Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.03.1981, Blaðsíða 4

Vesturland - 25.03.1981, Blaðsíða 4
„Helgarpakkar“ Flugleiða njóta mikilla vinsælda Á síðastliðnu ári má gera ráð fyrir því að rúmt reiknað hafi um 6000 manns notað sér tilboð Flugleiða um svokallaðar helgarferðir í innan- landsflugi. f helgarferðum til Reykjavíkur utan af landi eru gistimöguleikar á Hótel Esju, Hótel Loftleiðum, Hótel Holti, Hótel Borg, Hótel Heklu og Hótel Sögu. Verð á þessum ferðum, þ.e. flugfar og gisting innifalin, er sem hér segir frá hinum ýmsu ákvörðunarstöð- um Flugleiða úti á landi: Akureyri. frá kr. 557 í tvær nætur. Egilsstaðir, frá kr. 593 í tvær nætur. Húsavík. frá kr. 593 í tvær nætur. Hornafjörður. frá kr. 593 í tvær nætur. Norðfjörður. frá kr. 683 í þrjár nætur. ísafjörður. frá kr. 536 í þrjár nætur. Patreks- fjörður, frá kr. 594 í þrjár nætur. Sauðárkrókur, frá kr. 635 í þrjár nætur. Vestmannaeyjar. frá kr. 420 í tvær nætur. Bílaleiga Loftleiða býður bíla- leigubíla á mjög hagstæðu verði séu þeir leigðir um leið og greitt er fyrir helgarferðina til Reykja- víkur. Bíllinn er afhentur á af- greiðslu innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli og þangað geta farþegar skilað honum aftur. Verð á bílaleigubíl er sem hér segir: Tveirdagar. 100 km. akstur innifalinn: kr. 350, þrír dagar. 150 km. innifaldir: kr. 525. Þær reglur gilda um helgar- ferðirnar. að þær mega aðeins hefjast á föstudegi eða laugardegi og lýkur á sunnudegi eða mánu- degi, þ.e.a.s. ýmist tvær eða þrjár gistinætur. I s.l. viku var endanlega gengið frá sumaráætlun millilandaflugs Flugleiða en drög að áætluninni voru gefin út i október á síðasta ári. Margt veldur því að áætlanir millilandaflugs eru síðar á ferð- inni í endanlegri gerð en áður var. Mikil óvissa ríkir á vissum leiðum og fer þar saman óvissa um far- gjöld, eldsneytisverðhækkanir, fjölda farþega og niargt fleira. í millilandaáætlun Flugleiða sem hefst hinn 1. apríl n.k. er gert ráð fyrir fjórum flugvélum þ.e. tveimur þotum af gerðinni DC- 8-63 og tveimur Boeing 727 þot- um. Af þessum flugvélum eru þrjár í eigu Flugleiða. þ.e. Boeing 727-200. Boeing 727-100 og DC- 8-63. Aðra samskonar DC-8-63 flugvél munu Flugleðir síðan taka á leigu. Þegar áætlunin hefur að fullu gengið í gildi verður ferðum hag- að sem hér segir. Til New York verður flogið sex daga vikunnar. Til Chicago verður flogið á þriðjudögum og fimmtudögum. Til Luxembourgar verða átta ferðir í viku. Til Kaupmannahafnar verða níu ferðir í viku. þ.e. dagfeðir alla daga og næturferðir miðvikudaga og fimmtudaga. Til Oslo verða fjórar ferðir. flogið á mánudög- um. miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Stokkhólms verða þrjár ferðír. á mánudögum. miðvikudögum og föstudögum. Til Dusseldorf verða tvær ferðir í viku. á laugardögum og sunnu- dögum. Til Frankfurt verða sömuleiöis tvær ferðir, flogið á fímmtudögum og sunnudögum. Til Parísar verður flogið á laugar- dögum. Til Amsterdam verður flogið á föstudögum. Lundúnaflugi verður þannig hagaö að þangað verða fimm ferðir í viku. á þriðjudögum. fímmtudögum. föstudögum. laug- ardögum og sunnudögum. Til Glasgow verða tvær ferðir. þ.e. á mánudögum og föstudögum. Færeyjaflug verður tvo daga í viku. Beint frá Reykjavík á þriðjudögum en með viðkomu á Egilsstöðum í báðum leiðum á laugardögum. Til Narssassuaq verður flogið á fimmtudögum en til Kulusuk verður flogið fjórum sinnum í viku og samials verða þangað fimmtíu flug með ferða- menn. Flogið verður á mánudög- um. miðvikudögum. fimmtudög- um og föstudögum. í sambandi við flug til Kulusuk er boðið uppá ferðir til Angmagsalik og dvöi á hóteli þar. Milli Luxembourgar og Nassau á Bahamaeyjum verða tvær ferðir í viku írá Luxembourg á mið- Atvinna Viljum ráða járniðnaðarmenn, eða menn vana járniðnaði. Getum tekið nema. Vélvirkinn sf. vélaverkstæði SÍMI 7348 — 7272 BOLUNGARVÍK. Aóalfundur Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 9. apríl 1981, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykkt- um félagsins. Lagt fyrir til fullnað- arafgreiðslu, frumvarp að nýjum samþykktum fyrirfélagið, sem sam- þykkt var á aðalfundi 2. maí 1980. 3. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 1. apríl. Athygli hluthafa skal vakin áþví, að umboð til að sækja fund gildir ekki lengur en 5 ár frá dagsetningu þess. Reykjavík, 28. febrúar 1981 STJÓRNIN Hátíðarfundur Staðfest hefur verið af bæjarráði reglugerð fyrir sæmd- arheitið „íþróttamaður ársins ísafirði.“ Segir þar að íþróttanefnd sjái um og annist allan undirbúning að vali íþróttamannsins. Aðildarfélög Í.B.Í. íþróttarnefndarmenn og íþróttafulltrúi ísafjarðar hafa rétt til að senda inn tillögu um val íþróttamannsins. Samkvæmt reglugerð þessari buðu íþróttanefnd ísa- fjarðar og bæjarstjórn til hátíðarfundar að félagsheimil- inu í Hnífsdal, fimmtudaginn 5. mars 1981. Þar voru mættir stjórnarmenn aðildarfélaganna ásamt öðrum framámönnum í íþróttum svo og bæjarstjóri, bæjarráð, að ógleymdum íþróttamanni ársins. Hátíðarfundur þessi var boðaður í þeim tilgangi að veita sæmdarheitið „íþróttamaður ársins fsafirði“. Það hlaut í þetta fyrsta skipti skíðamaðurinn ungi Guð- mundur Jóhannsson. Var honum veittur farandsbikar, ásamt árituðu viðurkenningarskjali svo og peningaupp- hæð. Er hann vel að þessari viðurkenningu kominn en hann hefur staðið sig með eindæmum vel síðastliðið ár. Allmargar ræður voru fluttar í tilefni dagsins. Flestar fjölluðu um aðstöðuleysi og hvað bæjarfélagið þyrfti að gera til að bætta aðstöðu til íþróttaiðkana. Hinar fundust mér þó eftirteknarverðari, þegar þeir er eldri voru bentu þeim yngri á að afreksmenn komu ekki síður fram í gamla daga og var þá ekki verið að tala um aðstöðuleysi. Jafnframt bentu þeir á ungmennafélögin gömlu, hvernig þau höfðu vaxið fyrir atbeina félaganna, með samstarFið og bræðralagið að leiðarljósi. Ósjálfrátt verður manni hugsað til hins breytta tíðaranda, nú eru félögin varla starfhæf vegna aðstöðuleysis. ritstjóra Undirritaður tók að sér, að gefa út blaðið Vesturland fyrir síðustu jól. Jafnframt hefur orðið samkomulag um að ég gefi út blaðið á þessu ári, með þeirri aðstoð góðra manna og kvenna sem telja verður eðli- lega. Skoðun mín á málinu er sú, að blaðið eigi að vera vett- vangur upplýsinga kjörinna fulltrúa sjálfstæðismanna, til almennings, jafnframt því að kjósendur geti látið athuga- semdir sínar falla um mál þau, sem eru á döfinni hverju sinni. Þetta á ekki eingöngu við um þjóðmálin, heldur og um sveit- arstjómarmál og ekki aðeins þau hér á ísafirði, heldur um allt kjördæmið. Samkvæmt því. sem ég hér að ofan hef sagt, vil ég hér með hvetja sjálfstæðismenn til að senda blaðinu línu, þegar því finnst við eiga og stuöla þannig að reglulegri útkomu blaðsins. Eins vil ég benda á, að ef einn maður á að skrifa allt blaðið, sem ég ætla ekki að gera, þá gefur það blað ekki þá heild- arsýn, sem það ætti að gera, og verður frekar málgagn eins manns, heldur en heils flokks. Verum einnig minnug þess, eins og maður einn sagði, að kosningabaráttan hefst um leið og næstu kosningum á undan er lokið. Mér varð svolítið á í mess- unni við útgáfu jólablaðsins, sennilega af óvana. Mér láðist að geta þess þar, að hin glæsi- lega forsíðumynd var tekin af Leo Jóhannssyni ljósmyndara á Isafirði, og bið ég hann vel- virðingar á mistökunum. Með ósk um gott samstarf Sigurður Stefánsson vikudögum og sunnudögum. FLUG TILAMSTERDAM Með þessari sumaráætlun hefst flug til nýs áfangastaðar í megin- landi Evrópu. til Amsterdam. Schiphol flugvöllur við Amster- dam er fjölfarinn og þaðan eru samgöngur til margra landa. Ferðír hollenskra ferðamanna til fslands hafa aukist að undan- förnu. Hollenska flugfélagið K.L.M- hefir aðalumboð fyrir Flugleiðir í Hollandi, en auk þess starfrækir félagið eigin skrifstofu í Amster- dam. Þar munu farþegar félagsins verða aðstoðaðir eftir því sem þörf gerist.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.