Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.02.1946, Blaðsíða 6

Vesturland - 05.02.1946, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND - Á FÖRNUM VE81 — Dagur æskunnar. — „Ég ætla að læra að synda“. — Óska- barn Isfirðinga. — Endurminning úr Reykjanesi. Húskveðja Alþýðuflokksins. S. 1. fimmtudag boðaði Al- þýðuflokkurinn á Isafirði til fundar í Alþýðuhúsinu. Fluttu aðalforingjar flokksins þar ræðu og voru nú fremur fram- lágir. Merkustu ræðuna flutti Stefán skósmiður Stefánsson. En svo var áhugi hans eldleg- ur að ræðan skildist mjög illa. En af henni mátti þó ráða að Stefáni haíði verið falið að leggja fram stefnuskrá flokks- ins fyrir næsta kjörtímabil. Hljóðaði hún á þá leið að bæj- arfulltrúum Alþýðuflokksins skyldi falið að halda uppi harðri gagnrýni og mótspyrnu gegn öllum framkvæmdaá- fonmim bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Var samþykkt um þetta tillaga við daufar undir- tektir fundarmanna. Mun fólk- inu hafa þótt stefnuskráin fremur óglæsileg og bragðlítil. Hagalín konungur i Kálf- skinni var m jög óánægður með ísfirzka æsku: Sagði hann m. a, þessi orð: „Það er engu likara en að ís- firzkir unglingar séu aldir upp hjá dónum, enda haga þeir sér eins og afglapar“. Einum fundarmanni varð þá þctta að orði: „Skyldi maðurinn vera að sneiða að skólastjóra Gagn- fræðaskólans?“ En yfirleitt fundust fólki þessi ummæli ómakleg um unga fólkið í bænum. Smá- tíndust menn burtu af fundin- um daufir í dálkinn, enda bar samkoman öll á-sér útfárarem- kenni og hefur síðan hlotið nafnið húskveðja Alþýðu- flokksins. Sýnist Vesturlandi það vera sannmæli. ------o----- Nýr bátur. S. 1. sunnudag hljóp nýr bát- ur af stokkunum á skipasmíða- stöð Marzelíusar Rernharðsson- ar. Er það 20 skipið, sem þar er byggt. Báturinn heitir Vísir og er 53 tonn a.ð stærð, byggður fyrir Utgerðarfélag Keflavíkur h.f. Báturinn er úr eik með 200 hestafla June Muntelvél og bú- inn fullkomnustu tækjum, svo sem dýptarmæli. ———O-------- Eioar Guðfinnsson sýslunefndarmaður Bolvík- inga. I sýslunefndarmannskosning- unum, sem fram fóru í Bolung- arvík um leið og hreppsnefnd- arkosningarnar fékk fram- bjóðandi sjálfstæðismanna, Einar Guðfinnsson útgerðar- maður, 163 atkvæði én fram- bjóðandi rauðu flokkanna 110 atkvæði. Föstudagurinn vav var sannarlega fyrst og fremst dagiir æskunnar hér á Isafirði, enda þótl liann væri mikill gleðidagur allra bæjarbúa. Þann dag var Sund- höllin nýja vígð. Þá köstuðu ís- firzkir piltar og stúlkur sér í fyrsta skipti til sunds í heitt vatn í ís- firzkri sundlaug. Ég hefi sjaldan verið við ánægjulegri athöfn en þessa sundhallarvígslu. Sundhallar- salurinn var bjartur og hreinn. Geislarnir frá ljóskösturunum brotnuðu í vatnsfletinum, sem glitraði og sindraði í ýmislegum blæbrigðum. Á bökkum laugarinn- ar stóð fólkið eftirvæntingarfullt og fagnandi. Að lokinni vígsluræöu Kjartans iæknis rann hin lang- þráða stund upp. Piltar og stúlkur úr íþróttafélögum bæjarins stungu sér í hinn glitrandi vatnsflöt, liurfu augiiablik sjónum áhorfendanna en komu síðan upp og þreyttu sundið, l>essa aldagömlu og fögru íþrótt. Það var eitthvað glæsilegt við það, sem þarna var að gerast. Hugsjón hafði ræzt og orðið að veruleika. Sjómannabærinn við Skutulsfjörð liafði eignast sundlaug, glæsilegt menningartæki og brunn hreysti og heilbrigðis. Ég hefi síðan tekið eftir því hvað börnin á götunni hafa verið að tala um. Oft hefi ég heyrt þessi orð: „Ertu búinn að fara í sundhöll- ina? Ég fór í gær. Það var voða- lega gaman. Ég ætla að fara á hverjum degi, mamma segir, að ég megi það, ég ætla að læra að synda“. Um þetla Iiafa hugsanir ísfirzkra unglinga snúist síðustu daga. Æsk- an er ákveðin í því að hagnýta sér sundhöllina eftir fremstu getu. En það er ekki einungis .æskan, sem getur notið sundhallarinnar. Allir, ungir sem gamlir geta notið henn- ár. Á þetta benti Baldur Jolinsen liéraðslæknir í ræðu, sem hann flutti í samsæti því, sem Sundhall- arstjórnin hélt að vígsluathöfninni lokinni. Sundhöllin er sameign allra bæj- arl)úa. Fólkið liefur byggt hana með samtökum sínum og áliuga. Sjó- mannasamtökin, Slysavarnasamtök- in, íþróttafélögin og fjöldi einstak- linga liafa gert hana að óskabarni sínu. Og nú er hún óskabarn allra Isfirðinga. Aösóknin að lauginni hefur verið mikil undanfarna daga. Fólk hefur staðið í löngum’biðröðum og bcðið eftir l)ví að röðin kæmi að því. Sund- skýlur hafa verið keyptar upp í verzlununum. Allir hafa þurft að eignast sundföt. Það er verst að sundhúfur fást ekki. En úr þeim skorti rætist vonandi með tíman- uin. Fyrst.u 3 dagana fóru í laugina 758 manns. Forstjóri Sundhallar- innar er Guttormur Sigurbjörnsson íþróttakennari, glæsilegur og vel menntaður íþróttamaður. Mér koma nú 'í hug endurminningar frá Reykjanesi, þegar ég og jafnaldrar mínir vor- um að læra þar að synda. Þá var nýja laugin þar nýbyggð. En við sváfum í gamla húsinu inni á nes- inu, fjórir saman í kojum. Það þótti hálfþröngt. En samt leið öllum vel og allir voru glaðir og lífið var dá- samlegt, sól og vatn, heitt vatn úr iðrum jarðar, sjóböð, áflog og prákkaraskapur. Ekkert skýli var við laugina til þess að klæða sig úr og í í. Síðan hefur margt breyzt í Reykjanesi. Nú er þar eitt glæsileg- asta íþrótta setur á landinu, 50 metra löng heit útisundlaug, bún- ingsklefar, gufuböð, sólskýli, stórt íþróttahús o. s. frv. En nú þarf ísfirzk æska ekki lengur að leita úr bænum sínum til þess að læra að synda. 1 því er ' mikil framför. En það er slæmt, að ekkert sólskýli skuli vera við Sund- höllina okkar. Að því er mikill bagi. Máske er hægt að bæta úr því. En hvað sem um það er, ísfirðingar fagna sundhöllinni sinni. Megi hún verða bæjarbúum sannur menning- arauki og heilsulind. Urslit bæjarstjórnar- kosninganna: Framhald af 3. síðu. fulltrúa. AA-listi (Alþ.fl.) 62 atkv., 1 fulltrúa. B-listi (Fr.fl.) 74 atkv., 1 fulltrúa. C-listi (Sós.) 92 atkvæði, 2 fulltrúa. D-listi (Sj.fl.) 153 atkv., 4 fulltrúa. Á kjörskrá voru 510, en 450 kusu, eða 88,24%. Við bæjarstjórnarkosningarnar 1942 fékk Alþýðufl. 119 atkvæði, Framsóknarfl. 73 atkvæði, Sjálf- stæðisfl. og óháðir 190 atkvæði og Sósíalistar 59 atkvæði. ESKIFJÖRÐUR. A-listi (Alþ.fl.) 76 atkvæði, 2 fulltrúa. B-listi (Fr.fl.) 60 atkvæði, 1 fulltrúa. C-listi (Sós.) 95 atkvæði, 2 fulltrúa. D-listi (Sj.fl.) 93 atkv., 2 fulltrúa. Hlutföllin milli flokkanna á Eski- firði eru óbreytt frá því í síðustu lireppsnefndarkosningum. NESKAUPSTAÐUR. A-listi (Alþ.fl.) 134 atkvæði, 2 fulltrúa. B-listi (Fr.fl.) 87 atkvæði, 1 fulllrúa. C-listi (Sós.) 293 at- kvæði, 5 fulltrúa. D-listi (Sj.fl.) 83 atkvæði, 1 fuíltrúa. Á kjörskrá voru 697, en 608 kusu, eða 87,23%. BÚÐARHREPPUR FÁSKRÚÐS- FIRÐI. A-listi (Alþ.fl. og Fr.fl.) 139 at- kvæði og 4 menn kjörna, B-listi (ó- háðra) 48 atkvæði og 1 mann kjör- inn, C-listi (Sós.) 73 atkvæði, 2 menn kjörna. Við síðustu kosningar hlaut Al- þýðuflokkurinn 122 alkvæði og 5 menn kjörna, en B-listi (óháðra) hlaut þá 60 atkvæði og 2 menn kjörna. VESTMANNAEYJAR. A-listi (Alþ.fl.) 375 atkv., 2 full- trúa, B-listi (Fr.fl.) 157 atkvæði, 0 fulltrúa, C-listi (Sós.) 572 atkvæði, 3 fulltrúa. D-listi (Sj.fl.) 726 at- kvæði, 4 fulltrúa. Á kjörskrá voru 2134, en 1858 kusu, eða 87%. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar í Vestmannaeyjum lilaut Sjálfstæðisfl. 839 atkvæði, Alþýðu- fl. 200 atkvæði, Sósíalistafl. 463 al- kvæði og Framsóknarfl. 249 at- kvæði. STOKKSEYRl. A-listi (verkalýðsfélagsins) hlaul 127 atkvæði og 3 menn kjörna, B- listi (Fr.fl.) hlaut 43 atkvæði og 1 mann kjörinn, C-listi (Sj.fl.) hlaut 155 atkvæði og 3 menn kjörna. Á kjörskrá voru 347, en 337 neyttu atkvæðisréttar síns. EYRARBAKKI. Úrslit urðu þau, að A-listi (Alþ.fl.) hlaut 172 atkvæði og 4 menn kjörna, B-lisli (Sj.fl.) hlaut 82 atkvæði og 2 menn kjörna, C- listi (Fr.fl.) hlaut 38 atkvæði og 1 mann kjörinn, D-lisli (Sós.) hlaut 27 atkvæði og engan mann kjörinn. Á kjörskrá voru 399, en 330 greiddu atkvæði. KEFLAVlK. A-listi (Alþ.fl.) hlaut 323 atkvæði og 3 menn kjörna, B-listi (Fr.fl.) hlaut 112 atkvæði og 1 mann kjör- inn, C-listi (Sós. og óh.) hlaut 87 atkvæði og engan kjörinn, D-listi (Sj.fl.) lilaut 323 og 3 menn kjörna Við síðustu kosningar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 203 atkvæði, Al- þýðnflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn 291 atkvæði, óháðir og utanflokka 133 atkvæði. HAFNARFJÖRÐUR. A-listi (Alþ.fl.) 1189 atkv., 5 full- trúa, B-listi (Sj.fl.) 773 atkv., 3 full- Mig dreymdi. Úr sænsku. Lauslega þýtt. Mig dreymdi svo hugljúfan draum í nótt. Mig dreymdi þú komst mig að finna. 1 ♦ Þú leizt til mín blítt, og þú hvíslaðir hljótt um hjartnæmi faðmlaga þinna. — Og fagurt og bjart var allt, fjær og nær, og fjölstirndur himininn silfurskær, og á þeirri stund, festi’ ég algleymisblund. Ö, aðeins ég mætti dreyma. Ég vaknaði. — ’lð himneska horfið, allt. Ó, hallið mér draumar að vanga! — Þitt hafdjúpa tillit var hart og kalt, og — liætt ertu með mér að ganga. Nú hauststormar æða hvolfið geyst og horfið er allt það, sem ég get treyst. En mér, enn sem þá, ertu algleymisþrá, ef aðeins ég mætti dreymíjú T. Ilartmann.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.