Vesturland

Årgang

Vesturland - 16.04.1932, Side 3

Vesturland - 16.04.1932, Side 3
VESTURLAND 3 Alþingi. Enn er alveg óvíst hvernig að- ahnálunum reiðir af á þessu þingi, stjórnarskrárbreytingunni, samþ. fjárlaga, landsreiknings og fjár- aukalaga fyrir 1930. — Er helzt í frásögur færandi að þessu sinni, að stjórnarskrárfrumv. hefir verið sent tii Neðri deildar með 9 atkv. gegn 3, og að frv. um rikisskatta- nefnd hefir verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Eru með þvi frv. lög- fest ný embætti, allumfangsmikil. Ný embætti! Nýir bitlingar! — Nóg er tii I rfkissjóði! Grínmmenn. Það er sannreynt, að þeir, sem af ásettu ráði verja rangan mál- stað og rangfæra staðreyndir í blöðum og timaritum, hafa mjög sjaldan þrek til að gangast við ritsmíðum sinum með fullri undir- skrift, eða segja í áheyrn alþýðu: „Eg gerði það“. Skilja allir, að það er óvirðu- legt athæfi, og lítt sæmandi þeim mönnum, er þykjast vera alþýðu- ieiðtogar og fást við ritstörf i því skyni að fræða alþýðuna, að gera allt til að brjála dómgreind henn- ar með miður sannorðum, nafn- lausum greinum. Tökum Skutul til dæmis. Nú er Finnur Jónsson, ábyrgðarmaður blaðsins fjarverandi, og vita víst fáir með vissu, hver skrifar hinar nafnlausu greinar blaðsins. — Hvers vegna þora þessir menn ekki að taka af sér griuiuna? Sér grefur gröf þó grafl. í siðasta bi. Vesturlands gat eg um það af ásettu ráði, að Ey- firðingur nokkur hefði nefnt mig farra. Ekki veit eg hvaða merk- ingu hann iagði í fornyrði þetta, en ekki notaði hann það sem hrósyrði — svo mikið er víst. Einn af grimumönnum Skutuls þóttist nú finna á mér höggstað, og hélt að eg hefði ekki skilið orðið, en hann gekk illa i gildr- una, þvi hann viðurkenndi, að hann tilheyrði þeim fámenna hóp vitblindra manna, er halda, að rannsóknir á íslandi, er fóstrað hefir þjóðina i þúsund ár, séu einskisvirði. — Qaf grímumaður jafnvel I skyn, að þeir menn er slíkt gerðu, væru ókyttamenni. Grimumaður þessi er fáfróður i meira lagí. Liggur mér við að kalia hann jötunuxa fáfræðinnar. Þjóðaratkvæðí. Að gefnu tilefni skal þess get- ið, að Vesturland telur lólíklegt, að haggað verði við núgildandi „bannlögum", nema þjóðarat- kvæðagreiðsla hafi sýnt, að meiri hluti þjóðarinnar sé þvf fylgj- andi. Minningarspjöld I kvenfélagsins Hlif, (ný gerð) eru til sölu hjá undirrituðum. | I Helga Björnsdóttir Ólafía Ólafsdóttir Olga Valdimarsdóttir f§ Sundstræti 29. Útvegsbankanum. Bókhlöðunni. hafa fyrirliggjandi: Hessian, Bindigarn og Saumgarn. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Stofa með forstofuinngangi til leigu hjá Guðmundi beyki. - Fréttir. Kirkjan. Messað verður í Hnífsdal kl. 2 á morgun. Söngur. Ungfrú Jóhanua Jóhannsdóttir frá Akureyri söng hér 12. og 13. þ. m. Væntu ísfirðingar góðs af benni, fjölmenntu, og heilsuðu henni hlýlega og á venjulegan hátt, þegar hún kom fram á sjón- arsviðið. Ungfrúin söng afbragðs vel. Textameðferð var hin ákjósanieg- asta, bæði listræn og yfirlætislaus. Leyndi sér ekki, að lögin voru öii sungin af tilfinningaríkri og prýðilega tóngreindri söngkonu. Vesturland þakkar ungfrú Jó- hönnu vinsamlega fyrir komuna, og óskar þess, að íslendingar beri gæfu til, að njóta söngs henn- ar næstu áratugi. Glímuféiag var stofnað hér á ísafirði 6. þ. m. Frumkvöðull að þeirri félags- myndun var Marino Norðqvist glímukappi. Stofnendur voru um 40 að tölu, og skipa stjórn þessir: Grímur Kristgeirsson rakari, Elias Kærnested skósmiður og Magnús Ástmarsson prentari. — Glímu- æfingar eru daglega. Alþýðufræðslan. Eftir beiðni skal vakin athygli á því, að nú eru eftir ófluttir aðeins 5 alþýðufyrirlestrar, og er þeir hafa verið fluttir, er „alþýðufræðslu gagnfræðaskólans" að þessu sinni lokið. — Erindin og breytingar, sem kunna að verða á fyririestra- skránni verður auglýst fyrirlestra- dagana i búðarglugga Jónasar Tómassonar. Gengið í dag: Sterlingspund kr. 22,15 Dollar — 588,00 Reichsmark — 140,22 Franki frakkn. — .23,41 svissn. í 14,93 Belga 82,48 Lira — 30,45 Peseti 45,19 Gyllini — 238,97 Tékkósl. kr. 17,59 Svensk — — 112,81 Norsk — — 113,42 Dönsk — — 121,30 Suinarfagnaður, Kvenfélagið Hlif heldur sumar- fagnað næstkomandi fimmtudag, sem er ||sumardagur hinn fyrsti. „Hávarður“ fór á veiðar 1. þ. m. og kom aftur hinn 14. með 76 tunnur lifrar. Nýtt skopblað verður selt hér á götunum á morgun. Ef þér þjáist - af lungnasjúkdómum, astma, hjartasjúkdómum, blóðleysi, svefnleysi, taugasléni eða bronchitis, þá notið Doktor Hassencamps „Medicatus" öndunartæki. Verð kr. 25.00. Leiðarvisir og meðmæli send ókeypis. Alexander D. Jónsson, Bergstaðastr. 54. Box 236. Reykjavík. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Aðalfundur Slátursfélags Vestfjarða verður haldinn á ísafirði 6. mai næst- komandi. Dagskrá samkv. félagstögunum. ísafirði 15. apríl 1932. Stjórnin. Athugið! Kaupi óskemda, tóma 20 lítra dunka undan smurn- ingsolíum frá h.f. Shell á íslandi. J. S. Edwald. Sænska happdrættið. Kaupi allar teg. skuldabréf- anna (premieobligationér) — frá 1921, 1923, 1889, 1893. Dráttarlistar til sýnis seljendum. H ar al d Aspelund. Hiisnæöi. Stofa, með ljósi og hita, er til leigu nú þegar. Húsgögn geta fylgt ef vill. Ingvar Pétursson. sem tókst stígvélin um borð I „Geysir“ gerir bezt i þvi að skiia þeim á sama stað. Að öðrutn kosti verður lögreglan send á þig, því það sást til þin. Gullsmíðavinnustofan Saffó Aðalstr. 20 ísafirði. 5-20% afsláttur. Dagskrá útvarpsins 17. apríl til 23. april. Fastir liðir: Veðurfregnir: Alla daga kl. 19,30. Fréttir: Alla daga kl. 20,30. Tungumálakensia: Alla virka daga nema laugard. Þýska kl. 19,05, Enska ki. 19,35. Þingfréttir: Virka daga kl. 12,35. Sunnud. 17. apríl: 11,00 Messa í frík. (Sr. Á. S.) 18,35 Barnatimi. 19,15 Hljómleikar. Fiðla—piano. 19,40 Grammófón. 20,00 Erindi. Sig. Skúlason. 21,00 Grammófón. Danslög til kl. 24. Mánud. 18. apríl: 19,40 Grammófón. 20,00 Erindi. Guðm. Finnbogas. 21,00 Hljómleikar. Alþýðulög. Einsöngur. Grammófón. Þriðjud. 19. apríl: 20,00 Erindi. Guðm. G. Bárðars. 21,00 Cellósóló. Þórh. Árnason. Grammófon. Miðvikud. 20. aþril: 19,40 Grammófón. 20,00 Frá útlöndum. Sig. Einarss. 21,00 Fiðlusóló. Grammófón. SS'i Fimtud. 21. apríi: 19,40 Graminófón. 20,00 Ræða. Ásgeir Ásgeitsson. 21,00 Utvarpskvartettinn. Grammófón. Danslög til ki. 24. ^Föstudagur 22. april: 19,40 Grammófón. 20,00 Erindi. Inga L. Lárusdóttir. 21,00 Grammófón. Laugard. 23. april: 18,35 Barnatimi. 19,05 & 19,35 Búnaðarfyrirlestrar. 20,00 Erindi. lnga L. Lárusd. 21,00 Orgelhljómleikar. Þrfleikur. (Utvarpstríóið). Danslög til kl. 24. Athugið þetta I Að gefnu tilefni þykir rétt að taka fram, að greinar, sem send- ar eru ritstj. þessa blaðs nafníaus- ar eða undir dulnefni, verða ekki birtar, nema greinarhöfundur láti nafns sfns getið.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.