Skutull

Volume

Skutull - 18.04.1969, Page 8

Skutull - 18.04.1969, Page 8
Varðveizlugildi húsa í nýútkomnu hefti Sveita- stjórnarmála ritar Hörður Ágústsson, skólastjóri Hand- íða- og myndlistarskólans, grein um gömui hús á ís- landi, sem hann segir að sum þeirra sé okkur skylt að varðveita óbomum kynslóð- um. 1 grein sinni segir Hörður m.a.: „Hús þessi eru óaðskiljan- leg íslenzkri þjóðarsögu. Því ber okkur að sýna þeim meiri sóma en gert hefur verið, og sum þeirra er okkur skylt að varðveita óbornirm kynslóð- um. Væri það til of mikils mælzt, að Islendingar legðu eitthvað að mörkum til við- halds örfáum gömlum merki- legum húsum, að þeir sýndu þeim einhverja ræktarsemi. í næstum hverjum kaupstað á Islandi er fortíðarmannvirki, sem á einhvem hátt getur merkilegt kallazt og er þess virði, að við sé haldið af fyrmefndum ástæðum, auk þess sem það er, enn sem komið er, bezta fordæmi eður lexía íslendingum í húsa- gerð.“ Sérstakur kafli er um ísa- fjörð og leyfir blaðið sér að endurprenta hann hér: „ísafjarðarkaupstaður er í aðra röndina eins og safn til byggingarsögu, allt frá síðari hluta átjándu aldar, þar sem lesa má svipi húsa frá helztu skeiðum sögu okkar, eftir að timbur varð aðal byggingar- efni hérlendis. í Neðstakaupstað, eins og Isfirðingar nefna elztu hús kaupstaðarins fremst á Skut- ulsfjarðareyri, er heilsteypt- asta samstæða húsa af elztu gerð, sem uppi stendur á Is- landi í dag. Tvö Iþeirra eru sérstaklega athyghsverð. Hið fyrra er vöruskemma, og veit enginn aldur hermar með vissu. Hún er af sömu gerð og Salthúsið á Þingeyri, nema miklu stærri og því sem næst í upphaflegri mynd, einstætt hús í sinni röð. Hitt húsið er frá upphafi fríhöndl- unartímans og Uklega fyrsta kaupmannshús staðarins, sér- lega geðþekkt verk, listaverk, liggur mér við að segja, og án efa langfegursta hús sinn- ar tegundar á íslandi. Það er stokkbyggt, eins og hitt, en auk þess súðað. Að vísu hafa ýmis skemmdarverk verið framin á húsinu. Að mínum dómi ber skilyrðis- laust að varðveita þessi hús, og væri þá hægt að mynda þama eitt sérstæðasta og virðulegasta byggðasafn hér- lendis. Þar liggur við heiður ísfirðinga og reyndar okkar allra, að þessi hús verði ekki látin grotna niður og eyði- leggjast. í þessu sambandi er skylt að geta þess, að Jóh. Gunnar Ólafsson, fyrrverandi bæjarfógeti, hefur af fram- sýni og atorku dregið í einn stað vísi að mjög góðu safni gamalla muna, sem mundi sóma sér vel í þessum öldnu húsum eða í tengslum við þau. I Hæstakaupstað eru tvö hús yngri en þau, sem getið hefur verið, en mjög merkileg fyrir margra hluta sakir. Hið eldra þeirra, sem er íbúðar- hús, mun vera byggt af Björgvinarkaupmönnum ein- hvem tíma á árunum 1788— 1792. Fregnað hef ég, að hætta sé á, að húsið verði rifið, og tel ég það mikinn skaða, ef rétt reynist. Fleira er merkilegra húsa á ísafirði, þó að hér verði ekki getið að sinni. En þá ósk ber ég fram við ráða- menn kaupstaðarins, að þeir geri sér grein fyrir, hver menningarverðmæti þeir hafa í umsjá sinni, og hagi gerðum sínum eftir því.“ Svo mörg voru þau orð. Blaðið taldi rétt að vekja at- hygli á grein Harðar og vill aðeins undirstrika það, og taka undir með greinarhöf- undi, að okkur ber skylda til að varðveita þessi gömlu hús, því að svo bezt getum við sem þjóð hugsað til framtíð- ar, að við varðveitum tengsl okkar við fortíð. Stórsvig Hvítasunnumót fer fram sunnudaginn 20. apríl n.k. kl. 3 e.h. VESTRI Frá Neðstakaupstað. Húsin, sem um ræðir í grein Harðar Ágústssonar. Gullfoss kveður Isafjörð að Iokinni ánægjulegri og vel heppnaðri heimsókn á skíðavikuna. Hinn ungi ísfirðingur veifar í kveðjuskyni og bíður eftir að sjá hinn glæsilega farkost á nýjan leik á Isafirði Almenn ánædja skiða- vikulesia Samtals munu á sjöunda hundrað gestir hafa komið til ísafjarðar á Skíðavikuna. Flugíélag Islands flutti rúmlega 400 farþega, 20—30 komu með Esju og með Gullfossi komu 200 íarþegar. Var þá hvert rúm skipað, en auk þeirra gesta er dvöldu allan tímann um borð kom fjöldi fólks, er gisti í landi. Er blaðið hafði samband við Óttarr Möller forstjóra Eimskip, sagði hann að mikil og almenn ánægja ríkti með förina vestur. Hefði hún heppnazt eins og bezt yrði ákosið. Þrátt fyrir heldur ó- hagstætt veður á leiðinni til Isafjarðar hefði sjóveikin ekkert gert vart við sig, enda væru nú til örugg meðul þar til varnar. Um borð í Gullfossi ríkti eining andans og þar voru allir eins og um eina stóra fjölskyldu væri að ræða. Kvöldvökur voru haldnar og önnuðust farþegar sjálfir skemmtiatriði og allt var innan þess ramma, sem í upphafi var markaður. Ferðin var það vel heppn- uð, að nú er í athugun að taka upp slíkar ferðir árlega, sagði forstjórinn. Þá kemur og til greina að fara fleiri ferðir yfir veturinn og ein- skorða sig ekki við páskana. Slíkar ferðir, sem stæðu yfir t.d. í þrjá daga, ættu að geta orðið vinsælar og við höfuin þetta sérstaklega í huga varðandi erlenda ferða- menn. Kæmi þá til greina að hafa samvinnu við heima- menn um skipulag ferðanna, einkum er varðar dagskrána í landi, Allt þetta er í athugun hjá okkur og er fullur vilji fyrir að koma þessu í kring, svo framarlega sem aðstæður leyfa. Skíðalandið á Seljalandsdal er sérstaklega skemmtilegt og fjölbreytilegt og þar er að finna brekkur við allra hæfi, a.uk þess, sem útsýnið af dalnum er hið fegursta. Að lokum sagði Óttar Möller að hann teldi mikla framtíðarmöguleika á því að gera Isafjörð að skíðabæ fyrir ferðamenn. Páskaeggjahappdrætti VESTRA Dregið hefur verið í Páskaeggjahappdrætti Ksf. Vestra og komu upp eftirtalin númer: 81 121 134 142 160 177 236 246 334 429 498 530 550 619 652 675 719 745 749 832 852 865 882 928 985 Vinninga ber að vitja til Péturs Sigurðssonar Eyrargötu 8, ísafirði, sími 536. Birt án ábyrgðar.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.