa hlátraheim í kringum sig. Galdrar Haralds sem skopleikara felast meðal ann- ars í einlægri leiktúlkun hans, hversu eðlilega honum hefur tek- izt að samræmast hverri skop- persónunni, sem hann hefur átt að túlka, og hversu blátt áfram og einlæg fyndnin hefur orðið í munni hans, hvort sem hún hefur verið fleyg eða nálgast klúryrði, sem fá- um mundi umborin öðrum en Har- aldi. Á seinustu árum hefur Haraldur nokkuð fengizt við ritstörf. Eftir hann hafa birzt smásögur og leik- þættir. Sumar sögur hans sýna, að hann kann skil á harmrænum þátt- um mannlegs iífs og á til djúpa alvöru. En leikþættir hans, sem margir eru teknir úr „revíum“, sem hann hefur átt þátt í að semja og sýna, hafa flestir verið skilget- in afkvæmi skopleikarans, sem veit hvað kitlar hláturtaugar hinna venjulegu áhorfenda. Veigamesti gamanleikur Haralds Á. Sigurðssonar er — Tony vakn- ar til lífsins — sem nú er sýndur af Leikfélagi Reykjavíkur og var frumsýndur af Leikfélagi Isafjarð- ar 5. þessa mánaðar, undir leikstjórn höfundarins. Leikritið ber öll einkenni skopleikarans og sérkenna hans á leiksviðinu. Efni leikritsins er það, að göml- um sérvitrungi hefur tekizt að búa til gervimann, sem í hinu ytra er búinn flestum einkennum hinna lifandi og holdiklædda mannvera. Saga gervimannsins verður hin furðulegasta og leikritið um hann hreinn gamanleikur, sem nálgast stundum að vera „farsi“. Það kann að hvarfla að einhverjum, að leik- ritið sýni veikleika okkar mann- anna fyrir vélrænni gervimennsku og að sjálfur gervimaðurinn eigi að vera hrópandi spott á sýndar- mennsku okkar og taumlausa dýrkun á vélamennskunni, en fæstir af áhorfendunum munu höndla þann boðskap í leiknum. Hins vegar mun allur almenningur njóta skemmtunar af honum sem gamanleiks, þar sem nóg er af skoplegum atburðum og hnyttin- yrðin fljúga, þótt stundum sé tyllt á tæpustu nöf, svo að vandlátum áhorfendum mun þykja nóg um. Frumsýning Leikfélags ísafjarð- ar á leikriti þessu tókst vel. Leik- ritið var ágætlega á svið sett, leik- tjöld glæsileg og ljósabrigði ó- venjulega góð. Leiktjaldamálari var Sigurður Guðjónsson og Ijósa- meistari Þórólfur Egilsson. Hafa þeir báðir unnið verk sín vel. Þá er auðséð, að leikstjórnin hefur verið með ágætum. Stöður leikaranna voru góðar, hreyfingar þeirra ákveðnar og frammistaða þeirra yfirleitt góð. Höfundurinn og leikstjórinn Har- aldur Á. Sigurðsson, fór með hlut- verk hins kynlega uppfinninga- manns, Brands Antonssonar. Eins og að líkum lætur leysti Haraldur svo hlutverk sitt af hendi, að ólík- legt má þykja, að hægt sé að gera það mikið betur. Frú Guðrún Bjarnadóttir lék Unni Oks, og er það eina verulega kvenhlutverkið í leikritinu. Frú Guðrún leysti þetta hlutverk af hendi með sæmd. Leikur hennar var yfirleitt látlaus og eðlilegur, en sums staðar vantaði eilítið á að hún væri nægilega blæbrigðarík og hressileg í framsögn sinni. óskar Aðalsteinn Guðjónsson lék Þorfinn Oks, útgerðamann. óskar er í framför í leiktúlkun sinni, og náði hann þarna stundum góðum leik. Hann vantar þó enn nokkuð til þess að vera nógu eðlilegur í leik, hættir við að vera of stífur í stöðu og hreyfingum. Þá þarfnast raddbeiting hans og framsögn enn meiri tilbrigða. En þessa ágalla á Óskar að geta fljótlega yfirunnið, því að hann virðist ekki vanta mik- ið'til þess. Haukur Ingason lék Tony — hinn furðulega gervimann. Tókst Hauk vel með viðundrið í fyrsta og öðrum þætti. í þriðja þætti varð Tony hins vegar full daufur í öll- um manndómi sínum!, og þar brást Hauk nógu skýr framsögn. Takist Hauk að ná góðri framsögn getur leikur hans orðið góður. Þóru Jónsdóttur, þjónustustúlku, lék Rósa Þórarinsdóttir. Ragnar Ingólfsson, garðyrkjumann, lék Þorgeir Hjörleifsson. Hermann Pétursson, einkabifreiðarstjóra, lék Örnólfur örnólfsson. Allt eru þetta lítil hlutverk, en bæði Rósa og Þorgeir fóru vel með hlutverk sín. Hins vegar mun Örnólfur ný- liði á leiksviði og bar leikur hans því vitni. Frumsýningargestir tóku leik- ritinu og leikurunum vel. Húsið var fullt af áhorfendum, sem virt- ust skemmta sér hið bezta. Hylltu þeir höfund og leikara að sýning- arlokum. Isfirðingar þakka hinum góðkunna gamanleikara, Haraldi Á. Sigurðssyni, komuna og þá skemmtun, sem hann hefur veitt þeim. Þórleifur Bjarnason. Hjónaefni. Þann 23. febrúar s.l. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Pálsdóttir, verzlunarmær, ísafirði og Ólafur Ólason, bifreiðarstjóri, Súgandafirði. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ásta Guðbrandsdóttir, verzlunarmær, og Gunnar örn Gunnarsson, iðnnemi. Ennfremur hafa nýlega opin- berað trúlofun sína ungfrú Ósk óskarsdóttir frá Hrísey og Pétur Geir Helgason, vélstjóri, ísafirði. Dánarfregnir. Guðrún Richter, Tangagötu 6, ísafirði, andaðist 25. febrúar s.l. Hún var fædd að Kirkjubóli í Steingrímsfirði 14. nóvember 1871. Þann 3. þ.m. andaðist Guðný Anna, dóttir hjónanna Friðgerðar Guðmundsdóttur og Annasar Kristmundssonar. TIL LEIGU er stór stofa í Fjarðarstræti 9. Uppl. á Bæjarskrifstofunni.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.