Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2005, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.09.2005, Blaðsíða 24
iJiI Ragnar Gunnarsson Heimurinn er að breytast - kirkjan þarf að breytast með Viðtal við Leonard Sweet í lokin á maí síðastliðnum heimsótti maður að nafni Leonard Sweet ísland. Hann var á leið frá Bandaríkjunum tii Skot- lands þar sem hann átti að halda erindi á ársþingi Skosku kirkjunnar. Hér á landi tók hann þátt í nokkrum samkomum og óformlegum fundum. Leonard er guðfræðingur að mennt og vígður prestur innan meþódistakirkjunnar í Bandaríkjunum. Hann er að auki sérmenntaður í táknfræði, er prófossor í guðfræði við Drew Theological School og er farprófessor við George Fox Univeristy. Hann er auk þess heiðursdoktor við þrjá aðra háskóla þar í landi. Hann hefur skrifað og birt yfir 1000 greinar, 600 ræður og 27 bækur hafa komið út eftir hann. Hann er eftirsóttur fyrirlesari á heimsvísu og er ráðgjafi leiðtoga margra kirkna þegar kemur að framtíðarhugsun og stefnumótum. Hann vill hvetja kristið fólk til að hugsa sinn gang með því að skoða hvað er að gerast og hvernig framtíðin lítur að öllum líkindum út. Með þá þekkingu sé auð- veldara að ná til fólks með fagnaðarerindið. Hann var hvattur til að taka að sér embætti biskups í kirkjunni sinni en afþakkaði það - hann taldi sig áorka meiru í þeirri stöðu sem hann er í. Hann heldur úti nokkrum vefsíðum, en þær tvær helstu eru www.leonardsweet.com og www.oreachinaolus.com. Leonard hefur verið líkt við ísbrjót, sem brýtur sér leið í gegnum frosnar hugmyndir og aðferðir í átt að nýjum veruleika sem muni móta heim framtíðarinnar. * Leonard hafði frá mörgu fróðlegu að segja, ekki síst þar sem hann þekkir vel til samtímans. Ritstjóri Bjarma settist með blað og myndavél til að taka hann tali um það sem honum liggur á hjarta, samtímann, hvað einkennir hann og hvað kirkjan þurfi að gera til að ná til fólks með fagnaðar- erindið. Fyrst er Leonard spuröur: Hver er vandi okkar og hver eru tækifæri okkar íheimi örra breytinga? Sjálfur var ég þjálfaður til að þjóna í heimi sem er ekki lengurtil. Ég hef þurft að endurmennta mig og það þurfum við stöðuglega að gera. Líf okkar á Vesturlöndum hefur mótast mjög af skynsemi. Það sama á við um trúna. Mikilvæg spurning í kirkjulegu starfi er sú hvernig við getum unnið að breytingum í heimi sem einkennist af breytingum. Þá þurfum við að fá fólk til að skilja að breytingar eru oft til góðs. Við erum oft treg til að breyta til, jafnvel hjartasjúklingar sem fá skilaboð um að ef þeir breyti ekki um lífsstíl, þá sé lífið búið, eiga erfitt með það. Fræðimenn sem rannsaka þessi mál benda á þrennt sem leiðirtil breytinga: í fyrsta lagi þurfum við að ramma heiminn inn upp á nýtt, líta á hann nýjum augum. Við höfum hugsað mjög fræðilega og sett allt upp í skipulag, greinar og áherslu- atriði þegar við tölum. Til dæmis setti Marteinn Lúther fram 95 greinar, John Wesley 22 en Billy Graham dró aðeins fram þrjú atriði. Breytingar samtímans gerast ekki vegna þess að við leggjum áherslu á ákveðna þætti. Málið snýst ekki um það heldur að fá fólk til að líta á Jesú. Jesús var frábær í samskipt- um. Við getum margt lært af honum. Hann gaf fólki einfaldar myndir og dæmisögur sem hann notaði til að útskýra leyndardómana um Guð. Með myndum, táknum og dæmum má segja meira en með mörgum orðum. Auglýsingar sam- tímans ganga út á myndir og dæmi. Hugur okkar starfar með myndum, ekki orðum - eða hvern dreymir orð? Dreymir okkur ekki myndir? f öðru lagi þurfum við að taka tilfinningarnar alvarlega. Líf okkar á Vesturlöndum hefur mótast mjög af skynsemi. Það sama á við um trúna. Það eru um 40 sm frá heilanum tii hjartans - sem er um 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.