Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.07.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.07.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. 2 » 11.1» O ' Það tilkynnist hérincð vinum og vandainönnum, að jarð- arför sonar míns og bróður okkar, Arnórs Valdimarssonar, sem iést á sjúkrahúsinu hér þann 17. þ. m., fer frain að öllu forfallalausu miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 1 e. h. Elín Hannibalsdóttir og börn. Jarðarför Guðrúnar Guðmundsdóttur húskonu Fjarðar- stræti 39, sem andaðist 18. þ. m. fer fram frá sjúkrahúsinu, mánudaginn 25. þ. m. kl. 1 e. hád. Nýr passi. Rétt fyrir kosningarnar sendi Finnur Jónss. póstmeistari „passa" eða meðmælabréf með sjálfum sér til fjölmargra kjósenda í N.- Isafjarðarsýslu. Var passi þessi aðallega sendur kvenfólki, og mun hafa verið fyrirhuguð leið til hjartnanna frekar en heilans. Bróðir Finns hefir ritað undir plaggið. Var það og varla ætlandi vandalausum. Vesturland vill ekki liafa þá skemtun af lesendum sínum að sjá passann, og birtir hann þvi hér, en biðja verður það afsökunar á því, að myndin er ekki sú sama sem var í frumpassanum. Er þessi síð- ar tekin og minna „flatteruð". ísafirði í júní 1927. Háttvirti kjósandi! Alþýðuílokkurinn er flokkur hinna starfandi handa í iandinu.1) Hann vill heill og velferð hinnar íslenzku þjóðarheildar um fram alt.'2) Hann er i eðli sínu þjóðlegastur allra núverandi stjórnmálaflokka í landinu3) því að hann vill gera þjóðina í heild fjárhagslega sterka. En því að eins fáum vér haldið þjóðerni voru, að vei sé íarið með efni þjóðarinnar, að frainleiðsla hennar verði j sem notatírýgst. Undanfarið hefir íhaldsflokkurinn farið með stjórn i landinu. Dómur skal hér enginn lagður á hvernig tekist hefir stjórnin. En hitt sér hver maður, sem kominn er til vits og ára, að hagur landsmanna fer síversn- andi. Verkamaðurinn er þrælbundinn áskulda- klafa kaupmannsins,' vegna þess, að kaup hans er of iágt, samanborið við atvinnuna og alment vöruverð, sem í sumum kauptún- um Norðiír-Ísafjarðarsýslu er 30% hærra en á ísafirði.1) 0 Selst sem gull. Og hvernig er afstaða sjáltseignarbóndans, sem fest hefir kaup á jörð? Ar eftir ár vinnur hann baki brotnu til þess að halda liftór- unni í sér og fjölskyldunni og borga afborganir af jarðarskuldinni. A elliárum hefir hann kannske greilt upp skuldina, kannske ekki, en svo deyr hann. Börnin erfa jörðina, þau eru sjaidnast fá. l>á byrjar aftur sama sagan. Eitthvert barnanna festir kaup á hlutum hinna, og sá verður alla æfi sína að vimu skuldina af sér. Og svo koll af kolli. íslenzkir bændur eru öld frain aí öid að borga sömu jörðina, og i stað þess, að geta endurbætt hana verulega, verða þeir að leggja aðaláhersluna á að halda henni við. Alþýðuflokkurinn vill kippa þessu i lag. Hann vill koma jarðnæðismálinu svo fyrir, að bændur geti með endurbótum á jörðinni greitt afgjaldið, að ríkið sé eigandi jarðanna5) en jarðirnar láti.ar á erfðafestu. Leiguliðarnir eiga ekki við betri kjör að búa, fyrir svo að segja hve lítið sem er má byggja þeitn út, og geri þeir húsabætur á jörð eða aðrar endurbætur, geta þeir átt von á aö fá lítið sem ekkert fyrir þær, eða jafnvel ekkert, þegar þeim er vísað af jörðinni. Lánskjör til búskapar eru líka liörmuleg. Efnalítill maður, sem helst þarf á slikri hjálp að halda, getur á engan liátt aflaó sér láns- fjár. Það geta efnamenn einir og stóreignamenn, en þó af skornum skamtf, því að peningavíýdið í R. ykjavík hefir sölsað undir sig alt fjármagn í landinu og hefir ötula útsendara um land alt til þess að. glepja þjóðínni sýn, svo hún sjái cigi hið sanna ástand. Síðasta þing breytti svo berklavarnalögunum, að vel getur svo faríð, að viöleitni sú, sem hafin var til þess að útrýma tæringunni — þessu versta þjóðarböli — veröi alveg stöðvuð, eða kostnaðinum dembt á hreppana, sem þegar hafa nóg á sinni könnu.'5) Atvinnuvegir landsmanna eru í kaldakoii. Síðasta alþingi mint- ist ekki á ráð til bjargar þeim, þegar frá eru teknar tillögur Alþýðu- flokksins til viðreisnar. Norður-ísafjarðarsýsla hefir orðið sérstaklega afskift i viðskift- unum á þingi, ekki einn einasti vegarspotti er þjóðvegur, engar nýjar simalínur eru lagðar, lítill styrkur til hafnarbóta o. s. frv. Alþýðuflokkurinn býður fram til þings í sýslunni nú við kosn- ingarnar Finn Jónsson póstmeistara á ísafirði, ötulan mann og óséH hlífinn, sem þektur er að dugnaði og drenglund í starfinu fyrir fá* tækustu stétt þjóðarinnar. Hann hefir staðið fremstur í baráttu verka- lýðsins á ísafirði og. hlotið fyrir það harðar árásir andstæðinganna. Nú síðast vegna Neðstakaupstaðarkaupanna. Má af ummælum blaðs ihaldsins á ísafirði nokkuð ráða um dugnað Finns og harðfylgi, í þeim málum, sem hann tekur að sér. Andstæðingar vorir bregða oss um æsingar og byltingarsinni. Allar breytingar eru bylting, jafnvel þótt hægt fari. Sá sem berstfyrir göfugri hugsjón og háleitri fyllist oft heilögutn eldmóði og hrifningu, og hlýtur að launum æsingarorðið, sá, sem enga hugsjón á, getur aldrei fylst neinum eldmóði, en hann getur tryltst af bræði yfir óför- um sínum, það er æsing. Stefnuskrá vor er löngu kunn. Hún er i stuttu máli sú, að gera landið sem byggilegast þjóðinni og láta aírakstur erfiðis hvers ein- staklings koma honum að gagni, en eigi einstökum efnamönnum, eða einstakri stétt manna. Vér viljum algerða útrýming áfengis úr landinu, vér viljum efla menning þjóðarinnar, verklega og andlega, vér viljum styðja hag litilmagnans, vér viljum lækka þá gifurlegu tolla, sem nú hvila á hverjum einstakling þjóðarinnar, en þeir eru um 70 kr. á livert mannsbarn sem andann dregur meðal þjóðarinnar, og koma þyngst niður á fátækurn fjölskyldumönnum. Vér skorum á yður persónulega, að íhuga vel mál vort og kjósa og fá aðra til að kjósa Finn Jónsson póstmeistara, frambjóðanda Alþýðuflokksins. Með mikfllí virðingu og kærri kveðju. í stjórn Verkalýðssambands Vestfjarða. Ingólfur Jónsson forseti. ') H6r imm irambjóðandi ilokksins á ísafirdi einkum fyrir augutn hafður. -) Þess vegna viil frambjóðandinn að rétli og hagsmunum allra stétta þjóðfé- iagsins sé traðkað, nema einnar, og þá helst foringia liennar. a) Þeir, sein svikja vilja þjóð sina undir yfirráð og áþján framandi þjóða, liafa til skamms tfma ekki verið kallaðir þjóð- 1 e g i r. Sumir hafa verið svo berorðir að kalla þá landráðamenn. Foringjar svo kallaðs Alþýðuflokks hafa barist fyrir því með oddi og eggju að opna landhelgi Íslands fyrir nágranna- þjóðuin vorum og landið sjálft fyrir al- vinnurekstri þeirra í því sambandi, vilandi það, að með þvi er þjóðerni voru stefnt í fullkominn voða. Þeir hafa og reynt að gera landhelgisvarnir vorar tortryggilegar og óvinsælar í augum þeirra þjóða, er lfta fiskimið landsins ágirndarauga. Allir vita að þetla íólskuverk var unnið af heiflúð til skipherrans á Óðni, er sam- kværnl fyrirskipun stjórnarvaldanna fram- kvæmdi handlöku eins fslensks komin- unista, sem gerði uppreins gegn rikis- valdinu. Já, þeir eru þjóðlegir kommunistarnir!' 4) Þetta hefir nýlega verið skjallega afsannað, bæði í Vesturlandi og Skútli. “) Það verður þó að teljast lofsverður Halldór Ólafisson ritari. kjarkur, ef ekki er heimska, að koma sem frambjóðandi i bændakjördæmi með þann fagnaðarboðskap, að taka eigi jarðimar aí bænduin og gera að rfkiseign. Hér til hafa íslensku kommunistarnir ekki þorað annað en að neita þvi þverlega, að þeir vilji láta rfkið taka jarðirnar af bændum, en nú kemur einn og skrækir það beint í hlustir þeirra. Og svo bætir hann þeirrí speki við, að jarðirnar séu einkum nídd- ar f sjálísábúð. En allir islenskir bændur vita það vel, að þó farið sé um landið þvert og eudilangt, þekkjast flest allar sjálfsábúðarjarðir úr á þvf, hve vel þær eru setnar og á þeim gerðar miklu veru- legri umbætur yfirleilt en hinum, sem eru i leiguliðaábúð. G) Breytingar þær, sem síðasta þing gerði á berklavamarlögunum, eru gerðar samkvæmt áskorun frá þingmálafundi hér á Ísafírði. Var sá sem skrifar undir pass- ann samþykkur þeirri áskorun; eru líka írek ósannindi að breytingarnar miði til þess að kostnaðinuni verði „deinbt á hreppana" eða til þess að viðleitnin til að útrýnia berklunum „verði alveg stöðv- uð“ eins og i passanum segir. Aðalbreyt- ingin er sú, að. ríkissjóður leggi fram allan kostnað við legu og læknishjálp berklasjúklinga, en innheimtir eftir á frain- lag sveitanna, og þá engu hærra en áður var. En áður lögðu sveitafélögin fram allan kostnaðinn og innheimtu frainlag ríkissjóðs síðar. Breyting þessi íþyngir því rlkissjóði, en léttir á sveitafélögunum. Molar frá kosningahríðinni á ísafirði. „Eggjaði hver ann- an og styrkti sig sjálf- an méð bænum, á- h e i t u m*) og á aðra vegu, alt eftir skiln- ingi og skaplyndi manna“. Skutull JS/r 1927. Úrslit kosninganna liér uröu sem kunnugt er þau, að Harald- ur Guömundsson taldist kosinn með 150 atkvæða meirinluta. *) Leturbr. hér. Ókunnugir munu líta svo á, að þessar tölur sýni hlutföll flokkanna hér, en langt er frá að svo sé. Atkvæðamunur þessi er að miklu eða öllu leyti illa fram kominn og með rangindum. Er til lítils að hafa kosningalög' í lafidi, ef þau skulu svo þverbrot- in á alla vegu, sem hér hefir ver- ið gert; en sem betur fer mun langt til sliks annarsstaðar. Allir vita það, að kommunistar eru hvarvetna fúsir tii hermdar- verka. Þar sem þeir hafa náð undir sig stjórn landa eða lýða er braut þeirra gerð tneð ófbeidi

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.