Skutull - 01.05.1971, Síða 1
XUX. árgangur.
ísafirði, 1. maí 1971.
SKOTULL
óskar launþegum
til hamingju
með daginn
5. tölublað.
EINHUGA SAMTÖK
Gömul mynd frá ísafirði af útifundi 1. maí.
Um allan hinn frjálsa heim minnast menn
í dag unninna sigra í kjara- og mannréttinda-
baráttu launþegasamtakanna; foringjanna,
sem gengnir eru, en sem vörðuðu veginn og
með þrotlausu starfi og fórnfýsi skópu það
afl, sem einhuga verkalýðshreyfing getur ver-
ið.
Vissulega er ástæða til að fagna á 1. maí
á íslandi Liðlega hálfrar aldar starf alþýðu-
samtakanna hefur skilið eftir sig þau spor
að þjóðarsagan verður ekki skráð án þess að
getið verði hlutverks samtakanna í myndun
þess þjóðfélags, er við búum nú í.
En þrátt fyrir hagsæld og sigra og að
draumsýnir árdaganna hafa orðið að meiri
og skjótari veruleika, en nokkurn kann að
hafa órað fyrir, er æði margt ógert enn. Við
búurn ekki við nægilegt atvinnuöryggi né fjöl-
breytni í atvinnuháttum; takmarkið um
mannsæmandi lífskjör af dagvinnu einni sam-
an fjarlægist; ört vaxandi dýrtíð torveldar
daglaunamönnum að veita sér frumstæðustu
þarfir mannsins: þak yfir höfuðið. Verkalýðs-
hreyfingarinnar bíða því ekki síður mörg og
mikilvæg verkefni, en þegar hún steig fyrstu
sporin þótt segja megi að viðfangsefnin og
aðstæður allar séu í breyttu formi.
þetta reynzt orð að sönnu hvað verkalýðs-
hreyfingunni viðvíkur. Á fyrstu árunum
höfðu meðlimirnir allt að vinna og það skap-
aði órjúfandi samheldni. Þess vegna urðu
samtökin voldug og sterk. Þá sátu menn ekki
heima þegar fundir voru haldnir heldur tóku
þátt í því, sem var að gerast. Þeim voru ljós
þau sannindi, að þegar einn hlekkurinn brest-
ur þá er keðjan slitin.
Dansinn kringum gullkálfinn hefur reynst
þjóðinni nokkuð örlagaríkur. Á skemmri
tíma en þekkist hjá öðrum þjóðum fluttum við
úr „koti í höll“, vélvæðingin tók við af rek-
unni og ljánum og þarfasti þjónninn varð til
hátíðabrigða. Kapphlaupið komst i algleyming
og vissulega færði það æði mörgum hina svo-
nefndu „lífshamingju“ þ.e. ríkmannlega af-
komu, en sem í fjölmörgum tilfellum var þó
byggð á falskri forsendu: ótakmarkaðri
þrælkun.
En stundargæðin svæfðu baráttuviljann og
félagsandann. Nú þurfti ekki lengur að velta
vöngum yfir hagsmunabaráttu alþýðunnar.
Allt átti að koma af sjálfu sér og uppvaxandi
kynslóð trúir ekki öðru, en að svona hafi þetta
alltaf verið. Örfáir forustumenn voru þar
látnir einir um. Treyst var á fyrri mátt og
megin og afskiptaleysið varð dæmigert.
En Þyrnirósasvefninum lýkur fyrr eða síð-
ar. Þá vöknum við til meðvitundar um það, að
styrkleiki verkalýðshreyfingarinnar hefur
gert hana veika. Og veikleikinn er fólkinn í
sinnuleysi meðlimanna. Fundir eru ekki sóttir
og víða eru samtökin nánast á vonarvöl vegna
skorts á mönnum til að veita þeim forustu.
Öll smærri félögin eru það fjárvana, að störf
í þeirra þágu eru með öllu ólaunuð, en sjálf-
boðavinna er hugtak, sem talsvert hefur fjar-
lægst íslenzkt þjóðfélag.
Því er á þetta minnst á hátíðisdegi verka-
lýðsins, að mál er að vakna, vakna til full-
vissunnar um nauðsyn sterkra og frjálsra
alþýðusamtaka, nauðsyn þess að halda á lofti
þeim gunnfána, er frumherjarnir drógu að
húni fyrir hálfri öld.
Framtíð Islendinga, sem sjálfstæðrar þjóð-
ar, er óhugsandi án sterkrar verkalýðshreyf-
ingar.
Sagt er, að ekki sé síður vandi að gæta
fengins f jár en afla þess. Svo sannarlega hafa
Framhald á 2. síðu