Vesturland - 27.07.1935, Qupperneq 1
VESTURLAND
5Í!1
. árgangur.
ísafjftrður, 27. júli 1935.
30. tölublað.
Síldveiðarnar.
Aðsókn útlendinga er meiri en nokkru
sinni áður. Norðmenn einir hafa um 150 skip
við veiðarnar með 3—4 þús. manna áhöfn. Svíar
hafa þrjá leiðangra, og Finnar og Eistar hafa
stærri veiðiflota en undanfarin sumur.
Finnar hafa gert samninga við Svía um
sölu á 20 þús. tn. af kryddsíld.
Eru fleiri síldarverksmiðjur nauðsynlegar?
Síldveiðarnar liafa það sem af
er þcssari vertíð gengið sæmilega.
Að vísu er afli skipanna mjög
misjafn, cins og við má búast,
þegar kominn cr slikur skipafjöldi,
en flesl skipin hafa þrátt fyrir
óhagstætt tíðarfar fengið dágóða
veiði.
Finskur síldarleiðangur sendi
fyrstu síldarsendinguna, 12 þús.
tn., um 15. þ. m. Er mælt að hún
muni eiga að fara til Svíþjóðar.
Hafa Finnar gert samninga við
sænsk firmu um sölu á 20 þús.
tn. af kryddsíld. Er þar tekinn
mikill spónn úr aski okkar íslend-
inga, sem fram að þessu höfum
haft mest alla kryddsíldarsölu til
Svíþjóðar.
Nokkur von mun til þess, að
Danir kaupi eitthvað meira af síld
nú, en undanfarin ár, einkum
kryddsild. Er Haraldur Guðmunds-
son atvinnumálaráðherra enn I
Danmörku, til þess að undirbúa
samninga um þau kaup og aukin
verzlunarviðskifti Dana og íslend-
inga.
Sfldin hefir verið óvenju fitu-
mikil að þessu sinni, og er talin
góð vara. Sfldarútvegsnefnd leyfði
söltun nú þann 23. þ. m.
Vantar fleiri síldarverk-
smiðjur?
Um 15. þ. m. höfðu allar síld-
arbræðsluverksmiðjurnar tekið alls
á móti um 300 þús. málum, en á
sama tima í fyrra um 70 þús.
málum, og yfir allan síldveiðitím-
ann i fyrra var brætt úr 452.715
málum. Var þá svo komið, að
allar þrær verksmiðjanna voru
fullar, og hefði veiði haldið áfram
svipuð og undanfarið, myndi mikill
hluti sildveiðaflotans hafa stöðv-
ast, sökum þess að þau hefðu
hvergi getað losað aflann.
Þrátt fyrir aukningu verksmiðj-
anna, sem hefir verið mikil sið-
ustu árin, fullnægja hin auknu
afköst verksmiðjanna ekki stækk-
un veiðiflotans. Halda kunnugir
menn þvl fram, að enn þurfi nauð-
synlega að auka verksmiðjuaf-
köstin um 2400 mál á sólarhring.
Telur Sveinn Benediktsson fram-
kvæmdarstjóri nauðsyn á bygg-
ingu nýrrar síldarverksmiðju, sem
unnið gæti úr 2400 málum á
sólarhring, og auka mætti upp í
4800 mál á sólarhring, og að
verksmiðja þessi sé bezt sett á
Sauðárkróki, Raufarhöfn eða Ing-
ólfsfirði.
í sambandi við aukningu sfld-
arverksmiðjanna verður að hafa
hugfast, að markaðurinn fyrir síld-
armjölið er að mestu bundinn við
eina þjóð, Þjóðverja, og má þar
ekkert út af bera til þess að sá
markaður sé í hættu.
Sfldarlýsið hefir sem stendur
mjög víðtækan markað, og má
ætla að hann verði til frambúðar.
Er það hækkun á síldarlýsinu,
sem mestu veldur um hækkun þá
sem orðið hefir á bræðslusildar-
verðinu.
Frá sjónarmiði útvegsins er það
nauðsynlegt, og mesta tryggingin,
að hægt sé að selja viðstöðulaust
síld i bræðslu fyrir sæmilegt verð.
Sumarfiskaflinn hefir farið mink-
andi undanfarin ár, svo að útveg-
urinn hefir vart aðra veiði að
stunda yfir sumarmánuðina, en
sildveiðina, og sízt ábatavænlegri.
Fjölgar þeim skipum sem stunda
síldveiðar stöðugt, og mörg þeirra
hafa fengið af þeim meiri og betri
arð en af öðrum veiðum.
Jafnhliða og síldveiði íslend-
inga eykst svo stórkostlega sem
raun er á orðin, t. d. eru nú
þriðjungi fleiri skip við veiðarnar
en i fyrra, sækir á með vaxandi
nauðsyn, að bægja útlendingum
frá veiðunum eftir því sem hægt
er. Þarf að taka það til sérstakrar
athugunar, hvort vér fengjum ekki
viðurkenda stærri landhelgi fyrir
síldveiðarnar, en aðrar veiðar, t.d.
10 sjómílur eins og Norðmenn
telja sína landhelgi. Jafnframt þarf
að hafa allar landhelgisvarnir svo
öflugar og strangar, sem lög og
réttur er til, og þola engar yfir-
troðslur útlendinga.
Eins verður að útiloka útlend
skip með sölu bræðslusfldar hér
á landi. Eiga Norðmenn þar vigi
f Krossanesverksmiðjunni, sem má
kaupa 6O°/0 af þeirri bræðslusíld
er hún kaupir, af útlendum skip-
um. Þessu vlgi verða íslendingar
að ná í sínar hendur, og gera
það að islenzkri eign.
Sildveiðarnar hafa undanfarin
át' sífelt verið að verða þýðingar-
tneiri fyrir atvinnulif þjóðarinnar.
Nú er svo komið, að mestur hluti
útgerðarinnar og mikill þorri
verkafólks á alt sitt undir afkomu
veiðanna. Það væri því ófyrirgef-
anlegt tómlæti og háski, að þjóð
og þing sinni ekki þessum atvinnu-
vegi svo sem bezt má verða. Það
eru engar líkur til, að enn um
sinn muni minka eftirtekjan I þess-
ari gullnámu. Miklu frekar standa
vonir til, að þær verði enn stærri
og stórgjöfulli auðsuppspretta, ef
þær mæta þeim skilningi, sem
þær verðskulda.
Heilbrigði og íæðuefni.
Nýjustu vísindaransóknir benda
ótvírætt til þess, að margir eða
flestir sjúkdómar eða kvillar or-
sakist af ónógri eða óhollri fæðu.
Einn fremsti vísindamaður á
þessu sviði er íslendingurinn dr.
Skúli Guðjónsson.
Þekking efnanna og samblöndun
þeirra, ásamt sýklaransóknum,
hefir opnað læknavísindunum út-
sýn yfir þann möguleika, að hægt
sé að koma í vcg fyrir marga
sjúkdótna og kvilla, sem mann-
kynið stendur nú I stöðugri styrj-
öld við.
Og ransóknir þær, sem unnið er
að af fjölda vlsindamanna I ýms-
um löndum staðfesta, að mestu
máli skifti til þess að vera hraust-
ur og stálsleginn gegn sjúkdóm-
um og kvillum, að fæðan sé holl
og fjörefnarík. Einkum er það
áríðandi, að þessa sé vandlega
gætt með börn og unglinga.
Einri allra frægasti ransókna-
maður á þessu sviði er landi vor,
dr. Skúli Guðjónsson. Hefir hann
undanfarin ár dvalið I Danmörku
við ágæta ransóknaraðstöðu, og
gert þar víðtækar ransóknir um
þessi efni.
Nýlega hefir dr. Skúli látið uppi
álit sitt um hvernig ástatt sé um
fæðuefni okkar íslendinga, séð
frá staðreyndum þessara ransókna.
Telur Skúli, að hér sé mikill
brestur um holl fæðuefni, og aft-
urför frá því sem áður var. Eink-
um sé græn- og nýmetis-át miklu
minna en skyldi. Og sé það óvið-
unandi ástand.
Ræktun og neyzla grænmetis
i þurfi stórum að aukast, einkum í
sveitunum. Kjöts og fisks ætti að
neyta sem mest nýtt, en ekki
saltað, eins og nú er tíðast. Og
velja ávalt þau fæðuefni sem fjör-
efnaríkust eru en hafna hinum.
Minnist dr. Skúli I þvf sambandi
á lýsisneyzlu, sem ætti að verða
sem almennust, og telur það mikla
afturför að hætt skyldi að nota
bræðing sem viðbit, en nota i þess
slað Ijörefnasuauð viðbitseíni.
Þá minnist dr. Skúli á mjólkur
neyzluna. í stað þess sem hún
hafi áður lagt til mikinn skerf
bætiefna, sé það nú mikið skert
með missi sauðamjólkurinnar, sem
sé mjög fjörefnarlk, og hins að
mjólkurneyzlan I sveitum hafi
minkað og spilzt við aukna mjólk-
ur og rjómasölu til bæjanna; sé
því á sumum sveitaheimilum mest
notuð undanrenna, sem er snauð
af hinum nauðsynlegustu bæti-
efnum.
Jónas Kristjánsson læknir á
Sauðárkróki hefir enn á ný sýnt
áhuga sinn um þessi mikilsverðu
efni. Er Jónas nýkominn úr för
til Ameríku til þess að kynna sér
heilsuhæli þar, sem lækna og auka
heilbrigði sjúklinga með mataræði
eingöngu, en nota engin lyf. Hefir
þetta gefið ágætan árangur, og
miklu betrí en tíðkast um venju-
leg sjúkrahús. Er sú skoðun nú
að vinna sífelt meira fylgí hjá
læknum, að holt mataræði sé hin
bezta vörn gegn öllum venjuleg-
um sjúkdómum.
Baráttan viðsjúkdómana er hið
þyngsta stríð allra þjóða, og ekki
sízt hjá okkur íslendingum.
Virðist sjúkleiki þjóðarinnar fara
stórum vaxandi, og má eflaust
rekja rót þeirra i meira og minna
óhollu mataræði, einkum að of-
mikið sé lifað á erlendum fæðu-
tegutidum, mörgunt mjög bæti-
efnasnauðum, en íslenzkar fæðu-
tegundir minna notaðar, þótt betra
fæðugildi hafi.
Vafalaust þarf hér að aukast
enn öll nýmetisneyzla, einkum
grænmetis og mjólkur. Og það
má vel takast, þótt sumrin séu oft
köld og mislynd vaxa hér ágæt-
lega margar káltegundir, sem
bæði eru góðar og hollar. Og
mjólk þarf að vera næg á hverju
heimili. En til þess að svo geti
orðið þarf hún að lækka i verði
til neytenda, og það andhæli að
hverfa, að hún kosti neytandann
40 aur. Itr., þegar bóndinn sem
selur mjólkina fær um 20 aur.
fyrir ltr.
Hér á ísafirði virðist sérstök
þörf að gefa þessu gaum, þar
sem fjöldi fólks i vor og í sumar
hefir oftsinnis látið sprauta sig
sökum blóðleysis. Fyrir leikmanns-
augum virðist sú veiklun standa
í sambandi við óholla fæðu —
og væntir BVesturland“ þess, að
hinir duglegu læknar bæjarins
fræði almenning um þessi mikils-
verðumál.
Það er alls óvist að fæðuefni
fólks verði dýrara, þótt það sé
heilsusamlegra. Þvert á móti
bendir margt til þess, að það
tvent geti farið saman, að fæðan
verði bæði hollari og ódýrari.
Messað
verður hér I kirkjunni á morg-
un kl. 2 e. h., stud. theol Hclgi
Sveinsson prédikar. Altarisganga.