Bæjarpósturinn - 18.08.1924, Blaðsíða 2

Bæjarpósturinn - 18.08.1924, Blaðsíða 2
BÆJARPOSTURINN Þjóðverjar krefjast að herinn fari burt 10. janúar næstkomandi. Ár- angur fundarins er þar meö mjög tvísýnn. Flugiö. Flugmennirnir eru ófarnir enn vegna storma og ísa við Ang- magsalik. Búist við að Locatelli fljúgi héðan beinleiðis til Ivigtut fram úr Amerikumönnunum. Flug- ið er orðið kapphlaup milli þeirra og hans. Amerikumenn mjög gramir yfir og þykjast grátt leiknir. Italski ffugmaðurinn Locatelli. Höfn Hornaf. 16/s. ítalinn Locatelli kominn, lenti á eyrunum hér framundan, sakaði ekki og flytur sig á leguna kl. 6 í kvöld. Bjarni. Höfn Hornaf. 17/s. Locatelli fór héðan kl. 8,50. Er hann búinn að vera alls 16 daga frá Róm. Ætiaði beint frá Orkn- eyjum hingað, en lenti í Þórs- höfn í Færeyjum vegna storms og þoku. Frá Straumnesi (norð- vestur af Scapa Flow en í há- vestur frá Kirkwall) til Þórshafn- ar 2,05 kl.stundir og þaðan til Hornafjarðar 3,20 kl.stundir, eða samtals á flugi 5,25 kl.stundir frá Orkneyjum til HornafjarÖar. Fyrsta landsýn hans var Heinabergsjök- ull. Stormur dreif af leið, svo hann kom héðan að sjá beint úr vestri og framan við kaupstaðar- húsin. Þessi vél sýndist miklu traustlegri en hinar, þarf minna vatn og getur lent hvar sem er og jafnvel á þurru. í þessari vél eru fjórir menn og er öll íbúð þeirra í bátnum. Hún hefir tvær skrúfur, aðra að framan og hina að aftan og tvo mótora. Ferðinni er ekki heitið kringum hnöttinn, heldur fyrst um sinn til Ameriku, jafnvel Suður-Ameriku. Þeir viija ná í Amerikumennina í Reykjavík og verða þeim samferða þaðan. Locatelli kvikmyndar landslagið á leiðinni. Því miður var hér ekki verulega góð fjallasýn. Bjarni. Grænlandsfarið ,Gertrud Rask‘ lagði af stað frá Kaupmannahöfn 20. júlí. Hafði það meðferðis ýmiskonar áhöld og forða til lend- ingar heimsflug mannanna í Ang- magsalik. í þeim tilgangifór einn- ig þangað á skipinu Bandaríkja- maðurinn Kapt. Schulzer. Frakkneskur maður, Toussaint að nafni, var einnig með í förinni, í þeim tilgangi að rannsaka skyld- leika Grænlendinga og Mongola. Einnig hafði skipið innanborðs 3 Dani, til þess að reisa hina nýu loftskeytastöð í Angmagsalik. Ætlast var til að Gertrud Rask flytti heimleiðis skipshöfnina af Teddy, sem komst heilu og höldnu til Angmagsalik, en nú er komin til Rvíkur. Prentsmiðja Austurlands

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.