Vesturland - 16.04.1932, Side 1
VESTURLANB
IX. árgangur.
ísafjörður, 16. apríl 1932.
11. tölublað.
Áf engi.
Til eru þeir tnenn i landinu, er
óskapast i hvert sinn, cr pólitísk-
ir andstæðingar þeirra brjóta upp
á nýmælum, eða láta í ljós skoð-
un, er hina hefir skort drengskap
og djörfung til að flytja. —
— Allir vita, að áfengislöggjöf
sú, er við nú búum við, er ger-
samlega óhafandi, og að tiauðsyn
rekur okkur til að ráða bót á
þeim vandræðutn er gildandi lög-
gjöf orsakar. Kom því engutn á
óvart, er það spurðist, að lagt
hafði verið fyrir þingið frumvarp
til áfengislaga. — Flutnirigsmenn
eru þeir Jón Auðunn, Bergur
Jónsson, Lárus Helgason, Ólafur
Thors og Jónas Þorbergsson.
En eins og vænta mátti, rísa
nú óðum á fætur menn, er skort-
ir hæfiieika til að bregðast drengi-
lega við, og haga bindindisstarf-
semi sinni í samræmi við vænt-
anlega lagabreytingu.
Enn eru það aðrir, sein rísa á
íætur af hatri og öfund eða illum
vilja og svívirða þá menn og bak-
naga, er bót vilja ráða á Iftt við-
unandi ástandi. — Er hörmulegt
til þess að vita, að jafnvel menn,
er studdir eru til forustu, skuli
ekki hafa annað betra fram að
færa, en svívirðingar og persónu-
legan skæting, og hyggja sig með
þvi bezt geta gagnað góðu inál-
efni.
Rétt þykir að birta hér þær
greinar frv., er miklum ósköpurn
hafa valdið 1 hugaifari vandlæt-
ingasamra manna:
38. gr.
Af ágóða ríkisins af áfengis-
sölu skulu árlega ganga 15000
krónur til Stórstúku íslands til
bindindisstarfsemi innanlands.
39. gr.
Sektir samkvæmt lögum
þessum renna allar i Menn-
ingarsjóð.------
Nú hafa menn ekkert við það
að athuga, þó ríkið selji áfengi
og beiti síðan fjársektum og öðr-
um refsiákvæðum við þá menn,
er neyta áfengisins um of.
En ef farið er fram á, að láta
nokkuð af sölugróðanum renna
til bindindisstarfsemi, ætla sumir
að rifna af vandlætingasemi.
Slíka menn mætti minna á það,
að Lög um Menningarsjóð (nr.
54, 1928,) tryggja það, að því
meir, sem núgildandi áfengislög-
gjöf er sniðgengin, og því betur
sem lögbrot og áfengisspilling
grípur um sig, — því meir fé er
veitt til visinda, bókmennta og
iagurra lista.
1. gr. Menningarsjóðslaganna
mælir svo íyrir:
.Stofna skal sjóð er nefnist
Menningarsjóður. — Tilgangur
hans er að styðja almenna
menniiigu i landinu, rannsókn
islenzkrar náttúru og þróun
þjóðlegrar listar.
Til sjóðsins falla árlega all-
ar tekjur af seldu áfengi, hverju
nafni sem nefnist, sem ólög-
lega er flutt til landsins og
upptækt gert af réttvísinni, all-
ar tekjur af seldum skipum,
sem af samskonar ástæðu hafa
verið gerð upptæk, svo og all-
ar sektir fyrir brot á áfengis-
löggjöfinni, bæði samkvæmt
landslögum og lögreglusam-
þykktum................“
Þegar verið er að ráða bót á
vandræðum, dugar engin hugar-
æsing. Menn verða að þora að
horfast f augu við hættuna, —
og ef um óvin, mannorðsþjóf og
ræningja er að ræða — eins og
vfnið — þá eiga menn að hasla
honum völl og hrekja hann af
hólmi. Landslög mega aldrei fyrir-
byggja slíka baráttu eða létta ó-
vininum einvfgið.
Vegna óviturlegrar áfengislög-
gjafar, stendur þjóðin varnarlaus
gagnvait áfengi því, er flæðir yfir
landið. Er vissulega kominn tími
til að hefjast handa, og haga ráð-
um betur en gert hefir verið.
Ef hið nýframkomna áfengis-
lagafrv. nær lögfestingu, tryggir
það íslendingum sigurvænlega
baráttu við Alkohól konung.
Fjandskapur.
Það er ekki skemmtilegt, að
þurfa að gefa íslenzkri rikisstjórn
þann vitnisburð, að hún fjand-
skapist við þá stétt þjóðfélagsins,
er öðrum fremur stuðlar að þvf
að skapa ríkistekjur.
Núverandi rlkisstjórn hefir árum
saman nefnt sjómenn landsins
Grimsbylýð, skríl og öðrum ill-
yrðum, og hefir látlaust rætt og
ritað um hættu þá, er vofði yfir
byggðum landsins vegna skrll-
menningar I sjávarþorpuin og sér-
staklega I Reykjavik.
Er öllum kunnugt, að rfkisstjórn-
in hefir látið reisa glæsilegar
skólabyggingar vfða um byggðir,
til þess að hægt sé að hlúa að
æskulýð sveitanna. Hún hefir lát-
ið byggja dýrar og vandaðar
sundlaugar i fámennum sveitum,
— en það er mála sannast, að
þær eru fljóttaldar krónurnar, sem
ríkisstjórnin hefir ráðstafað á um-
liðnum árum til hagsbóta fslenzkri
sjómannastétt.
Núverandi ríkisstjórn hefir aldrei
sýnt það I verki, að öll sanngirni
mælti með þvi, að sjómenn fengju
sinn hluta af fé því, er varið hefir
verið til skóla- og sundlauga-
bygginga I landinu — en hitt
hefir komið fyrir, að ríkisstjórnin
hefir brugðist fjandsamlega við,
hafi sjómenn farið fram á lítils-
háttar styrk til að hrinda f fram-
kvæmd þjóðnýtum málefnum.
Starfsemi sjómantia í Bolunga-
vík er gott dæini þessu til sönn-
unar. Þar er ungmennafélag, og
eru langflestir meðlimir þess sjó-
menn, systur þeirra og unnustur.
Sjómennirnir hafa árutn saman
barist fyrir þeirri hugmynd, að
nauðsynlegt sé, að hvert sjávar-
þorp eigi góða og vandaða sund-
laug, svo drengirnir, sem eru að
alast upp, og ætla að gerast sjó-
menn, geti lært sund og algeng
björgunartök. Hafa Bolvíkingar á
þessu sviði gerst brautryðjendur
þjóðnýtrar hugmyndar.
Þeir hafa með miklum tilkostn-
aði vegna erfiðra staðhátta unnið
að sundlaugarbyggingu árum sam-
an, og væntu góðs af núverandi
rfkisstjórn, þegar kunnugt varð,
að búið var að lögákveða árlegar
fjárveitingar til sundlaugabygg-
inga. Þeir sóttu þvf um 4000 kr.
styrk fyrir nokkrum árum, og hafa
endurtekið þá styrkbeiðni árlega,
en rfkisstjórnin hefir ekki virt þá
svars, fyr en nú fyrir nokkrum
dögum, að hún lét þá vita, að
það væri sundlaug í Reykjanesinu
(innst f ísafjarðardjúpi). —
Þar er kennt sund mánaðartíma,
einnútt þegar fátækir unglingar í
sjávarþorpum hafa nóg að starfa.
Dvalarkostnaöurinn i Reykjanesi
er nálægt 60 kr., — svo allir
skilja, hversu ódrengilega rfkis-
stjórnin hefir brugðist við víð-
sýnni og þjóðhollri starfsemi sjó-
manna. —
— Þessi ódrengskapur verður
leiddur betur f Ijós.
Noregur — Rússland.
Samningar hafa nýlega tekist
milli Rússa og Norðinanna um
kaup og sölu á síld og fiski.
Rússar skuldbinda sig til að
kaupa af fyrra árs framleiðslu 30
þús. sildartunnur og af þessa árs
framleiðslu allt að 300 þús. tunn-
ur. Ennfremur 3000 srnál. fiskjar,
fyrir 6V2 milj. kr. samtals. Norska
rlkið ábyrgist 75% af verði seldr-
ar vöru, og láta norsk blöð ótví-
rætt í ljós, að slfk ábyrgð sé ekki
áhættulaus. — Eru viðskiftin við
Rússa ekki talin sem ábyggileg-
ust. —
Þessi fregn vekur óþægilegar
endurminningar: í stjórnartfð Tr.
Þórhallssonar þóttust hans menn
hafa fundið’; bjargráð fslenzkrar
slldarútgerðar. — Síldareinkasalan
var stofnsett, reyndist illa, varð
gjaldþrota og var afnumin. Af-
skifti Tímastjórnarinnar og stuðn-
ingsmanna hennar af síldarút-
gerðinni, er vel hægt að lfkja við
eldgos og drepsóttir. Allt í rúst-
um I
Talandi tiflur.
í 15. tbl. Tfmans frá 9. aprfl, er
grein er ber yfirskriftina Talandi
tölur. Er þar birtur listi yfir 38
félög og einstaka menn, er hafa
fengið eftirgefnar af skuldum við
íslandsbanka, samtals um 18,6
milj. kr.
Því verður ekki neitað, að þetta
eru margar krónur. En margt ber
að athuga, þegar tölur eru birtar,
og skal hér minnst á nokkur at-
riði í sambaudi við þessar tölur,
er Timinn af eðlilegum ástæðum
ekki hafði drengskap til að skýra
frá.
íslandsbanki var aðal verzlun-
arbanki landsins. Starfsemi hans
orsakaði, að landsmenn eignuðust
álitlegan skipastól, hafnir, vita,
vegi, brýr, skóla, stórhýsi, síma-
kerfl. Þjóðarauður íslands marg-
faldaðist, en óviðráðanlegar og ó-
fyrirsjáanlegar sveiflur á heims-
tnarkaðinum orsökuðu stórtöp hjá
einstökuin mönnum og félögum,
er svo aftur bitnuðu á bankanum.
Viðskiftavelta bankans nam t. d.
árin:
1917 kr. 292.543.986,60
1918 ' — 417.918.926,59
1919 — 568.011.158,03
1920 — 490.587.087,94
1921 — 311.155.504,00
1922 — 302.771.014,01
Ölluni hugsandi mönnum er
Ijóst, að hjá banka með jafnmik-
illi viðskiftaveltu geta hæglega
orðið stórtöp á jafn hættulegum
tímum, og árum þeim, er talin
eru hér fyrir ofan.
Ættu Tímamenn sfzt að neita
þvi, — eða vill Tímastjórnin
kenna sjálfri sér um skuldaaukn-
ingu og fjárhagsörðugleika S.Í.S. ?
— Nei. Tfmamenn hafa af engu
að státa, — síður en svo. Og
það er aiveg þýðingarlaust að
halda áfram róginum um íslands-
banka og störf hans á umliðnum
árum. íslendingar þekktu verzlun-
arbanka sinn, og vita allir hvaða
hlutverk hann vann.
En það er ekki alveg þýðing-
arlaust að minna daglega á það,
að þegar Thninn hóf göngu sfna,
réðist hann á aðalverzlunarbanka
landsins af dæinalausri grimmd
og illgirni. Ofsóttu þeir Tímamenu
og Ólafur Friðriksson bankann
með rógi og illmælgi, og reyndu
á alla lund að hnekkja áliti hans.
Linntu þessir ógæfumenn ekki lát-
um, fyr en íslandsbanki gafst upp.
— Mun einhverjutn reiknings-
glöggum og víðsýnum,manni síð-
ar gefast tækifæri, til að sýna og
sanna, hversu stórskaðleg áhrif
þessi óþjóðlynda herferð hafði á
starfsemi íslandsbanka og islenzkt
viðskiftalíf yfirleitt,-og Tíma-
menn geta ekki varið Rtkisfjár-
sukkið mikla með þvf að tninna
þjóðina á Herferðina miklu.