Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.12.1944, Síða 2

Vesturland - 23.12.1944, Síða 2
154 VESTURLAND í SNEMMA hafa kaupmenn og siglingamenn veitt því at- liygli, hversu góð hafnarskil- yrði eru á sumum stöðum við Isafjarðardjúp. Meðan Þjóð- verjar ráku hér verzlun á 15. og 16. öld, höfðu þeir ein- hverja helztu bækistöð sína á Langeyri i Álftafirði. Þar er hin ágætasta höfn fyrir innan eyrina og verzlunarviðskipti auðveld um allt Djúp. Á sið- ara hluta 18. aldar sást greini- lega votta fyrir fjórtán tóttar- brotum, stórum og smáum, á Langeyri. Stærsta tóttin var ennþá kölluð „þýzka kram- búðin“, og hefur það verið mikið hús á sínum tima. Þarna sáust og rústir af virkisgarði, sem Þjóðverjar liöfðu hlaðið yfir þvera eyrina, skammt fyr- ir ofan húsin. Er sennilegt, að þeir hafi talið sig hafa fulla ástæðu til að óttast enska kaupmenn, en mikil verzlun- arkeppni var á jnilli þessara þjóða, og sló stundum í harða brýnu. önnur bezta höl'nin við Isafjarðardjúp var fyrir innan Skutulsfjarðareyri, og er hún með þeim ágætum frá náttúr- unnar hendi, að hún á vart sinn líka, þótt leitað sé um gjörvallt landið. Þarna munu kaupmenn snemma liafa tek- ið sér bólfestu. Ai'ið 1602, þeg- ar einokunarverzlunin var stofnsett, varð Skutulsfjarðar- eyri eða Isafjörður, eins og staðurinn nefndist síðar, einn af hinúm föstu verzlunarstöð- um landsins. Kaupsviðið tók yfir Súgandafjörð, Isafjarðar- djúp, Jökulfirði og Horn- strandir, allt að Geirólfsgnúp. Líklegt má telja, að hús einok- unarkaupmanna hafi jafnan staðið framarlega á tanganum, eða þar sem nú hefur um lang- an tíma heitið Neðstikaupstað- ur. Eftir að losað var um ein- okunarböndin og allir þegnar Danakonungs gátu að nafni tii fengið verzlunarleyfi, risu upp tvær verzlanir á Isa- firði. 1 húsum einokunarinnar frammi á tanganum verzluðu tveir Danir i félagi, Jens L. Busch og Hans Chr. Paus. Ofar á kaupstaðarlóðinni, þar sem nú heitir Hæstikaupstað- ur, hafði hafði Ólafur Thorla- cius, kaupmaður á Bíldudal, verzlun sína. Verzlunarstjóri hans var Jón Jónsson frá Reykhólum i Barðastranda- sýslu. Þriðja verzlunin var stofnsett á lsafirði 1816. Eig- andi hennar var Jörgen Mindelberg, dansk-þýzkrar ættar. Eftir það fjölgaði verzl- unum ekki á Isafirði um margra áratuga skeið. Hvergi er þess getið, að kaupmenn eða hændur við lsafjarðardjúp hafi komið sér upp þilskipum til fiskveiða á fyrstu þrem áratugum 19. ald- arinnar. Sá, maður, sem fyrst- ur gerir út þilskip frá Isafirði, er Jens kaupmaður Benedict- sen. Upphaf þilskipaútgerðar á ísafirði. Eftirfarundi grein er kafli úr bók, sem er mj útkomin um þilskipaútgerð á hlandi og Qils Gnðmundsson ritliöfandur hefur ritað. Hefur rithöf- undurinn legft Vesturtandi að birta þennan kafla um upphaf þilskipaútgerðar á Isafirði. Kann blaðið hon- um þakkir fyrir um leið og það væntir að lese'ndur þess hafi gamun af að kgnnast þeim fráðleik, sem í þessum köflurn felst. Vegna rúmleysis hefur þó blaðið aðeins getað birt lítinn hluta þess kafla, sem Isafirði er helgaður í bákinni. ísafjöröur í tnjrjun 19. aldar. Jens Jakom Benedictsen var sonur Boga sagnfræðings á Staðarfelli, höíundar Sýslu- mannaævanna. Hann fæddist á Bíldudal 1806, lærði ungur verzlunarstörf og fékkst við þau alla ævi síðan. Árið>1829 fluttist hann til lsafjárðar og tók að stunda þar verzlun al' hinu mesta kappi. Gerðist hann fj áraflamaður mikill og auðsæll, svo sem verið hafði faðir hans og þeir frændur fleiri. Jcns var giftur danskri konu, er hét Anna Maria Frohm. Þótti hún heldur mik- illát og fyrirleit flest það, sem íslenzkt var. Hún var skart- kona mikil, gefin fyrir veizlu- höld og skemmtanir. Kunni hún hið versta við sig á Isa- firði; þótti hvorki fólk né um- hverfj við sitt hæfi og linnti ekki látum, fyrr en hún fékk mann sinn til að flytjasl bú- ferlum til Kaupmannahafnar. Ekki mat hún mann sinn um skör fram og lét jafnan á sér skilja, að hún væri vangefin. Mun það sannast mála, að Jens hafi verið gáfumaður lit- ill, en verzlunar- og gróðavit átti hann í rikum mæli. Er Það i minnum haft, að þegar hann vildi taka þátt í samræð- um í veizlum eða samkvæm- um, hafi kona hans hnippt í hann og sagt: „Ti stille, Jens, det er ikke Tran vi taler om“. Af börnum þeirra hjóna var Jens J. Benedictsen skipstjóri elztur. Hann var mörg ár í förum um heimshöfin, en sett- ist loks að i Danmörku og dó þar 1915. Annar sonur Jens kaup- manns, Thorvald að nafni, varð og skipstjóri. Hann ól allan aldur sinn erlendis, kvæntist þýzkri konu, en dó barnlaus í Singapore 1892. Þriðja barn Jens var Anna María, fædd á Isafirði 1835. Hún varð leikkona við kon- unglega leikliúsið í Kaup- mannahöfn, giftist dönskum kaupmanni og andaðist 1874. Sonur hennar var Aage Meyer Benedictsen, rithöfundurinn og mannfræðingurinn alkunni. Jens kaupmaður hóf þil- skipaútgerð á Isafirði skömmu eftir að iiann settisl þar að. Fyrsta þilskip hans var jakt, 81/2 lest að stærð, og liél Jens Peter dcn gamle. Gekk veiðin strax vel og mun kaup- maður hala bætt við sig að minnsta kosti einu þilskipi eftir þetta. Er ekki að efa, að útgei’ð þilskipanna hefur átt verulegan þátt í að auðga Jens kaupmann svo skjótlega, sem raun varð á. Færði hann brátt út kvíarnar og setti á stofn verzlanir bæði í Grundaríirði og i Vestmannaeyjum. Kaup- skip átti liann tvö eða þrjú og lét þau ganga tii fiskjar að sumrinu. Græddi Jens á tá og fingri og liefði eflaust orðið hinn mesti auðmaður, er fram liðu stundir, ef dauðann hefði ekki borið að garði. En Jens varð maður skanunlífur. Hann sýktist í hafi á leið frá Kaup- mannahöfn til lslands vorið 1842, var fluttur í land í Vest- mannaeyjum að bana kominn og andaðist þar fáum dögum siðar, 36 ára að aldri. Um og eftir 1840 komst nokkur skriður á útgerðannál lsfirðinga. Þá var Árni Sand- holt fremstur kaupmaður á Ísafirði og átti myndarlega verzlun í Hæstakaupstaðnum. Hann hal'ði allstór skip i för- um og lét þau jafnframt stunda fiskveiðar yfir sumar- tímann. Á skipum þessum voru danskir yfirmenn, og liá- setar þeir, sem sigldu kaup- íörunum milíi landa, voru einnig erlendir. En þann hluta sumarsins, sem skipin gengu til veiða, var allmörgum is- tendingum bætt við áhöfnina. Þarna iærðu margir efnismenn tiihögun segla og önnur undir- stöðuatriði skipstj órnar. Er ekki aö efast um það, að sá skóti hafi orðið að hinu mesta gagni.* Arni Sandholt var sonur Óla Sandliolts í Reykjavík. Þótti Oti þessi hálfgerður misyndis- maður og viðsj árverður 111 jög. Aftur á móti fékk Árni sonur lians tiið bezta orð, var taiinn rausnarmaðui; mikill og viiui leysa atlra vandræði. Lá mönn- um ólikt betur orð til Arna en Bjarna bróður hans, sem-einn- ig var kaupmaður og Vest- firðingar kváðu um: Sandliolt frammi’ á höfninni hóar. 1 helvíti eru kvalirnar nógar. — Maðkarnir í korninu kaila: Komdu, pabbi, og éttu’ okkur alla! Ekki mun Árni Sandliotl hafa komið sér upp veruleg- um fiskiskipaflota, á annan liátt en fyrr greinir. Þó keypti hann þilbátinn Pröven, og gerði út frá Isafirði. Báti þess- um hvolfdi i mynni Súganda- fjarðar árið 1845. Voru skip- verjar í kappsiglingu við franska skútu. Tveimur mönn- um varð bjargað, hinir týnd- usl allir. Pröven náðist aftur og gekk frá Isafirði i mörg ár eftir þetta. Árið' 1849 flutti Árni Sand- lioit alfarinn til Kaupmanna- Jiafnar,_en við verztunarstjórn á lsafirði tó’k Pétur Guðmunds- son, bróðir Sveins kaupmanns á Búðum á Snæfellsnesi. Þeir Arni og Pétur voru tvöfaldir mágar. Árni var giftur Mettu Guðmundsdóttur, syslur Pét- urs, en Pétur álti Sigriði Sand-" liolf, systur Árna. Eiríkur ólsen, verzlunar- stjóri i Neðstakaupstaðnum, keypti á þessum árum 11 lesta skútu, sem hann nefndi De syv Söskende. Eiríkur var danslcur að ætt. Skipstjóri á skútu þess- ari var íslenzkur maður, Hin- rik Sigurðsson að nafni. Hinrik var sonur Sigurðar Hinriksson- ar, bónda á Seljalandi í Skut- ulsfirði. Sigurðui' á Setjalandi halði lengi verið lormaður á

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.