Vesturland - 27.07.1935, Page 4
120
VESTURLAND
1. R. V. F.
Kol, salt, sement
ávalt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði.
J. S. Edwald. Db. Slmi 245.
Gjalddagi Vesturlands
var I. þ. m. Þess er vænst, að kaupendur sýni blaðinu fljót
og góð skii, einkum þeir sem skulda eldri árganga blaðsins.
t. S. í. 1. R. V. F.
Kappróðramót.
Kappróðramót á kajökum fer fram sunnu-
daginn 4. ágúst n. k., el' næg þátttaka fæst.
Keppt verður um verðlaunagrip. Vegalengd
og annað fyrirkomulag auglýst síðar. Tilkynn-
ing um þátttöku sendisl íýrir annan ágúst til
G. Andrew.
Skátafél. Einherjar.
Knattspyrnukeppni
Þjóðverja og íslendinga
sem fram fór i Reykjavík vik-
una 14.—21. lauk þannig: Fyrst
lék K. R. viö Þjóðverjana og unnu
Þjóðverjar með 3 mörkum gegn
engu. Næst léku Þjóðvar við Fram
og unnu þar með 6 gegn 0; því
næst léku Þjóðverjar við Val og
unnu þar með 7 gegn 0. S. 1.
sunnudagskvöld Iéku Þjóðverjar
við úrvalslið knattspyrnufélaganna
i Reykjavík, og fóru svo leikar að
Þjóðverjar unnu með 2 mörkum
gegn 1.
Mesta fjölmenni sótti kappleiki
þessa, einkum úrslitakappleikinn.
Br gizkað á að áhorfendur hafi
þá verið á 6. þúsund. Þeim leik
var og útvarpað.
Héraðsmótið í Reykjanesi
fór fram s. 1. sunnudag og var
mjög fjölsótt, enda var veður hið
fegursta. Streymdu menn í Reykja-
nes úr öllum áttum. Aðalsteinn
Eiríksson skólastjóri setti mótið
með snjallri ræðu; margir gestir
notuðu hina ágætu sundlaug —
og allir skemtu sér ágætlega.
Sé vel hlúð að Reykjanesi eiga
ísfirðingar þar tilvalinn og sér-
kennilegan skemtistað.
Hænsnakofi
óskast til kaups. Ritstj. vísar á.
Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason.
1. S. 1.
Sundmót.
Eins og áður er auglýst, verður sundmót háð sunnud. 4. ágúst
ef næg þátttaka fæst.
Keppt verður i 50 m. hraðsundi um grip, gefinn at hr. Grími
Kristgeirssyni rakara, handhafi nú: Jónas Magnússon i ksf. Vestra.
Einnig í tegurðarsundi um bikar, gefinn af hr. Ól. Guðmunds-
syni framkvæmdastjóra. Handhafi nú ungfrú Sigr. Jónsdóttir i umf.
Árvakur. — Keppendur í hraðsundi skulu vera innan 19 ára — en
í fegurðarsundi 19 ára og eldri. — Þátttaka tilkynnist Guðm. frá
Mosdal fyrir 2. ág. — Tími augl. síðar.
/
Stjórn umf. Árvaknrs.
Verið einhuga um að líi'trygg ja yður hjá
eina innlenda líi'tryggingarfélaginu.
Líftvyggingapdeild
*
Sjóvátryggingarfélags Islands h.f.
Umboðsmaður á ísafirði er: Db. J. S. Edwalds.
W
Utgerðarmenn
skipstjórar!
Okkar viðurkendu ágætis Fiskilínur ávalt fyrirliggjandi, frá
1—8 punda. Hvítar, barkaðar, kultjöru- og hrátjörubikaðar.
Hey til sölu.
Útvega bæði töðu og úthey, í
smærri eða stærri sendingum.
Kr. H. Jónsson,
___________sími 89._
Prentstofan Ísrún.
Til SÖllle
Trillubátur í ágætu standi ertil
sölu, veiðarfæri fylgja ef óskað er.
Uppiýsingar gefur
Ásgeir Þórarinsson,
í Ögri, nú i Hnífsdal.
Konan mín.
Framh.
nokkuð verið horið undir meyna, veil eg
ekki.
Þrem vikum síðan var svo lýst með okk-
ur og kom það yfir mig sem þruma úr
heiðskíru lofti, og áður en mér höfðu hug-
kvæmst nein ráð til að slíta trúlofunina,
sem orðin var heyrinkunn. Eg var þarna
kominn í heldur þokkalega klípu, og strax
á mánudaginn, eftir að lýsingar höfðu fram
farið, varð eg að gera mér að góðu að ganga
upp að upplýstu altarinu í blómum skrýddri
sóknarkirkju brúðurinnar með ungfrúna
grátandi við lilið mér, og hátíðlega lofa [)ví
sóknarprestinum í viðurvást borgarmeistar-
ans, vina okkar og nánustu vandamanna,
að ganga að eiga þessa heiðursmatrónu sem
hjá mér stóð og breyta við liana í meðJæti
og mótlæti sem kristnum eiginmanni ber
að breyta við eiginkonn sína — að því
ógleymdu að dauðinn einn fengi slitið þann
sáttmála sem hér væri nú tengdur, því það
sem guð hefir lengt saman, má maðurinn
eigi sundur skilja.
Eg hai'ði uú rauuar aldrei verulega séð
þessu tignu mey, sem nú var orðin konaix
mín, og vei’ður mér því víst eigi láð, þó eg
liti á hana og tæki að virða liana nokkuru
nánar í'yrir méi’, og tapaði hún eigi við það,
þvf í sannleika að segja, lield eg eigi að eg
hafi séð öllu fríðari mey, og eftir því sópaði að
henni. Það leyndi sér ekki, að allir þarna
viðverandi liorfðu á hana með aðdáun. Eg
lyftist nokkuð upp við þetta og sagði við
sjálfan mig: »Þú hefðir nú getað verið ó-
hepnari, úr því að fyrir þér átti að liggja
að flæmast út í hjónabandið«.
Ekki varð henni á mig litið alt kvöldið
og yrti heldur, eigi á mig einu orði.
Undir miðnætti brá eg mér inn í hrúðar-
hei’heigið í þeim tilgangi að í-æða nokkui-u
nánar við hana, því til þess hafði eg nú
fullan rétt sem löglegur eiginmaður hennar.
Hún var í brúðarskarti sínu og sat þar
á stól, náföl og rauðeygð. Hafði hún auð-
sjáanlega verið að gráta þarna inni.
Þegar eg kom inn, stóð hún upp, kom á
móti mér og sagði í þýðum, en alvarlegum
róm:
»Herra minn! Eg er þess albúin að gera
ait að yðar vilja; jafnvel stytta mér aldui’,
el' þér óskið þess!«
Hún var svo Imfandi, heillandi aðlaðandi,
og það sópaði svo að henni á þessari stundu,
að það var sem rafmagnsstraumur færi í
gegnum mig. Eg var með öllu afvoþnaður
og hókstaílega gat ekkert við það ráðið, að
eg breiddi út faðminn á móti henni, tók
hana í fang mér og kysti hana ótal kossa.
Og eg komst skjótt að því, að eg var ekki
snuðaður á þessu kvonfangi.
Nú er eg húinn að vera giftur í fimm ár
og allan þann tíma hefi eg daglega sann-
færst æ betur og betur um að enginn maður
undir sólinni getur verið betur gil'tur en eg.
Það var gæfusporið mitt er eg steig inn fyrir
þröskuldinn á svefnherberginu hennar.
Pierre Létoile hafði lokið sögu sinni. Fé-
lagar hans og vinir klöppuðu honum lof í
lófa og skelli hlógu, og einn þeirra sagði:
»Því er eins varið með hjónabandið eins og
hlulaveltuna. Enginn skyldi kjósa sér nein
ákveðin númer, heldur láta giftu ráða;það
verður affarasælast«. Annar tók svotilorða:
»En gleymið því ekki og minnist þessjafn-
an bræður, að það var sá háltlofaði Hakkus,
vínguðinn, sem valdi vini vorum Pierre
Létoile þessa mikilhæfu gæðakonu. Heiður
þeim sem heiður ber!« Endir.