Vesturland

Årgang

Vesturland - 17.03.1945, Side 2

Vesturland - 17.03.1945, Side 2
22 VESTURLAND Launalögin og framleiðslan. Löggjöf, sem verður að endurskoða hið ailra íyrsta. Alþingi hefur nú sett ný launalög. Saga þeirra á siðasta þingi er sú, að snemma i haust fluttu fjórir þm. úr öllum flokkum frv. til launalaga. Voru flm. þeir Guðmundur l. Guðmundsson, Bernharð Stef- ánsson, Brynjólfur Bjarnason og Magnús Jónsson. Frv. þetta var að verulegu leyti undirhúið af milliþinga- nefnd, er f jármálaráðhcrra Björn Ólafsson skipaði sumar- ið 1943. Áttu sæti í henni full- trúar stjórnmálaflokkanna, rikisstj órnarinnar og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Þegar frv. þetta var flutt af þm. allra flokka í haust varð þegar ljóst, að það þurfti veru- legrar athugunar við, áður en það yrði að lögum. Þm. var al- mennt ljós nauðsyn þess að endurskoða hin gömlu launa- lög frá 1919. Geysilegt ósam- ræmi hafði skapast í launa- kjörum þeim, sem ríkið bjó starfsmönnum sínum. Nýjar stöður og embætti höfðu verið stofnuð, sem í engu hlýttu hin- um eldri launakjörum. Milli- einstakra ríkisstofnana var al- gjört ósamræmi í launagreiðsl- um. Samræming launakjara — Fjárhagsgeta ríkissjóðs. Við samþykkt nýrra launa- laga þurfti því fyrst og fremst að gæta tvenns: 1. Að samræma launakjör starfsmanna ríkisins og stofn- ana þess. 2. Að miða jafnframt launa- greiðslur við fjárhagslegt bol- inagn ríkissjóðs. Hefur Jietta tvennt tekist? Áður en þeirri spurningu er svarað er rétt að geta þess, að þegar ríkisstjórn var mynduð fyrir forystu Sj álfstæðisflokks- ins, gerði Alþýðuflokkurinn það að skilyrði fyrir stjórnar- þátttöku sinni, að launalög yrðu afgreidd á þessu þingi með breytingum til móts við óskir B. S. R. B. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi ekki láta stjórnannyndun stranda á þessu skilyrði Alþýðuflokks- ins og gekk þvi að því þótt nokkrir af stuðningsmönnum stjórnarinnar i Sjálfstæðis- flokknum áskildu sér rétt til þess að greiða atkvæði um málið el'tir þvi hvaða meðferð það fengi i þinginu. Á þessu stigi málsins var talið að hin nýju launalög myndu kosta ríkissjóð í auknum útgjöldum ca. 3^/2 milj. kr. árlega. En þá er komið að spurning- unni um samræmið í launa- greiðslunum og fjárhagslegt bolmagn ríkisins. Það varð fljótlega Ijóst í ineðferð málsins að einstakar stofnanir, sem teknar höfðu verið upþ i frv. vildu ólmar láta taka sig út úr því. Þær töldu starfsmönnum sinum sem sagt ekki hag i því að „samræmingin” færi fram og næði til þeirra. Varð um þetta nokkur deila. Auðsætt var að ef látið yrði að vilja þessara stofnana og þær ekki teknar með í launalögin, væri megin- tilgangurinn með sefhingu nýrra launalaga, samræming launakjaranna, farinn út í veður og vind að verulegu leyti. Þrátt fyrir þetta fór það svo að nokkrar stofnanir ná- tengdar ríkinu, sem upphaf- lega voru í launafrv., voru teknar þaðan út. Svo fór um sjóferð þá, þannig fór „sam- ræmingin“ gagnvart þeim starfsmönnum hins opinbera. En hvað þá um samræmið milli þeirra, sem eftir voru? Hin nýju launalög bera þess ljósan vott. Þau úa og grúa af skringilegustu dæmum um furðulega ringulreið og ósam- ræmi i launagreiðslum. En þá er komið að síðari spurningunni. Eins og áður var sagt, var gert ráð fyrir því upphaflega, að samþykkt nýrra launalaga myndi kosta ríkið 3—3^2 milj. kr. í auknúm árlegum útgjöld- um. Niðurstaðan varð hins- vegar sú, að gert er ráð fyrir að þau muni kosta ríkissjóð rúmlega 7 milj. kr. aukin út- gjöld á ári eða á þessu ári frá 1. apríl, er-þau öðluðust gildi, allt að 41/2—5 milj. kr. Því fer f j arri að það sé skoð- un Vesturlands að nauðsyn hafi ekki borið til þess að hækka laun sumra starfs- manna ríkisins, svo sem t. d. kennara og lækna í hinum af- skekktari héruðum. Til hins bar jafnfraxnt nauðsyn að lækfa laun starfsmanna í ýms- um hinna nýrri og launahæstu embætta. En sú leið var ekki valin heldur var tekin sá kost- ur í langflestum tilfellum að toga allt upp á við, miða meg- inhlutann af launagreiðslum ríkissjóðs til hinna hærra laun- uðu starfsmanna, við það sem áður hafði verið ákveðið með minnstri ráðdeild. Vesturland leyfir sér að staðhæfa, að hin nýju launa- lög leggja of þungan bagga á ríkissjóð. Þau eru ekki í samræmi við fjárhagslegt bolmagn íslenzka ríkisins. Islenzka ríkið á ekki að svelta starfsmenn sína, það á heldúr ekki að sníða þeim launakjör, sem stofna fjár- hagslegu öryggi ríkisins i tví- sýnu. Hvaða leið átti að íara? En hvaða leið átti þá að fara i þessum efnum. Það átti fyrst og fremst að taka til gágngerðrar athugunar allt starfsmannakerfi ríkisins. Það átti að færa rekstur hins opin- bera saman, sameina Sansar stofnanir, fækka forstjórum á sendiherralaunum, afnema bitlingamoðið. Þegar þetta hafði verið gert átti að sam- þykkja launalög, sem raun- verulega samræmdu launa- kjörin og létu ekki undan frekju einstakra stofnana, sem heimtuðu að standa fyrir utan þau með launakjör starfs- manna sinna. Jafnframt átti að miða launakjörin almennt við fjárhagslegt bolmagn rík- issjóðs. Hver ber ábyrgðjpa ? Hver ber ábyrgðina á þvi að þessi leið var farin? Þegar launalagafrv. kom til Nd. frá Ed. þar sem þau voru borin fram lýsti forsætisrásherra, ólafur Thors jivi yfir f. h. Sjálfstcéðisflokksins, að hann teldi að frv. væri nú komið út fyrir þann ramma, sem samið hefði verið um, er ríkisstjórn- in var mynduð. Svo miklar breytingar hefðu verið gerðar á þeim til hækkunar. Forsæt- isráðherra kvað það þó skoð- 11 n sína að lögin yrði að sam- þykkja, um það heí'ði stjórnin gefið loforð. Var það skilj- anleg afstaða hjá forsætisráð- herra, að vilja ekki láta stjórn- arsamvinnuna rofna, á þessu atriði, þótt nokkuð hefði ver- ið gengið á gerða samninga. En hinir, sem allt frá upp- hafi höfðu áskilið sér rétt til þess að vera á móti lögunum, þrátt fyrir stuðning sinn við stjórnina, hlutu að greiða at- kvæði gegn þeim. Þáttur Alþýðuflokksins. Eins og fyrr var sagt gerði Alþýðuflokkurinn samþykkt launalaganna að skilyrði fyrir þátttöku sinni í stjórnarmynd- un og beitti sér jafnframt mjög fyrir því að ýtrustu kröfur launamanna og embættis- manna yrðu teknar til greina. Líf stjórnarinnar var því nátengt samþykkt launalaga. Framsóknarmenn hagnýttu sér þessa aðstöðu til hins ýtrasta. Þeir hrúguðu fram breytingar- tillögum við frv. nær öllum til hækkunar. Þeir vildu gera lögin sem vitlausust og stjórn- inni til sem mests vansa. Þeir VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Bjarnason, frá Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, sími 19 3.- Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslu- og innheimtum.: Finnbjörn Hermannsson. Skipagata 7. vissu, sem var, að stjórnin gat ekki snúið við, liversu óliönd- ugleg sem lögin yrðu, vegna hins skilyrðislausa loforðs, sem Alþýðuflokkurinn hafði knúið fram. Þáttur Framsóknarflokksins i afgreiðslu þessa máls ber þess vegna vott hinu einstæð- asta ábyrgðarleysi og loddara- leik. Komið sem komið er. En það er komið sem komið er. Launalögin hafa verið sett, að vísu með alltof litilli ráð- deikl og takmörkuðum skiln- ingi á fjárhagsástæðum ís- lenzka ríkisins. En það verður að endurskoða þessa löggjöf hið allra fyrsta. Framtíð ís- lenzku þ j óðarinnar veltur fyrst og fremst á framleiðslu hénnar. Hana ber á alla lund að efla. Því traustari fótum, sem hún stendur, því betri launakjör getur ríkið boðið starfsmönnum sínum. Alþýðu- flokkurinn hefur byrjað á skökkum enda. Hann hefur byrjað stjórnarsamstarf það, sem fyrst og fremst miðar að eflingu athafnalífsins til lands og sjávar, á því að knýja fram 7 milj. kr. árlega aukningu á útgjöldum ríkissjóðs og stofn- ana hans. Hann segir að það sé greiði við launafólkið og embættismennina,. E. t. w er það í bili en tæplega þegar frá' líður og landsmönnum verður það Ijósara en nú, að fram- leiðslan, sköpun útflutnings- verðmæta og matvæla fyrir þjóðina, er aflgjafi allra fram- kvæmda, í landinu. -------0------- Afmælisdagar heitir bók, sem bókaútgáfan Huginn í Reykjavík hefur gef- ið út. Er þetta afmælisdaga- bók i svipuðu sniði og Guð- mundur Finnbogason lands- bókavörður gaf út fyrir mörg- um árum. Er þessi nýja bók hin smekklegasta. Hefur Ragn- ar Jóhannesson cand. mag. safnað vísum í hana eftir eldri og yngri höfunda. -------o------- Churchill lýsti því yfir fyrir skömmu á árs- þingi brezka íhaldsflokksins að hann teldi ekkert þvi til fyrirstöðu að almennar þingkosningar færu fram á næsta hausti i Bretlandi. Churchill kvað Pjóðverja myndu sigraða á miðju sumri eða e. t. v. fyrr. •

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.