Skutull

Árgangur

Skutull - 12.06.1974, Blaðsíða 4

Skutull - 12.06.1974, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L SIGHVATUR BJÖRGVINSSON: Hvers eiga Vestfiröingar að gjalda? Stjómmáil eru barátta um hagsmuni. Vissulega er nauð- synlegt, að sjóndeildarhring- ur þess fólks, sem kjósendur velja sem fulltrúa sína á löggjafarsamkundu þjóðar- innar, sé viður og að þeir beiti sér í sameiginlegum málum þjóðarinnar allrar og fyrir framförum landsins alls. En þingmenn em fyrst og síðast fulltrúar þeirra, sem þá kusu — fólksins, sem veitti þeim fylgi og sýndi þeim traust. Þingmenn Vest- firðinga eiga þannig fyrst og fremst að vera málsvarar fólksins á Vestfjörðum og frumskylda þeirra er að sjá til þess, að vestfirsku byggð- imar séu ekki afskiptar og fái haldið sínu í þeirri hags- munatogstreitu, sem óhjá- kvæmilega hlýtur ávallt að vera milli landshluta um ein- stök framfaramál. Og hvernig hafa þeir menn, sem valist hafa til þingsetu fyrir Vestfirðinga s.l. þrjú ár staðið sig sem málsvarar þess fólks, er þá kaus? Eru Vestfirðingar á- nægðir með sinn hlut saman- borið við það, sem aðrir landshlutar hafa fengið sem fyrirgreiðslu af hálfu Al- þingis og ríkisstjómar? Eða er þeim orðið það ljóst, sem er ekkert laúnungarmál inn- an veggja Alþingis, að þing- menn Vestfirðingar s.l. kjör- tímabil hafa orð á sér fyrir að vera einna hógværastir allra þingmanna í kröfugerð fyrir sín byggðarlög og um- bjóðendur? Eins og menn vita, þá var á Alþingi veturinn 1972 til 1973 samþykkt heimild til rikisstjórnarinnar um niður- skurð á fjárveitingum til framkvæmda. Þessari heim- ild var þannig beitt, að nið- urskurður á fé til fram- kvæmda í Vestfjarðakjör- dæmi nam sem svaraði kr. 2.145,00 á hvert mannsbarn. Á sama tíma nam niður- skurður framkvæmdafjár á Suður- og Suð-Vesturlandi allt niður í 656,00 krónur á hvert mannsbarn. Hvað voru þingmenn Vestfirðinga að aðhafast, þegar þessir hlutir gerðust — eða þótti þeim þetta harla gott? Eins og menn vita, þá var riðið á vaðið með gerð lands- hlutaáætlunar fyrir Vest- firði. Á viðreisnarárunum var unninn samgönguþáttur þeirrar áætlunar og síðan nokkuð unnið að fram- kvæmdum í samræmi við hann. En þingmenn annara lands- hluta voru fljótir að finna, hvar feitt var á stykkinu. Nú er svo komið, að verið er í óðaönn að vinna upp landshlutaáætlanir fyrir Norðurlandskjördæmin bæði, Vesturlandskjördæmi, Aust- urlandskjördæmi — og jafnvel Suðurlandskjördæmi. Sumar þessar áætlanir eru komnar langt á veg og byrj- að er á veigamiklum fram- kvæmdum í anda þeirra í sumum kjördæmum. En hvað varð af Vest- fjarðaáætluninni? Hvar eru þeir þættir hennar, sem eiga að lúta að uppbyggingu í raforkumálum, atvinnumál- um, menntamálum og svo má lengi telja? Vestfirðingar, sem urðu fyrstir til þess að ríða á vaðið um gerð landshluta- áætlana, eru nú farnir að reka lestina. Hvar eru mál- svarar þeirra á þingi og gagnvart stjórnvöldum? Nú er verið að vinna stór- framkvæmdir í hafnarmál- um í þéttbýlinu á Suðurlandi — frcunkvæmdir, sem kosta hundruð milijóna. Þær fram- kvæmdir áttu sér ekki lang- an aðdraganda. Þær voru ráðnar á örskotsstundu. En á sama tíma og þetta var ráðið, þá var ástandið þannig í hafnarmálum á sumum stöðum hér vestra, að það mátti heita, að sum- ar hafnirnar gætu ekki veitt skuttogurunum, sem þangað voru keyptir, fullnægjandi þjónustu. Og svo heíur verið bætt gráu ofan á svart með því að íþyngja útgerðinni og fiskvinnslunni með háurn löndunargjöldum af afla, sem skipað er á land í fiski- höfnunum — 1% af brúttó- verðmæti aflans — þannig að það kemur í hlut sjó- manna og fiskverkenda á hverjum stað að standa und- ir kostnaði við hafnarbætur en ríkið ætlar sér að sleppa ódýrt. Auðvitað bitnar þetta fyrst og fremst á útgerðar- stöðum eins og á Vestfjörð- um — en á sama tíma er ríkisvaldið að verja milljóna- tugum og hundruðum í landshafnir á Suðurlandi. Fjölmörg dæmi fleiri mætti nefna, um hve erfið- iega það hefur gengið fyrir Vestfirðinga að fá hags- munamálum sínum sinnt Framhald á 2. síðu. Sighvatur Björgvinsson VILMUNDUR GYLFASON: Nýjar leiöir í kjördæmaskipan Öllum má ljóst vera, eftir þá upplausnar- og stjórn- leysistíma, sem nú hafa ríkt í íslensku þjóðlífi, að vel má vera að tímabært sé á nýjan ieik að huga að kjördæma- skipan og hugsanlegum breytingum. Kjördæmaskipan var síð- ast breytt árið 1959. Megin hugmynd þeirrar breytingar var sú að jafna hlutfall milli þingmannafjölda flokka og atkvæðatölu þeirra, og að tryggja öðrum en stærstu flokkunum réttlátEm skerf. Engu að síður er það svo að margir eru alvarlega farnir að hyggja að því hvort ekki megi enn bætu um betur, hvort ekki megi enn betur tryggja ailt í senn, réttláta skoðanamynd- un, virkara lýðræði, stöðugra stjórnarfyrirkomulag og hagsmuni hinna dreifðu byggða. Hér verður varpað fram þremur hugmyndum um nýskipan kjördæmamála, einungis í því augnamiði að opna umræðu. En menn skyldu hafa í huga að það fyrirkomulag þeirrar kjör- dæmaskipunar, sem nú er, er engan veginn endanleg skipan þeirra mála — eða þarf ekki að vera það. I. Einmenningskjördæmi. Þetta form kjördæmaskipunar var hér óbreytt frá árunum 1942 til 1959. Um fimmtungur þingsæta voru uppbótar- menn til þess að jafna hlut- faill milli flokkanna. Kostur þessa fyrirkomulags var beinna samband kjósenda og þeirra sem í framboði voru, þess vegna virkara lýðræði og sennilega nánari þjónusta þingmanna við kjördæmi sín. Á hinn bóginn var það galli, að heildarniðurstaða kosn- inga, hlutfall milM flokka, gat verið hróplega ranglátt. Þetta mætti ef til viil laga með færri kjördæmum og fleiri uppbótarsætum. Varla væri þó ástæða til þess að skipta Reykjavík upp í meira en í mesta lagi tvö kjördæmi þar sem Reykja- vík er ein hagsmunaheild. II. Hugmyndir hafa verið settar fram, þess efnis, að skipta öilu landitnu (kannske utan Reykjavíkur) upp í einmenn- ingskjördæmi, en þannig, að frambjóðandi þurfi helming greiddra atkvæða, eða meira, til þess að ná kjöri. Hljóti viðkomandi ekki tilskilinn helming greiddra atkvæða, hljóti enginn kjördæmakosn- ingu 1 Iþví kjördæmi, en upp- bótarmönnum á öllu landinu fjölgaði að sama skapi og tryggt yrði að öll kjördæmi fengju mann á þing, ef ekki kjördæmakosinn, íþá uppbót- armann. Þessi aðferð, sem ekki er eins flókin reikningSi regla og hún kannski gæti virst, tryggir kosti einmenn- ingskjördæma en um leið tryggir hún réttláta hlut- fallsskiptingu milli flökka. III. Loks má í þriðja lagi nefna drög að aðferð sem notuð er víða í lýðræðisríkjum er- lendis, í einu eða öðru formi, eins konar sambland af hlut- fallskosningu og persónu- bundinni kosningu. í ó- breyttri skipan kjördæma væri hægt að hugsa sér að kjósandi gæti kosið á tvo vegu, annað hvort kosið list- ann eftir sömu reglum og nú tíðkast eða kosið einstak- 'linga á lista — einum eða fleirum —og þá jafn marga og þingmenn kjördæmisins segja til um. Ef kjósandi hefur sérstök áhugasvið — er bindindismaður eða er á móti stóriðju, svo dæmi séu nefnd — þá getur hann kos- ið með tilliti til þess, kosið fimm einstaklinga, þó svo 'þeir séu í sitt hvorum flokknum. Atkvæðin myndu þá nýtast flokknum í réttu hlutfalli. Ennfremur breytt- ist röð á listanum, ef per- sónuatkvæði yrðu hlutfalls- lega fleiri en listaatkvæði. J>essi aðferð yrði því eins konar sambland af gömlu einmenningskjördæmaaðferð inni og þeirri kjördæmaskip- an, sem nú er við lýði. Kost- irnir eru m.a. þeir að stór- auka tengsl þeirra sem kjósa, cg hinna, sem í fram- boði eru, og ennfremur að halda þingmönnum betur við efnið í málefnum hinna ein- stöku kjördæma, en af við- tölum við fólk skilst manni að á því sé sannarlega ekki vanþörf hér í Vestfjarða- kjördæmi. Niðurstaða. Víst er að ein orsök hug- mynda af þessu tagi er upp- lausn, stjórnleysi og efna- hagsmálahringlandi íslenskra stjórnmála um þessar mund- ir. Nýir flokkar og flokks- brot spretta upp eins og gorkúlur á haugi. Alþingi var gert að grátspaugilegu leikhúsi rétt fyrir þingrof. Víst er ennfremur að þetta er einungis tímabundið ástand. Um það munu vest- Framhald á 2. síðu. Vilmundur Gylfason

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.