Vesturland - 30.03.1940, Blaðsíða 2
48
VESTURLAND
Frú Símonía Kristjánsdóttir áttræð.
í dag verður 80 ára frú Sí-
monía Kristjánsdóttir, Brunngötu
21 hér i bænum. Símonía er
fædd 30. marz 1860 að Hvammi
i Dýrafirði. Bjuggu þar foreldrar
hennar Kristján Jónsson og Sig-
ríður Simonardóttir (Sigurðsson-
ar frá Dynjanda í Arnarfirði).
Var þeim Kristjáni og Sigríði
viðbrugðið fyrir hjartagæzku og
myndarskap.
18. nóv. 1887 giftist Símonia
frænda sínum Jóni Pálssyni skip-
stjóra (Simonarsonar frá Dynj-
anda). Voru þau hjónin systkina-
börn. Stóðu að þeim hjónum
ágætar vestfirzkar ættir, enda
sannaðist á þeim, að eplið fellur
ekki langt frá eikinni, því heimili
þeirra var jafnan til fyrirmyndar
um ráðdeild og risnu. Þau Si-
monia og Jón byrjuðu fyrst bú-
skap á Álftamýri í Arnarfirði, en
þar sem Jón stundaði sjómensku
hér við ísafjarðardjúp vetur og
vor varð að ráði að þau fluttust
búferlum til Hnífsdals árið 1895.
Stundaði Jón þar formensku
á opnum bátum að vetrinum en
var skipstjóri á þilskipum á
sumrum 1905 fluttust þau hjón-
in hingað til ísafjarðar, Hafði
Jón þá á hendi skipstjórn fyrir
Leonh. Tang & Söns verzlun hér
í bænum, bæði til hákarla- og
fiski-veiða. Létu þau hjónin árið
áður byggja húsið Brunngata
21, sem þau hafa átt síðan.
Jón og Símonía eignuðust
fimm börn. Dóu 2 dætur i æsku,
en þriðja dóttirin, Þorbjörg, fá-
gæt efnis- og myndar-stúlka,
andaðist f Kaupmannahöfn 24
ára gömul. Á lífi eru: Sigríður
kaupkona, gift Jóh. J. Eyfirðing
kaupm., og Kristján Hannes fyr
kaupmaður hér í bænum, nú
forstjóri húfuiðjunnar Hektor,
kvæntur Önnu Sigfúsdóttur.
Auk eigin barna óiu þau hjón
Ófriðarótti í Noregi
og Svíþjóð.
Þótt friður eigi að heita i Finn-
landi er stöðugur ófriðarótti í
Nóregi og Sviþjóð og mikið
unnið að þvi, að bæta hervarnir
þessara rikja, svo sem framast
eru föng til.
í Svíþjóð er mest unnið að
þvi að tryggja höfuðborgina,
Stokkhólm, fyrir loftárásum. Er
þegar búið að koma þar upp
sprengjuheldurn skýlum íyrir 30
þúsund manns. En ætlast er til,
að alls verði í borginni 9 þús-
und sprengjuheld skýli og að
þau rúmi alla ibúa borgarinnar
á óiriðartímum.
Þá er einnig unnið kappsam-
lega að því að efla og bæta
loftvarnir Stokkhólms og annara
helztu borga. Hafa Sviar lagt
upp að mestu leyti systurson
Sfmonfu, Ágúst Gislason, sem
nú dvelur á Sigiufirði.
Frú Simonia getur í dag litið
yfir langa og dáðrika æfi. Hún
hefir reynst hetja, hvort sem við
blítt eða strítt var að etja, og
sem fyrirmyndarkona staðið við
hlið barna og eiginmanns; virt
og elskuð að maklegleikum af
öllum sem til þekkja.
Frú Símonía hefir jafnan helg-
að heimili sfnu mestu kraftana,
en þó jafnhliða verið reiðubúin
að styðja þau málefni, sem henni
þykja tii heilla horfa, og marg-
an bágstaddan hefir hún glatt í
kyrþey. Börnum sfnum, ættingj-
um og vinum hefir hún verið
sú stoð, sem aldrei brást. Hún
er fastlynd, vinavönd en tröll-
trygg að sama skapi. Má óhætt
segja, að frú Simonia sé að öllu
ein af mætustu konum þessa
bæjarfélags, sem í hvívetna vill
láta gott af sér leiða og í engu
vamm sítt vita.
Á æskuárum frú Símoníu hoss-
aði ekki hátt með mentun kvenna.
Þótti yfirleitt gott, ef þær lærðu
kristindóminn og nokkuð að
skrifa og reikna, en jafnframt
lærðu þær húsmóðurstörfin af
dagiegri reynslu á heimilunum.
Og þetta veganesti varð margri
konunni svo drjúgt, að þær
þurftu hvergi að standa að baki
þeim konum, sem meiri mentun
hafa sótt i skólana.
1923 misti Simonía eiginmann
sinn og ástrfkan förunaut, Tók
hún þvi og öðrum sorgum á
lífsleiðinni með þreki hinnar trú-
uðu konu.
SamborgararfrúSímoniu þakka
henni nú á áttræðisafmælinu öll
störf hennar, trygð, ástrfki og
rausn, og óska að ylur endur-
minninganna geri elliárin björt
og fögur.
fram ógrynni fjár tii kaupa á
hergögnum, einkum árásarflug-
vélum af nýjustu gerð, og annara
ófriðarráðstafana.
Noregur er þó enn meira um-
setin af ófriðarástandinu en
Svíþjóð. Er talið að hlutleysi
landsins sé skert svo til daglega
af kafbátum eða flugvélum.
Kenna Þjóðverjar og Bretar hvor
öðrum um þessi hlutleysisbrot.
Þá er og uggur í Norðmönn-
um við það, að Rússar muni
bráðlega leggja fram kröfur um
frihafnir og önnur friðindi á Finn-
mörk og við Lófót.
Hefir undanfarin ár verið mikið
unnið að eflingu hervarna i
Norður-Noregi, en þjóðin getur
ekki borið uppi þau útgjöld,
sem nægja til að reisa þarna
varnarvirki eða varnargarð, sem
stórveldi geti ekki unnið á.
í Suður-Noregi hafa erlendar
flugvélar verið mikið á ferðinni
og flogið yfir Bergen og aðra
þýðingarmikla staði.
Elinborg Lárusdóttir:
Förumenn I. Dimmu-
borgir. Rvík 1939.
Förumenn II. Efra-Ás-
ættin. Rvík 1940.
Frú Elinborg Lárusdóttir er
áður kunn skáldkona. Komufyrst
út eftir hana: Sögur, 1935; Anna
frá Heiðarkoti, 1936; Gróður 1937
og svo I. bindi Förumanna á
siðastliðnu hausti, og II. bindi
nú rétt eftir áramótin.
Með sagnabálkinum um Föru-
menn hefir frú Elinborg farið
inn á nýtt svið í islenzkri skáld-
sagnagerð. Eru lýsingar hennar
af förumönnunum gerðar með
mikilli samúð og nærfærni. Og
hún skapar heillandi og áhrifa-
rikar persónur úr þessum „guðs
voluðu", sem eiga engan rétt,
nema þann sem guðs náð og
góðra manna miskun skapar þeim
og skamtar. Og kostir „fólksins"
koma fram sem lýsigull í við-
skiftunum við smælingjana.
Að vísu munu myndir föru-
rnannanna nokkuð fegraðar hjá
skáldkonunni, þannig að lakasti
lýðurinn er ekki tekinn með, en
i þeitn hópi, sem skáldkonan
bregður fyrir augu lesandans
kennir margra grasa, og munu
flestir verða lesendum hugstæðir,
einkum Andrés malari, Melank-
ton Sólón Sókrates, Pétursöngv-
ari og Katla.
Siðara bindi Förumanna, sem
nýkomið er út, er að mestu
frásagnir af örlögum Efra-Ás-
ættarfnnar. Hefir skáldkonunni
þar tekist að skapa sigildar kven-
lýsingar af þeim Þórdísi á Bjargi
og Þórgunnu dóttur hennar. Góð
er lika lýsingin á Rönku og
Önnu gömlu.
Þótt kvenlýsingarnar séu með
mestum ágætum hjá frú Elin-
borgu eru lýsingar hennar á
karlmönnunum líka yfirleitt ágæt-
ar og skáidverkið í heild bezti
skemtilestur, vafið heiðríkju og
hjartanlegri alúð og alveg laust
við klámbrag og annan sora,
sem ofmikils gætir í flestum nýrri
islenzkum skáldritum.
Frú Eiinborg hefir með Föru-
mönnum og Gróðri unnið sér
hlutgengt álitssæti á skáldabekk
íslendinga. Hún er ekki eingöngu
mikilvirk, heldur góðvirk um leið
og lætur ekkert frá sér fara,
nema að nostra það og fága,
svo þar sé enginn óþrifablettur.
Það verður beðið með óþreyju
eftir nýjum skáldverkum frú Elin-
borgar. Undanfarið hefir skáld-
þroski hennar vaxið með hverri
nýrri bók, einmitt vegna þess
að hún lifir með persónum sín-
um og I frásögninni er hjarta,
sem undir slær. Það gerir sögur
hennar heillandi og sannar. Þær
flytja gleðiboðskap eðlilegs lífs;
Leó Eyjólfsson
kaupmaður
andaðist að heimili sínu hér i
bænum 26. þ. m. Leó varfædd-
ur að Gilsfjarðarmúla í Dalasýslu
1. nóv. 1867. Bjuggu þar for-
eldrar hans Eyjólfur Bjarnason
(prests í Garpsdal) og Jóhanna
Halldórsdóltir (prests Jónssonar
i Tröllatungu). Áttu þau Eyjólfur
og Jóhanna 14 börn og komust
9 af þeim til fullorðinsaldurs, 7
synir og 2 dætur: Halla, skáld-
kona á Laugabóli, og Bjarna-
Sigrún, ekkja Guðjóns Jónssonar
bónda i Gilsfjarðarmúla. Bræð-
urnir voru: Leó, Stefán, bóndi
á Klelfum f Gilsfirði; Trausti,
sjómaður i Hrisey, dáinn; Hall-
freður, bóndi á Bakkaí Geiradal,
dáinn; Steinólfur, oddviti, hrepp-
stjóri og kennari Grfmseyinga;
býr nú myndarbúi í Sandvik i
Grímsey; Hreiðar, verzlunarstjóri
hér í bænum, og Baldur, póstur
á Sauðárkrók. Sonur Eyjólfs
er líka Guðmundur, hafnargjald-
•keri hér.
Leó ólst að mestu upp hjá
foreldrum sinum í Gilsfjarðar-
múla og á Kleifum í Gilsfirði.
Um tvltugsaldur tók hann að
nema söðlasmíði hjá Jóni bónda
Jónssyni í Tröllatungu. Að námi
loknu fluttist hann hingað til ísa-
fjarðar og stundaði iðn sína i
húsinu Hrannargata 8, sem hann
keypti fljótlega eftir komu sfna,
og hefir jafnan búið í siðan. Sást
á þvi sem öðru, aðLeóvarekki
breytingagjarn. Var það trú hans,
að sjaldan greri kringum oft
hrærðan stein. 1903 hóf Leó
verziun hér í bænum, aðallega
með skófatnað, og rak hana til
dauðadags. Varþessi verzlun Le-
ós fyrsta sérverzlunin hér i bæ.
Leó kvæntist Kristínu Hali-
dórsdóttur frá Rauðamýri 4. maf
1897. Áttu þau saman 8 börn.
Eru 7 þeirra á lífi: sex synir og
1 dóttir.
Áður en Leó kvæntist átti hann
1 son, Stein, verzlunarmann hér.
Leó var gáfaður vei og út-
sjónarsamur í bezta lagi. Þrátt
fyrir stóran ómegðarhóp var
hann jafnan i tölu betri borgara
og naut óskoraðs trausts og álits
þeirra, er við hann skiftu. Eins
og Leó átti kyn til var hann
ágætlega hagorður, cn fór dult
með kveðskap sinn, enda var
hann dulur i skapi og gerði sér
fáa að vinum. Dvaldi oitast á
heimili sínu, og helgaðiþví krafta
sina óskifta, i ástrikri sambúð
við eiginkonu og börn.