Vesturland - 11.01.1941, Qupperneq 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVIII. árgangur.
ísafjörður, 11. janúar 1941.
2.
tölublað.
Er stríðstaflið að snúast
möndulveldunum í óhag?
Sigurvinningar Breta í Norður-Afríku.
Hættusvæðið fyrir Vestfjörðum
stækkað, en ekki minkað.
Samkvæmt tilkynningu ríkisstjórnarinnar hafa brezku hernaðar-
yfirvöldin stækkað hættusvæðið fyrir Vestfjörðurn. Nær hættusvæð-
ið nú alla leið að Látrabjargi.
Því hafði verið Iofað af sendiherra Breta í Reykjavik, að sögn,
að hættusvæðið yrði rýmkað nokkuð frá þvi sem það var ákveðið
áður. Hafa menn undanfarið vænst uppfyllingar á þessu loforði á
hverri stundu. Stækkun á hættusvæðinu kemur því bæði óvænt og
harkalega við menn.
Vonirnar um rýmkun eða afnám hættusvæðisins hér fyrir Vest-
fjörðum eru að engu orðnar í bili með þessari ákvörðun brezku
herstjórnarinnar. Er því sjálfsagt, að rikisstjórnin geri alt sem unt
er .til þess að draga úr háskanum og tjóninu, sem vol'ir yfir okkur
Vestfirðingum af þessum sökum. Það getur rikisstjórnin gert fyrst
*
og fremst með öflugri gæziu á bátum og veiðarfærum, til öryggis
vegna slysahættu. Væri sanngjarnt og eðlilegt, að Bretar bæru
allan kostnað af gæzlu þessari, þar sem til hennar væri stofnað
vegna þeirra aðgerða. í öðru lagi er það skylda ríkisstjórnarinnar
við okkur Vestfirðinga eins og málunum er komið, að banna botn-
vörpuveiðar á bilinu milli marka landhelginnar og hættusvæðisins.
Hafa mörg bráðabirgðalög verið gefin út að minna tilefni. f þriðja
lagi er það sjálfsagt fyrir rikisstjórnina, að gera nú þegar bóta-
kröfur fyrir tjón það, sem þessar hernaðaraðgerðir hafa valdið og
kunna að valda.
Er hérmeð skorað á ríkisstjórnina að sýna röggsemi ogskjót-
ar framkvæmdir í þessum nauðsynjamálum.
Alt fram á síðustu mánuði ný-
liðins árs var stríðstaflið alt I vil
möndulveldunum. Sérstaklega
tefldu Þjóðverjar fljótt, en jafn-
framt svo öruggir og sigurvissir
að leikur þeirra misti aldrei marks.
Hvert ríkið á fætur öðru féll
þeim I hendur ásamt rniklu her-
fangi, stundum fyrirhafnarlítið, og
forlög konga, biskupa, riddara
og hróka urðu hin sömu og smá-
peðanna.
Frá þvi að ítalia gerðist styrj-
aldaraðili hefir sigursæld hennar
ekki verið mikil, og slzt á borð
við sigursæld Þjóðverja, þó hafði
Graziani, yfirhershöfðingi ítala í
Norður-Afriku, sótt örugt fram
í vestur-sandauðninni, ógnaði
með innrás I Egiftaland og gerði
þar mikinn usla með ]loftárásum.
Þessar árásir dundu einnig yfir
Zuesskurðinn og héruðin með
fram lionum, en Zuesskurðinn
má vel nefna annað hjartahólf
hins volduga og víðlenda Breta-
veldis, svo þýðingarmikil eru yf-
irráð þessarar samgönguleiðar.
Bretar höfðu ákveðið að stöðva
framrás herdeilda Graziani og
hrinda þeim sem lengst frá
Egiftalandi og Znes. Graziani
hafði búist vel um og treysti
virkjum sínum, en þau urðu
Bretum auðunnin þegar til kom.
9. desember síðastl. hóf Vey-
well, yfirhershöfðingi Breta sókn-
ina. Undanfarnar vikur hafði hann
dregið að sér herlið úr ýmsum
löndutn Bretaveldis og ógrynni
hergagna. Einnig var brezki flot-
inn i Alexandriu útbúinn til sókn-
arinnar.
Undirbúningur sóknarinnar sýn-
ir vel fyrirhyggju Breta og þraut-
seigju þeirra. Þeir ætluðu ekki að
leggja út í æfintýri heldur örugt
fyrirtæki, þar sem ekkert mátti
mistakast.
Fyrsti árangurinn af sókn Vey-
wells var hertaka birgðastöðv-
anna Bug Bug og Sollum og
siðan Sidi Barrani 11. des. Féll
strax mikið herfang í hendur
Breta, og í Sidi Barrani tóku
þeir utn 30 þúsund fanga. En
aðalsókninni var strax i upphafi
beint að aðalherstöðvutn ítala,
Bardia og Tobrouk. Höfðu þeir
víggirt mjög þessa staði og bú-
ist um ramlega, enda má skoða
þá sem Iykil að löndum þeirra í
Norður-Afríku. Er höfnin i To-
brouk talin sú bezta á þessum
slóðum og svo djúp, að stór her-
skip geta haft þar örugt lægi.
Bardia féll í hendur Breta s. 1.
sunnudag eftir'stórkostlegar or-
ustur. Segja italskar fregnir að
Bretar hafi haft 350 þúsundir
manna í bardögunum við Bardia
og yfir eitt þúsund flugvélar en
brezk herskip létu dynja látlausa
stórskotahrið á virkin i Bardia,
svo brezkar vélahersveitir gætu
umkringt borgina og ráðist þar
á vfggirðingarnar, sem þær voru
veikastar.
Ógrynni hergagna og fanga
féll i hendur Breta i Bardia, þótt
ftalir eyðilegðu það sem þeir
máttu, er ós gurinn var fyrirsjá-
anlegur. Segjast Bretar nú hafa
tekið yfir 100 þúsund ítala til
fanga í ófriðnum í Afriku.
Vitanlega hlýtur þessi mikla
sigursókn að hafa kostað Breta
miklar fórnir I mannslffum og
hergögnum. Segjast ítaiir hafa
skotið niður 500 flugvélar fyrir
Bretum í Afriku og mannfall
þeirra sé mikið.
En sókn Breta heldur áfram.
Brezkar vélahersveitir láta hern-
aðarsönginn þegar hljóma yfir
Tobrouk, en brezkar orustuflug-
vélar gera hættulegar árásir um
þvera og endilanga Lybiu. Bret-
ar eru aftur sigurherrann i aug-
urn hinna innfæddu þjóðflokka,
hann er hin volduga, sterka hönd
sem ekki lætur bugast. Þetta er
mikið áfall fyrir ítali ofan á ófar-
irnar i hernaðinum. Þeir hafa víð-
lends en ósamstæðs ríkisað gæta
f Afrlku og Abessiniumenn hafa
nú undaníarið hert mjög á and-
stöðu sinni við ítali, halda þeir
sumstaðar uppi herflokkum til
árása og rána Er andstaða
Abessiniumanna auðvitað styrkt
og mögnuð af Bretum.
Ófriðurinn í Albaníu hefir líka
orðið ítölum ærið mótdrægur.
Þeir ætluðu að merja Grikki und-
ir járnhæl sínuin i skjólri svipan.
Þetta hernaðartafl hefir ítölum
herfilega mistekist. í stað þess að
þcir ætluðu að ná Grikklandi
vofir nú yiir að þeir missi Al-
baníu að miklu eða öllu Ieyti.
Ósigrar ítala í Grikklandsstyrj-
öldinni hafa haft mikil áhrif á
taflaðstöðu Þjóðverja á Balkan-
skaga, sem áður var orðin svo
góð, að þeir þóttust geta sagt
skák og mát hvenær sem þeir
vildu.
Taflaðstaðan i styrjöldinni
hefir þvf bersýnilega breyzt
möndulveldunum í óhag. Hitt er
annað mál hvort þau geta rétt
það af sér aftur eða búið til
nýjan hættulegan mótleik fyrir
Breta. Þýzk blöð hafa látið svo,
sem Bretar þyrftu ekki að mikl-
ast af sigrum sínum og að úr-
slit stríðsins yrðu heima í Bret-
landi, en ekki á fjarlægum vig-
stöðvum. Er búist við þvi, að
Hitler hafi enn í huga innrás í
Bretland, og sumir ætla að hún
kunni að verða gerð bráðlega.
Hvað úr þessu verður er enn
óráðin gáta, en Bretar eru líka
þrátt fyrir allar loftárásir heima
betur búnir nú undir mótleiki en
áður var. Sigurmátturinn hefir
vaxið við meðbyrinn, en ófar-
irnar dregið kjark úr ítölum að
sama skapi og sumir spá jafnvel
að þeir verði bráðum mát.
Slikar skoðanir munu þó ástæðu-
lausar enn sem komið er. ítalir
eru langt frá þvi að vera ger-
sigraðir, þótt þeir hafi goldið
mikið afhroð. Þjóðverjar hafa líka
sent þeim fjölda herfróðra manna,
sem nú hafa eftirlit með þjálfun
hersins. Þýzkir flugmenn og flug-
sveitarstjórar dveljast og i Ítalíu.
Eiga ítalir stóran flugvélaflota,
en skortir nægilega marga æfða
flugmenn. Virðist bersýnilegt, að
Þjóðverjar séu ósmeykir hvað
snertir viðureignina i lofti, þar
sem þeir geta lánað ítölum flug-
menn sér að skaðlausu. Hefir nú
u'm langa hrið mest mætt á loft-
flotum hernaðarþjóðanna og alt
bendir til að sá hernaðaraðilinn
eigi siðasta leikinn, sein hefir
sterkasta loftilotann.