Samtíðin - 01.10.1947, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1947, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN augum á það en Axel Kock liafði gert, einkanlega þó klofninguna. Síð- an liafa ýmsir tekið þátt 1 þessari deilu (Axel Kock var látinn, er bók Svenssons kom út), og virðist mér veigamest hlutdeild Bengts Hessel- mans, prófessors í Uppsölum. Ein bók, sem Islendingar gætu lært mjög mikið af, enda þótt liún fjalli eingöngu um sænskt efni, lieit- ir Riktig svenska og er eftir Erik Wellander, prófessor í Stokkhólmi. Hann hefur um margra ára skeið lesið ])löð og hækur þannig, að hann hefur beint athyglinni að hugsana- viílum, mállýtum og klaul'alegu orð^- vali, en síðan dregið saman niður- stöður sínar af þessum atliugunum og birt þær í fyrrnefndri bók, sem er mikið ritverk. Það er tilgangur Wellanders að opna augu manna fyr- ir þeim villum, sem algengastar eru, og kenna þeim jafnframt að koma sem bezt fyrir sig orði. Yfirleitt er um þessar mundir mikið gert að því í Svíþjóð af hálfu málfræðinga að segja almenningi til um rækt móður- málsins, og hefur orðið gagnger lireyting á þessu hjá því, sem var fyrir nokkrum áratugum, er mál- fræðingarnir töldu rannsóknirnar einar vera verksvið sitt, en leiddu allar leiðheiningar hjá sér. Fyrir nokkrum árum kom út í Uppsölum hók, sem vakið hefur talsverða athygli. Hún er eftir Fritz Askeherg og nefnist Norden och kontinenten i gammal tid. Tilgangur höfundar er þar að sýna fram á, að sumir fræðimenn, einkanlega þýzkir, hafi farið mjög villt, er þeir liugðu fornmenningu Norðurlanda eingöngu vera leifar fornrar, germ- anskrar menningar, sem einu sinni hefði einnig verið til í Þýzkalandi, enda þótt hún hefði horfið þar að miklu leyti, áður en sögur hefjast. Andspænis þessum kenningum hekl- ur Askeberg fram sjálfstæðu gildi og sérstakri þróun hinnar norrænu menningar. Af sænskum bókum, sem sérstak- lega snerta norræn efni, má einkum nefna stórt rit eftir Walther Áker- lund um Ynglingatal. Þar tekur hann þetta fornfx-æga kvæði erindi fyrir erindi og ræðir þær skýringar á þvi, sem stungið hefur verið upp á. Um niðurstöður hans virðist mér, að þær séu yfirleitt skjmsamlegar og að þeim sé vel stillt í hóf. Eins og kunnugt er hefur prófessor Ei’nst Alhin Kock í Lundi, senx dó fyrir fáum árum, sett fram mikinn fjölda nýrra skýringa á norrænum skáldskap, einkanlega dróttkvæðum. Er víst óhætt að segja, að þær séu mjög misjafnar, sumt ágætt, rnargt fjarri öllum sanni og mestallt eiu- hvei’s staðar þar á milli. Kock hafði, áður en hann lézt, gengið frá texta dróttkvæðanna, eins og hann vildi liafa hann, og hefur fyrra bindi þeirr- ar bólcar vei’ið prentað i Lundi. I þessu vei'ki birtast bæði kostir Kocks og gallar. En höfuðannmarki verks- ins er sá, að hvergi er leitað til sjálfra handritanna, heldur styðst allt við útgáfu Finns Jónssonar, enda þótt Kock væri einlægt að niðra henni á allar lundir. Þcss er því varla að vænta, að þessi nýja útgáfa vérði til langframa. Sven B. F. Jansson, sem fjöldi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.