Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 27.05.1939, Qupperneq 4

Vesturland - 27.05.1939, Qupperneq 4
VESTURLANb 86 Sveinsina Magnúsd, Bolungavík. Fædd 17. mal 1854. Dáin 30. apríl 1939. Kveðja frá systkynunum. Þegar sumarsólin bjarta sveipar fold. Vonir lifna, viðkvæm blómin vakna úr mold. Lofum kærleiks Guð sem glæðir gróður mátt. Hönd hans leiðir alt sem hefur andardrátt. Margir lifa og svíður sáran sorgar und. Aðrir ganga Guðs að vilja í grafar blund. Þeim sem eiga örðug kjör og eyddan þrótt. Verður sælt hið síðsta kvöld að sofna rótt. Áðan barst mér elsku móðir andlát þitt. Er við iífsins sár og sviða sálin kvitt. Ógnar mörgum örlaganna aldan grimm. Sem að eiga ár að baki áttaíu og fimm. Mótgangs aldan örðug var frá æsku tið. En aidrei léztu lama kjarkinn lífsins strið. Þú treystir örugg á þann mátt sem örlög skóp. Með ráðdeiid gaztu bjargað þinum barna hóp. Þú sýndir fágætt þrek í þraut á þinni för. Og bjartsýninnar ijósið létti lífs þins kjör. Þú geymdir traust I gleði og sorg á Guðs þfns mátt. Sifelt stefndi sálin hrein í sólarátt. Aitaf barstu börnum þínum birtu og yl. Kærleiks meira móður hjarta mun ei til. Þú kaust þér ei að komast hátt með krónuást. En geymdir nægan andans auð sem aldrei brást. Fram f dauða varstu að verki vinnu djörf. Lýstu alúð árvekninnar öll þin Störf. Lof þitt inst í okkar hjörtum aldrei dvin. En fáa mundi fýsa að ganga í fótspor þin. Eg veit þú hefir gengið glöð á Guðs þfns fund. Og fengið sæl að sofna rótt hinn siðsta blund. Því þung er lifsins þyrni leið með þrekið eitt. Þín vinnudjarfa víkings hönd hún var svo þreytt. Ó, við þökkum elsku móðir öll þin spor. Yfir þér vaki í æðra heimi eilift vor. Við endir lífsins aftur tengjast ástabönd. Þá leiðir okkar liggja saman ljóss á strönd. Þú kendir okkur bezt að biðja bænarmál. Það hjálpar okkur, hrekur burtu harm úr sál. Við látum þennan Ijóða sveig á legstað þinn. Hjartans mamma! Hjartans kveðju hinsta sinn. G. Ól. Elísabet Þorsteinsdóttir andaðist hér í Sjúkrahúsinu 20. þ. m. Hún var fædd ll.júlí 1875 að Görðum á Álftanesi, en hafði lengi dvalið hér í bænum. Elísabet var ógift og barnlaus. Greind og prúð kona. Matthías Hreiðarsson (Geirdals verzl.stj. hér) hefir nýlega Iokið fullnaðarprófi í tann- lækningum við háskólann í Ham- borg með I. einkunn. Gengu 11 undir próf í þetta sinn, en 7 féilu. Vélbáturinn Valbjörn, skipstjóri Jón Kristjánsson, hef- ir 1375 hlut á vetrar- og vorver- tíð. — Er hann hlutarhæztur af stærri vélbátunum. Fiskafli er enn góður hér i Djúpinu hjá þeim bátum, sem ná f skel- fisk til beitu, en fremur tregur afli á sild. Mikil aflahrota kom nú i Hest- eyrarfjörð eins og undanfarin vor og sótti þangað fjöldi báta um tlma. Friðun Faxaflóa. Eitthvert mesta áhugamál is- lenzkra sjómanna er aðfáFaxa- flóa friðaðan fyrir botnvörpu- veiðum. Hafa vísindalegar ran- sóknir um mergð nytjafiska og annað dýralíf í Faxaflóa staðfest þá skoðun, að þar séu þýðingar- og víðáttu-miklar uppeldisstöðvar nytjafiska. Árni Friðriksson fiskifræðingur er ritari nefndar þeirrar, er vinn- ur að ransóknum til undirbún- ings friðunar Faxaflóa og segist honum svo frá horfum málsins: Faxaflóamálinu hefir verið vel lekið meðal vísindamanna Ev- rópu og samúð þcirra með þvl fer sífelt vaxandi. Eins og nú standa sakir get eg ekki annað séð, en að sterkar líkur séu til þess, að Alþjóðahafransóknaráð- ið mælí með friðuninni, en ef svo fer, sem eg vona, þá er svo komið, að hafransóknavisindin i álfunni standa á bak við við- leitnina til að friða Faxafióa. Ekki má búast við endanleg- um ákvörðunum i málinu fyr en einhvern tíma á næsta ári. j)|IIIIIIII!II!IIIIIII|||I!II!!III!IIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIII!IIIIIII!IHIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!|[l | V;S™1 Matar- og kaffi-sala VS' I s V -ITIXX . (í húsi Elíasar J. Pálssonar, ísafirði.) f -EL . g = = | Selur: | Fæði lengri eða skemri tíma og einstakar máltíðir. Einnig mjólk, öl'og gosdrykki. § Fljót og góð framreiðsla. 1 Sanngjarnt verð. | Reynið viðskiftin og sannfærist. | | ,,Vitinn.“ | | Jóna Hálfdánsd. ^ÍI||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllll!llllllllllllllllll!lllljl|llll!l!llllll.llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíl.!llF Skinn og húðir. Eins og áður kaupi eg nýjar og saltaðar húðir og kálfskinn. Einnig selskinn, tófuskinn og lambsskinn. Ennfremur æðardún og ull. Útborgunarverðið á fyrgreindum vörum, eins og það hefir verið í vetur, hefi eg hækkað um 20%, til þess að seljendur eða framleiðendur njóti gengislækkunarinnar. Jóh. Eyfirðingur. Kol.salf og semont ávallt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði. Verzlun J. S. Edwald. Sími 245. Bíó Alþýðuhússins sý n i r: Annan hvítasunnudag Kl. 5 og 9 Sjómannalíf. Þessi heimsfræga stórmynd er gerð eftir hinni vel þektu sjómannasögu enska skáldsins Rudyard Kipling: „Captain Courageous", sem birtist fyrir nokkrum árum i íslenzkri þýð- ingu Þorsteins Gislasonar. í aðalhlutverkunum: Freddy Bartholomew, Spencer Tracy og Lionel Barrymore. Pantið miða í síma 202. Pantaðir miðar seldiröðrum, ef þeirra er ekki vitjað I síð- asta lagi korterfyrir sýningu. Ojalddagi Vesturlands er 15. júní. '9 sem eru að hugsa um að Ieggja skolprör I sumar og haust, ættu að semja sem fyrst við Höskuld, þvi þar eru þau ódýrust og bezt. Innilegt þakklæti votta eg undirritaður hérmeð Vélstjórafélagi ísfirðinga, sem á aðfangadag jóia, s. 1. vetur, sendi mér peninga að gjöf, ennfremur þeim fsfirzku sjómönnum og stéttarbræðrum mfnum, sem í dag sýndu mér sömuleiðis hluttekn- ingu i veikindum mínum, ásamt rausnarlegri peningagjöf. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt mér vináttu og hjálpsemi I sjúkdómslegu minni, votta eg einnig þakklæti mitt ásamt beztu ósk um sanna farsæld f framtiðinni. Sjúkrahúsi ísafjarðar 25/5. ’39. Kristinn D. Guðmundsson.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.