Skutull

Árgangur

Skutull - 28.06.1968, Blaðsíða 1

Skutull - 28.06.1968, Blaðsíða 1
Mótstjórn og foringjar: fremri röð frá v.: Una, Halldórs- dóttir, Snorri Hermannsson, mótsstjóri og Árni Guðbjarn ason, sem skipuðu mótsstjórn. Aftari röð frá v.: Lárus 1». Guðmundsson félagsforingi Framherja, Jón Páll Halldórs- son, fél.for. Einherja, Auður Hagalín, fél.for. Valkyrjan, Guðmundör Páll Einarsson fél.for. Gagnherja og Guðniund ur Öskar Hermannsson fél.for.GIaðherja. Skátamót Vestfjarða 1968 var haldið í Tunguskógi dag- ana 14.—17. júní sl. Var mótið haldið í tilefni 40 ára skátastarfs á Isafirði, en sem kunnugt er urðu skátafélögin á ísafirði, Einherjar og Val- kyrjan 40 ára fyrr á árinu. Önnuðust nefnd félög allan undirbúning mótsins. Þátttakendur í sjálfu mót- inu voru alls 254 frá fimm skátafélögum á Vestfjörðum, Framherjum á Flateyri, Glað- herjum á Suðureyri, Gagn- herjum í Bolungarvík og frá ísafjarðarfélögunum. Þá voru sérstakar fjölskyldubúðir og dvöldu þar um eitt hundrað manns. Fjöldi gesta kom í heim- sókn á mótið og náði fjöldinn hámarki á sunnudag. Á varð- eldunum á laugardags og sunnudagskvöld var og fjöldi gesta. Á þjóðhátíðardaginn, sem var síðasti mótsdagurinn, messaði séra Lárus Þ. Guð- 17. júnl hátíðahöldin Þjóðhátíðarhöldin á Isafirði fóru fram í fegursta veðri og voru á allan hátt til sóma. Safnast var saman á Austur- velli og þar setti form. þjóð- hátíðamefndar, Jens Krist- mannsson, forstjóri, hátíðina. Lúðrasveit ísafjarðar lék und ir stjóm Vilbergs Vilbergs- sonar. Síðan var farið í skrúð göngu að hátíðasvæðinu við sjúkrahúsið. Á hátíðasvæðinu var fjöl- breytt dagskrá. Lúðrasveitin lék, Bjami Guðbjömsson, al- þingismaður, flutti hátíða- ræðu, Sunnukórinn söng undir stjóm Ragnars H. Ragnar, frú Ingibjörg Marinósdóttir flutti ávarp fjallkonunnar, en því næst fóru fram ýmis skemmtiatriði. Kvennadeild slysavarnafé- lagsins á Isafirði háfði kaffi- sölu í Sjálfstæðishúsinu og kom þangað fjöldi manns. Um kvöldið voru dansleikir. □ ísafirði, 28. júní 1968. UM BIÐJIÐ SÆLGÆTI 9. tölubl. Framtíð isl. þjóðbúningsins mundSson, en hann er félags- foringi Framherja á Flateyri, og Marías Þ. Guðmundsson, forstjóri minntist þjóðhátíðar dagsins með ræðu. „Tryppið" fjölritað blað var gefið út á mótinu, en blaðið hóf göngu sína á skátamóti Vestfjarða í Hest- firði árið 1945. Veður var hið bezta móts- dagana og átti það sinn þátt í að mótið tókst svo vel, sem raun bar vitni, en það var í alla staði hið myndarlegsta og skátahreyfingunni til hins mesta sóma. 1 mótsstjóm voru: Snorri Hermannsson, mótsstjóri, Una Halldórsdóttir, sem jafnframt var tjaldbúðarstjóri kven- skátanna og Árni Guðbjarna- son, tjaldbúðastjóri drengja- skáta. Eins og kunnugt er starfa Ylfinga- og Ljósálfasveitir innan skátafélaganna og komu þessar sveitir í heim- sókn á mótið á sunnudag. Skutull leyfir sér að færa skátunum heillaóskir með mótið og þakkar fyrir hið mikla æskulýðsstarf, sem skátahreyfingin innir af höndum. í ávarpi 5. þings Æskulýðs- sambands Islands sl. vor er m.a. bent á að í heimi minnk- andi fjarlægða og aukinnar, heillavænlegrar samvinnu þjóða í milli, eigi sérkenni smáþjóða stöðugt erfiðara uppdráttar, sé ekki að gætt og á móti spyrnt. Vakin er at- hygli á því að íslenzkur þjóð- búningur sé að hverfa af sjónarsviðinu og muni innan fárra ára, ef ekki verður að gáð, verða lítið annað en safn og kistugripur. 1 lok ávarps- ins samþykkti þingið vilja- yfirlýsingu um að stjórn ÆSI leitaði samvinnu við nokkur samtök um að efna til hug myndasamkeppni um breyttan búning, sem væri líklegri að vera við hæfi nútímakon- unnar. í vetrarbyrjun leitaði stjórn ÆSl síðan samvinnu um skipan viðræðunefndar. For- maöur nefndarinnar fyrir hönd Æskulýðssambandsins hefur verið Bjöm Th. Björns- son listfræðingur, en frú Elsa Guðjónsson safnvörður hefur starfað með nefndinni og ver- ið henni til ráðuneytis. Nefndin hefur komið nokkr- um sinnum saman og verið á einu máli um að skipulegra athafna sé þörf, eigi islenzki þjóðbúningurinn ekki að leggj ast af innan tíðar. Skoðanir hafa hins vegar verið nokkuð skiptar um hvort nægjanlegt sé að efla upplýsingastarf um þá búninga, sem fyrir hendi eru ellegar hvort nauðsynlegt sé að gera á búningnum breyt ingar til hæfis nýjum klæðn- aðarkröfum og félagsháttum. Á fundi nefndarinnar 14. marz sl. samþykkti nefndin að byrjunarstarfsemin skyldi miða að eftirtöldu: að tekin yrði saman greinar- gerð um sjónarmið í þjóð- búningsmálinu, sem komið yrði á framfæri við almenn ing til að auka umræður um mál þetta. að Æskulýðssambandið skyldi hafa samvinnu við Þjóð- minjasafn Islands um þjóð búningasýningu n.k. haust, og að ÆSl skuli kosta útgáfu bæklings, sem í verði sam einað efnisatriði sýningar- skrár og saga isl. þjóðbún- inga í texta og myndum. Blaðamannafundur var hald inn með nefndinni hinn 29. apríl sl., og var á þeim fundi gerð grein fyrir samþykktum nefndarinnar. I kjölfar fund- arins hefur svo verið dreift til aðildarsambanda ÆSI, allra kvenfélaga á landinu og víðar fjórblöðung með greinar gerð um störf nefndarinnar. Ylfingar komn í heimsókn á mótið. Vakti „geimferð" þeirra mikla athygli.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.