Skutull

Volume

Skutull - 14.03.1962, Page 1

Skutull - 14.03.1962, Page 1
XL. árgangur. Isafjörður, 14. marz 1962. 7. tölublað. B I N G O í Alþýðuhúsinu, niðri, n.k. sunnudag. MARGIR ágætir viiuiingar. Nánar í götuauglýs- ingum. Alþýðuflokksfélögin. Efnalitlum tryggt fbiðarhisnæði NÝTT frumvarp til laga um verka- mannabústaði hefur verið lagt fram á Alþingi að frumkvæði Em- ils Jónssonar, félagsmálaráðherra. Tilgangur frumvarpsins er að gera eldri lögin um verkamannabústaði raunhæf og tryggja að þau geri hinum efnaminni í þjóðfélaginu kleift að eignast húsnæði. Lögin um verkamannabústaði eru löngu úrelt, enda byggingar- kostnaður stórhækkað síðustu ár- in, og miklu meiri kröfur gerðar til húsnæðis og þæginda en áður var. Full þörf var því á endur- skoðun laganna. Með þessum mikilvægu breyt- ingum á löggjöfinni er sannarlega á raunhæfan og stórmannlegan hátt ráðið fram úr aðkallandi vandamáli, sem þyngst hefur legið á ungu fólki og þeim efnaminni í þjóðfélaginu, en það er að komast yfir eigið húsnæði á viðráðanlegan hátt. A það má ininna, að félagsmála- ráðherra vinstri stjórnarinnar, Hannibal Valdimarsson, hélt að sér höndum í þessu efni og sá enga ástæðu til að gera nauðsynlegar breytingar á þessari merku lög- gjöf, svo hún yrði almenningi sú mikilsverða hjálp, sem til er ætl- azt, en einmitt í hans valdatíð óx byggingarkostnaðurinn gífurlega, þannig að aðstoð sú, sem Bygging- arsjóður verkamanna gat veitt lögum samkvæmt, kom að sí- minnkandi notum, og þeim efna- minni gert ókleift að byggja. Helztu atriðin í frumvarpinu eru þessi: Lána má allt að 300 þúsund krónum á hverja íbúð. Hámark var áður 160 þúsund krónur. Lánin verði affallalaus og endurgreiðist með jöfnum árlegum greiðslum á 42—75 árum. Lántakandi getur greitt lánið hvenær sem er, en það skal ekki hafa áhrif á söluverð íbúðar. jc Lántaki má ekki hafa yfir 60 þúsund króna árstekjur miðað við meðaltal þriggja síðustu ára, að viðbættum 5 þúsund krónum fyrir hvern ómaga á framfæri. Skuldlaus eign hans má ekki vera meiri en 150 þúsund krónur. Ibúðir skulu seldar á kostnað- arverði. Byggingarfélag verkamanna á hverjum stað skal hafa forkaups- rétt að íbúð, sé hún seld. Frá og með 1962 greiði sveit- arsjóðir kaupstaða og kauptúna frá 40—60 krónur á hvem íbúa sveitarfélagsins í Byggingarsjóð verkamanna. Ríkissjóður leggur fram árlega í sjóðinn sömu upp- EINS og kunnugt er, þá slitnaði upp úr viðræðum milli samninga- nefnda A.S.l. og L.Í.Ú. um kjör bátasjómanna skömmu eftir ára- mótin. Síðan hafa nokkur félög sjómanna gert samninga við út- vegsmenn viðkomandi staða. Helztu breytingar frá eldri samningi eru þessar: 1. Kaupgj'aldsliðir samninganna hækka til samræmis við þá kauphækkun, sem varð á s.l. sumri. Sú hækkun nemur 13 %• 2. Á nokkrum stöðum hafa ver- ið felld inn í samninga ýmiss ákvæði, sem m.a. gilda á Vestfjörðum (sum hafa gilt hér lengi) og skal þar til nefna: ákvæði um ábyrgðar- tryggingu, slysia- og dánar- bætur, bætur fyrir tjón á eignum, veikindabætur, — þóknun til háseta o.s.frv. Aðeins á einum stað hefur verið hækkuð aflaprósenta. Alþýðusamband Vestf jarða skrif- aði útgerðarmönnum á sambands- svæðinu 17. febrúar s.l. og óskaði eftir því, iað þeir samþykktu eftir- farandi breytingar á gildandi sjó- mannasamningi: Að kauptryggingar skipverja, svo og aðrar greiðslur til þeirra samkvæmt samningnum, að or- lofi undanskildu, hækki um 13 % frá 1. janúar s.I., — til vara frá 1. febrúar s.l. Óskað var eftir svari útvegs- hæð og svarar til framlags hvers sveitarfélags fyrir sig. Sjóðurinn getur tekið lán til útlánastarfsemi. Ríkissjóður á- byrgist lánin, en hlutaðeigandi sveitarsjóður stendur í bakábyrgð fyrir þeim lánum, sem veitt eru byggingarfélagi í kaupstaðnum eða kauptúninu af lánsfé sjóðsins. Af hálfu félagsmálaráðherra verður unnið að því, að útvega fé til sjóðsins, þannig að hann komi sem fyrst og mest að gagni. manna fyrir 11. þ.m. Jákvæð svör eru nú að berast, m.a. hefur Út- vegsmannafélag Isfirðinga fallizt á umrædda hækkun á ákvæðum samningsins, öðrum en ákvæðis- vinnunni við beitningar, svo og fyrir einstakar sjóferðir. Hækkunin gildir frá 1. febrúar. Með þessu samkomulagi, sem kemur til með að ná einnig til þeirra félaga á sambandssvæðinu, er ekki sögðu upp samningunum, hafa vestfirzku stéttarfélögin enn einu sinni sannað það og sýnt, að það er ekki síður unnt að ná hag- stæðum árangri með friðsamlegum hætti, þegar skilningur er fyrir hendi hjá aðilum til að finna sann- gjarna lausn kjaramáianna, og ekki er gripið til verkfallsvopns- ins, sem nú er oftar hagnýtt í pólitískum tilgangi en til sóknar í raunverulegum kjaramálum. Sorglcgnr atbnrðnr SA HÖRMULEGI atburður varð í Hnífsdal 1. þ.m., að tvö börn lét- ust í bruna, þegar eldur kom upp í húsinu Stekkjargata 17. I húsinu bjuggu hjónin Stefán Bjömsson, skrifstofumaður og Sig- fríð Lárusdóttir með 4 börnum. Tvö yngri börnin björguðust, en bæði eldri börnin voru látin, þegar þau náðust. Þau hétu Lárus Dan- íel, fæddur 11. sept. 1957 og Jóna, fædd 17. okt. 1958. Skutull vottar foreldmm og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Lánin nemi 150 þúsundum á ibúð STJÓRNARfrumvarp um breyt- ingu á lögum um húsnæðismála- stofnun o.fl. hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið leggur til, að há- mark lána á íbúð hækki úr 100 þúsund krónum í 150 þúsund krón- ur og að Landsbanka íslands sé heimilt að gefa út bankavaxtabréf sem nema 150 milljónum árlega næstu 10 ár, í stað 100 milljón króna. Þá er lagt til, að ríkið láni jafn- háa fjárupphæð og viðkomandi sveitarfélag til íbúðabygginga til útrýmingar heilsuspillandi hús- næði og heimilt að lafgreiða helm- ing lánsins þegar nýbygging er fokheld. Ennfremur er lagt til að hús- næðismálastjórn verði 5 menn kosnir hlutbundið af sameinuðu Aliþingi til fjögra ára. Nú eiga þar sæti fjórir menn til þriggja ára. Aæstiugakaup hæhhar EINS og sagt var frá í síðasta tbl. SKUTULS skrifaði Alþýðusam- band Vestfjarða nýlega nefnd þeirri, sem úrskurða á hvaða kaup- gjaldsliðir kvennakaupsins eigi að hækka samkvæmt ákvæðum liaga um launajafnrétti, en ASV taldi, að bæði mánaðarkaup kvenna og kaup við hreingerningar, þvotta og gólfþvott ætti að hækka lögum samkvæmt, en svo var ekki samkv. tilkynningu launajafnaðamefndar- innar frá 18. des. s.l. Nú hefur umbeðið svar borizt frá Launajafnaðarnefnd. Þar er fram tekið, að láðst hlafi að ákveða launajöfnuð á þessum tveim kaup- gjaldsákvæðum, og tilkynnir nefndin því, að umræddir kaup- gjaldsliðir hækki samkv. ákvæðum laganna. Sú hækkun gildir frá s.l. áramótum. Á öðrum stað í blað- inu er sagt frá því, hvaðia kaup ber nú að greiða fyrir fyrrgreind störf. Kauphækkun vélbátasjómanna

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.