Vesturland

Volume

Vesturland - 23.12.1944, Page 1

Vesturland - 23.12.1944, Page 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFÍRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XXI. árgangur. ísafjörður, 23. des. 1944. 39.—41. tölublað. ?? Af gnægð hans höfum vér allir þegið“. Jólahugleiðing eftir séra Jón Auðuns. $ .$ §1 v$5r §» €t §^ & §!■ é §a# ■Sera Jón Auðuns. „Af gnægð hans“. Hvílíkt hugleiðingar- efni við vöggu hins ó- málga barns, sem á jörð- unni lilaut sína fyrstu hvílu á clýrastalli, kom fram að ytra hætti sem væri hann allra manna snauðastur og andaðist sem öreigi á krossi, en bjó þó yfir slíkri auðlegð að enn, eftir nítján aldir, er mannkynið ekki farið að átta sig nema á ein- hverju litlu broti lienn- ar. Látum aðrar nítján aldir líða og sennilega verða mennirnir þá búnir að kafa ný djúp i hinni leynardómsfullu veru hans og þó verða þá enn þrotlausir leymlardómar eftir, slík er gnægð hans. Slíkur er ríkdómur þessa undursamlega manns, hversu mjög hefir luinn ekki auðgað lífið á jörðunni? Sviptið burt úr listum mannanna öllu því, sem skapazt hefir fyrir ádirif frá honum og þær yrðu óþekkjanlegar með öllu. Myndlistin, hljómlistin og bókmenntirnar yrðu þá snauðari en vér getum gert oss í hugarlund svo mikið hafa þær erft af auðlegð hins blásnauða barns. Hvað er um löggjafar- og menningarmálin á jörð- unni að segja? Ég tel það raunar vafalaust að lista- mennirnir hafi komizt Kristi nær en löggjafar þjóð- anna, en sviptum burt öllu því sem til rannsóknar hefir horft á þessum sviðum og rekja má til beinnu áhrifa frá Kristi og þá munum vér sjá hve ósegjanlega mikið er misst og hve mikið vér höfum í þessum efn- um erft af auðlegð hans þóti vér séum þar mikils til of snauð enn. Hvað er um einkalíf mannanna að segja? Hvernig hefir gnægð hins snauða manns endurspeglast í lífi einstaklinganna sem í leyrnl áttu gleðilag lífsins eða sorgarsögur og öðrum var hulið? IJversu ósegjanlega margir vitnisburðir um afskipti Krists af hinu hulda lífi mannanna hafa ekki fylgt þeim til moldar svo að enginn vtssi? og þó eru þeir margir sem kunngjört hafa öðrum í ræðu eða riti þá reynslu sína og þar opnast oss furðulegur heimur. Þar sjáum vér þúsund sinnum staðfesta vitnisburði þess hvernig Kristur kom og gaf af sinni gnægð þeim sem hugstola voru að verða af harmi og sorg. Vér sjáum veikar konur scm klædd- ar voru trega og sveipaðar sorg. Til þeirra kom hann og andaði inn í scd þeirra rósemi og þreki, svo að veik- ar konur gátu endurspeglað krcift og dýrð himnaríkis. Vér sjáum karlmenn í blóma manndómsáranna. „Eng- inn skilur hjartað“, og þegcir hyldjúpur harmur fyllti sál- þeirra kom hann sem eilíflega vakir þótt vinir hans gætu ekki vakað með honum eina stund. Hann kom til -þcirra og gaf þeim af sinni gnægð, svo að augu þeirra fengu nýjan Ijóma, æskuþrótturinn streymdi um þá í annað sinn því að nýtt líf var vaknað í sál þeirra. Ekkert er eins vonlaust jnál og að ætla að lýsa til fulls hver áhrif Krists hafa verið á einkalíf mannanna, þegar þeir hrökktust milli harma og hlátra. En þá verður Ijósast hver gnægð hans er, þegar þess er gætt, að jafnvel hinum ólíkustu mönnum hefir hann orðið dýrmætari en allt annað, svo stórfengleg er persóna hans, svo takmarkalaus er hans volduga gnægð. En það hvað Kristur hefir verið mönnunum í einkalífi þeirra, um það er ekki minna vert en hitt hver áhrif hans liafa verið á listir mannanna, löggjafarstörf þeirra og líþnarmál. Fæðingarhátíðin hans er að renna upp, og vér virð- um hann fyrir oss, þar sem hann liggur í jötunni sem lítið barn. 1 bjargarlausum líkama, sem fædclist í ör- byrgð og dó í alls leysi, býr nú þessi stórkostlegi andi sem Ijómar eins og leiftrandi Ijós á næturhimni harma mcmnanna og sem sól á morgunhimni hamingju þeirra. Á Ixæturhimni þeirra harma, sem nú þjaka mennina ætt- um vér að sjá, hve Ijósið hans Ijómar skært. Hversu mik- ið eigum vér enn ekki eftir að tileinka oss af auðlegðinni hcins? En hana verðum vér cið eignast alla og þeir dagar koma, að sá dýri draumur mun rætast. Hvernig þorurn vér að vona slíkt með þá cljúpu niðurlæging mannkynsins fyrir augum, sem nú blasir við oss í sinni hrikalegu alvöru? Jólin eru að gefa oss þrótt til að bera í brjósti svo djarfa von, því að barniö í jötunni birtir oss manninn — ekki manninn eins og hann er, ataðan saur og syndum, heldur manninn eins og hon- um er ætlað að verða, eins og markmið hans er og eins og Guð hefir gefið honum möguleika til að verða. Ilann var Guðssonur og það erum einnig vér þótt í minna mæli sé og harin var einnig mannsins sonur. 1 honum sjáum vér því hámark mannsins, þá háleitu dýrð, sem maðurinn á að ná. Þessvegnci eru jólin von- arinncir mikla hátíð. Bctrnið í jötunni er oss trygging fyrir því að í gegn- um yfirsjónir, syndir, sorg og kvöl muni hann, sem aldrei sleppir af oss hendi leiða oss að háum og undur- samlegum markmiðum. Leiðin kann að verða torsótt og löng. „Ógurleg er andans leið upp á sigurhæðir“. En yfir hinni löngu vegferð vakir hann sem aldrei fat- ast að leiða allt að sínu setta marki. Sjáum hve stjarn- an úr austri, stjarna Krists, Ijómar yfir syndum mann- anna og þeirra sáru sorgum og bendir þeim til auð- legðar hans, sem öreigi fæddist og alls laus dó. GLEÐILEG JÓL!

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.