Vesturland

Årgang

Vesturland - 19.03.1932, Side 1

Vesturland - 19.03.1932, Side 1
v' ./ IX. árgangur. Isaflörður, 19. marz 1932. 7. tölublað. ■ fll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|l|||||||||||||||||||||||||||||||lllll|llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||lll!llllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllt| ■ Ulllíf ^ÍIIIÉ Innilegt þakklaeti votta eg öllum vinum og vanda- | | mönnum fyrir auösýnda vinsemd á 60 ára afmælisdegi | | mínum 4. þ. m. z Kirkjubóli 8. marz 1932. = | Kristjana Sigurðardóttir. ■ llllllllllllll!ll;lllll|i|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ■ Alþingi. Ríkisstjórn 1932. Á þingmálafundum s. 1. ár, hafa komið fram mjög ákveðnar tillög- ur um, að dregið verði þegar á þessu ári allverulega úr útgjöldum rikissjóðs. Tillögurnar hafa allar verið samþykktar án mótatkvæða. Kjósendur úr öllum stjórnmála- flokkum hafa greitt tillögunum atkvæði. Eru þær nú fram komnar í sameinuðu þingi i tillögu til þings- ályktunar, — og eins og vænta mátti, er það Sjálfstæðisflokkurinn er beitir sér fyrir þvl, að vilji þjóðarinnar verði ekki likilsvirtur. Flutningsmenn till. eru þeir Jóh. Jósefsson og Jón Þorláksson, og er hún á þessa leið: „Alþingí ályktar að skipa firnm manna nefnd til þess: 1. Að rannsaka möguleika á og gera till. um lækkun á útgjöldum rlkissjóðs, t. d. með fækkun opin- berra starfsmanna, afnámi ónauð- synlegra styrkveitinga og sparnaði í þjóðarbúskapnum yfirleitt. 2. Að rannsaka rekstur hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja rlk- isins og gera till. um niðurfærslu tilkostnaðar við þær. Embættismönnum og starfs- mönnum rikisins eða rikisstofnana skal skylt að láta nefndinni 1 heild eða hverjum einstökum nefndar- manni i té sérhverjar uppllýsing- ar, er varða embætti beirra eða stofnun þá, er þeir vinna við.“ Á bak við þessa tillögu standa allir íslendingar nema rikisstjórn- in og fáliðuð sveit manna — fremur dáðlítil til drengskapar. — Vænta fáir þess að Tímamenn á þingi bregðist drengilega við til- lögunni, — en hitt kæmi engum á óvart, þó rfkisstjórnin gerði til- raun til að senda þingmenn heim, og fresta úrlausn bæði þessa máls og annara.------- — Vantraustið á ríkisstjórninni fer dagvaxandi. Hún er af því umsetin. Hún getur enga bót ráð- ið á þeim vandræðum er hún hefir stofnað til, — vill það ekki. Allt starf rikisstjórnarinnar lýtur að því einu, að stritast við að sitja. — En einnig það verður erfiðara með degi hverjum, því fjölda margir gætnir Framsóknarmenn styðja stjórnina ekki lengur, en bíða með óþreyju eftir því að Framsóknarflokkurinn klofni, — þeir vita að hann er að liðast í sundur. Flestir íslendingar vita nú, að rikisstjórnin hefir stefnt, og stefn- ir þjóðarbúskap öllum til eyði- leggingar. — En þeir una þvi ekki lengur. Þjóðin er að rísa á fætur, og hún mun krefjast þess áður en langt um líður, að ríkis- stjórnin fari frá völdum. Atkvæði. Oft hefir Tímastjórnin á undan- förnum árum unnið til óhelgi sér, en með vafasömum veiðibrellum hefir henni tekist að lafa við völd allt fram á þennan dag. — En nú virðist frumvarp það um breyt- ingu á stjórnarskránni er þeir Jón Þorláksson, Jón Baldvinsson og Pétur Magnússon flytja, ætla að verða banabiti þessarar vand- ræðastjórnar. Frumvarpið felur í sér þá kröfu, að frelsisréttur þjóðarinnar fái not- ið sln, að öllum borgurum þjóð- félagsins sé tryggð almenn og jöfn mannréttindi: atkvæðisréttur allra íslendinga verður jafn verð- mætur. Allir stjórnmálaflokkar fá þingsæti I hlutfalli og samræmi við atkvæðamagn það er þeir ráða yfir. — Áuk þess fer frv. fram á, að atkvæðisréttur til alþingiskosn- inga sé bundinn við 21 árs aldur. Það er ekki undarlegt, þó þess- ar sjálfsögðu réttlætiskröfur mæti mótspyrnu hjá Tímamönnum. Þeir stjórna landinu einmitt i skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar, og eftir fyrri ára framkomu þeirra er engra réttarbóta frá þeim að vænta. Öllum íslendingum eru augljós örlög stjórnarinnar, ef hún þver- skallast við að taka til greina frv. það er hér um tæðir. Dagar henn- ar eru þá fljótlaldir. Tuttugu og fjögur þúsund og fiimm hundruð kjósendur kveða hana niður. Rikisábyrgð. 24. febr. voru samþykkt lög um að rikissjóður ábyrgðist inn- stæðufé Útvegsbankans. Nær rlk- isábyrgðin þvl nú til allra bank- anna. Verður ekki um það fjölyrt hér, hversu hættuleg slík fjár- málastefna gæti orðið sjálfstæði landsins á alvarlegum krepputtm- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tek- ið þá afstöðu tii þessa máls er hér segir: „Sjálfstæðisflokkurinn fellst á tillögu stjórnarinnar um að ríkis- sjóður taki ábyrgð á innstæðufé í Útvegsbankanum, þó aðeins meðan sams konar ábyrgð er á innstæðufé i öðrum bönkum í landinu, en telur hinsvegar að allar slíkar ábyrgðir ættu að falla niður svo fljótt sem auðið er og samtímis.“ Ef ríkissjóðsábyrgð sem þessi á að vera nokkuð annað en nafn- ið eitt, verður rfkisstjórnin af fremsta megni að vernda og styjða atvinnuvegi landsmanna. — — Hver hefir ofsótt sjávarút- gerðina árum saman? Þingrof ? Ef frumvarp til stjórnskipunar- laga um breytingu á stjórnarskrá íslands verður satnþykkt á þessu þingi og öðlast gildi, fellur um- boð þingmanna niður, og fara þá fram almennar kosningar til Al- þingis, samkvæmt konungsúr- skurði, áður en 2 mánuðir eru liðnir frá því er þingið var rofið. — Það er engin furða þó mönn- um verði tíðrætt um þingrof þessa dagana. Allir vita að flestutn mál- um okkar er nú komið I ónýtt efni, og að þörf er skjótra ráða. Núveiandi rikisstjórn er ekki treyst lengur. Menn vilja að hún fari. Menn vilja að stjórnarskrár- breytingin verði samþykkt, svo ranglát kosningalög geti ekki hreykt bráðónýtum og skamm- sýnum stjórnmálamönnum til valda. — — Ef þingið verður rofið, munu hinir slægustu Timamenn gera tilraun til að leggja til þau ráð er duga, til að Sjálfstæðisflokkur- inn tapi þingsætum við kosningar. Menn spyrja: — Hvaða ráð geta það verið? — Ekki geta þeir stráð um sig með bitlingum eða fagurgala um góða fjármála- stjórn á umliðnum árum. Allir kjósendur landsins vita nú, að sigurkufl stjórnarinnar er sundur tættur, og að blekkingar streyma allsnaktar út um götin og út um allar byggðir landsins án þess að stjórnin fái við gert. — — Sumir geta þess að stjórnin hafi fundið einhvern tapaðan sjóð, svo mikinn að vöxtum, að hún geti borgað skuldir bænda og unnið þá þannig til kosningafylgis. — Nei — nú er gagnslaust að hvlsla I eyru manna. Hvíslingar- leiknum er lokið. Hinir fáliðuðu Timamenn munu reka upp stór augu, þegar þeir íara að smala landið. Mun þeim vefjast tunga um höfuð, þegar þjóðin ris gegn þeim sem einti maður og segir: Eigi þurfið þið að að hyggja,- jafnt er sem ykkur sýnist, menn eru hér. — Það einkennir þessa stjórn, að þegar henni er bent á eitthvað er betur mætti fara, þá sprettur hún upp með illyrðum. En öll slík orð eru hulduvopn, er snúast munu gegn stjórninni sjálfri og leggja hana að velli mjög bráð- lega. Það munu málalyktir á þessu þingi. Það er vert að veita alveg sér- staka athygli þingsályktunartillögu er þingmaður ísafjarðarbæjar, landlæknirinn, flytur. Tillagan er á þessa leið: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fyrir næsta þing frv. til laga um nýja skipun prestakaila, þannig, að prestsembættum verði fækkað til mikilla muna frá því, sem nú er, enda leggi stjórnin fyrir þing- ið frv. til laga um aimennar verz- legar nafngiftir barna, hjóna- vígslur og útfarir*. Samkvæmt greinargerð tiH. er ætlast til, að hreppstjórar og bæj- arfógetar framkvæmi að miklu leyti þau störf, er prestum er nú falið að inna af hendi. Tillaga landlæknis er, í fullu samræði við blað hans Skutul, — árás á kirkju landsins. Mun sann- ast, að slíkar árásirsem þessi eru lítt sigurvænlegar, — enda hefir landlæknir með tillögunni und- irskrifað sinn pólitíska dauða- dóm. Alveg sérstakar ástæður liggja til þess, að nauðsynlegt er að ryfja enn einu sinni upp fyrir sér j heildartölur landsreikningsins fyrir i 1930, er rikisstjórnin mun ekki fá samþykktan tregðulaust. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 1930 voru 11,9 milj. kr. en urðu 25,7 inilj. Útgjöld voru áætluð 11,9 milj. kr., en urðu 25,7 milj. Menn trúa almennt ekki, að stjórnin fái landsreikninginn sam- þykktan. Svo mikið traust bera kjósendur enn til Alþingis. Verð- ur einkar fróðlegt að frétta hvern- ig atkvæðagreiðslan fer að við- höfðu nafnakalli. Verður dómur sögunnar um þá atkvæðagreiðslu nokkuð annars eðlis en „dómur þjóðarinnar“ um manninn forðum. Þó svo færi, að Landsreikn- ingurinn fengist ekki samþykktur, mun rlkisstjórninni ekki koma til hugar að segja af sér. — Hún situr þar til íslendingum er nóg boðið. Hvenær verður það ?

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.