Andbanningur - 30.09.1933, Blaðsíða 3

Andbanningur - 30.09.1933, Blaðsíða 3
ANDBANNINGUR L i. Álengismálið. Brot úr útvarpserindi. Eftir Guðraund Hannesson. Eg hefi verið beðinn að segja nokk- sur orð urn áfengismálið í kvöld, en í Jjetta sinn leiði eg hjá mér að tala um •áfengi frá sjónarmiði læknisfræðinnar, og ekki fer eg heldur út í neina búreikn- inga um það, hver sparnaður það væri -og búhnykkur, ef vér værum lausir við allt áfengi. Allir vita, að bindindis- menn eru ekki ætíð efnaðri en hinir, og allir vita, að bannið hefir ekki losað •okkur við áfengið. Kjarni áfengismálsins er ekki sá, livort réttara sé að nefna áfengi eitur ■eða fæðu, ekki sá, hvort vér trúum á bann eða ekki bann, heldur hitt, að þjóðin sé yfirleitt reglusöm, dí'ykkju- skapur lítill og að ríkið fái hins vegar réttmætar og ríflegar tekjur af sölu og nautn áfengra drykkja. Um þetta ættu .allir að geta verið sammála. Sumir bindindismenn halda, að al- :gert áfengisbann sé eina og beina leið- in að þessu takmarki. Þeir halda, að því verði hlýtt, að minnsta kosti megi þröngva mönnum til að hlýða slíku lagaboði með því að hegna greypilega fyrir öll brot. Aðrir halda, að bannið sé villigata, ,að það kunnj að espa marga menn til mótspyrnu, koma þeim til að telja það fræknleik að fá sér í staupinu. Þeir hafa ;sömu trú og Salomon, að „mennimir Jeiti margra króka“. Þeir þykjast sjá ■önnur úrræði og hyggilegri. Hvorir hafa svo rétt fyrir sér? Engin heilabrot, engin trú og engar stælur skera úr þessu, heldur reynslan ein. — Hvað hefir hún svo kennt okkur? Bannið höf um vér reynt í þó nokkur ár. Ef eg lít á þetta með mínum leik- mannsaugum, þá hefir ýmislegt fyrir þau borið í bannlandinu Islandi. Eg hefi komið í samkvæmi, þar sem engar vínveitingar fóru fram. Þar var þó nóg af áfengi. Samkvæmisgestimir ikomu með það sjálfir og drukku það í &kápum, krókum og Kimum — í laumi. Eg hefi komið í samsæti efnamanna. l>ar var nóg af bannvöru á boðstólum. Eg hefi séð menn af öllum stéttum drekka hana með beztu samvizku, að !því séð varð, menn, sem annars voru löghlýðnir og siðavandir menn. Bann- Jögin skoðuðu þeir bersýnilega sem hreina undantekningu frá öðrum lög- cum. — Þá hefi eg séð fátæklinga, sem ekki ihafa efni á því, að kaupa rándýrt á- fengi, drekka suðuspíritus, og hvers- konar óþverra, sem eitthvert áfengi var í. Árin 1930 og 31 hafa 9 menn beðið hér bana af eitruðu áfengi, en slíkt þekktist varla fyrir bannið. Þá er það og á allra vitorði, að víðs- vegar um land er nú áfengi bruggað á heimilum manna, bæði áféngt öl og spíritus. Eg hefi smakkað tvær sortir af íslenzku brennivíni og mátti það heita sæmileg vara, þó ekki væri hún svo góð sem skyldi. Þó ekki sé fleira talið, þá getur eng- um ofstækislausum, heilvita manni blandast hugur um það, að þessi slitur, sem eftir eru af bannlögunum, hafa valdið alvarlegri spillingu og gefizt illa. Efnafólkið hefir að vísu hvers konar áfengi, sem það vill. En því á að neyða það til að drekka smyglaða og ótollaða áfengið? Ekki græðir landið eða ríkis- :sjóður á því. Því á að neyða unga fólkið til þess að drekka í samkvæmum áfengi sitt í sal- ernum og skúmaskotum? Ekki eykur þett? háttprýði þess eða bætir siðina. Því á að neyða fátæklingana til þess að drekka suðuspíritus og aðra ólyf jan, sem hefir jafnvel orðið nokkrum mönn- um að bana, þegar nóg er til af góðri vöru og engu dýrari? Er það yfirleitt verjandi, að demba lögum á þjóðina, sem fjöldi manna skoðar ólög og frels- isrán og svo margir góðir menn brjóta, að þúsundir manna sætu í fangelsi, ef öll brot yrðu uppvís. Ekki einu sinni nýja símastöðin rúmaði allt það fólk, og ekki hefði ríkið efni á því að hýsa það og fæða. — Englendingar telja slík lög, sem almenningur brýtur og virðir ekki, ólög, og afglöp af löggjafarvald- inu að samþykkja þau. Hér er þó ótalið það, sem eg tel mestu máli skipta, að vínnautn hjá konum hefir aukizt mjög á síðustu árum, og sérstaklega að unga kynslóðin, sem al- izt hefir upp undir bannlögunum, er eindregið fráhverf þeim, að svo miklu leyti sem séð verður af skólafólki hér í Reykjavík, sem er þó svo að segja úr öllum landshlutum. Ekkiverður heldur sagt, að þessi kynslóð sé bindindissam- ari en unga fólkið var, áður en bann- öldin hófst. Þetta eitt, út af fyrir sig, er ærin sönnun þess, að bannlögin ná ekki til- gangi sínum og verða numin úr lögum hvað sem hver segir. Spurningin er að- eins um það, hvort heppilegra sé að gera þetta strax eða síðar, þegar heima- bruggun og smygl stendur ennþá fasW ari fótum en nú. Hér í Reykjavík og víðar hefir það álit magnazt mjög á síðustu árum, að áfengislög vor séu hneyksli og þjóðinni til skammar, að bezt væri, að losna við þau sem fyrst. Jafnvel templarar hafa lýst því yfir, að þeir muni láta það af- skiptalaust, þó lög þessi verði numin úr gildi. Aftur er nokkur meiningamunur um það, hvað heppilegast væri að setja í þeirra stað. — Þessi andúð gegn bann- inu hefir orðið til þess, að hér hefir ver- ið stofnað f jölmennt félag til þess, með- al annars, að vinna að því að fá heil- brigðari áfengislöggjöf,— Þá hefir og verið flutt frumvarp til nýrra áfengis- laga af þingmönnum úr framsóknar- og sjálfstæðisflokknum. Þó ekki væri það samþykkt, bendir það til þess, að nú er þess skammt að bíða að bannlögin hverfi úr sögunni, því Alþingi sam- þykkti þó að láta almenna atkvæða- greiðslu um afnám bannsins fara fram í haust. Eg hefi litið lauslega á þetta mál, eft- ir því, sem það kemur mér og mörgum öðrum fyrir sjónir. Eg gæti fært mörg rök fyrir því, að það er ekki að ástæðu- lausu, að márgir vilja losna við það hneykslisástand, sem við nú búum við, en verð að láta mér nægja, að telja fáein. 1) Sú var tilætlunin með bánnlög- unum, að losa þjóðina við allt áfengi, Og ala upp kynslóð, sem ekkert hefði af því að segja og slyppi við allar freist- ingar vínsins. Hefir þetta tekizt? Allir, sem satt vilja segja, verða að svara þessari spurningu með bláberu nei. 1 flestum kaupstöðum flóir allt í smygluðu áfengi, og drukkna menn sér maður hér daglega á götunni, þó flest- ir forðist að vera ölvaðir á almannafæri. f flestum sveitum er lítið um drykkju- skap, og svo var það og fyrir bannið, en víða er nú þetta gerbreytt. Nú hafa menn lært þá list, að brugga áfengt öl og brennivín. Er svo sagt, að í sumum sveitum sé bruggað svo heita megi á öðrum hverjum bæ, en víst er um það, að „landi“ er nú seldur hér í Reykja- vík eins og hver önnur verzlunarvara, — þeim, sem kaupmaðurinn trúir. — Með þessu áframhaldi kann að f ara eins fyi'ir oss og Finnum: Þar var orðinn mestur drykkjuskapur í sveitum. Þó hagskýrslur vorar nái ekki til smyglaðs og heimabruggaðs áfengis má nokkuð af þeim læra. Eg ber hér saman meðaltal innflutts áfengis fyrir bann- ið (1906— 10) og árið 1929 (talið í lítrum). Ö1 Vínandi Vín 1906—10 352.000 108.000 48.000 1929 576.000 30.000 188.000 Öl- og vínnautn hafa þá vaxið stórr um, en vínandi minnkað mikið — á pappírnum. — Væri smyglað og heima- bruggað áfengi talið með, myndi sú talan hafa vaxið engu minna en hinar. Ekki er það heldur líklegt, að al- menningur hafi auðgazt á þessari á- fengislöggjöf. Árið 1929 voru Spánar- vín keypt fyrir 2.362.000 kr., en cog- nac og vínandi 118.000 kr. Þetta ár eyddum vér þá í löglegt áfengi 2.480.- 000 kr., en enginn veit, hve miklu var eytt af smygluðu og heimabrugguðu á- fengi. Væri það talið með, má óhætt gera ráð fyrir, að við höfum eytt um 3 milljónum króna í áfengi. Þetta er um tífalt meira en keypt var árið 1910. — Skárri er það framförin! Brot gegn áfengislögunum gefa nokkra bendingu um áfengisnautnina. Eg hefi fyrir mér skýrslu um slík brot í Reykjavík frá 1921—1931. — Brotin hafa ágerzt stórum síðustu árin, en fæst voru þau 1927. 1927 204 1930 937 1928 336 1931 729 1929 551 Af þessum tölum verður naumast annað ráðið, en að vínnautn fari hrað- fara vaxandi, þó tekið væri tillit til allra ástæðna (fólksfjölgunar o. fl.). Bannið hefir þá ekki losað oss við áfengið. — Það hefir ekki einu sinni minnkað áfengisnotkun. Hún fer þvert á móti óðum vaxandi. Og ekki hefir það bætt efnahag landsmanna, því aldrei hefir meiru verið eytt í vín en nú. Nú kynni einhver að hugsa, að aldar- andanum sé um þetta að kenna, en ekki löggjöfinni. Þá er að líta til bann- lausu landanna og hyggja að hversu þeim hefir farnast. Eftir nýprentaðri skýrslu konung- legrar nefndarnam áfengisnautn í Eng- landi á mann (í gallonum) : Árið Bjór. Sterkt áfengi. Vín, 1900 32 1.2 0.4 1930 16 0.3 0.3 Ef allt áfengi er talið sem hreinn vínandi, hafði áfengisneyzla minnkað um meira en helming á þessu tímabili. Þá hafa ölæðisafbrot minnkað stór- kostlega: Árið Tala afbrota. Tala dæmdra. 1904 227.000 208.000 1930 61.000 53.000 Tala dauðsfalla út af ölæði var 1904: 113, 1930: 16. Englendingar þykjast nú sloppnir út úr öllum áhyggjum af áfengismálinu. — „Framförin er stórfengleg“, segir nefndin. „Vér vorum drykkfelld þjóð, en höfum á stuttum tíma orðið tiltölu- lega reglusamir“. Um Norðurlönd 1930 er það að segja, að langminnst kveður að ölæðisafbrot- um í Danmörku, því landinu, sem hef- ir frjálslegasta löggjöf. Um helnúngi hærri eru þ u í Svíþjóð (Stokkh.), þrátt fyrir allmikil höft. I Noregi, þar sem löggjöfin er mjög ófrjálsleg, þó bann- ið sé afnumið, eru þau ferfalt meiri en í Svíþjóð. Bannlandið Finnland rak lestina. Þar voru ölæðisafbrotin helm- ingi fleiri en í Noregi, áður bannið var afnumið. Með ýmsum ráðum hefir bannlausu löndunum tekizt að minnka stórum drykkjuskap og ölæðisafbrot. — öll bannlöndin hafa þá sömu sögu að segja, að drykkjuskapur og hvers konar glæp- ir hafa fylgt banninu eins og skugginn. — í Bandaríltjunum hefir það leitt þá drykkjuskapar-, lögbrota- og glæpa- mannaöld yfir þjóðina, að engum datt slíkt í hug. Enginn fjáraustur stjórnar- innar hefir getað reist rönd við þessu. Islendingar eyða nú 70—80 þús. kr. á ári í eftirlit með bannlögunum. Finnar eyddu 300 mill. marka — allt árangurs- laust. 2) Bannlögin áttu að bæta siðferð- ið, en uppskeran hefir ekki orðið annað en lögbrot og spilling. Lögregluafbrc hafa vaxið um allan helming, en fulh: helmingur þeirra er brot gegn áfengis- lögunum. Þau hafa skapað lögbrot og glæpi. Þeim er beinlínis að kenna um heimabruggunina og leyniverzlunina. Þau espa unga menn upp til þess að ná í ólöglegt áfengi, og út úr því kunna aðrar yfirsjónir að spinnast. Þeir eru nú orðnir ekki fáir, sem bannlögin hafa steypt í ógæfu. Þannig var fyrir nokkru ungur maður dæmdur í 24.000 kr. sekt og 2 mánaða fangelsi, fyrir að hafa flutt inn nokkra kassa af Whisky. Fyrir ekki all-löngu datt engum í hug að slíkt væri nein yfirsjón, og sama verknað fremur nú íslenzka ríkið í stór- um stíl, án þess að það hneyksli nokk- urn. Það er ekki að undra, þó mönnum gangi illa að átta sig á öllu þessu, því það er eins og spádómurinn sé að ræt- ast: — „Eg veit að landið verður allt að vitfirringabæli“. Templurum verður tíðrætt um eyði- lögð heimili og grátandi mæður. Skyldu ekki slíkar og þvílíkar refsingar manna, sem ekkert eiga skylt við glæpamenn, hafa valdið sorg á heimilum þeirra? Skyldi ekki hafa verið grátið á heimil- um mannanna, sem dáið hafa af eitr- uðu áfengi? Hve lengi eigum vér að búa við slíka siðspillandi og mannskæða löggjöf, sem átti að verða þjóðinni til gagns og sóma, en hefir orðið henni til skaða og skammar? Eigum vér að bíða þangað til siðspill- ing og manndráp eru orðin svo tíð, að konurnar rísi upp, eins og á Finnlandi og í Bandaríkjunum, og höggvi sund- ur þann f jötur, sem karlmennirnir höfðu hvorki dug né drengskap til að leýsa? Þessu svai’ar atkvæðagreiðslan um afnám bannsins, en feigt er það, hversu sem hún ræðst! Bannið vestan hafs. 29 ríki í Banda- ríkjunum hafa nú samþykkt afnám bannsins að viðhöfðu þjóðaratkvæði, en 36 af 48 ríkjum þurfa að samþykkja það ef lögin eiga að falla úr gildi. Eng- inn efast lengur um, að bannið þar verði afnumið nú á þessu ári. Á

x

Andbanningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andbanningur
https://timarit.is/publication/632

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.