Vesturland - 15.01.1966, Síða 8
Einstaklega gott tíðarfar á
Vestfjorðum i vetur
í vetur hefur verið mjög
snjólétt á Vestfjörðum og
vegir í byggð yfirleitt alls
staðar færir fram til þessa.
Vesturland hefur átt tal við
nokkra fréttaritara sína nú
eftir áramótin og fara frá-
sagnir þeirra hér á eftir
— Hér hefur verið einstak
lega gott tíðarfar í vetur,
sagði Jóhann Jónsson odd-
viti í Mýrartungu í Reykhóla-
sveit. Hér er alveg snjóliaust,
nema lítils háttar snjór er til
fjalla. Vegir í byggð hafa
allir verið færir og mjólkur-
flutningum í Búðardal verið
haldið uppi í allt haust og í
vetur. Einnig hefur komið á-
ætlunarbíll úr Reykjavík einu
sinni í viku. Síðan um miðjan
nóvember hafa oft verið mikil
frost og hefur af þeim sökum
borið nokkuð á vatnsskorti á
nokkrum bæjum.
— Skömmu fyrir jólin var
lokið við að tengja rafmagns-
línuna frá Þverárvirkjun við
Hólmavík í Saurbæ og var
sæstrengurinn yfir Gilsfjörð
tekinn í notkun, en hann
liggur frá melunum hjá
Króksfirði yfir fjörðinn. Eru
20—30 bæir í Saurbæ, sem fá
rafmagn frá Þverá, en ekki er
enn lokið að tengja við alla
bæina.
—- Hér er hvarvetna auð
jörð, sagði Guðbrandur Þor-
láksson símstjóri á Djúpuvík,
er blaðið átti tal við hann.
Að vísu eru slæmir skaflar á
stöku stað á veginum héðan
frá Djúpuvík og út í svo-
kallað Kleif, en eftir það er
nýi vegurinn til Hólmavíkur
vel fær. Póstferð er farin
einu sinni í viku og er þá
farið á bát í Veiðileysu, en
ekið þaðan til Hólmavíkur.
Er að þessu mikil samgöngu-
bót. Nýi vegurinn var fær
fram undir jól.
— Hér um slóðir er nú
mikill áhugi fyrir rækjuveiði,
en annars hefur ekkert verið
farið á sjó. Guðrún frá Ing-
ólfsfirði hefur verið á rækju
að undanfömu og fengið
5—700 kg. og hefur rækjan
verið skelflett á Ingólfsfirði
og fryst þar.
Á Patreksfirði og nágrenni
hafa vegir yfirleitt verið vel
færir í haust og vetur, en
þó hafa verið mikil svellalög
og klakabungur á veginum
hringinn í kringum fjörðinn
og valdið miklum erfiðleikum.
Óvenjulega mikið hefur
verið gert að því í vetur að
halda vegunum opnum hér í
byggðarlaginu, að undan-
skildum veginum yfir Hálf-
dán, sem ekkert hefur verið
átt við.
Daglega er farið að sækja
mjólk í sveitirnar. Fært hefur
verið á Barðaströnd í allan
vetur. Vegurinn til Tálkna-
fjarðar hefur aldrei lokazt í
vetur, en þó hafa verið mikil
svellalög þar.
Á Bíldudal tók upp allan
snjó s.l. miðvikudag, en þar
hafa vegir í byggð verið færir
í allan vetur. Kvartað er
undan því, að ekki hafi verið
gengið nægilega vel frá nýjia
veginum við endann Tálkna-
fjarðarmegin, og hefur af
þeim sökum skapazt þar
mikill farartálmi í vetur, en
annars hefur vegurinn yfir
Hálfdán verið vel fær miðað
við árstíma.
Trostansfjarðarvegurinn er
vel fær og reyndar fært alla
leið í Mjólkárvirkjun og
þaðan kom bíll á föstudag
í síðustu viku til Bíldudals.
Vegir út í Dali hafa verið vel
færir í vetur.
Mjög gott veður var um
jólin á Bíldudal og var bærinn
mikið skreyttur. Stórt og
fagurt jólatré, um 10 m. hátt,
stóð upplýst fyrir framan
nýja bamaskólahúsið, og var
það gjöf frá Árna Jónssyni
stórkaupmanni, sem hefur þá
miklu ræktarsemi til æsku-
stöðva sinna til að bera, að
hann hefur sent Bílddælingum
stórt og fallegt jólatré á
hverju ári um 15 ára skeið.
Eru Bilddælingar honum
mjög þakklátir fyrir. Jóla-
dansleikir og áramótadans-
leikur fóru fram með mikilli
prýði.
«sens) aJesvFwzx'fin satiGFsarÆSjsxmia
Fréttir Ar verstöðvunnm
1 allan vetur hefur verið
fært milli Hólmavíkur og
Reykjavíkur og aldrei verið
neinn verulegur snjór í
Strandasýslu og tíðarfar yfir-
leitt verið gott.
BOLUNGARVÍK:
Héðan róa Einar Hálfdáns,
Heiðrún og Guðrún og Sædís
fer að byrja róðra. Afli hefur
verið fremur tregur að undan-
förnu. Bergrún rær með net
og fékk í einni lögn 7,7 lestir,
en hefur fengið mjög lítið í
tveimur síðustu legum.
Hugrún mun fara á net
seint í þessum mánuði og
Guðmundur Péturs í febrúar-
byrjun, en Sólrún er farin á
síld fyrir sunnan. Þessa
dagana er verið að ganga frá
sölu á Dagrún, og verður hún
seld til Vestmannaeyja. Aftur
á móti hefur Einar Guðfinns-
son hf. keypt vélbátinn Pál
Pálsson frá Sandgerði, sem
er 154 lestir að stærð, og
mun hann fara á línu um
næstu mánaðamót. Húni
byrjar á línu í marz. Hafrún
er nú til viðgerðar á fsafirði
og mun fara á síld, loðnu eða
þorsk þegar viðgerð lýkur.
Dagstjarnan lestaði síldar-
lýsi I Bolungarvík og á fsa-
firði á milli jóla og nýárs og
lagði af stað til Rotterdam
2. des. Er þetta önnur ferð
Dagstjörnunnar til útlanda, en
hún fór í byrjun desember
til Noregs og Þýzkalands með
fullfermi af síldarlýsi. Vel
hefur gengið afskipun á lýsi
í Bolungarvík og sömuleiðis
afskipun á síldarmjöli.
ÞINGEYRI:
Héðan róa tveir bátar með
línu og Framnes mun fara á
net innan skamms. Gæftir
hafa verið mjög stirðar, en
afli bærilegur þegar á sjó
liefur gefið, eða 6—9 lestir í
róðri.
Mikið flogið til Patreksfjarðar
— Flugið til Patreksf jarðar
hefur gengið mjög vel, sagði
Sigurður Jónasson, umboðs-
maður Flugfélags Islands, er
Vesturland ræddi við hann í
gær.
1 desembermánuði voru
famar 16 ferðir, en alls voru
25 lendingar á Patreksfirði í
mánuðinum.
— Flugfélagið flutti alls
223 farþega í mánuðinum,
flutningur farþega var 3,6
lestir, vöruflutningar tæplega
7 lestir og póstur 2 lestir.
Farnar voru 3 áætlunar-
ferðir í viku og eru ferðir á
mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum. í sambandi
við miðvikudagsferðirnar
hefur F1 stuðlað að áætlunar-
ferðum milli Bíldudals og
Tálknafjarðar þegar færð
hefur verið nægilega góð og
hafa þær ferðir verið talsvert
notaðar.
Það, sem af er janúar,
hefur ekki verið minna um
flugferðir en í desember.
Mjög mikil samgöngubót
hefur verið að þessum flug-
ferðum fyrir Patreksfjörð og
byggðarlögin í grennd.
ÍSAFJÖRÐUR:
Átta bátar eru byrjaðir á
línu og hefur afli verið mjög
misjafn að undanförnu, eða
allt frá 3 upp í 14 lestir.
Gunnhildur fékk 14 lestir á
miðvikudag, Guðbjartur
Kristján fékk 12,4 lestir og
Víkingur II 12,2 lestir á
fimmtudag, en aðrir fengu
minna. Gæftir hafa verið
ágætar að undanförnu og
og róið livem dag.
TÁLKNAF JÖRÐUR:
Héðan rær einn bátur með
línu, er það Guðmundur á
Sveinseyri. Hraðfrystihús
Tálknafjarðar hefur fengið
flökunarvél, sem notuð verður
þar í vetur , en slík vél hefur
ekki verið þar til áður.
FLATEYRI:
Héðan róa nú fimm bátar
og hefur afli verið ágætur og
gæftir góðar síðustu dagana.
Hafa bátarnir fengið 7—9
lestir í róðri.
Fyrripart vetrar var keyptur
hingað um 30 lesta bátur,
Þorsteinn, sem byrjaður er
róðra fyrir nokkru.
Hingað eru komnir all-
margir útlendingar og von á
fleirum til starfa við fisk-
vinnslu og eru þetta Englend-
ingar, Skotar og Spánverjar.
Komu nokkrir þeirra fyrir
jól, og fleiri em væntanlegir.
HÓLMAVIK:
Héðan er aðeins gerður út
einn bátur á rækju, Guð-
mundur frá Bæ, skipstjóri
Jóhann Guðmundsson, en
búizt er við að Hilmir fari
bráðlega á línu. Rækjuveiðin
í Hrútafirði hefur gengið
ágætlega og hefur báturinn
jafnaðarlega komið með 1000
til 1500 kg., sem unnið hefur
verið til frystingar hjá frysti-
húsi Kaupfélagsins, en tak-
markað er hvað hægt er að
vinna af rækju hér vegna
manneklu. Mest hefur verið
sótt í Hrútafjörð, en einnig
liefur báturinn fengið rækju
í Steingrímsfirði.
I næsta mánuði mun fyrir-
hugað að Fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans sendi hing-
að fiskifræðing til þess að
vinna að fiskirannsóknum í
Húnaflóa, og mun það eiga
að verða fyrsti liðurinn í
slíkum rannsóknum í flóanum
og víðar fyrir Norðurlandi.
Heita má að héðan séu
farnir flestallir verkfærir
menn, sem eiga heimangengt
enda býðst þeim næg atvinna
syðra, en atvinnuástand hér
um slóðir ótryggt og næsta
erfitt.
PATREIÍSF JÖRÐUR:
Þrír bátar eru byrjaðir á
línu liéðan og Helga Guð-
mundsdóttir fer á net eftir
miðjan mánuðinn. Hefur afli
verið góður, þetta 5—8 lestir
í róðri, eu gæftir fremur stirð
ar frá áramótum.
Fiskver hf. er nú að taka
í notkun nýja flatningsvél
fyrir saltfiskverkun. Er vél
þessi frá Baader-verksmiðjun
um þýzku, hin fyrsta sinnar
tegundar hér á staðnum.
Helga Guðmundsdóttir og Jón
Þórðarson munu leggja upp
hjá fyrirtækinu í vetur.
Þá liefur Hraðfrystihús
Patreksf jarðar aukið vélakost
sinn og frystiafköst um 100%
Á sl. sumri félík írystihúsið
nýja flökunarvél.
BÍLDUDALUR:
V/b Andri byrjaði róðra
ineð línu á miðvikudag.
Rækjuveiðunum er haldið á-
fram, en veiði hefur verið
fremur treg og rækjan smá.
Fimm bátar stunda veiðarnar
og mega þeir veiða 650 kg. á
dag, en yfirleitt hafa þeir
ekki fengið nema 4—500 kg.
Rækjan er öll skelflett í vél
í Matvælaiðjunni. Þar er
einnig unnið að því að sjóða
niður þorskahrogn til útflutn-
ings.
SUDUREYRI:
Ágætur afli hefur verið hér
undanfarna daga og gæftir
góðar. Hafa bátarnir fengið
upp í 10—12 lestir í róðri.
Hefur verið róið alla dagana
síðan 8. jan.
ísver hf. liefur nýlega selt
tvo báta sína, Hávarð og
Draupni, en í þeirra stað
hafa verið keyptir tveir minni
bátar, hvor um sig um 40
lestir að stærð, og eru eig-
endur fjórir að hvorum bát
ásamt frystihúsinu. Bátar
þessir heita Páll Jónsson og
Barði. Eru þeir komnir
hingað og byrjaðir róðra.
Héðan verða gerðir út fimm
bátar á línu og ólafur Frið-
bertsson fer á net seint í
þessum mánuði.
Fremur vel hefur gengið að
fá fólk til starfa á bátunum
og við fiskverkun.