Vesturland - 19.03.1932, Blaðsíða 3
VESTURLAND
3
við andlát og jarðarför frú Hildar Sigurðardóttur. Aðstandendur.
Fpéttir.
t
Hildur Sigurðardóttir.
28. f. m. andaðist frú Hildur
Sigurðardóttir, til heimilis hér í
bæ. Var hún fædd 20. júlí 1866
að Ytrafelli á Fellströnd í Dala-
sýslu. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Magnússon bóndi þar og
Sæunn Þorleifsdóttir prófasts í
Hvammi i Dölum, systir Jóhönnu
móður Próf. Ágústs H. Bjarna-
sonar og þeirra systkina. —
Frú Hildur var á öðru ári er
föður hennar missti við og brá
ekkjan þá búi og fór heim til
föður sins, en Hildur fór að Knar-
arhöfn til Bjarna bónda.
Tiu ára gömul kom frú Hildur
að Hóli til Jens hreppstjóra Jóns-
sonar og var þar til tvítugsaldurs,
en fluttist svo til fsafjarðar og
giftist þar eftirlifandi manni sínum,
Jónasi Sigurðssyni, og hafa þau
verið búsett hér síðan. Eignuðust
þau 7 börn, dóu 3 þeirra í æsku
en fjögur komust til fuliorðins ára.
Fyrir 8 árum misstu þau uppkom-
inn efnilegan son, Sigurð að
nafni. —
Frú Hildur var mesta myndar-
kona.
X.
t
Magnús Th. S. Blöndahl
Þann 3. þ. m. andaðist Magnús
Th. S. Blöndahl útgerðarmaður I
Reykjavík, sjötugur að aldri.
Starfsemi Magnúsar var marg-
þætt, enda var hann maður vfð-
sýnn og atorkumikill. — Átti eg
nokkrum sinnum tal við hann fyr-
ir allmörgum árum um nothæf
innlend steinefni, og kom þá fljótt
f ljós áhugi hans á því sviði.
Var hann mér sammála um, að
þeir dagar mundu bráðlega koma,
að leitað yrði til Islenzkra fjalla,
þau opnuð og þangað sótt verð-
mæti.
Þau kynni er eg hafði af
Magnúsi sannfærðu mig um það
að hann væri óvenjulega bjart-
sýnn maður og góður íslend-
ingur.
St. E.
IVESTURLAND.
Árgangurinn kostar 5 kr.
Gjalddagi er 15. júlí.
Kirkjan.
Guðsþjónusta I ísafjarðarkirkju
kl. 5 e. h. á morgnn.
Hjúskapur.
12. þ. m. voru gefin saman af
sóknarprestinum ungfrú Soffla
Löve og Þorsteinn Einarsson bak-
ari.
Skíðaferðir.
Þó jörð sé marauð í byggðum,
hagnýtir æskulýðurinn sér af kappi
kennslu skíðakennarans. — Fara
þátttakendur — um 120 að tölu
— fram á Seljalandsdal og hátt í
hlíðar upp. Er gott til þess að
vita, og hugbætir hverjum góðum
dreng. —
Glimusýning.
Ungmennafél. Bolungavlkur hef-
ir gengist fyrir þvi, að nokkrir
hraustir og áhugasamir piltar
sýna glfmu hér á ísafirði kl. 8Va
annað kvöld. — íslenzk glfma er
brot úr eldfornu leikfimiskerfi.
Hefir gllma verið iðkuð hér á
landi frá þvl að landið byggðist,
og vekur nú á sér athygli er-
lendra fimleikakennara. — Feg-
urðarglfmu ætti að kenna i öllum
skólum landsins jafnhliða almennri
leikfimi.
„Dettifoss*
fór héðan 15. þ. m. til Reykja-
vikur. Með honum fór Finnur
Jónsson framkvæmdastjóri.
i
Verkbann.
í dag stanza menn fyrir framan
auglýsingu, er fest hefir verið upp
hér I bænum. Er hún á þessa leið:
„Samkvæmt tilkynningu frá Al-
þýðusambandinu er Brúarfoss í
banni vegna vinnudeilu á Blöndu-
ósi. — Komi hann hér, athugi
verkafólk þetta. Baldur.“
Hér á ísafirði hefir verkbannið
þær afleiðingar, að „Drottningin",
hið danska skip, fær flutnings-
gjöld er Eimskipafélag íslands
annars hefði fengið.
— Nú mega þessar óþjóðhollu
lásálir fara að gæta að sér. —
engið í dag:
Sterlingspund kr. 22,15
Dollar — 613,50
Reichsmark — 146,30
Franki frakkn. — 24,33
— svissn. — 119,04
Belga — 85,67
Lira — 31,90
Peseti — 46,35
Gyllini — 247,67
Tékkósl. kr. — 18,36
Svensk — — 122,15
Norsk — — 119,96
Dönsk — — 121,97
Tilkynning.
Allir þeir, sem eiga hjá mér
skótau, viðgert eða óviðgert, eru
vinsamlega beðnir að vitja þess
fyrir 25. april n. k., sökum burt-
farar miunar. — Þakka eg svo
öUum fyrir viðskiftin.
ísaf. 18. marz 1931.
Sig. Halldórsson, skósm.
Víðsjá.
Þýzkaland.
Rikisforsetakosningin I Þýzka-
landi 13. þ. m. fór sem hér segir:
Hindenburg hlaut 18 661 736 atkv.
Hitler — 11 338 571 —
Thálmann — 4 982 079 —
Diisterberg — 2 557 876 —
Hindenburg fékk ekki nægileg-
an atkvæðafjölda, og verður því
að fara fram úrslitakosning milli
hans og Hitlers. Er kosningadag-
urinn ákveðinn 12. april.
Það er talið víst af ölium, sem
kunnugir ern málavöxtum í Þýzka-
landi, að brotist hefði út blóðug
styrjöld þar, ef Hitler hefði náð
kosningu. — Sllkar innanlands-
óeirðir mundu sennilega hafa leitt
til friðslita í Evrópu og nýrrar
heimsstyrjaldar.
Flokkum er nú þannig skipað í
Þýzkalandi, að Hindenburg mun
verða endurkosinnn 12. aprfl. —
Annars gerast nú daglega hin
furðulegustu tiðindi.
írland.
Kosningarnar í írlandi, er staðið
hafa yfir undanfarið fóru þannig,
að írski sjálfstæðisflokkurinn sigr-
aði. De Valera, hinn alkunni
andstæðingur Englendinga í ír-
landsmálum, var kosinn forseti
fririkisins. — Búast menn við að
stjórn hans og stefnuskrá veki
alvarlegar óeirðir.
Svíþjóð.
Eldspýtnakongurinn frægi, Svi-
inn Kreiiger, framdi sjálfsmorð í
París 13. þ. m. Er með honum
fallinn í valinn einn hinn slyng-
asti fjármálamaðurheimsins. Munu
flestar ríkisstjórnir í Evrópu hafa
haft talsverð kynni af honum.
Forvextir.
Heimskreppan hefir neytt hina
bestu fjármálamenn til að beita
allra bragða til að bæta hið sár-
þjakaða viðskiftalif þjóðanna. 1
Englandi var horfið frá gullinn-
lausn, en það gátu Þjóðverjar
ekki, því skuldagreiðslur þeirra
voru miðaðar við gullmark. Þeir
tóku því það ráð, að draga úr
seðlaumferð, — en það hafði f
för méð sér kauplækkun, verð-
lækkun, takmarkaða gjaldeyris-
verzlun og loks lækkun forvaxta.
Er lítt fyrirsjáanlegt hvort þessar
ráðstafanir auka kreppuna í Þýxka-
landi eða draga úr henni. Þó er
vert að veita þvi athygli, að for-
vextir hafa yfirleitt lækkað nú fyr-
ir skömmu, svo sem skýrt verður
frá í næsta blaði.
Dagskrá útvarpsins
20. inarz til 26. marz.
Fastir liðir:
Veðurfregnir: Alla daga kl. 19,30.
Fréttir: Alía daga kl. 20,30.
Tungumálakensla: AUa virka daga
nema laugard. Þýska kl. 19,05,
Enska kl. 19,35.
Þingfréttir: Virka daga kl. 12,35.
Sunnud. 20. marz:
11,00 Messa I dómk. (Sr. F. H.)
18.35 Barnatími.
19.15 Cellósóló. Þórh. Árnason.
19.35 Erindi. Árni Sigurðsson.
20,00 Fréttir.
20.15 Opera: Madame Butterfly.
Danslög til kl. 24.
Mánud. 21. marz:
20,00 Erindi. H. K. Laxness.
21,00 Hljómleikar. Alþýðulög.
21,20 Einsöngur.
Lorentz Hop leikur á Harð-
angursfiðlu.
Þriðjud. 22. marz:
19,35 Goethe-hátíð háskólans.
21,00 Fréttir.
21,30 Grammófon.
Miðvikud. 23. marz:
18,10 Háskólafyrirlestur.
20,00 Frá útlöndum. (Sig. Ein.)
21,00 Utvarpskvartettinn.
21,20 Þingfréttir.
21,40 Hljómleikar.
Fimtud. 24. marz:
14,00 Barnaguðsþjónusta.
19.35 Fréttir.
Föstudagur 25. marz:,
11,00 Messa í dómk. (Sr. B. J.)
17,00 Messa í frík. (Sr. Á. Sig.)
Laugard. 26. marz:
18.35 Barnatimi.
19,05 & 19,35 Búnaðarfyrirlestrar.
20,00 Upplestur. Helgi Hjörvar.
21,00 Þríleikur. (Utvarpstríóið).
Orgelhljómleikar.
Kórsöngur.
D. F. D. S.
Næstu ferðir
Sameinaða eru: „Dr. Alexandrine"
frá Kaupmannahöfn 15. apríl, um
Leith, Frá Reykjavík 23. aprll
norður til Akureyrar. Frá Rvik
30. apríl beint til Kaupmanahafn-
af, verður þar 5. maí.
„ísland“ fer frá Kaupmannahöfn
30. apríl beint til Reykjavikur.
Eftir það fara skipin á vixl frá
Kaupm.h. annanhvorn laugardag,
og verða hér anuanhvorn laugar-
dag á norðurleið.
„Botnia“ fer fyrstu ferð frá
Leith 28. maí, og eftir það hálfs-
mánaðarálega.
ísafirði 19. marz 1932.
Jóh. Þorsteinsson.
Auglýsið í
Vesturlandi.