Vesturland - 09.11.1935, Side 3
175
VESTURLAND
smjöplíki ex* Ij 11 ffengasta
i 0 w 0
0 Vitamín! Vitamín! u.
:0 í alla fæðu hrópa nútímavísindin. 0:
•p í samræmi við það er nú bæði *
09 o Sólar sm j örlíki M> W
w Og M*
1 U Stjörnnsmjöriiki Q>
68 fH blandað vitamíni eftir nýjustu og
'O fullkomnustu aðferðum. H.í. Smjörlikisgerð ísafjarðar.
Bæja- og sveitastjórnar-
kosningar í Englandi,
Jafnaðarmenn biða stórkostlegan
ósigur.
Úrslit baeja’ sveitastjórnarkosn-
inga i Englandi urðu kunn 2. þ.
m. Fóru þær svo, að Ihaldsmenn
unnu 32 sæti; jafnaðarmenn töp-
uðu 24; frjáislyndi flokkurinn 6 og
óháðir 2.
Telja flestir að úrslit þingkosn-
inganna muni mjög verða á sama
veg og I þessum kosningum, og
að Þjóðstjórninni munr aukast
mjðg fylgi.
Úr samtali: Skólagjöldin.
— Bágt gengur ykkur lærdóm-
urinn. Þú ert nú búinn að vera
6 mánuði við sjúkrahúsið, og veizt
þó ekki hvaðan það fær tekjurnar,
—- þó er skólagjaldið fyrir þig 5
þúsund krónur á ári.
— En bolsanáttúran í mér bætir
upp gáfurnar.
— Ojá. Betur gekk þó Balan-
um, enda var skólagjaldið fyrir
hann 18 þús. kr. fyrir rúma tvo
mánuði. Hann veiddi þó vottorðin.
— En skótagjald Finna?
— Það verður sennilega um
200 þús. krónur, enda er lengstur
skólatiminn hjá honum, og nú er
hann okkur jafn dýrmætur og
karfinu, en var áður eins og verð-
laus Blágóma.
— Hver hefir nú borgað öll
þessi skólagjöld?
— Auðvitað fólkið, sem liefir
verið svo trúgjarnt að trúa blekk-
ingum okkar?
— Og heldurðu að þetta gangi
til lengdar?
— Það veit eg nú ekki, en það
er vlst að þið eruð engir viðvan-
ingar I að ljúga að fólkinu, enda
mætti fyr vera, eftir að hafa borg-
að öll þessi skólagjöld fyrir ykkur.
Heyrandi í holti.
Mænusóttin breiðist enn út
hér nærendis.
Að Látrum i Aðalvik hafa ný-
lega komið upp 3 mænusóttartil-
felli.
Skarlatssótt
hefir og stungiö sér niður i
Þvercfal i Aðalvfk.
f Jón Barðason skipstjóri
féll út af vélb. Þóri 27. f; m.
og druknaði. Var báturinn á leið
með flutning frá Reykjavlk til
hafna á Snæfellsnesi og var kom-
inn langt út á Faxaflóa, er slysið
vildi til, er varð með þeim bætti,
að alda reið undir skipið, er Jón
sái. var að ganga til stýrishúss,
og kastaði honum útbyrðis.
Jón var kvæntur Jónu Valde-
marsdóttur frá Hnifsdal og áttu
þau mörg börn. Jón var lengi
foimaður hér vestra, og var dugn-
aðar formaður og dáðadrengur.
Fjöldi fólks
vfðsvegar f bænum hefir kvartaö
við blaðið undan skemdum og
áreitni margskonar á eignir sínar.
Einkum kveður mikið að þessu
i útjöðrum bæjarins. Qirðingar
um tún og garða hér í hllðinni
hafa Iftinn frið fyrir ýmiskonar
skemdum. Klefar í bátum í báta-
höfninni hafa verið brotnir upp,
og fyrir skemstu var stolið langri
keðju með þungu atkeri hér við
Sundin. Snjókast og grjótkast
dynur bæði á ibúðarhúsutn og
útihúsum, og veldttr bæði skemd-
um og óþægindum.
Síldarverðið
erlendis, einkum í Þýzkalandi er
mjög hátt, og verðið talið fast.
Smásíld sú, er Norðmenn hafa
selt Isaða til Cuxhaven, hefir verið
seld um 10 R.M. hver 50 kgr., og
hefir innflutningurinn hvergi nærri
fullnægl eftirspurninni.
Stormar hafa hamlað síldveið-
um, bæði I Noregi og Sviþjóð.
Veiði þýzka sfldarflotans hefir
og verið með minsta tnóti siðasla
hálfan mánuðinn.
Þrátt fyrir að Faxaflóasíldin er
nú magrari en áður, er enn viss
sala á henni fyrir mjög sæmilegt
verð.
Ólafur Sigurðsson
húsm. f Hnifsdal lézt 31. f. m.;
82 ára að aldri.
Verzlunarþing
verður háð I Reykjavik 10.—13.
þ. m. Hafa kaupsýslumenn víðs-
vegar um land sent fulltrúa á
þingið. Einar Guðmundsson klæð-
skeri er fulltrúi kaupsýslumanna
hér á þinginu.
Lögtak
á ógreiddum sóloiar- og kirkjugjöldum ísafjarð-
arsóknar hefir bæjarlogeti úrskurðað, og' verða
því ofanskráð gjöld afhent til lögtaks að átta
dögum liðnum.
ísafirði, 9. nóvember 1935.
Sóknapnefndin.
Útsogið kosningaflesk.
Allir bæjarbúar kannast við otíu-
uppfyllingu þá við Mjósundin, er
sósarnir hérna hömpuðu svo kröft
uglega, að þeir réðu menn til
vinnu við hana um síðustu bæjar-
stjórnarkosningar. Sfðan átti alt
af að byrja að vinna i þeim og
þeim mánuðinum, og alt af var
bæjarstjórn að breyta skilyrðum
um uppfyllinguna í hag oifufélags
Héðins & Co. Nú loks má telja
að þetta kosningaflesk sé útsogið
tii fulls, þvf bolsarnir sjálfir telja
nú víst að ekkert verði af fram-
kvæmdum að sinni.
Skráning atvinnulaura
fór fram hér 1 .-4. þ.m. Skraðir votu
131 karhnaður og 10 kvenmenn.
Puliyrða má, svo alment sem at-
vinnuieysi er hér nú og hefir verið
um iangan tíma, að þessi skrán-
ing gefur alranga hugmynd um
atvinnuleysið. Má telja að tala
atvinnulausra karla geti ekki verið
lægri en 2—300.
Stökur.
Álftfirðingar áttu þjón,
einn, sern vildi góla,
halurinn sá heitir Jón
Helgi, og nefndur bjóla.
Lasið þótti ljóðastím
litlum skaða veldur
Árna Halldór eöa Grim
Áka varla heldur.
Veita ljóð þin litla bót
lasin samdi æra
áíerðar er ætíð Ijót
illa rökuð gæra.
Gæðarýr er scggur sá,
sem vill aðra níða;
á til sjálfur æði fá
orð sem mannorð prýða.
S. Þ. G.
Norsk Hydro A.S.,
félagið er vinnur saltpétursáburð
úr ioftinu við Rjukanfossana í
Noregi, hefir um mörg ár unnið
að tilraunum með áburð, er inni-
heldur öll næringarefni er jurtir
þarfnast, svo sem saltpétur, tosfór,
kali og kalk. Hefir félaginu nú
tekist þetta og áburðurinn verið
reyndur i Noregi og líkað þar vel;
nefna Norðm. hann „fullgjödning",
o: alhliða áburð. Næsta vor verður
áburður þessi á boðstólum, en
ekki er gert ráð fyrír meiri fram-
leiðslu en þörf er tyrir f Noregi.
Bermaline-brauðin
eru h’ o 11, v i t a m í n r í k og
bragðgóð. — Fást aðeins f
Norskabakaríinu.
eeiiii.tíuuur fyiír hatiðar, eiu viu-
sau.leeusi. beðnir að tala við
uiig seui fyist.
Baarregaard tannlæknir.
Simi 135.
Uúkliluðan er byrg á ný
8cin bakkafullur lækur.
Kvöldin lengjast, koniið þvi
og kaupið þessar bækur:
Sjálfstætt fólk II. bindi eftir Halld.
K. Laxnes.
Börn jarðar eftir Kristmann Guð-
mundsson.
í ieikslok 2. bindi, sögur eftir Axel
Thorsteinsson.
Sögur eftir Elínborgu Lárusdóttur.
Ljósmyndin eftir Skugga.
Stórveldi —-----------
Þýddar sögur o. fl. bækur:
Hér skeður aldrei neitt. — Sunnef-
urnar þrjár. — Ósýnilegi maðurinn.
— Á vængjum morgunroðans. —
Siunginn þjófur. — Krónuútgáfan
3. hefti. — Silja. — Bíbí, unglinga-
saga.
Þýzk verzlunarbréf. — Lögskráð
dagsgengi eftir Böðvar Bjarkan.
Bókaverzlun
Jónasar Tómassonar.
Ilelderleiðangurinn,
sem undanfarin ár hefir stuud-
að veiðar með móðurskipum við
Grænland og í Beringssundi, kom
heim til Noregs í byrjun f. m.
Veiðin s. 1. sumar gekk illa; þó
er talið að meðaitekjur fiskimanna
við leiðangur þennan verði um
800 krónur.
Þjóðutn sem stunda lúðuveiðar
á áðurnefndum stöðum fjölgar
stöðugt. í sumar stunduðu þar
veiðar íneð móðurskipum Eng-
lendingar og Norðmenn, og auk
þeirra á einstökum skipum: Spán-
verjar, Portúgalar, Frakkar, Þjóð-
verjar og Færeyingar.
Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason.