Vesturland

Årgang

Vesturland - 10.07.1974, Side 3

Vesturland - 10.07.1974, Side 3
3 &cns aÆssrfíxxxxtt sartcFscÆsvsxxxx/i Vetrarvertíöin á Vest- fjöröum 1974 yfirlit Fiskifélags íslands ALls stunduðu 42 bátar bol- fisikveiðar frá Vestfjörðum lengst af vetrar, réru 23 þeirra alfcirið með Mmu, 11 (7) með línu og net og 8 (3) með botnvörpu. Heildaraflinin á vertíðinni varð 22.935 lestir, en var í fyrra 21.819 lestir. Af vertíð- cU’aflanum er línuaflinn 11.541 lest eða rösklega helmingur, og afli skuttogaratnna 6.905 lestir eða 30%. Aflahæstur iskuttogaranna var Bessi frá Súðavík með 1.552,6 lestir í 16 róðrum, en í fyrra var Júlíus Geir- mundsson frá ísafirði með 1.183.3 lestir í 14 róðrum. Af netabátunum var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur með 851.3 lestir, en í fyrra var Tálknfirðimgur frá Tálkna- firði aflahæstur imeð 949,8 lestir á línu og net. Guðmund- ur Péturs frá Bolungavík varð aflahæstur þeirra báta, sem réru með línu aMa ver- tíðina, með 688,8 lestir í 92 róðrum, en í fyrra var María Júlía frá Patreks'firði aflahæst með 810,0 lestir í 87 róðrum. Vertíðaraflinn hjá hverjum bát: Vestri n. Garðar n. Þrymur Gylfi 1/n Jón Þórðarson 1/n Örvar i/n María Júlía Brimnes TungufeJl 1/n BÍLDUDALUR ÞINGEYRI: Framnes I. tv. Framnes Fjölnir 1/n FLATEYRI: Sóley Bragi Kristján Vísir n. SUÐUREYRI: Sigurvon Björgvin tv. Sverdrupson tv. Gullfaxi BOLUNGAVÍK: Guðmundur Péturs Kofri Sólrún Hugrún Fllosi =1: 1. r. 851,3 67 820,5 46 589,3 79 563,0 60 509,3 68 484,4 49 419,9 78 . 207,0 15 195,5 38 393,6 40 375,2 29 168,1 36 1.347,4 18 356,4 67 326,2 60 411,8 78 258,4 64 250,0 67 244,3 30 . 642,7 88 567,3 87 518,7 83 384,6 12 345,3 9 255,1 62 688,8 92 632,1 92 624,4 91 571,7 92 186,7 32 Jakob Valgeir Arnarnes Stígandi 162,5 50 160,8 48 134,3 45 ÍSAFJÖRÐU R: Júl. Geirm.s. tv. Guðbjartur tv. Páll Pálsson tv. Orri Víkingur III. Guðný Mímir Guðbjörg tv. SÚÐAVÍK: Bessi tv. 1.277,9 13 1.225,3 13 1.104,6 14 648.2 87 593.7 87 534.3 84 502.7 86 397.4 4 1.552,6 16 Aflahæstu bátarnir á vetrarvertíðinni Línubátar: lestir r. 1. Guðmundur Péturs, Bdlungavík 688,8 92 2. Orri, ísafirði 648,2 87 3. Kristján Guðmundsson, Suðureyri 642,7 88 4. Kofri, Bo'lungavík 632,1 92 5. Sólrún, Bolungavík 624,4 91 Netabátar: lestir r. 1. Vesitri, Patreksfirði .... 851,3 67 2. Garða-r, Patreksfirði 820,5 46 3. Gylfi, Patrek-sfirði 563,0 60 4. Jón Þórðarson, Patreksfirði 509,3 68 5. Örvar, Pa-treksfirði 484,4 49 Skuttogarar: lestír r. 1. Bessi, Súðavík 1.552,6 16 2. Framnes I, Þingeyri 1.347,4 18 3. Júlíus Geirmundsson, ísafirði . . 1.225,3 13 4. Guðbjartur, ísafirði 1.225,3 13 5. Páll Pálsson, Hnífsdal 1.104,6 14 1 framanrituðu yfirliti er aðeins talinn afii þeirra báta, sem öfluðu yfir 100 les-tir á vertíðinni. Aðrar aflatölur eru miðaðar við óslægðan fisk. 1/n = línu- og netaveiðar, tv. = togveiðar. Heildaraflinn í hverri verstöð: Maí Vertíð ’74 Vertíð ’73 Patreksfjörður ................... 242 4.202 3.760 Tálknafjörður .................... 136 832 1.718 Bíldudalur ........................ 68 587 407 Þinigeyri ........................ 122 2.049 944 Flateyri .......................... 75 1.333 1.623 Suðureyri......................... 101 2.724 3.369 Bolungavík ....................... 218 3.250 3.157 ísajfjörður ...................... 407 6.406 6.173 Súðavík .......................... 103 1.552 668 Þjóðhátíðarnefnd ísafjarðarkaupstaðar, vill minna bæjarbúa á að hreinsa lóðir sínar og ganga sem snyrtilegast um opin svæði í bænum, svo að bæj- arlandið megi verða bæ og bæjarbúum til sóma á þjóðhátíðarári. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND ÍSAFJARÐAR 1.472 22.935 21.819 Slæmt viðhald vega VIÐHALD vega á Vestfjörð- um hefur verið með allra versta móti á þessu sumri. Fóiki blöskrar hve lítíð er borið ofan í vegi víðast hvar og þegar vegir hafa blotnað er látið undir höfuð leggjast að hefla þá. Hefur viðhaidsfé til vega hér á Vestfjörðum verið skor- ið svona feríega niður spyrja margir eða hver er ástæðan fyrir þessu hörmulega við- haldi veganna? Andlát MAGNÚS JÓNSSON, -fyrrv. sjómaður hér í bæ andaðist á Sjúkrahúsi ísafjarðar 23. júní sl. Jarðarför hans var gerð frá ísafjarðarkirkju 29. júní. Magnús var fæddur að Hrafnabjörgum í Ögurhreppi 19. nóvember 1890. Kona hams var Ólöf Guðfinnsdóttir og eignuðust þau hjón 8 börn og eru 6 þeirra á lífi. Þau hjón voru búsett hér á ísafirði mestallan sinn bú- skaparaldur. Með Magnúsi er genginn duglegur og ötull maður og drengur góður. Þjóðhátíð Framhald af 4. síðu. ið allt sem fram fer á hátíð- arsvæðinu. Gjald fyrir þá er koma á sunnudag er kr. 1000. Þjóðhátíðarnefnd væntir að Vestfirðingar sameinist til þessara hátíðarhalda, sýni að þeir séu sameinaðir í fram- kvæmd myndarlegs hátíðar- halds. Betri umgengni ÞAÐ ER Ijótur siður, sem sumir hafa tekið upp á seinni árum, að grýta flöskum á gangstéttir og akgreinar gatna. Það er oft ömuríeg sjón að sjá götur og gang- stéttir þaktar glerbrotum. Það er ökki menningarauki að slíkri næturiðju og ekki þeirn til sóma sem þesisa tóm- stundaiðju stunda. Vilja þessir menn ekki hug- leiða það að láta af þessum leiðinlegu tiltækjum, sem geta valdið slysum auk þess að gera bæinn sóðalegan. Hótel ísafjórður Þesisi mynd er af framhlið fyrirhugaðrar byggingar, sem Hótel ísafjörður h.f. hyggst raisa á ísafirði. Byggingu þessari hefur verið ætluð lóð á væn-tanlegri uppfyllingu sunnan við Hafn- arstræti. Gert er ráð fyrir að grunn- flötur hússins (götuhæð) verði um 900 ferm. Gistiher- bergi eiga að vera 42 á þrem- ur hæðum, sem verða mun minni en jarðhæðin. Frum- teikningu hefur Óld Jóhann Ásmundisson arkitekt gert. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Hluta- fé félagsins er nú um 5 millj. kr. en telja verður lágmark að tvöfalda þá upphæð til þess að unnt sé að afla fram- kvæmdaliána, sem gera kleift að koma byggingunni upp. Jarðhæð byggingarinnar má skipta í þrjá aðalhluta. í fyrsta hluta er það sem heyr- ir undir rekstur matsölu og gistingu, skrifstofa hótel- stjóra, eafetería, snyrting og geymslur. í öðrum hluta verð- ur samkomusalur sem á að rúma 250 manns, þar verður dansgólf, lítið leiksvið og bar. 1 þriðja ihluta er ætlað rými fyrir starfsemi Flugfélags ís- lands hf., afgreiðslu, skrif- stofur og pafckageymsiu. Gistiherbergin verða ýmdst eins eða tveggja manna með baði. í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér segir m.a.: ,,Það er ekki á valdi fárra áhugamanna að koma þessari byggingu upp, nema til komi almen-nur stuðningur bæjar- búa. Stjóm Hótel ísafjörður hf., væntir því þess, að þú borgari góður leggir málinu lið með iþvi að láta skrá þig fyrir hlutafé, sem hægt er að greiða í áföngum eftir efnum og ástæðum. Þú stuðlar þann- ig að því, að bærinn okkar blómgist og eflist og standi með sóma undir nafninu höf- uðstaður Vestfjarða.”

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.