Brautin - 11.10.1929, Page 1

Brautin - 11.10.1929, Page 1
Ritstjóri: Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur s Nokkrar konur { Reykjavífe. Símit 491. 2. árgangur. Föstudaginn 11. okt. 1929. 7. tölublað. Svanurinn. Hann átti sér gigju sem heillaði’ og hreif, þar hœst upp l skýjaborgum. Um bláloftið uíða hann syngjandi sueif ofar sora á mannllfsins torgum. Og gigjan hans liljómaði’ um hásumar-dýrð og hamingju landa og þjóða; þau Ijóð voru af œskunnar eldmóði skýrð og ást til þess fagra og góða, Pá var það, liann lagði’ upp á örœfin einn, því að yndi’ honum veilti’ ekki sœrinn. Hvert vonir hans siefndu, það vissi’ ekki neinn nema vornótlin, lindiu og blœrinn. Pvl yst út við sjónhring var óskaland hans i ársólar geislum vafið, og flugið hann þreytti til framtíðarlands frammi við eilifðarhafið. En torsótí og erfið er örœfaför og oft er þar vindurinn napur, og kuldinn hann sœrði með helbeillum hjör hann lwildi sig, hljóður og dapur. Á brjóslinu hajði hgnn blœðandi und, og bráðnm tók þróttur að dvina. en vinur var enginn, er lélt gxti lund, og léð honum kraflana slna. En fram undan eygði hann áfangastað þó að virtist farið að syrta. Hann hélt ef að klaklaust að kœmist hann það þá kanske að fœri að birla. Með einbeittnm vilja og óskiftum. hug liann ýtrustu kraflanna neylti, og djarfur liann lyfti sér frjálslega á flug og framar ei sársauka skeylli. Og hrifm og glöð varð hans unga önd er áfangastaðnum hann náði, og fram undan blöstu hans framtíðarlönd og fegurð, er heitast hann þráði. En snögglega var eins og förlaðist fjör og fölnaði vonhýra bráín. Að hjarta sér lagt fann hann helbitra ör og hné niður, fölur — og dáinn. En vinirnir lieima, þeir vissu’ ekki neitt hvert vilst hafði svanurínn góði, þeir skildu’ ekki það, sem hann þráði svo heitt og þyngst var og dýpst i hans óði, Peir áttu’ ekki fegurri framtlðarmynd en fenin, sem kringum þá lágu, en undruðust Ijómann, sem lék um þann tind, sem að lengst þeir i austrinu sáu. Áll'hildur. Ljótasta afturhaldskenningin Voðalegasla og ljólasta aftur- baldskenningin, sem mannkynið hefir nokkuin tíma átt, er sú kenning, að kvenfólk megi ekki og eigi ekki aö skifta sér neitt af stjórninálum. Engin keuning hefir bakað heiminum meiri bölvun og dreg- ið meira úr þroska hans og menningu, en sú kenning, að meiii hluti alls mannkynsins og það sá bluti þess, sem er ef til vill gæddur mestuín hæfileikum kærleika, göfgi og fórnarhuga, megi og eigi ekki að skifta sér neitt um þjóðíélagsheil.dina, framtíðaiþroska hennar og vel- ferð. Þessi voðalega afturhaldskenn- ing hefir leitt þá bölvun yfir heiminn, að meiri hluti þjóð- anna, konurnar, hafa alt til sið- ustu tfma, orðið að þjóna drottn- unargirni og ofbeldishug karl- mannanna, hafa orðið að vera þögulir áhorfendur ranglætis og ‘ójafnaðar i öllum myndum, hafa orðið að þjóna löstum þeirra, dáðst að grimdarverkum þeirra og taka þatt í sljórnmála- glæpum þeirra. En kenning þessi hefir haft enn meiri bölvun í för með sér. Hún hefir leitt til þeirrar fyrir- litningar, sem enn er á konun- um. Hún hefir dregið úr þeim hug og kjark, svo þar hafa mist trúna á hæfileika sína og æðstu köllun í lífinu; hún hefir jafnvel gert sumar þeirra svo mikla andlega vesalinga og skræf- ur, að þær eru farnar að trúa þvi sjálfar, að þetta tyrirlitlega ambáttarástand, sé þeirra æðsta takmark; að ef þær eru nógu vel og fast tjóðraðar á heimil- isbásinn, þrönga og einangraða, þá séu þær fyrst færar um að uppfylla helgustu skyldu kon- unnar, að verða víðsýnar, gáf- aðar og göfugar mæður og fram- sýnir leiðtogar .barnanna sinna. Svo langt getur gengið heimska og fáviska hinnar afturhalds- þjökuðu heimilisambáttar, að hún er jafnvel sjálf farin að trúa á gildi þrælsstöðunnar og verðmæti bennar fyrir eigin þroska og barna sinna. Sllk getur orðið bölvun aftur- haldsins, þegar það kemur fram í dagsljósið f sinni svörtustu mynd. Það getur jafnvel leitt til þess, að gera það göfugasta og besta, sem mannkynið á, konuna, svo blinda, að hún fari að halda að hún megi aðains binda sitt æðsta starf og sína æðstu köll- un við sitt eigið litla og þrönga heimili og sinn eigin arinn, en megi ekki og eigi ekki að hugsa neitt um hag eða velferð ann- ara lieimila, eða láta nokkuð gott af sér ieiða á sameiginlega heimilinu okkar allra, þjóðfé- lagsheimilinu. Á sameiginlega heimilinu má engin kona neinu ráða. Á sameiginlega beimilinu má þróast illindi og deilur, konan á að láta það vera sér óvið- komandi. Á sameiginlega heimilinu má drottna hið svivirðilegasta rang- læti og ójöfnuður, konan á ekk- ert að hugsa um það. Á sameiginlega heimilinu má siðspilling hreiðast út fyrir aug- um manna, konan á ekki að sjá það. Á sameiginlega heimilinu skulu fátæk börn alast upp í slæm- um húsakynnum, og missa heilsu sfna fyrir vöntun hollrar mjólk- ur og aðbúnaðar, konurnar varðar ekkert um það. Á sameiginlega heimilinu mega gamlar konur, heilsubilaðar og fátækar liggja einmana, yfirgefn- ar, kaldar og óhamingjusamar, »þegar þær að þrótti þrotnar þræla ei lengur fyrir sér«. Kon- urnar eiga að láta sig þetta einu gilda. Á sameiginlega heimilinu eiga bláfátækar ekkjur með fjölda barna, að heyja, aleinar og heilsutæpar, þunga stríðið fyrir lífsuppeldi barnanna sinna; slfta kröftum sínum með vökum og erfiði til að afla litilfjörlegrar næringar og tötralegra klæða handa vesalings börnunum sfn- um, sem þærvita, að ílests góðs verða að fara á mis, en á með- an sitja karlmennirnir kjól- klæddir að stórveislum fram á nætur; nógar krásir, dýrindis vín, fallegar orður, hlátur og gleðskapur, llfshamingja og lífs- ánægja; en konunum kemur þetta ekkert við. Á sameiginlega heimilinu mega karlmennirnir taka konurnar einar útúr og lækka hið lága kaup þeirra um þriðjung, sam- tímis því, sem þeir hækka sitt eigið kaup um tuga þúsunda, konunum kemur þetta ekkert við. Á sameiðinlega heimilinu eiga karlmennirnir að sitja að öllum embættum, öllum kjötkötlum, öllum tjárlánum og skamta sér einum til afnota í lifsbaráltunni; konunum kemur það ekkert við. Á sameiginlega heimilinu, eiga konurnar að vinna hin verstu þrælaverk og erfiðisverk fyrir 70 aura um tímann.en karlmenn- irnir vinna oft sömu verk, en þeirra borgun skal vera nær belmingi hærri. Konurnar eiga ekki að skifta sér af þvf. Á sameiginlega heimilinu skulu konurnar hafa alla smánina og fyrirlitninguna, ef barnsfaðir þeirra svfkur heit sitt við þær, og skilur þær eftir félausar og svívirtar, en sjálfur má hann lifa og láta, sem hann vill og og svikja allar sínar skyldur við afkvæmi sitt og móður þess; konunum er þetta óviðkomandi.

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.