Vesturland - 28.03.1980, Side 4
Tónleikar
verða haldnir í Alþýðuhúsinu, í dag, laugardaginn 29. mars. Fjórir nemendur
Tónlistarskólans á isafirði, þau Vilberg Viggósson, Heiðdís N. Hansdóttir,
Guðrún B. Magnúsdóttir og Guðrún Jónsdóttir auk Jakobs Hallgrímssonar
kennara leika verk þekktra tónsmiða.
-Minning-
Valdimar S. Össurarson
Ólafur Þ. Össurarson
Haukur Böðvarsson
Daníel Jóhannsson
Þuð er að byrja að elda af
nýjum degi mánudaginn 25.
febrúar. senn fer að birta. Rækju-
sjómennina drífur að frá heimil-
um sínum víðsvegur að úr bænum
niður á Dokkubryggjuna. Nýr
veiðidagur er að hefjast. Smá
hópar sjómanna myndast á
bryggjunni og talast er við nokkr-
um orðum. Síðan gengur hver til
síns skips. tveir á hverjum báti.
Vélar eru ræstar og landfestar
leystar. síðan kljúfa bátarnir sjáv-
arflötinn út fjörðinn á leið til
miða. Þannig er þetta á hverjum
degi meðan rækjuvertið stendur.
Ekki var þessi dagur öðruvísi
hvað það snerti. Hægviðri var. en
loftvog féll mikið og veðurútlit
drungalegt. Hinsvegar er það vani
að leggja í hann meðan gott veður
helst þótt illa spái. Þegar leið að
kvöldi þessa örlagaríka dags og
bátar fóru að tínast að landi.
vantaði tvo báta í hópinn. Plássin
þeirra við bryggjuna voru auð.
Fjórir félagar okkar voru horfnir
skyndilega í illviðrishrinu. sem
skall á þennan dag. þar sem nátt-
úruöflin sýndu sitt ógnarveldi.
Fyrir okkur. sem komu að landi
um kvöldið var erfitt að horfasl i
augu við þetta. Vorum við virki-
lega búnir að missa félaga okkar í
hafið i einni svipan i nokkurra
klukkustunda hamförum. Sá illi
grunur varð fljótlega að dapur-
legri staðreynd.
Bræðurnir Ólafur og Valdimar
Össurarsynir sem fórust með m/b
Gullfaxa voru báðir enn á besta
skeiði lífs síns og annálaðir
mannkosta og atgerfismenn.
Ólafur. sem hafði stundað sjó-
mennsku alll frá unglingsárum.
var búinn að vera skipstjóri á
rækjuveiðum og öðrum veiðum í
tvo áratugi og var liann einn af
reyndustu rækjuveiðiskipstjórum
við Djúp. Hann var alla tið mjög
aflasæll skipstjóri svo af bar.
Valdimar byrjaði einnig á æsku-
árum að stunda sjó á stærri skip-
um. en hafði svo í allmörg ár
fengist við byggingarvinnu og
verkstjórn í því fagi. enda þótt að
eigi hefði hann lært til þess. En
slíkir voru hæfileikar hans til allr-
ar vinnu og þeirra beggja bræðra.
að allt sem þeir snertu á lék í
höndum þeirra. Valdimar hafði
fyrir nokkrum árum gerst sam-
eignarmaður bróður síns í Gull-
faxa og stunduðu þeir sjóinn sam-
an upp frá þvi. Þegar vertíðarskil
voru eða eitthvert hlé varð á
veiðiskapnum. var oft til þeirra
bræðra leitað af ýmsum aðilum.
sem voru að reisa sér þak yfir
höfuðið. til þess að fá þá í vinnu.
eða að hjálpa sér á einhvern
handa máta við verkið. því að
allir vissu að þar voru þeir margra
manna makar í hverju verki. sem
þeir tóku sér fyrir hendur. Við
félagar þeirra á sjónum vissum.
að til þeirra var óhætt að leita ef
vandamál bar upp á eins og oft
vill verða. þegar um stjórnskipað-
ar veiðar er að ræða. Iljá þeim
bræðrum var tekið öfgalaust á
málurn af sanngirni.
Haukur Böðvarsson. sem fórst
með skipi sínu m/b Eiríki l inns-
syni hafði stundað rækjuveiðar i
nokkur ár. en áður liafði hann
verið skipstjóri á stærri skipum
við þorskveiðar héðan frá ísafirði.
Haukur var einstakur áhugamað-
FrtimluiUI ú hls. 3
Valdlmar össurarson
14
Haukur Böðvarsson
Daníel Jóhannsson
-Minning-
Pétur V. Jóhannsson
í dag. er þessar línur eru skrif-
aðar. fer fram minningarathöfn í
Isafjarðarkirkju um ísfirsku
rækjusjómennina fjóra. sem fór-
ust á ísafjarðardjúpi í mann-
skaðaveðrinu. er gekk yfir landið
25. feb. s.l. Á föstudaginn langa 4.
april n.k. minnast Bílddælingar
sinna tveggja. er fórust þennan
sama dag á Arnarfirði.
Með hörmulegu fráfalli þessara
sex vösku drengja er enn eitt
skarð höggvið í raðir vestfirkra
sjómanna. Það hefur oft skeð áð-
ur. að þeir hafi beðið lægri hlut í
hetjulegri baráttu við ofurefli
hamslausra náttúruafla. sem eng-
inn mannlegur máttur fær staðist.
Þannig hefur það ávallt verið - og
verður. - hlutskipti sjómannsins:
Vonin um góða lífsbjörg. erfiði og
áhætta. sem höfða til hreysti og
manndóms. Og þeir eru fleiri.
sem hér eiga hlut að máli og deila
með sjómanninum hlutskipti
hans. Fjölskylda hans í landi.
konan hans og bttrnin heima. for-
eldrar. systkini og aðrir ástvinir.
sem bíða i von og bæn. að hverri
sjóferð Ijúki farsællega með fögn-
uði og feginleik við heimkomuna.
Við vitum öll. að vonin og til-
hlökkunin er oft blandin ótla og
kvíða. íslensku vetrarveðrin eru
hörð og mislynd. áhlaupin sneggri
en við verði séð. jafnvel inni á
fjörðunum okkar vestfirsku. þar
sem kyrrð og fegurð er mest á
Islandi í lognværum vor- og sum-
arkvöldum. Við þekkjum það vel.
hve aðstæður sjómannskttnunnar
hafa gert henni eiginlegt að
bregðast við því. sem að höndum
ber af kjarki og æðruleysi.
Kannski veil hún og þekkir það
betur en nokkur annar. hve ..ör-
stutt er bil milli blíðu og éls og
brugðist getur lánið frá morgni til
kvelds."
Það er vel. að við búum í dtig
við betri og mannúðlegri þjóðfé-
lagsaðstæður. heldur en áður var.
þegar skipstapar leiddu iðulega til
örbirgðar og upplausnar sjó-
mannafjölskyldnanna. sem eftir
stóðu í sárum. Nógu mikill er
samt missir þeirra. nógu sár
harmur þeirra við snöggt og fvrir-
varalaust fráfall nánustu ástvina.
Á slíkum örlagastundum samein-
ast allir íslendingar i djúpri
hryggð og einlægri samúð með
þeim. er um sárast eiga að binda.
Eg þekkti meira og niinna til
allra þessara sex ágætu ungu sjó-
nianna. sem við nú höfum misst
langt fyrir aldur fram. Með
bræðrunum Ólafi og Valdimar
Össurarsonum fékk ég í nóv. s.l.
far inn í Djúp. er þeir héldu
þangað á Gullfaxa sínum til
rækjuveiða og lögðu mig af í
Vigur i leiðinni. Ég var þeim
þakklát fyrir greiðvikni þeirra og
mér er í fersku minni. hve bæjar-
Ijósin á Isafirði spegluðust fallega
í ládauðum sjávarfletinum. er við
sigldum út Sundin snemma um
morguninn.
Pétur Valgarð Jóhannsson. er
fórst ásamt Hjálmari Einarssyni
með vélbátnum Vísi frá Bíldudal
þennan skelfilega febrúardag.
þekkti ég rnjög vel. Pétur vtir einn
;if þessum mönnum. sem inaöur
mat því meir. sem kynni við hann
urðu lengri. yfirlætislaus. traustur
og raungóður. Hann var fæddur á
Bíldudal 17. ágúst 1935. sonur
Jóhanns Jóhannssonar og Kristín-
ar Pétursdóttur. Bjarnasonar skip-
stjóra á Bildudal. meslu ág;et-
iskonu. Ólst Pétur upp hjá móður
sinni og eiginmanni hennar.
Kristni Péturssyni.
Sjómennskan var Pétri í blóð
Pétur V.Jóhannsson
borin. hans ævistarf og lífsköllun.
Á yngri árum stundaði hann um
alllangt skeið sjóinn á ýmsum
logurum frá Reykjavík. en var
alla tíð heimilisfastur á Bíldudal.
Arnarfjörðurinn var honum ávallt
einkar kær og tryggð hans við
sína heimabyggð traust og
fölskavalaus. Bíldudalur hefur oft
átt í vök að verjast. I sögu hans
hafa skipst á skin og skúrir og
vart mun nokkuð annað byggðar-
lag á Islandi hafa orðið fyrir öðru
eins áfalli og Þormóðsslysinu í
febrúar-mánuði 1943. er 31 mað-
ur fórst. þar af 22 frá Bíldudal.
eða nánst tíundi hver þorpsbúi.
Þeirra á meðal voru margir helstu
máttarstólpar atvinnulífs á staðn-
um. Fórust þar tveir móðurbræð-
ur Péturs.
Við fráfall Péturs Jóhannssonar
nú. sjá Bílddælingar á bak einum
sinna dugmestu og farsælustu
aflamanna. Dugnaði hans og eljn
var við brugðið og sjómenn sótt-
ust eftir skipsrúmi hjá honum.
Bar þar hvortveggja til. að Pétur
var jafnan aflahæstur á rækjuver-
tíðinni og ekki síður hitt. hve gott
orð hann hafði á sér sem afbrags
sjómaður. gætinn og traustur
skipstjóri og góður félagi. Iljá
Pétri var alltaf allt í lagi. enda
vakað yfir hverjum hlut af ein-
stakri samviskusemi og árvekni.
Frumhalil á hls. 3
-Minning-
Hjálmar Jónsson
Þann 4. april. föstudaginn
langa. verður minningarathöfn i
Bíldudalskirkju um Pétur V. Jó-
hannsson. skipstjóra og Hjálmar
Einarsson. sem fórust með m/b
Vísi í ofsaveðrinu. sem gekk yfir
Vestfirði 25. 2. 1980.
Hjálmar H. Einarsson var
fæddur 3.1.. 1943 i Vestmanna-
eyjum. sonur hjónanna Guðm-
undu Kristjánsdóttur og Einars
Jónassonar sjómanns. Foreldrar
hans slitu samvistum. þegar
Hjálmar var tæpra þriggja ára og'
fluttist móðir hans þá til Akureyr-
ar. en Hjálmar varð eftir í Eyjum
hjá föður sínum. Faðirinn varð
vitaskuld að vinna og var Hjálm-
ari því komið fyrir hjá vinum og
vandamönnum á meðan.
Þegar Hjálmar var á níunda ári
fór han til sumardvalar að Prest-
húsum í Mýrdal til hjónanna Ing-
veldar Tómasdóttur og Guðjóns
Guðmundssonar. en um haustið
vildi hann ekki fara. I Ingveldi
fann hann móðurina. sem hann
hafði svo sárl saknað. Iljá þeim
hjónum dvaldist hann svo fram
að fermingu og ætið síðan stóð
heimili þeirra honuni opið.
Hjálmar dvaldist síðan nokkur
ár í Vestmannaeyjum hjá föður
sínum og Lilju seinni konu lians.
Skólaganga Hjálmars var ekki
löng. hann varð fljótt að hefja
lífsbarátluna. Hjálmar var dulur
maður en að sama skapi blíður og
nærgætinn þeim er áttu hann.
Hann var sífellt að koma manni á
óvart með liina margvíslegu eig-
inleika er blunduðu í honum og
hann var einn af þeim mönnum
sem stöðugt óx eftir því sem mað-
ur kynntist honum betur.
Hjálmar giftist Margréti Ein-
arsdóttur frá Kaldrananesi í Mvr-
dal 2. sept. 1966. Hjónaband
þeirra var með afbriðgum ástríkt
Hjálmar Jónsson
og ánægjulegt var að sjá hversu
samhent þau voru í öllu.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
þau í Vík í Mýrdal og að Kaldr-
ananesi í Mýrdal. Haustið 1971
komu þau fyrst vestur til Bildu-
dal. að lilstuðlan okkar hjónanna.
Þau kunnti strax svo vel við sig.
að um jólin fóru þau til Vikur að
sækja búslóðina. Fyrir tveimur
árum flultu þau svo i nýtt einbýl-
ishús. sem þau komu sér upp af
mikilli elju. Heimilið var Hjálm-
ari allt og kannske miklu meira
virði en almennt er. þar sem hann
hefði kynnst því sem drengur að
vera á hrakningi.
Hjálmar tók miklu ástfóstri við
Bildudal og vildi framgang lians
sem mestan. Hann var meðal
annars varamaður í hreppsnefnd.
söng í kirkukórnum og starfaöi
mikið i Lions-klúbbnum. Þess
vegna er missir slikra manna í
blóma lífsins mikið áfall fyrir
byggðarlagið.
Þau hjónin eignuðust marga
vini á Bíldudal. en á engan er
Framhahl á hls. 2