Vesturland

Årgang

Vesturland - 09.11.1935, Side 2

Vesturland - 09.11.1935, Side 2
174 VESTURLAND Hjartanlcga þakka eg öllum, sem sýndu mér samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar íngibjargar Ásgeirsdóttur. Sérstaklega vil eg þakka ráðs- manni sjúkrahússins, hr. Q. Andrew og sr. Sigurgeir Sigurðssyni prófasti. p. t. ísafirði, 5. nóvember 1935. Sigurður Hjálmarson. Bágt gjaldeyrisástand. Gjaldeyrisástandið hér'á landi er nú orðið svo, að gjaldeyrir fæst ekki fyrir þær vörur, sem leyfður hefir verið innfiutningur á, og verða vörurnar að liggja á skipaafgreiðslunum óútleystar. Hefir þetta ástand sumstaðar skapað vöruskort, en annarstaðar eins og t. d. hér í bæ, er hann yfirvofandi, ef ekki rætist úr. Jafnhliða þessu gjaldeyrishall- æri eru hinar fáránlegustu og ótrúlegustu hömlur lagðar á úf* Nutning íslcnzkra afurða. Undanfarna mánuði hefir stöð- ugt verið hert á innflutningshöft- unum. Er mælt að ýms leyfi, er voru veitt, verði jafnvel útstrykuð aftur. Af vöruskortinum og innflutn- ingshöftunum leiðir vaxandi dýr- tfð á nauðsynjum almennings, en gjaldeyrisástandið sekkur slfelt dýpra og dýpra i botnleysuna. Svona er ástandið sem þetta marglofaða rauða dásemdarskipu- lag hefic skapað i verzlunarmál- unum. Og nú vilja þeir hlaupa frá þessu „skipulagi-, og fá Landsverzlun á öflum aðfluttum og útfluttum vör- um; þ. e. allsherjar einokun, I staðinn. Dýpra og dýpra, það er þeirra mark og mið, þar til öllu fram- taki er velt í rústir. Sveltltilraunir bolsanna við Álftfirðinga harðna? Sulturinn er baráttuvopn bols- anna i Súðavikurdeilunni. Þar sem ekkert brauðgerðarhús er I Álfta firði fær fjöldi fólks brauð héðan; var poki með brauðum er fara átti til Jóns I Súðavik, með Djúp- bátnum fyrri hluta vikunnar, stopp- aður, þar sem Hannibal kvaðst ella setja bann á Djúpbátinn. Dettifoss, sem er á leið hingað, hafði meðferðis allmikinn vöru- flutning til kaupmannanria í Súða- vik, Jóns og Gríms. En skipið fékk ekki einu sinni að flytja vör- urnar hingað, heldur var þeim skipað upp f Reykjavik. Þella gera mennirnir, sem saka aðra um ,sveltitiirauniru! Þeir menr. hljóta aðhafavond- an málstað, sem grfpa til jafn svlvirðilegra ráðstafana til þess að -Teyna að knýja sitt mál fram. Þeir rauðu alisstaðar eins. Fiskifélögin f Norður-Noregi hafa sent háværar kröfur og kvart- anir út af yfirgangi og veiðum togara í landhelgi. En rauða rtk- isstjórnin þar hefir daufheyrst eins og hér. Hafa fiskifélögin nú til- kynl stjórninni, að bregðist hún ekki þegar við, muni þau taka til sinna ráða og reka togarana meö valdi burtu úr landhelginni. Fsrðin á götunum hefir verið þanntg undanlaiua daga, að algerlega er óviðunandi. Ekki er trúlegt annað en að verka- menn hefðu þegið vinnu við lag- færingu á aðalgötunum, að minsta kosti. Hirting Hannibals. Ekki 22 heldur 222 vandar- högg daglega þyrfti til kag- hýðingar á þessum berstríp- aða rógbera, lygara og fúlmenni. Það er alkunna að ósiðug og illa vanin kvikindi reyna stöðugt að glefsa og rtfa, en þó einkum að hælbfta. Mér kom þvf ekki á óvart þótt Hannibal Valdemarsson sparkaði skit og skarni til mfn f síöasta Skutli, þar sem svo mátulega var áður að honum sannað, I „Vest- urlandi", að krefjast þess, að hann sannaði rógburð sinn, en bæri eila heitið ærulaús rógberi. Margur skyldi halda, að Hanni- bal hefði lagt fram sannanir I stað nýs skits og skamma. En þvl fer fjarri. Hann gerir enga tilraun til þess. Og engum kunnugum kemur það á óvart. Slikt er alþekt óþokkabragö. Merkur borgari þessa bæjar, sem átti f ritdeilu vift Hannibal s. I. sumar sagði við mig i sam- bandi vift deilu þessa: (Nafn þessa borgara getur H. V. fengið uppgefið þegar hann óskar.) — Eg get skjallega sannað, að Hannibal fer með vfsvitandi lygi. — Ætlarðu þá ekki að gera það? — Það þýðir ekkert, þegar ein lygin er sönnuð á hann, bætir hann við óteljandi nýjum lygum, svo það hefir engan enda. Og þetta er almenn reynsla á ritdeilum við Hannibal. En einmitt það, að hann hefir yfirgengiö alla með frekju og ósannindum og ekki verið svarað hefir strákað hann upp f fúlmenskunni og óþokka- skapnum. Hannibal er á ný ákaflega hreyk- inn yfir vottorðaútgerð sinni i sumar. Það hrellir hann ekki mikið, þótt örreittur bæjarsjóður hafi orð- ið að borga um 18 þús. kr. halla eða skólagjald fyrir 2l/.z mánaða forstjórakenslu fyrir hann. Mörg- um mun þó þykja þetta hátt skóla- gjald. En hitt er vist, að fullþörf er á 2 togurum til viðbótar um vottorðagjafir, ef þau eiga að þurka burtu öll þau ámæli og aðfinn- ingar, sem H. V. hlýtur alment fyrir framkomu sína. Það er llka auðsjáanlegt, að til þess að vekja blygðun hans duga engin 22 vandarhögg, þótt duglega og daglega væru útilátin, en vera mætti að 222 vandarhagga dag- leg kaghýðing gæti eitthvað hjálp- að upp á sansana hjá piltungi þessum. H. V. leikur nú rétt cinu sitini það hlutverkið, að þykjast vera f einhverri samvinnu við Sjáifstæð- ismenn, og bera mikla umhyggju fyrir sæmd þeirra. Lætur harin svo sem oftlega fari fram milli hans og þeirra miklar umræður um störf mfn og framkomu, og séu þær allar sér til styrktar en mér til óþurftar og Ittilsvirðingar. En óþarfi er að geta þess, að þessi imyndunar skáldskapar róg- burður er talinn sigla undir kaf- bátsmerkinu ,HageIin‘, og hefir við engin rök að styðjast. Hann er búinn til í vændræðafálmi I róg- verksmiðjunni, f því skyni að hægt sé að blekkja einhvern til að taka það sem góða og gilda vöru, eftir að þessi leigulygatól hafi þrástag- ast á ágæti hans. Sýnir Hannibal glögglega les- endum sínum, hve varnarfár og vopnasmár hann er veslingurinn þegar hann hefir ekkert fyrir sig að bera annað en útþynningu á eldri rógburði sínum og máttlaus heiftstola svlvirðingarorð. Ná rottan: Svo djúpt sekkur Hanniba! i þessari grein sinni, að hann gerist ná rotta, og nagar þar og nagar með beztu lyst. Legst hann á löngu látinn sóma- mann, sem ber þá einu sök f augum Hannibals að hafa verið hálfnafni minn. Notar hann til svfvirðingar á þennan látna mann óvildaidóm efttr Bened. Gröndal skáld, sem mótmæit var strax og dómur Gröndal6 birtisl, og vitan- lega á sér enga stoð i veruleik- anum. Með því aö gerast ná rotta hefir H. V. opinberað svo eðli sitt og innræti, að óþarfi er á þvi að viliast héðan af. Arngr. „Þar drápum við einn “. Tveir Sjálfstæðismenn voru að tala saman á götu fyrir fáum dög- um. Í þvt bili fóru nokkrir fylgis- menn Hannibals fram hjá og drógu stóran tóman steða eftir sér. Drógu þeir sleðann harkalega á fót annars mannsins og héldu sföan áfram með þessum ummæl- um eins þeirra, sem er roskinn maður að aldri og mætti vera ráðsettur: ,Þar drápum við einn“. — Er þessa gelið til þess að sýna það innræti, er Hannibal temur flokki sinum. Vel „forþént“. Svo mæla sumir, að rógsiðju- höldur Skutuls Hannibal Valde- marsson fái bráðlega vel forþénta hvlld. Telja flestir vel til fundið, að við bak hans sé lagður haugur af rógi, lygi og baknagi sem hann heffr framið um æfidaga sina; svæfill ósannindanna til höfða og alþýðuástin til fóta, en sorpvlsur siðasta Skutuls um nafngreinda menn I Álftafirði leggist á brjóst hans, sem makleg æfiminning þessa sorpritara. X. Eintal sálarinnar. Hannibal birtir i sfðasta Skuti- inum eintal sjúkrar sálar sinnar er hann nefnir: samtal við sjómann f Súðavik. Er samtal þetta þrungið sama varmennissjúkleikanum og önnur skrif hans. Er útvegsmönn- um í Álftafirði gerð sú getsök, að aðalástæðan tii þess að samningar við sjómenn hafi ekki tekist sé sú krafa, að sjómenn geti haft trún- aðarmenn við aflaskiNin. Er þvf bætt við til áréttingar um getsök þessa, að útvegsmenn f Álftafirði hafi undanfarið stolið margvisiega af skipverjum sinum. — Margur heldur mann af sér Hannibal sæll! Til Skutulsgemlingsins Hennibals Valdemarssonar, Sýndu nú dug en engan merar- hug og nafngreindu skýrt og skil- merkilega bónda þann, er þú kallar horfelliskóng og skepnunfðing f siðasta Skutli. Eftir montrembingi þeim sem grein þessi er uppþemdb af ætti svo sem ekki að skorta sannanir. Hitt mun öllum ljóst, að það eru svo vesalir andlegir og Hkamlegir horgemlingar, sem t skjóli nafnleysis bera fram sifkar sakir án allra sannana, að þeirn er ekki einu sinni lifvænt i hjóna- herbergi Framsóknar og sósialista, þólt fitaöir séu af arðráni almenn- ings og hagsmunum rfkis- og bæjarfélaga. Skitugemlingar hafa verið algengir slöari árin, eins og kunnugt er, en engan hefi eg séð né heyrt getið um sem er jafn mikill óþrifa- og pestar-gemlingur og Skutulsgemlingurinn. Þáð er eins og mannvonskan, heigulshátt- urinn og heimskan leki þar úr hverju hári. Ef þeir Hagalín & Co. hafa ekki sómatilfinningu til þess að færa gemling þcnnan af almannafærí verður honum leitað lækninga á annan hátt. Arngr. Fr. Bjarnason. Frá ófriðnum í Afríku er fátt merkilegt þessa viku. ítalir hafa þokað herfylkjum sfn- um lengra inn i Abessinfu á öllum vigstöðvum. Vopn streyma nú til Abessinfu úr öllum áttum. Nýlega fengu þeir i einu 200 þúsundir rifia. f Tékko- Slovakiu einni hefir Abessinía þegar keypt vopn fyrir um 7Va milj. króna. Refsiaðgerðirnargegn ftaliu eiga aö koma til framkvæmda 18. þ.m. Franskir kaupsýslumenn hafa mótmælt refsiaðgerðunum, og krafist bóta fyrir tjón þaö, sem þær hafa bakað þeim. Margar greinar biða næsta blaðs.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.