Vesturland

Volume

Vesturland - 11.03.1939, Page 1

Vesturland - 11.03.1939, Page 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XVI. árgangur. ísafjörður, 11. marz 1939. 10. tölublað. Tilboð um 55 milj. króna nýtt rikislán. Samkvæmt fréttum frá Reykjavík hefir enskur fjármálamaður, Mr. Ried, boðið íslenzku ríkisstjórninni milligöngu sina til útveg- unar á 21/* milj. sterl.pd. ríkisláni í Ameríku, Ekkert hefir verið birt opinberlega um væntanleg lánskjör, en Vilhjálmi Þór bankastjóra falið að vera fulltrúi ríkisstjórnarinnar, ef til lántöku kemur. Bik&pinn fuilurT Þupkvíin tóml Rafveita ísafjarðar, sem þegar fyrir handvömm hefir kostað á aðra miljón króna, fullnægir ekki lengur sínum tilgangi, því bærinn er þessa dagana rafmagnslaus mikinn part sólarhringsins. Framfærzlukostnaður á ísafirði 1938. Bæjarstjóri hefir látið gera skýrslu um framfærslukostnaðinn hér í bænum síðastl. ár. Alls hefir framfærslukostnaður numið nettó kr. 131262.50, og skiftist hann þannig: 1. Fjölskylduframfærsla: 127 fjölskyldur með alls á fram- færi 621 manns, þar af313börn innan 16 ára aldurs oglOgam- almenni kr.31520.13 2. Húsaleiguábyrgðir: a. í húsum bæjarins kr. 8583.75 b. Annarstaðar kr. 16593.00 3. Gamalmenni: a. ÁEUiheimilinu28kr.23340.50 b. Utan þess 21 — 7349.02 3. Barnsmeðlög: 22ja barnsfeðra kr. 11714.93 4. Sjúkrakostnaður: a. 21 berklasjúkling.— 5716.00 b. Annar sjúkrak. — 7069.59 6. Sjúkrasamlagsgj.— 2518.10 7. Fávitar og geðveikt fólk: a. Ágeðveikradeildkr. 8475.00 b. Annarstaðar — 4440.05 8. Kostnaður við stj. fátækramála kr. 5032.43 Alls eru það um 720 bæjar- búar, sem hafa notið styrks að meira eða minna leyti sfðastl. ár, samkvæmt skýrslunni. Af þessum hóp eru 115 einstaklingar, á ýmsum aldri, margir sæmilega vinnufærir. Samkvæmt skýrslu bæjarstjór- ans er það meira en fjórði hver bæjarbúi, sem notið hefir fram- færslustyrks siðastl. ár. Hljóta allir að sjá, að það er siður en svo glæsilegt ástand. Á þvi hefir þótt bera siðustu árin, að þurfalingar séu iátnir sitja fyrir um störf og atvinnu hjá bæjarsjóði. Á þann hátt má vitanlega halda nokkuð niðri fátækrakostnaðinum, en þrengir jafnframt að vinnumöguleikum verkamanna sem bjarga sér sjálfir. Fróðlegt væri að ransaka hvað margir bæjarbúar standa undir gjaldþoli bæjarbúa, og hver sé ómegð þeirra. Árangur slíkrar ransóknar væri mörgum þarflegt umhugsunarefni. Það er skylt og sjálísagt, að búið sé vel að börnum, gamal- mennum og sjúklingum, sem verða að þiggja opinbert fé til framfæris, en þeir, sem vinnu- færir eru, verða að bjarga sér sem hægt er. Fossavatnshlaupið. Fossavatnshlaupið fór fram siðastl. sunnudag, 5. þ. m. Veður var gott og fjöldi áhorfenda. — Úrslit urðu þessi: Gísli Kristjánsson 1 kist. 22,35 Sigurður Jónsson 1 — 26.54 Sigurjón Halldórss. 1 — .30.33 Halldór Sveinbjörns 1 — 30.52 Sveinbj. Kristjánss. 1 — 32.14 Guðm. Sveinsson 1 — 35.14 Páll Jörundsson 1 — 36.17 Sigurður Baldvinss. 1 — 36.18 Pétur Pétursson 1 — 37.31 Þorsteinn Einarsson 1 — 38.21 Bjarni Halldórsson gekk úr leik vegna óhapps. 1., 2., 4., 5., 7. og 8. kepp- endanna eru úr skátafél. Ein- herjar, 3. og 6. úr ungm.fél. Ár- manni i Skutulsfirði, og 10. úr Skíðafélagi ísafjarðar. Vegalengdin var um 18 km. og byrjuðu keppendur innanvert við Sjónarhæð, slðan var fylgt vegi hér inn með firðinum, og þvert yfir Engidal, ré'tt fyrir fram- an Kirkjubólsbæinn, og svo upp og fram f Fossahliðina. Sfðan niður með Helgafelli að Rafstöð- inni á Fossum, og þaðan sem leið liggur, þar sem hlaupið hófst. Áhorfendur fögnuðu sklðaköpp- unum kröftuglega. Sérstaklega er sigur Einherja glæsilegur, enda hafa þeir æft sig vel og kapp- samlega. Kept verður um Thulebikarinn 25. þ. m. Er það 18 km. kapp- ganga. Fer mótið fram f Hvera- dölum. 26. fer þar einnig fram kepni I svigi. Ráðgert er að Einherjar sendi flokk manna á mót þetta. Geta góðviljaðir menn, sem vilja styrkja för þessa, gefið sig fram i Bók- hlöðunni. Landsmót skiðamanna verður hér á ísafirði í sambandi við Skíðavikuna. Má búast við, að þá komi hingað fjöldi skfðafólks, þó eru skipaferðir svo óhentug- ar að reyna verður að útvega sérstakt skip til flutnings á skíða- fólkinu. Skiðfarir aukast nú um land alt, og munu nú mest stundaðar af öllum útiíþróttum, enda er þar bæði um holla og gagnlega iþrótt að ræða, fþrótt sem hvetur til dáða og hreysti og leiðir æsku- manninn frá glaumi og glysi í faðm islenzkrar fjallanáttúru. Götulýsing er hætt. Iðnaður- inn er lamaður, að eins með höppum og giöppum er rafmagn til ljósa og suðu, og komi ekki það óvænta happ fyrir, að það geri asahláku, getur þetta ástand varað 1—2 mánuði eða jafn vel lengur. Ofan á margskonar óþæg- indi fyrir alla bæjarbúa og stór- tjón sumra, mega þeir, sem hafa verið svo einfaldir, að treysta orðum forráðamanna þessa bæjar búa sig undir það fyrst um sinn að þurfa að sitja í myrkri og kulda heima hjá sér, og borða hrátt. Slíkt er menningarástand ísa- fjarðar undir stjórn sósialista, og ef að er fundið berja þeir blá- kalt fram, að allar aðfinslur séu lygi og svivirðileg árás, þvf ,þetta er glæsileg útkoma á fyrsta heilu rekstursári rafveitunnar"!! eins og Guðm. G. Kristjánsson, vaðandi f villu og svfma, ber á borð fyrir bæjarbúa í Skutli. Allir menn gera einhverjar vit- leysur, en það er óbrigðult ein- kenni smámenna, að þeir viður- kenna aldrei mistökin, heldur reyna 1 lif og blóð að ljúga sig frá þeim og uppfyllast hroka og heift, berja sér á brjóst og segja „guð eg þakka þér — —“, ef einhver vogar sér að benda á þau. Hnífsdælingar. ísafjarðarbúar eru, sem von- legt er, gramir út í forráðamenn- ina, og engum manni með full- komnu viti, og sem lætur sig hag bæjarfélagsins nokkru skifta, kemur til hugar, að fela þessum mönnum trúnaðarstörf eftir þessa frammistöðu. — En hvað segja Hnifsdælingar. Þeir hafa verið enn ver leiknir, þvi með eindæma frekju var þeim meinað að hafa fulitrúa I rafveitustjórninni. Það eina, sem sósialistarnir ísfirzku leyfa þeim, er að horfa á allar vitleysurnar, sem gerðar hafa verið og hafa svo ánægjuna af að standa f ábyrgð fyrir allri súpunni! Væri eg Hnífsdælingur myndi eg tauta eitthvað I hálfum hljóðum, ef eg heyrði nefndan sósialista fyrstu árin. í siðustu Skutulsgrein hr. Guðm. G. Kristjánssonar er bókstaflega ekkert, sem er svaravert. Þó er það eftirtektarvert, að hann setur þá menn á bekk með Molbúum, sem láta sér koma til hugar, að rafveitan greiði sina reikninga. Þetta talar sínu máli. Og mér er engin launung á þvf, að er eg fyrst sá auglýsingu um hækkun á hitaverðinu, þá hélt eg að þetta væri eitt af þessum gáfulegu fjár- aflaplönum sósialistanna, og al- veg í samræmi við það traust, er eg bar til þeirra, þvl hingað til hafa þeirra allsherjarráð til viðreisnar verið þau, að hækka og hækka alla skatta og tolia, án minstu hugsunar um það, hvort framleiðsla eða íbúar gætu undir því staðið, enda er nú svo komið að gullhænunni virðist slátrað. Hinu var eg grandalaus fyrir, að það hneyksli gæti kom- ið fyrir að um vatnsskort væri að ræða, og er eg sannfrétti það rauk eg f fússinu til, og skrifaði mfna fyrstu grein um þetta mál. í Skutli ei eg átalinn fyrir að koma með persónulegar áfásir

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.