Skutull - 01.05.1971, Side 2
2
S K U T U L L
SKDTULL
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn í Vestfjarðakjördæmi
Blaðnefnd: Sigurður Jóhannsson, ísafirði, ábm.. Ágúst
H. Pétursson, Pafreksfirði, Hjörtur Hjálmarsson,
Flateyri, Ingibjörg Jónasdóttir, Suðureyri og Krist-
mundur Hannesson, Reykjanesi.
Innheimtumaður: Haraldur Jónsson, Þvergötu 3.
Prentstofan Isrún hf.
Einhuga samtok
Framhald af 1. síðu.
Verkalýðshreyfingin byggir tilveru sína á
lýðræði og frelsi. Frjáls gengur hún til samn-
inga um kaup og kjör, það er hennar réttur
í stað þess að þurfa að taka við því, sem að
er rétt. Og þetta er jafnframt hennar fjöregg.
Þess vegna ber að vera á verði, þegar að er
vegið. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og
hann verður ekki burtu tekinn. En hann er
biturt vopn, sem beita verður með gát. Þess
vegna er verkalýðshreyfingunni ætíð nauðsyn
að meðlimir samtakanna séu einhuga. Tvístr-
uð er hreyfingin einskis megnug, en sam-
hent er hún voldug og sterk. Þessa skulum
við minnast í dag.
Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi ver-
ið boðberi friðar og frelsis. Því fordæma sam-
tökin hvers kyns kúgun og ofbeldi hvar og
hvenær sem er. Maðurinn er skynsemisvera,
sem frjáls skal vera, sem frjáls leysir vanda-
mál sín og ágreining, en ekki hrepptur í
fjötra kúgunar og andlegs ófrelsis. 1 dag
skulu þeim því sendar kveðjur, sem þrátt fyr-
ir framfarir tuttugustu aldarinnar eiga við
slíka áþján að búa.
Það á að heita að við lifum á „friðartím-
um“. En víða eru viðsjár. Verkalýðshreyfing-
unni ber því að leggja lóð sitt á vogarskál-
ina til að forða mannkyninu frá darraðar-
dansi styrjalda.
Trúin flytur fjöll og trúin á hið góða í
manninum er það eina, sem er þess megnugt
að skapa þann heim, sem verkalýðshreyfingin
hefur barist fyrir, heim
FRIÐAR, FRELSIS OG BRÆÐRALAGS
Verhamannasamband
íslanfls
sendir öllum meðlimum sínum
árnaðaróskir í tilefni hátíðisdags þeirra
og hvetur til samstöðu í hagsmuna-
baráttu verkalýðssamtakanna.
MINNINGARORÐ
Jóhann Magnússon
Jóhann Magnússon, fyrrum
húsvörður í Barnaskóla ísa-
fjarðar, lézt á heimili sínu
hér í bæ 14. apríl sl. Útför
hans fór fram laugardaginn
24. s.m. að viðstöddu fjöl-
menni.
Jóhann Magnússon var fædd
ur á ísafirði 8. júlí 1892. For
eidrar hans voru þau Magnús
Örnólfsson, skipstjóri, og
kona hans, Jóhanna Péturs-
dóttir.
Árið 1915 kvæntist Jóhann
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Salóme Salómonsdóttur. Þau
eignuðust einn son, Magnús
sem búsettur er á ísafirði.
Beztu manndómsár sín
stundaði Jóhann sál. Magnús-
son sjómennsku, — fiskiveið-
ar, á þilskipum, og mun hann
hafa byrjað sem háseti hjá
föður sínum. Einnig stund-
aði hann árum saman róðra
hér í Djúpinu á eiginn far-
kosti.
Jóhann var ekki heilsu-
hraustur. Hann þoldi því illa
það erfiði, vosbúð og vökur,
sem sjómennskunni fylgdu.
Af þeim sökum hætti hann
því starfi og snéri sér að
almennri verkamannavinnu.
Hugur hans var þó alla tíð
mjög bundinn sjósókn og fisk
veiðum. Allt, sem að þeim at-
vinnuvegi laut, var honum
hugleikið áhuga- og umræðu-
efni allt til hinzta dags.
Jóhann Magnússon var
allra manna viljugastur. Hann
gekk að hverju verki með
dæmafárri skyldurækni og
trúmennsku, og er gott að
njóta starfa slíkra manna.
Þeirra eðliskosta sinna naut
hann því oft, og kom það
sér vel, einkum á þeim ár-
um þegar erfitt var um at-
vinnu, því aðgerðarleysi
kunni hann illa.
Eins og fyrr segir, þá var
Jóhann ekki heilsuhraustur
og gekk oft til starfa sár-
lasinn. Þá erfiðleika bar hann
af þolinmæði og var því jafn-
an glaður og reifur þótt hann
væri ekki heill heilsu. Heilsu
farsástæður hans munu hafa
ráðið því, að hann tók
að sér umsjónarmannsstarfið
í barnaskólanum haustið 1948,
enda enda þótt launin væru
þá lítil, en vinnudagurinn
langur og erilsamur. Þessu
erfiða ábyrgðarstarfi gegndi
hann síðan af einstakri trú-
mennsku og prýði í 22 ár, eða
til aprílloka 1970.
Jóhann Magnússon
Á þessum langa samstarfs-
ferli okkar Jóhanns heitins
innan skólans kynntist ég
honum vel. Ég kynntist ekki
aðeins viðhorfi hans til starfs
ins, sem hann hafði með
höndum í skólanum, heldur
auðnaðist mér jafnframt að
þekkja náið ýmsa helztu þætt
ina í ævi- og starfssögu
þessa hlédræga og heiðarlega
alþýðumanns.
Ég fræddist af honum um
býsna margt varðandi atvinnu
sögu og þróun ísafjarðar. í
látlausri og trúrri frásögn
þessa grandvara manns, sem
aldrei hallaði réttu máli vit-
andi vits, sá ég oft furðu
glöggt þá atburði og umrót,
sem síðar skipti sköpum í
þjóðlífi íslendinga.
Fáum er það ljósara en
okkur kennurunum, hversu
mikilvægt og ábyrgðarmikið
starf húsvarðarins er. Þetta
er erfitt starf, samfelldur er-
ill og stöðugt eftirlit, ásamt
margháttaðri fyrirgreiðslu og
snúningum fyrir kennara og
nemendur. Húsvörðurinn þarf
alltaf að vera tiltækur til að
leysa úr ólíklegustu vanda-
málum barnanna. Einnig þarf
hann að hafa vakandi auga
með öllum tiltækjum þeirra
til að geta tafarlaust gripið
í taumana, ef eitthvað ber
út af. Þá þarf hann ennfrem-
ur, engu síður en kennar-
arnir, að geta umgengizt börn
in með góðvild, þolinmæði og
skilningsríku umburðarlyndi.
Þetta eru miklar kröfur, en
Jóhann sál. Magnússon var
maður til að uppfylla þær.
Góðvild hans, trúmennska
hans og vilji gerðu honum
þetta vandamikla starf auð-
velt og kært. Hann var sér-
staklega barngóður og hafði
unun af því að umgangast
börnin. Hann lét sér afar
annt um skólabörnin og vildi
allt fyrir þau gera. Honura
féll það miður, ef honum
þótti of lítið tillit tekið til
óska þeirra.
Skyldurækni Jóhanns var
sérstök. Aldrei vék hann úr
skólahúsinu frá morgni til
kvölds, eða þar til húsþrif-
um var lokið. Hann mætti
alltaf í bíti sérhvern dag. Á
hverju kvöldi, helga daga sem
virka, gerði hann sér ferð í
skólann til að fullvissa sig um
að allt væri í bezta lagi undir
nóttina. Þessi trúmennska Jó-
hanns veitti okkur kennurun-
um ómetanlega öryggiskennd.
Við vissum, að þessi trausti
og samvizkusami maður var
stöðugt á varðbergi. Hann
fylgdist gaumgæfilega með
öllu af árvekni og áhuga.
Þegar þess er gætt, að gamla
skólahúsið er timburbygging
verður það augljósara hversu
mikið öryggi það veitti okkur
og bæjarbúum almennt að
vita það, að þessi trúi þjónn
vakti stöðugt yfir öryggi
barnanna.
Kennarar og nemendur
barnaskólans eiga Jóhanni
Magnússyni margt að þakka.
Hann var hugþekkur sam-
starfsmaður og góður vinur
okkar allra, maður, sem allt
vildi fyrir okkur gera og sem
aldrei brást því trausti, sem
til hans var borið.
Jóhann sál. Magnússon
gegndi lýjandi og hversdags-
legu starfi, sem sjálfsagt er
ekki mikils metið af þeim,
sem aðeins líta á ytri glans
og vegsemd. En sannleikur-
inn er sá, að einmitt menn
með eiginleika og lífsviðhorf
Jóhanns Magnússonar, menn
með ríka ábyrgðarkennd, sem
ganga að hverju verkefni með
skyldurækni og vakandi á-
huga, gera sérhvert starf göf
ugt og mikið. Og margt væri
með öðrum brag í þjóðfélag-
inu, ef allir þeir, sem ábyrgð-
arstörfum gegna, ræktu þau
af því hugarfari og þeim
heiðarleika, sem einkenndi
allt starf Jóhanns heitins hér
við skólann. Við kveðjum því
þennan vinsæla og hjálpfúsa
„skólaafa“ með þakklátum
huga og fullviss um það, að
friður Guðs muni blessa þenn
an trúa og dygga vin okkar.
Björgvin Sighvatsson.