Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.11.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 25.11.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 151 « Útsala á Grrammófónum og plötnm, afarmikill afsláttur. Leó Eyjólfsson. V esturland M Útgef. Sjálfstæðisfél. Vesturlands. = g Ritstjóri : Arngr. Fr. Bjarnason % jj Útkomud.: miðvikud. og laugard. = Verð þessa árgangs 4 kr. §| Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. M Augl.verð 1.50 cm. eind. % Stærri augl. eftir samkomulagi. j| ^iiinnniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiF þangað til bæjarstjórn væri búin að satnþykkja hana. Hvaða þýðingu hefðu þær þá. Reynist svo að fulltrúar Alþýðufl. i bæjarstjórn verði samtaka minni- hl. í skaplegri áiögum á bæjar- búa, en til var stofnað, er það að þakka þessum umræðum og almennri andúð bæjarbúa á óstjórn þeirra. Frá áukaþinginu. Þessi ný mál hafa komið fram síðustu daga: Þ.ál. till. um að alt að 125 þús. kr. ríkisábyrgð fyrir samvinnufél. „Grímur“ í Borgarnesi, til kaupa á línuveiðara (flm. Bj. Ásgeirss.) Þ.ál. till. um fasteignaveðlán bænda (flm. Jón í Stóradal og P. Magnússon). Áskorun til ríkis- stj. að beitast fyrir því, að veð- deild Landsb. veiti greiðslufrest á fasteignaveðlánum bænda, eins og gert er ráð fyrir í 1. og2.gr. laga nr. 79, 14. júní þ. á. Þ.ál. «11. um húsnæði fyrir tón- listarskólann (flm. Magn. Jónss.) Að ríkisstj. rannsaki hvort eigi sé hægt að láta tónlistarskólann fá húsnæði í Þjóðleikhúsinu. Þ.ál. «11. um að gefa leikfélög- um Reykjavíkur, Akureyrar og ísa- fjarðar undanþágu frá skemtana skatti, meðan hann er ekki not- aður handa Þjóðleikhúsinu (flm. Guðrún Lárusdóttir). Þ.ál. 'till. um að rikissj. greiði 12 þús. kr. upp í meðlag fávita í fávitahælinu Sólheimum í Gríms- nesi, þó aldrei meira en 500 kr. fyrir hvern einstakling (flm. Guðr. Lárusd.) Frv. um Iögreglustjóra í Kefla- vlk (flm. Ól. Thors). (Samhlj. frv. og hann fiutti á síðasta þingi). Jón Auðunn er oft í hug og á vörum þeirra Skytlinga, þótt langt sé í burtu. Minnist H. V. á aðfarir þeirra Sk.m. við hann í samb. við fjár- hagsáætlunina. Er það rétt, sem framhleypni H. V. gefur nú tilefni til, að Sjálfstæðismenn hérna hafa vel fundið það undanfarin ár, að útsvör þeirra hafa borið pólitískan lit og ekki mun trúít um, að inn- heimtan hafi angað af því sama. Fékk hann aðra meðferð en Jón Auðunn bæjarbúinn sem setti nfð- vísurnar um „Vesturl." í Skutul í sumar, sem H. V. þóttist þó til- neyddur að bíta höfuðið af skömm- inni, áður en birtar voru. Var þar þó um einhleypan mann að ræöa á föstum launum, sem á útsvarið ógoldið enn. Ætti að vera óþarft fyrir H. V. aö minna sjálfstæðismenn á þræla- tök þau, sem þeir hafa verið beittir, en herða ætti það manndóm þeirra til launanna. Alþýðuútgáfa af íslendingasögum á Þýzku. Norrænafélagið í Lúbeck hefir ákveðið að hefja nú alþýðuútgáfu af íslendingasögum og er gert ráð fyrir að 1. bindið komi út 1 haust. Sögurnar verða gefnar út hjá forlagi Diederichs í Jena og verða Eddurnar gefnar fyrst út. Þýðing- una annast prófessor Genzmer. Betri götulýsing væri nauðsynleg í bænum. Ljós- nefnd þyrfti að athuga það í sam- bandi við fjárhagsáætlunina. Kvartanir um rottugang eru almennar hér í bænum, enda er hér urmull rotta sem gera mikið tjón. í haust eyðilögðu rottur að mestu rófnauppskeru í flestum görðum hér ofan við bæinn. Sjálfsagt er að hefjast hér handa með skipulagsbundna rottueitrun og verður bæjarstjórn að hefjast handa í því máli, þvi á annan hátt er ekki hægt að fá tryggingu fyrir nógu almennri eitrun. Er þess að vænta, að allir sem ■ vilja losast við rottuófögnuðinn styðji að útrýmingu hans með ráðum og dáð, m. a. með því að kvaka rækilega til bæjarstjórnar um framkvæmd á því sem fyrst. Mörg undanfarin ár hefirengin almenn rottuútrýming farið fram og þeim fjölgað 1 friði. Sýnum dug og rekum burt allar bæjarrotturnar nú um áramótin. í niðurjöfnunarnefnd voru kosnir á síðasta bæjarstjórn- arfundi: Guðjón E. Jónsson, Helgi Guðbjartsson, Stefán Stefánsson óg Eiríkur Einarsson. Bæjarstjóri er oddviti niðurjöfnunarn. eins og kunnugt er. Hallgrímsminning I. heitir ný bók, sem flytur greinar- gerð um Hallgrímshátíðina f Saur- bæ á s. 1. sumri og ræður þær, sem þar voru fluttar. Er bókin prýdd mörgum myndum af hátíð- irjni. Alt það sem bókin selst fyrir rennur óskift til Hallgríms- kirkju í Saurbæ, því ríkisstjórnin hefir gefið útgáfukostnað bók- arinnar og aðrir hlutaðeigendur gefa sína fyrirhöfn. — Bókin kostar 2. kr. Björn H. Jónsson skólastjóri hefir tekið að sér út- sölu bókarinnar hér og verður hún seld í bænum næstu daga. Má vænta þess, að ísfirðingar taki tveim höndum við bók þess- ari og styðji um leið Hallgríms- kirkju. Kristján Skagfjörð stórkaupmaður dvelur nú hér i bænum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.