Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1971, Blaðsíða 5

Skutull - 01.05.1971, Blaðsíða 5
S K U T U L L 5 Sjómannasamband íslands sendir vestfirzku verkafólki kveðjur og ámaðaróskir á hátíðisdegi þess. Sjðmannasamband Islands Alþýðusamband Vestfjarða sendir meðlimum sambandsfélaga sinna svo og öllum öðrum Yestfirðingum, beztu árnaðaróskir og kveðjur í tilefni af 1. maí, baráttu- og minningardegi verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðusamband Vestfjarða Er þetla... Framhald af 6. síðu. ir bæjarstjórnina að íþyngja útsvarsgreiðendum í bænum vegna reksturs sjúkrahússins, ef ekki ber til þess óumflýj- anleg nauðsyn? Að vísu hefir ríkissjóður í mörg horn að líta, en það hefir bæjarsjóður ísafjarðar líka. Það mega bæjarfulltrú- arnir vita bezt. Afstaða bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins er sú, að þeir telja ástæðulaust að leggja óþarfa útgjöld á bæjarbúa, hvað þá ef sú ákvörðun kynni að verða til þess eins að losa ríkissjóð við að leggja fram hliðstæðar greiðslur til stofnana bæjarfélagsins og sambærileg starfsemi í öðr- um byggðarlögum nýtur. En afstaða bæjarfulltrúa „nýja meirihlutans“ er allt önnur. Þeir telja það ekki ó- maksins vert að láta reyna á það hvort unnt sé að spara bæjarbúum þessi útgjöld, og fá aftur á móti áþekkan fjár hagslegan stuðning vegna hallareksturs sjúkrahússins ef um slíkt verður að ræða, og aðrir hljóta. Það segir sig sjálft, að komi það á daginn, að sjúkrahúsið þarfnist frekari fjárframlaga þá verða bæjarbúar að axla þá byrgði eins og verið hefir. B.S. Verkalýflsfélaolð Baldur ★— sendir vestfirzkum verkalýð hamingjuóskir í tilefni dagsins. ★— Alþýðnsamband íslands ★- sendir öllum meðlimum sínum árnaðaróskir í tilefni hátíðisdags þeirra og hvetur til samstöðu í hagsmunabaráttu verkalýðssamtakanna. ★—

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.