Vesturland

Volume

Vesturland - 27.05.1939, Page 3

Vesturland - 27.05.1939, Page 3
VESTURLAND 85 Hagalín, hvort eg sé ekki vit- laus, er það gert i þeim eina tilgangi, að geta látið lýð sinn og þjónustuanda hrópa það á strætum og gatnamótum, og þá einkanlega á eftir eldri og yngri börnum minum, ef að vanda iætur. Svo kemur hið glottandi refkeiluandlit, sem stendur í skugga eða skúmaskoti, sér og heyrir þetta eða lætur færa sér fréttir af þvi, en þykist alveg sýkn og hreinn þegar hann á að standa íyrir dómi gerða sinna gagnvart almenningi. En það er alveg vonlaust hjá professornum, að honum takist að blekkja nokkurn skynberandi mann með því að setja upp sak- leysisgrimuna, hvort heldur hann ber hana vegna sjálfs sln eða samherja sinna. Spurning pro- fessorsdótturinnar, hvort eg sé ekki vitlaus — og tilraun hans til þess að koma því inn hjá almenningi snertir vitanlega engu síður konu mina eða börn en sjáifan mig. Svo er einnig um uppnefni og aðrar svivirðingar þeirra í minn garð. Að minsta kosti kváðu Hagalín og sam- herjar hans óhikað upp þann dóm, þegar geðveikisárásin var gerð á Jónas Jónsson alþm., að hún væri svivirðileg árás á fjöl- skyldu hans, konu, börn og nánustu aðstandendur. Það er máske af þvi að börn Jónasar hafi verið fieiri eða haft veikari aðstöðu, sem þau hafa nú í aug- um Hagalíns átt að hafa ein- hvern yfirrétt fram yfir min börn, eða þá ný tegund af kristilegri rækjusósujafnaðarmensku, sem þeir Hagalín & Co. hafa nú soðið saman, og vilja beita gegn konu minni og börnum. Professor Hagalfn skrifar nú mikið um að ritstjóri verði að taka afleiðingum verka sinna. Já, Hagalín sæll. Vertu viss um að frá þeim sleppur þú ekki, þótt þú þykist nú báðum fótum fastur í jötu standa. Vaðall hans um ritstjórn mína er sjálfsagt i sam- bandi við þau vinmæli, er hann gerir sér tið við ýmsa Sjálfstæðis- menn hér nú. Mun eiga að skilja þau svo, sem hann sé að faia sér ritstjórn Vesturlands, og ferst honum það jafn prúðmannlega og hann er maður til. Min vegna er professornum óhætt að halda áfram sfnu róg- burðar- og svívirðingar-Iúalagi. Eg mun engrar vægðar af hon- um eða samherjum hans biðjast, fremur en eg hefi gert hingað til, þótt 2, 3 og 4, og stundum ölí rauða hersingin hérna, hafi hangið á mér f einu. En það mun euginh lá mér, nema Haga- lin einn, þótt maður hristi af sér slika óværð og þrífi stundum i hnakkadrembið á þeim, þegar þeir gerast fram úr hófi áleitnir með hælbitið. Arngr. Fr. Bjarnason. Jónas Jónasson frá Æðey lézt á Landakotsspítalanum í Rvík 21. þ. m. Banamein hans var krabbamein í baki. Jónas var fæddur i Svansvík f Reykjarfjarðarhreppi 3. ág. 1875 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Um tvitugt réðist Jónas f vinnu- mensku hjá sr. Stefáni Stephen- sen prófasti f Vatnsfirði, og var formaður á útvegi hans. 1. nóv. 1907 kvæntist Jónas Elísabetu Guðmundsdóttur (Rós- inkarssonar i Æðey). Áttu þau ekki barna, en ólu upp 2 fóstur- dætur: Olgu, konu Jens Hólm- geirssonar bæjarstjóra, og Guð- rúnu Lárusdóttir. Jónas sál. var sóma- og dugn- aðarmaður, þrifinn og útsjónar- samur og komst jafnan vel af. Fáskiftinn og hæglátur í fram- göngu, vinfastur og tryggur. Hafnarbætur í sumar. í sumar verður unnið að við- gerð á öldubrjótnum í Bolunga- vik. Er ráðgert að unnið verði þar fyrir 25 þúsund krónur, og var hafnarvinnan hafin i byrjun þessarar viku. I Súgandafirði verður í sumar haldið áfram með hafnargerðina þar. Er ráðgert að vinna þar fyrir 20 þúsund krónur. I Dalvík við Eyjafjörð verður byrjað á hafnargerð i sumar, og unnið fyrir um 100 þús. krónur. Er áætlað að sú hafnargerð kosti um 450 þús. króna. Á Siglufirði verður unnið að framlengingu sjóvarnargarðsins og ráðgert að unnið verði fyrir 60 þúsund krónur. Hafnargerðinni á Sauðárkróki á að verða lokið i sumar og bú- ist við að þar verði unnið fyrir 100 þús. kr. Kostar hafnargerðin þar þá alls um 750 þús. kr. Unnið verður að hafnarbótum á nokkrum öðrum stöðum fyrir tiltölulega smáar upphæðir. « Hnifsdælingar liða önn mikla vegna aðgrynnis við bátabryggj- una i Skeljavik. Þarf nauðsyn- lega að dýpka við bryggjuna og einnig að lengja hana nokkuð, svo hennar verði fuli not. Sýn- ist einsætt að dýpkað verði við bryggjuna i sumar, hvað sem framlengingu liður fyrst um sinn. Með góðum tækjum ætti dýkun- in að vera bæði auðunnin og ódýr, og hentugt að láta fram- kvæma hana um leið og viðtæk hafnarvinna fer fratn á nálægum stöðum. Er og full þörf á dýpk- un og hreinsun innanvert við öldubrjótinn I Bolungavik, og einnig á innsiglingarleiðinni á höfnina hér. Væri athugandi hver kostnaðurinn þyrfti að verða, ef dýpkunarskip ynni verkið. Sjálf- sagt yrði hentugra og ódýrara^ að unnið verði samsumars á öll- um stöðunum. Þjóðin, tímarit Sjálfst.m. 6. hefti 1. árg. er nýkomið út. Efnið er þetta: Tildrög og sam- þykt sambandslaganna, eftir Sig. Kristjánsson alþm.; Á sildveiðum, eftir Bárð Jakobsson stud. jur.; Fréttabálkur frá útlöndum, eftir Guðm. Benediktsson; Tvær stefn- ur, eftir Jóhann Hafstein stud. jur. Er þar lýst reynslu Englendinga af stefnu sósíalista og íhalds- manna. Um Mustafa Kemal Ata- lurk, einræðisherra Tyrklands. — Framhald af sögunni Kvennjósn- arinn og fróðleiksmolar. Útvarpsumræður um stjórnmál fóru frain 23. þ. m. Ræðu atvinnumálaráðherra flutti Thor Thors, sökum veik- inda Ólafs bróður síns. Aðrir ræðumenn voru: Jakob Möller fjármálaráðh., Hermann Jónas- son forsætisráðh., Eysteinn Jóns- son viðskiftamálaráðh., Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðh., Haraldur Guðmundsson forstj., sr. Þorsteinn Briern og Einar Olgeirsson. Fátt eða ekkert nýtt var á umræðum þessum að græða. Ólafur Guðjónsson útgerðarm. fékk fyrir skömmu um 1000 tunnur af síld í ádrætti I ísafjarðarbotni. Hefir þá Ólaf- ur veitt þarna i vor um 1700 tunnur. Botnv. Gullfoss, eign Magnús- ar Andréssonar stórkaupm., tók hér um 350 tn. af hinni ný- veiddu síld og verður hún seld í Þýzkalandi. Sagt er að sildin sé keypt hér fyrir sæmilegt verð. í síðustu veiðiför botnv. Skutuls, er hann var að veiðum um 12 sjómílur út af Horni, kom skipsflak i botn- vörpuna. Komst það að mestu heilt upp í sjómál, en þá slitn- aði annar dráttarstrengurinn og hrundiþá flakið saman. Sæmund- ur Sæmmundsson skipstjóri (frá Srærri-Árskógi) getur til að flak þetta hafi verið skipið „Storm- ur“ frá Galmarstöðum í Eyja- firði, er fórst í hákarlalegu fyrir um 40 árum, eimnitt á þessutn slóðum, að því talið er. „Stormur" var um 25 smál. að stærð, eign Magnúsar i Fagra- skógi, en skipstjóri var Jón Magnússon frá Karlsá í Ólafs- firði, mesti dugnaðar- og ákafa- maður. „Stormur" fórst i fyrstu veiði- för sinni, og bendir bandaruslið úr flakinu, er Skutull fékk til þess, að um nýlegt skip hafi verið að ræða, þvi saumurinn er litið tærður. Mikil gróðrartíð undanfarið, og í heild er þetta eitthvert mesta gæðavor hér vestanlands. Húrra krakki verður leikinn í Templarahús- inu annan hvltasunnudag. Tvær sýningar: Kl. 5 alþýðusýning (Iækkað verð) og kl. 8’/a venjulegt verð. Skemtilegasta og hlægilegasta leiksýning, sem sézt hefir á ísafirði. Aðgöngumiðar seldir i Gúttó. Síðasta sinn. Umbúðapappír í 20, 40 og 57 cm. rúllum er kominn. — Einnig brauðaum- búðapappír. Jónas Tómasson. Húrra krakki héíir nú verið sýndur hér i bænum 6 sinnum, oftast fyrir fullu húsi. Á fimtudag var leik- urinn sýndur tvisvar f Bolunga- vík. Á annan dag hvítasunnu verða hér tvær sýningar á þess- utn þjóðkunna gamanleik. Kl. 5 siðd. alþýðusýning, lækkað verð, og kl. 8V2 síðd., venjulegt verð. Það er einróma dómur þeirra, sem sótt hafa þessar leiksýn- ingar, að betur samæfður og skeintilegri leikur hafi ekki sézt hér á ísafirði, og að Haraldur Á. Sigurðsson sé alveg ómót- stæðilegur. Reykjanesföp. Vélstjórafélag ísafjarðar gengst fyrir skemtiferðum í Reykjanes nú um hvítasunnuna. Fyrri ferð- in er ráðgerð i kvöld, og hin kl. 8 f. h. á annan hvítasunnu- dag. Hafiiði Þórðarson, bóndi að Neðri-Bakka I Langa- dal, andaðist 17. þ. m., 64 ára gamall. Hafliði bjó allati sinn búskap að Neðri-Bakka, og hafði myndarbú þótt smátt væri. Gest- risinn og greiðvikinn; stálminn- ugur og fróður. Ekkja Hafliða er Kristin Bjarna- dóttir. Eignuðust þau 1 son, Þórð, er andaðist um tvítugs- aldur; mesta mannsefni. Guðný Jónsdóttir (Jónatanssonar skálds í Fola- fæti) ráðskona Guðjóns Hall- dórss. í Fremri-Arnardal andaðist 13. þ. m. úr krabbameini. Dugn- aðar- og myndar-kona. Prentstofan Isrún.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.