Vesturland - 03.06.1939, Blaðsíða 4
90
VESTURLAND
Atvinnuleysi æskumanna.
Framhald af 2. sfðu.
lamast og veikist þróttur og
hugur þjóöanna, þaö ketnur úár-
an í mannfólkið, fæstir líta lengra
en til liðandi dags og á stræt-
um og gatnamótum er hrópað á
annara forsjá, sem eðlilegt er
þegar ríkið og sveitarfélög gera
til þess gylliginningar. En þessi
forsjá eða íöðurarmur verður
flestum íyr eða slðar þyngri
kvöl, en að erfiða I friði fyrir
eigin brauði.
Atvinnuleysi æskulýðsins hér
á landi er plága og pest, sem
hlýtur að valda bráðri úrkynjun.
En þessi æska er þó um það
fremri þeim, sem nú hafa slitið
barns- eða unglings-skónum, að
hún á meiri þekkingarsjóð. Úr
honum þarf hún að ausa bæði
áræði og mannviti. Æskan á að
erfa landið. Og hún þarf nú
þegar að gera sér ljósa þá sköp-
unarmynd, sem bezt geti trygt
framtiðina og örugglega kveðið
niður þann fjanda, sem nú er
verstur og magnaðaðastur, at-
vinnuleysið.
Verkefnin blasa við og bíða,
meiri en nóg fyrir alla landsins
syni og dætur. Við þau verður
að glíma þangað til þeim er svo
fyrir komið, að þau geti gefið
framtlðararð.
Lausnarorðin á þeim viðreisn-
arvegi liggja máske meðfram í
stofnun og starfrækslu vinnuskóla
og auknu öðru hagnýtu námi,
en fyrst og fremst I auknu frelsi
og áræði, og vernd fyrir vinnu
og sparsemi, f stað ofsóknar og
eyðslu.
Hitaveita Reykjavikur.
Tilboð Höjgaard & Schultz
samþykt í bæjarstjórn
Reykjavíkur.
Bæjarstjórn Reykjavíkur heíir
samþykt tilboð danska verkfræði-
firmans Höjgaard & Schultz um
hitaveitu Reykjavíkur með öllum
atkvæðum. Eru þeir Pétur Hall-
dórsson borgarstjóri og Jakob
Möller fjárinálaráöherra nýfarnir
til Kaupmannahafnar til þess að
ganga frá samningum um fram-
kvæmd verksins.
Hitaveita Reykjavikur er stærsta
mannvirkið, sem ráðist hefir ver-
ið í hér á landi. Er áætlað að
framkvæmd hennar kosti um 10
miljónir króna.
Búist er við að undirbúnings-
vinna við hitaveituna hefjist þeg-
ar í næsta mánuði, enaðalvinn-
an mun ekki hefjast fyr en í haust.
Allir Reykvíkingar eru nú sam-
mála um framkvæmd hitaveitu-
málsins og fagna lausn þess,
enda er það tvímælalaust þýð-
ingarmesta stórmál höfuðborg-
arinnar.
Hitler eða Mussolini?
Oft má sjá í blöðum rauðliða
hnútur í ýmsum myndum um
Hitler og Mussolini. Er svo að
sjá, sem rauðliðar vilji nota þá
sem barna-grýlu á flokksmenn
sina. Við þessu er lítið að segja
og tiltölulega meinlaust, ef ein-
hver alvara væri í þessum leík.
En það er nú öðru nær. Þetta
á auðsjáanlega að vera fyndin
gamansemi um grunnhygni al-
þýðu frá hendi rauðliða, sem
stöðugt standa í einhverju ein-
ræðisbrölti, sem birtist á sjónar-
sviði jafnvel 1 smæstu atvikum.
Það er löngu orðin segin saga
a, m. k. hér í bæ, að óðara en
rauðliði kemst í vegtyllu, hversu
lítilfjörleg sem hún er, fer hann
að .spila „einvaldann1*. — Hvort
Hitler eða Mussolini eða báðir
eru fyrirmyndin skal ósagt látið,
en það er vist að þessir undir-
„junkerar“ eru bæði fyrirferðar-
miklir og broslegir í einræðis-
bröltinu. Alt finst þeim eiga að
snúast um þá eina. Þeir einir
hafi völd og rétt. Hlutverkhinna
sé að hlýða og horfa þegjandi
á aðfarirnar. Varir sínar smyrja
þeir óektalýðræðissalveeða blóð-
rauðum varalit, en hugur og hjarta
hangir fast við einræðisbramlið.
Svo ásaka þessir aumingja menn
aðra fyrir einræðistilhneigingar
og nota „einvaldsherrana“ sem
grýlu á sín veiklyndu börn til
þess að æsa ótta þeirra, en hafa
sjálfir á þeim fastan og heitan
átrúnað. Einveldið er í þeirrá
augum æðsta hnoss. Þess vegna
verður þeim svo tíðrætt um það.
Hátíðaljóð sjómanna.
eftir skáldið Örn Arnarson o:
Magnús Stefánsson í Hafnarfirði
voru dæmd bezt í verðlauna-
samkepni, sem fram fór í þessu
tilefni. Lag Emils Thoroddsens
við Ijóðin hlaut og 1. verðlaun.
Alls bárust dómnefndinni 27 tón-
smíðar.
Leiðrétting. Það var bifreiðin í. S.
13, sem dró bílgrind þá, er sagt
var frá í slysafregninni í slðasta
blaði, en ekki bifreiðin í. S. 26.
Innilegt þakklæti fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og jarð-
arför sonar okkar Ólafs Bjarna.
Kristín Guðfinnsdóttir.
Halldór Jónsson.
Virkir dagar
I. og II. bindi.
Sagan um afrek og atorku
íslenzkra sjómanna. Fæst í
Bókhlöðunni.
Smásöluverð
á eftirtöldum tegundum af cigarettum má
ekki vera hærra en hér segir:
Capstan Navy Cut Medium . . í 10 stk. pk. kr. 1.00 pk.
Players Navy Cut Medium . . . . - 10 — — — 1.00 —
Players Navy Cut Medium . . . . - 20 — — — 1.90 —
Gold Flake . . - 20 — — — 1.85 —
May lRossom . . - 20 — — — 1.70 —
Elephant . . - 10 — — — 0.75 —
Commander . . - 20 — — — 1.50 —
Soussa . . - 20 — — — 1.70
Melachrino . . - 20 — ■ — 1.70 —
De Reszke turks . . - 20 —- — — 1.70
De Reszke virginia . . - 20 — — — 1.(50 —
Teofani . . - 20 — — — 1.70 —
Westminster Turkish A. A. . . . . - 20 — — — 1.70
Derby . . - 10 — — — 1.00 —
Lucky Strike . . - 20 ' — — — 1.60 —
Raleigh . . - 20 — — — 1.60 —
Loyd . . - 10 — — — 0.70 —
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3%
á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Smásöluverð
á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi
vera hærra en hér segir:
Heller Virginia Shag . pk. kr. 1.25 pr. pk.
Goldgulden .... - 50 — — — 1.30 — —
Aromatischer Shag . . .... - 50 — 1.30 — —
Feinriechender Shag . . . . . - 50 — 1.35 —
Rlanke Virginia Shag . .... - 50 — — — 1.30 — —
Justmans Lichte Shag .... - 50 — — — 1.20 — —
Moss Rose . . . . - 57 — 1.45 — —
Utan Reykjavíkur og Hafnarljarðár má leggja i allt að 3°/o
á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar.
Tóbakseinkasala rikisins.
Smásöluverð
á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi
vera hærra en hér segir:
Rjól R. R kr. 14.00 pr. Va kg.
Mellemskraa R. B. . . . . f 50 gr. pk. kr. 1.50 pr. pk.
Smalskraa R. R. . . . . . f 50 — 1.70 — —
Mellemskraa Obel . . . í 50 — — _ 1.50 _ _
Skipperskraa Obel . . . . í 50 _ 1.00 _ —
Smalskraa Obel . . . . . í 50 _ 1.70 — _
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3°/0 á
innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
KoUaltogsement
ávallt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði.
Verzlun J. S. Edwald. Sími 245.