Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.11.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.11.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 -----------------------------------------------» Trúin á blekkingamar. 1 leiðara síðasta blaðs var bent á þá staðreynd, sem öllum Isfirðingum er kunn, að útgerð héðan úr bænum er með minnsta móti á þessum tíma árs. Á það var bent, að Samvinnufélag Is- firðinga, sem á 8 báta, gerir aðeins út 2 báta. Þann þriðja mun það vera búið að leigja úr bænum til Súgandafjarðar, sem að sjálfsögðu kemur Isfirðingum að engu gagni. Bent var á að Samvinnufélagið myndi hafa tapað mikið á undanförnum sild- arleysisárum og því myndi útgerð félagsins nú svo lítil sem raun ber vitni. Síðan segir orðrétt: „Er ekki kominn tími til, að alvarleg athugun fari fram á því, hvort ekki sé hægt að láta báta félagsins skapa meira verðmæti og meiri atvinnu með annarri stjórn og öðru fyrirkomulagi? Er ekki stórt bátafélag óhentugt í rekstri og þungt í vöfum? Er ekki hentugra að félögin séu minni og meira í tengslum við þá menn, er á bátunum starfa, svo sem skipstjóra og vélstjóra? Reynsla annara útgerðarstaða bendir greinilega til þess að svo sé“. M.ö.o. er því haldið fram, að óheppi legt fyrirkomulag og stjórnleysi framkvæmdastjórans, sé ein höfuðorsök þess, að Samvinnufélag Isfirðinga sé nú svo van- megnugt og illa statt fjárhagslega og hvatt til þess í samræmi við reynslu annara útgerðarstaða, að nánari samvinna um út- gerð báta félagsins verði tekin upp við sjómennina, sem á þeim starfa, sérstaklega skipstjóra og vélstjóra, til þess að skapa meiri atvinnu í bænum. Þessi hógværa og tímabæra grein hefur farið óskaplega í taug- arnar á krataforsprökkunum og sérstaklega „samvinnumann- inum“ Birgi Finnssyni, forstjóra Samvinnufélagsins. Samvinnu- félagið hefur enga þörf fyrir aukna samvinnu við sjómennina. Um hana segir hann orðrétt: „Með þeim úrræðum Vesturlands, sem hér hefur verið drepið á, tel ég að brugguð séu vélráð til að flytja héðan nauðsynlegustu atvinnutæki bæjarbúa, Sam- vinnufélagsbátana, og því skora ég á bæjarbúa og sérstaklega þá, er hjá Samvinnufélaginu starfa og hafa starfað, að vera vel á verði gagnvart þeim flokki og þeim mönnum, er ætla sér að dr>rgja þessa dáð“. Hann segir ennfremur orðrétt: „Það væri að vísu ekki tiltökumál að ræða erfiðleika ísfirzka bátaflotans við ihaldið og málgagn þess, blaðið Vesturland, ef fram kæmi lijá þessum aðilum skynsamlegcir tillögur, sem miðuðust við að tryggja það, að hægt væri að halda bátunum i bænum og auka útgerðina. En í skrifum Vesturlands hefir ekkert fram komið sem miðast við þetta, heldur hefur eingöngu verið stefnt að nið- urrifi Samvinnufélagsins og beiniínis verð hvatt til þess, að skip þess yrðu flutt til annara landa, þar sem engir Isfirðingar mundu geta stundað á þeim atvinnu11. Og enn segir: „Og er þar dróttað að skipstjórum og sjómönnum, sem ekki eru á eigin út- gerð, að þeir vinni sviksamlega þau störf, sem þcim er trúað fyrir“. „Árás á Samvinnufélag Isfirðinga og sjómenn þessa bæj- ar, sem blaðið brigzlar um sviksamlega sjósókn í samanburði við sjómenn í nærliggjandi verstöðvum“. Hvílíkur skáldskapur! Er ritstjórinn ekki læs á venjulegt mál? Hvaðan kemur honum öll þessi speki. Hún verður ekki lesin í Vesturlandi. Þannig er mál- flutningur Skutulsmanna, hvergi farið rétt með. Ef stjórn Sam- vinnufélagsins og fyrirkomulag er gagnrýnt, þá er það árás á sjómenn og störf þeirra. Sj ómennirnir, það er ég, segir þessi forstjóri, sem engin úrræði hefur og ekkert sér nema taprekstur. Hvaðan hefur forstjórinn sína fyrirmynd um málsmeðferð í blaðamennsku sinni? Er hún ekki eitthvað í ætt við Júlíus Streicher og félaga hans? En ritsmíð forstjórans hefur þó upplýst m.a., að Samvinnu- Staksteinar. Útfararhátíð landslista-Finns. Finnur Jónsson efndi til út- fararhátíðar í Alþýðuhúsinu skömmu eftir að kosningaúrslit urðu kunn. Var hann studdur á „leiksviðið“ af tveimur kon- um. önnur konan, sem studdi Finn var frú Sigríður Hjartar, kona Þorleifs B j arnasonar, námsstjóra. Þessi göfuga lcona á að hafa sagt að ihaldið hafi fyllt menn á kjördegi og síðan látið þá kjósa frambjóðanda sinn. Hvaðan skyldi blessuð náms- stjórafrúin hafa þessa vizku sina. Hverjir voru fylltir og hverjir gáfu kjósendum brennivín á kjördegi? Það væri gaman að fá þær upplýsingar í næsta Skutli. Gróusögur Alþýðuflokksins hafa tætt af honum fylgið að undanförnu. Haldið áfram þessari drengilegu baráttu ís- firzir kratar og til hamingju með þessa endurbornu Gróu á Leiti. Víða pottur brotinn. I Lögbirtingarblaðinu 5. þ. m. er m.a. frá þvi skýrt, að sjúkrahús og barnaskóli Vest- mannaeyjakaupstaðar verði seld á nauðungaruppboði 14. des. n.k. vegna vanskila á veð- deildarlánum og ógreiddiun vöxtum frá 1. okt. Í947 eða í tvö ár. Ekki lýsir það góðri f j ármálastj órn í kaupstaðnum, þegar barnaskóli og sjúkrahús er auglýst til sölu á nauðungar- uppboði. Ekki ráða, Sjálfstæð- ismenn bæjarmálunum í Vest- mannaeyjum. Nei, þar stjórna kratar og kommar. Gamall og værukær? Hannibal er farinn til þings. Ilinsvegar hefur liann látið ])að boð út ganga, að hann lcomi fljótlega aftur. Hann ætlar víst aðeins að láta „munstra“ sig í þingsalina til að fá „hýruna“, en halda svo áfram kennslu og skólastj órn við Gagnfræða- skólann? Til hvers er þessi maður að bjóða sig fram til þingmennsku, ef hann telur sig alls óþarfan á þingi, er hann er þangað kjörinn. Að vísu munu fáir sakna hans í þingsölunum, eftir þeirri reynslu sem af störfum hans þar er fengin. Hvar eru nú hugsjónirnar æskan og dugn- aðurinn? Veitir flokki hans af að hafa einn „hugsjónamann“ á þingi? Af skrifum hans s.l. vor í blaðið „Þjóðvörn“ skyldu menn halda að ekki veitti nú af. En Hannibal virðist annað- hvort hafa breytt algerlega um skoðun á flokksbræðrum sín- um eða vera sj álfur orðinn svo gamall og værukær, að hann nennir ekki að vera á þingi og vinna að „hugsjónum“ sínum. Þvílík uppgjöf er eins- dæmi. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þeir sletta skyrinu, sem eiga það. Bókmenntafræðingarnir við Skutul óttast að Vesturland spilli bókmenntasmekk Isfirð- inga. Það er borginmannlegt að tala um bókmenntir og listir af mönnum, sem ekki hafa meiri bókmenntaþekkingu en svo, að þeir vita ekki, hver er höfund- ur hins vinsæla leikrits „Nýárs nóttin“. Það hafa engir Isfirð- ingar, nema spekingai’nir við Skutul heyrt fyir að Einar H. Kvaran hafi samið þetta leik- í-it. Hitt vita allir, að höfundur leikritsins „Nýái’s nóttin“ er Indx’iði Einarsson. Mönnum hlýtur að detta í hug, að bók- menntaþekking þessara manna, sé eingöngu bundin við þýzkar nazistabókmenntir og höfunda á borð við Júlíus Streichei’, sem þeim hefur fundizt hin æski- legasta fyriimynd í blaða- mennsku. Huseignin hálf GRUND (suðurendi) á Isafii'ði eign db. Þorsteins Kristins- sonar er til sölu. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 30. nóv. n.k. Skiptaráðandinn á Isafirði 9. nóvenxber 1949. félagið skuldaði um s.l. ái'amót um 4 milj. kr., eða um 10 þús. kr. á hverja smálest í báturn þess, og hún sannar hve úrræðalaus forstjórinn er og trúlaus á framtíð félagsins og um leið framtíð og atvinnuhorfur þessa bæjai’félags. öll skrif forstjói’ans bcrgmála af því hugarfari, sem faðir hans mótaði í þessurn orðum: „Enginn maður með viti, vill nú fást við útgerð á Isafirði“. Það hugai'far má ekki festa hér rætur. Það verður að snúast gegn erfiðleikunum með festu og karlmennsku.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.