Skutull

Årgang

Skutull - 01.05.1971, Side 3

Skutull - 01.05.1971, Side 3
SKUTULL 3 FRÁ BÆJ ARSTJÓRN: Á bæjarstjórnarfundi 28. apríl var eftirfarandi tillaga bæjarráðs um vega- og samgöngumál samþykkt samhljóða: Einangrunin verii rofin NINNING Grimur Hristgeirsson „Þrátt fyrir vegabætur, sem gerSar hafa verið á Vest- fjörðum á síðast liðnum ár- um, er Breiðadalsheiði jafn ófær og áður hálft árið, eins og raunar fleiri fjallvegir á Vestfjörðum. Samkvæmt upp- haflegri vegaáætlun átti að gera göng á Breiðadalsheið- inni til að greiða fyrir um- ferð að vetri til. Þetta verk hefur ekki verið unnið eða neitt það annað er greiðir úr þessum farartálma, sem er örstuttur en lokar þó allri umferð á landi, einnig snjó- bíla og snjósleða. Bæjar- stjórn ísafjarðar fer þess á leit við viðkomandi yfirvöld að gerð verði grein fyrir hvað í vændum er til lausnar á þessum vanda. Bæjarstjórn ísafjarðar minnir á, að á ráðstefnu um heilbrigðisþjónustu á norðan- verðum Vestfjörðum, sem bæjarstjórnin beitti sér fyr- ir á sl. hausti, töldu fulltrú- ar byggðarlaganna vestan Breiðadalsheiðar ókleift að taka þátt í læknamiðstöð á ísafirði vegna samgönguerfið leika á veturna yfir Breiða- dalsheiði. Það er augljós stað reynd að góðar samgöngur innan byggðarkjarna er for- senda þess að heilsteypt at- hafna- og menningarlíf og traust heilbrigðisþjónusta myndist í byggðakjarna. Bæjarstjórn ísafjarðar ger- ir því þá eðlilegu kröfu, að Vegagerð ríkisins haldi op- inni Breiðadalsheiði til jafns við aðra heiðarvegi á landinu og útvegi sér þau tæki, sem til þess þarf. Telji Vegagerð ríkisins ókleift að halda op- inni heiðinni verði gerðar þær vegabætur sem duga.“ Þá fluttu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins og fulltrúi Al- þýðubandalagsins eftirfarandi tillögur: Hlutverk Fjóröungssjúkra- hússins „Þar sem heildarskipulagn- ing heilbrigðis- og læknaþjón ustunnar í landinu stendur fyrir dyrum, og með tilvísan til þess samkomulags, sem ný lega var gert á milli bæjar- stjórnar Akureyrar og heil- brigðisyfirvaldanna um endur bætur, stækkun og hlutverk Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, samþykkir bæjar- stjórnin að fela bæjarstjóra ásamt bæjarráði að hefja sem fyrst viðræður við hlutaðeig- andi heilbrigðisyfirvöld um byggingamál Fjórðungssjúkra hússins á ísafirði, og það hlutverk, sem stofnununni er ætlað að hafa með höndum.“ Aukin læknisþjðnusta „Bæjarstjórn ísafjarðar beinir þeim eindregnu tilmæl- um til stjórnar Sjúkrasam- lags ísafjarðar, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að tryggja bæjarbúum nægi- lega læknisþjónustu. Bæjarstjórnin bendir á, að yfirlæknir sjúkrahússins hef- ur látið af störfum, sem sam- lagslæknir, svo aðkallandi er að fá fleiri lækna til að gegna almennum læknisstörfum kaupstaðnum.11 Tillagan um Fjórðungs- sjúkrahúsið hlaut samþykki allra bæjarfulltrúa, en áskor- unin til sjúkrasamlagsins var samþykkt með 5 atkv. Ihaldið sat hjá. Fótaaðierðarsnyrtini (Jóhanna Cortes) í sal Vinnuvers um mánaðamótin maí-júní ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 3520 og 3494. Mánudaginn 26. apríl sl. fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Gríms Krist- geirssonar, rakara, sem um langt skeið átti sæti í bæjar stjórn ísaf jarðar fyrir Alþýðu flokkinn. Hann sat fyrst í bæjarstjórn sem varafulltrúi á árunum 1934—1938, en aðal íulltrúi var hann frá árinu 1938 og þar til hann flutti, ásamt fjölskyldu sinni, til Reykjavíkur árið 1953. Hafði Grímur þá verið búsettur á ísafirði síðan árið 1920, en þá réði hann sig hingað til lögregluþjónsstarfa. Grímur heitinn var fæddur þ. 20. september 1897 að Bakkakoti í Skorradal. For- eldrar hans voru Kristgeir Jónsson bóndi og kona hans Guðný Ólafsdóttir. Átti hann heima í Borgarfirði til árs- ins 1913, en 1913—15 var hann við bústörf hjá foreldr- um sínum að Lækjarhvammi í Reykjavík, og á árunum 1915—1920 stundaði hann ýmsa algenga vinnu. Sem fyrr segir kom Grímur fyrst til ísafjarðar árið 1920 og gerðist lögregluþjónn. Því starfi gegndi hann til árs- ins 1924, en eftir það stund- aði hann rakaraiðn öll ísa- íjarðarárin. Eftir að hann flutti suður, stundaði hann iðn sína á Keflavíkurflugvelli. Ég minnist Gríms fyrst frá lögregluþjónsárum hans. Þá var ég barn að aldri, en man þó vel, að þessi myndar legi og góðlátlegi maður í einkennisbúningi ávann sér traust hjá mér með hlýlegu viðmóti og gamansemi. Það var áreiðanlega ekki hægt að nota hann sem grýlu á ís- firzku börnin, sem þá voru að alast upp. Síðar átti ég eftir að kynnast mannkostum hans enn þá betur. í mörg ár fór ég til hans á rakarastofuna til þess að fá klippingu. Þar var oft margt um manninn, og jafnan rætt frjálslega um hlutina. Lengi var ég aðeins áheyrandi að þeim umræðum, en lærði margt af þeim. Grímur hafði yndi af að rökræða um hugðarefni sín, bæði við póli- tíska samherja og andstæð- inga. Að því kom svo árið 1942, að ég var kosinn í bæjar- stjórn ísafjarðar, og áttum við Grímur náið og gott sam- starf í bæjarstjórninni upp frá því, þar til hann flutti suður. Kom ég þá oft á stof- una til hans — ekki til þess, að eiga við liann viðskipti, heldur til þess að ráðgast við hann sem félaga og sam- herja, og er mér ljúft að minnast þess, að alltaf fór Grímur Kristgeirsson vel á með okkur, og þótti mér jafnan vel ráðið þeim málum, sem Grímur heitinn átti hlut að að ráða til lykta. Á bæjarstjórnarárum Gríms átti hann jafnan sæti í framf. nefnd og eitt kjörtímabil í bæjarráði. Hann lét ýms fé- lagsmál mikið til sín taka, var m.a. formaður og stofn- andi íþróttafélags og dýra- verndunarfélags, og lengi var hann formaður Iðnaðarmanna félags Isafjarðar. Einnig var hann í sóknarnefnd og starf- aði í góðtemplarareglunni. Hann var áhugasamur og hugkvæmur, og lét ekki sitja við orðin tóm, þegar honum datt eitthvert úrræði í hug, t.d. í sambandi við atvinnu- mál. Nokkru fyrir síðara stríð ið átti hann þannig ásamt Guðmundi G. Hagalín og Katli Guðmundssyni, frum- kvæði að stofnun útgerðarfé- lagsins Njarðar hf., sem lét byggja fimm 15 rúml. vél- báta, Dísirnar, og átti síðan um langt árabil drjúgan þátt í því að skapa atvinnu á ísa- firði og efla starfsemi kaup- félagsins. Einnig vann hann að stofnun fyrstu rækjuverk- smiðjunnar á ísafirði, og var í stjórn hennar, og drjúgan þátt átti hann í stofnun hf. Hávarðs, sem gerði út togar- ann Hávarð ísfirðing, síðar Skutul. Á stríðsárunum var hafist handa um byggingu hér sem í er sundlaug, fimleikasalur og bókasafn, og síðar var þar bætt við byggðasafni. Þá var mjög erfitt um allar bygging- aframkvæmdir vegna skorts á byggingarefni, og flutninga- erfiðleika. Grímur átti sæti í byggingarnefnd sundhallar- innar, og var hann fenginn til þess af hálfu bæjarstjórn- ar að hafa með höndum fram kvæmdastjórn byggingarinn- ar. Einnig hafði hann með að gera byrjunarframkvæmd- ir við byggingu húsmæðra- skóla og stækkun gagnfræða- skólans, og varð þetta starf hans til þess að flýta fyrir því„ að þessar byggingar all- ar kæmust í gagnið. Grímur var hispurslaus og hreinskiptinn, og er hann hafði tekið eitthvað að sér, gekk hann að hlutunum með eljusemi og kappi. Ég minnist með ánægju okk ar kynna og samstarfs, og ég veit, að þótt nú séu liðin 18 ár síðan hann hvarf suð- ur til Reykjavíkur frá starfs- vettvangi sínum hér, þá er hans minnst með hlýhug og þakklæti af öllum ísfirðing- um, sem hann þekktu. Grímur heitinn kvæntis ár- ið 1939 Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar frá Þingeyri. Þau eignuðust einn son, Ólaf Ragn ar, sem nú er kennari við Háskóla íslands. Svanhildur átti við van- heilsu að stríða, en Grímur annaðist hana af ástúð og nærfærni þar til hún andað- ist árið 1966. Nú er Grímur sjálfur allur. Með honum er horfinn mikill mannkostamaður pg drengur hinn bezti. Samferðamenn hans á lífsleiðinni munu jafn an minnast hans, þegar þeir heyra góðs manns getið. Ég votta syni hans, og öðr um ættingjum, innilegustu samúð. Birgir Finnsson. Á bæjarstjórnarfundi 28. apríl sl. minntist forseti bæj- arstjórnar, Gríms Kristgeirs- sonar og rakti störf hans í þágu kaupstaðarins. Bæjarfulltrúar vottuðu hin- um látna virðingu sína og þökk með því að rísa úr sæt- um.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.