Brautin - 11.10.1929, Qupperneq 2
2
B R A U T I N
Brunatryggingar
SÍmÍ 254.
Sjóvátryggingar
sími 542.
Kvenréttindamálið.
Á sameiginlega heimilinu má
maður koma blindfullur heim
daglega, berja konu sína og
draga hana á hárinu, eyða öllu
fé heimilisins á drykkiu- og öl-
krám, konunum ber að láta það
afskiftalaust.
Á sameiginlega heimilinu mega
breiðast út hinir hryllilegustu
sjúkdómar siðspillingar og lasta,
konurnar varðar ekkeat um það.
Á sameiginlega heimilinu má
sýna börnunum ungu og ó-
þroskuðu Ijótustu glæpa- og saur-
lifnaðarmyndir, konunum er
það óviðkomandi.
Á einka heimilinu verður
konan oftast að gæta ítrustu
sparsemi og skera nauðsynleg-
uslu útgjöld við neglur sér, en
á sameiginlega heimilinu má
sóa og eyða gengdarlaust fé al-
mennings í allskonar óþarfa og
bégóma, konurnar varðar ekk-
ert um það.
Á sameiginlega heimilinu má
skatta hvern svitadropa erfiðis-
mannsins, hverja spjör fátæku
konunnar, hvert lyf þess sjúka,
konunum kemur það ekkert við.
Svona mætti halda áfram að
telja í það óendanlega alt það
mikla böl, ranglæti og spillingu
sem svivirðilegasta afturhalds-
kenningin — kenningin um það,
að konur megi ekki og eigi ekki
að skifta sér af stjórnmálum —
heíir bakað heiminum og mun
enn eiga eftir að baka honum.
Fyrir vald þessarar háskalegu
kenningar hefir heimurinn til
þessa farið á mis við þá heill
og hamingju að eiga stjórnsam-
ar, sjálfstæðar, stiltar, göfugar
og siðferðissterkar húsmæður
við stjórn á þjóðarheimilinu.
Fyrir vald þessarar kenn-
ingar hefir móðurást kvenn-
anna ekki sótt að því þroska-
takmarki, að kappkosta að láta
hana ná til allra barnanna á
þjóðarheirailinu, og þó mest til
þeirra, sem bágast eiga.
Fyrir vald þessarar kenningar
hafa konurnar altaf dregist nið-
ur í sorpið með karlmönnunum,
á siöleysis- og hnignunartfma-
bilum þjóðanna, og gert þessi
timabil enn viðbjóðslegri og
hryllilegri.
Fyrir þessa voðalegu kenn-
ingu hafa konurnar aldrei eign-
asl sinn sjálfstæða »móra)«, sinn
eigín bjargfasta siðferðisgrund-
völl, sem hefir getað staðið sem
klettur úr hafinu á verstu spill-
ingartímum karlmannanna. Fær
hafa aldrei átt annað en am-
báttarmóralinn, að sökkva sem
dýpst, þegar þeir sukku og
rétta aðeins við, þegar þeir
fóru að rélta við.
Bölvun þessarar kenningar
hefir legið eins og mara á heim-
inum til þessa.
Það verður að kveða haDa
niður svo rækilega, að hún risi
Rldrei upp aftur. —
Germanskar þjóðir sýndu
konunum f mörgu meiri virð-
ingu, en þó bar einnig nokkuð
á, að þær væru settar skör
lægra, var það einkum því að
kenna, að germanskar þjóðir
héldu fast fram, að jörðin
skyldi vera eign ættarinnar,
þessvegna erfðu dætur aöeins
lausafé, — og mun einnig léns-
fyrirkomulagið, sem krafðist
persónulegrar herþjónustu karl-
manna, hafa átt sinn þátt f mis-
réttinum.
Auk þess, mun nokkru hafa
ráðið, að á miðöldum fór
kirkjan að halda fram kenn-
ingunni um undirokun kvenna
(saroanber bölvun yfir Evu
vegna syndafallsins og ummæli
Páls postula); og á hinn bóginn
hélt Rómaréttur fast fram áfram-
haldandi ómyndugleik konunnar.
Smám saman dró þó nokkuð
úr þessum mismun og máttu
þá konur erfa jarðeignir, sfðar
einnig lén, þegar enginn karl-
erfingi var til.
Pó varð ætfð að fá samþykki
Iénsherra, ef dóttir eða kven-
maður átti að fá það að erfð-
um, og réð hann þá alveg yflr
gjaforði kvenerfingjans.
Sagan getur um mörg dæmi
þess, að landshlutar komust
undir yfirráð annarar fursta-
ættar eða jafnvel rlki hafa sam-
einast við bjónaband dætra,
sem arf áttu að taka.
Pannig má nefna: sameining
spanska rikisins; Niðurlönd
komast á vald Hafsborgarætt-
arinnar; sameing Austurrikis og
Ungverjalands, Pollands og Lit-
hauen.
Riddaraskapur miðaldanna og
dásömun hans á konunni (Ást-
arhirðirnar, manljóðaskáldin
og ástasöngvarar) hjálpaöi til
þess að bæta stöðu kvenna,
einkum aðalskvenna, þó þetta
lenti sfðar að mestu i fagurgala
og uppgerðar kurteisi.
Siðabótin breytti engu um
stöðu kvenna og á 18. öldinni
var hún nokkuð lfk um alla
Norðurálfuna og má helst skil-
greina hana sem undirgefnis og
niðurlegingarástand karimönn-
unum til hagsmuna.
Rjettarfarslega var konan
ómyndug, bæði sem eiginkona
og ógift. Maðurinn hafði að
nokkru leyti tyftunarrétt yflr
konunni, dóttirin var háð vilja
föðursins, þegar hún skyldi gift-
ast. Systurnar höfðu minni
erfðarélt en þræðurnir. Já,
stundum var réttur þeirra al-
veg tyrir borð borinn, svo
bróðirinn ætti sem best (syst-
urnar settar i klaustur, svo ætt-
aróðul gengju aðeins til son-
anna o. s. frv.)
Auk þess, voru konurnar nær
alveg útilokaðar frá öllum hag-
kvæmum atvinnugreinum, þar
sem iðnfélagskapurinn náði að-
eins til karlmanna.
Auðvitað var konum ineð
öllu bönnuð þátttaka í opin-
berum málum og bægt frá öll-
um opinberum völdum.
Áður fyr voru þó dæmi til
þess að konur gátu vegna eigna
sinna haft nokkurt slfkt vald
(t. d. í Frakklandi kosningu til
ríkisstjetlanna, já þær gátu jafn-
vel fengið sæti og atkvæði meðal
efrideildarþingmannanna).
í Englandi kom fyrir að þær
gátu skipað meðlimi neðri
máistofunnar, en réltindi þessi
höfðu smám saman lagst niður.
Aðeins i Englandi, Portúgal
og Rússlandi (fyrrum einnig á
Spáni) gátu konur sest i kon-
ungshásæti, þar á móti aldrei
i Frakklandi, Ítalíu eða Pýska-
landi. í Austurríki var María
Theresia eina undantekningin.
Þannig var þá ástandiö, þegar
stjórnarbyltingin mikla braust
út. þá komst mikil breyting á
hugsunarhátt manna og mörgum
gömlum kenningum og kredd-
um var rutt um koll.
Eins og kvenskörungar
nokkrir höfðu gerst svo djarfir,
í frelsisstriði Norður-Ameriku,
að bera fram kröfur, um að
konur fengju fult jafnrétti við
karlmenn, þar eð það væri
sjálfsagður og eðiilegur réttur
þeirra, þannig varð einnig, 1
stjórnarbyltingunni miklu, kven-
skörungur einn franskur Olympe
de Gauges, til þess að bera
fram kröfu um réttindi kvenna.
Pað var cinkum Condorcet,
sem varði jafnréttiskröfuna, en
bæði Mirabeatf og Robesspierre
vildu ekki heyra þetta nefnt.
Næstum samtímis bar Mary
Wallstonecraft fram likar kröfur
í Englandi, en i Pýskalandi rit-
aði Hippel um bætt borgaraleg
kjör kvenna.
Margar konur tóku mikinn
þátt í hryðjuverkum og ofbeld-
isverkum byltingarinnar, en
rnargar þeirra störfuðu líka að
þióun hennar (Madama Roland;
mad. Tallien; mad. Stael Hol-
stein. (Frh.)
Fréttir.
Frú Margrét Itasmua,
forstöðukona Málleysingjaskól-
ans hér i Rvfk, átti nýlega 30
ára kennara-afmæli.
Frú Rasmus er orðlögð gáfu-
og dugnaðarkona, sem hefir
gegnt einu allra vandasamasta
kennarastarfi, með prýði og
vandvirkni. ,
Börnunum hefir altaf veriö
mjög hlýlt til hennar, enda
hefir hún verið þeim bæði
móðir og kennari.
Pað þarf þolinmæði til að
kenna mállausum og heyrnar-
lausum börnum að tala. Pað
þarf þrautseigju til að halda
slfku starfi áfram árum saman.
Pað þarf þrek til að missa aldrei
stillinguna, þó lftill sem enginn
árangur sjáist ár eftir ár.
En fslenskar konur hafa
margar átt þetta óbilandi þrek,
að láta ekki bugast af erfið-
leikunnm, fyrr en í fulla hnef-
ana.
Frú Rasmus er ein af þess-
um miklu kvenskörungum ís-
lensku þjóðarinaar.
Og starf hennar hefir orðið
þeim til mestrar blessuDar, sem
mest þurftu á því að halda.
Ógurleg vaxtaliæhkuu.
Bankarnir hafa nú nýlega
hækkað vexti um l°/o. Áður
voru vextir hér gifurlega háir,
samanborið við vaxtakjör ná-
grannaþjóða vorra, og var það
von manna að bin nýja stjórn
gerði sitt itrasta til þess, að
lækka vextina og hjálpa þannig
bændum vorum, og öðrum
framleiðendum, til að grynna
dáiítið á skuldasúpunni, létta
dálitið skuldabyrðarnar og
minka lítið eitt áhyggjur fólks
um að geta staðið í skiium
með greiðslu á skuldum og
vöxtum af þeim.
t stað þess að uppfylla þess-
ar vonir og gera viturlegar ráð-
stafanir til þess að þær mæltu
rætast sem fyrst, hefir stjórnin
ekkert gert. Alt látið skeika að
sköpuðu. — Lélegasta íjármála-
núllið, sem Framsóknarflokkur-
inn átii gert að fjármálaráð-
herra. Nauðsynleg lántaka rikis-
ins dregin á langinn, þangað til
loks er svo komið, að ekkert
lán fæst, nema með verstu kjör-
um.
Bændnr vorir hafa fæstir