Þjóðvörn - 09.01.1937, Blaðsíða 4

Þjóðvörn - 09.01.1937, Blaðsíða 4
4 Þjóðvörn þ. e. pólilísk morð. Reyndar eru nokkur dæmi til þess að of- slækisfylstu kommúnistabullurnar hafi gert tilraunir með að drepa andstæðinga sina, eins og t. d. 9. nóv. 1932 og 1935. Þá tókst þeim það ekki, og þótti þeim auðsjáanlega leitt. Svo voga þessir morðhundar að kenna sig við frið og önnur álika liug- tök! Halda þessir mannvesalingar, að blindni almennings sé engin takmörk sett? Nei, alþjóð er farin að sjá við svikavef kommúnistanna. Þeir þykjast vera fulltrúar öreiganna, en skannnast sin fyrir að nefna nýja snepilinn sinn Verkalýðsblað- ið, sem það hafði heitið þar til Þjóðviljinn kom. Þeir fá sendar fjölda pólitískra áróðursrita til að útbreiða meðal þjóðarinnar. Og nú siðast prentvél sem kostar fleiri þúsundir, auðvilað á kostnað rússnesku böðlanna. Ekkert er sparað til að undirbúa „öreigabyltinguna“ margumtöluðu. Þætti mér trúlegt, þegar sá undirbúningur nær hámarki sínu, að sumir forustusauðir liins sofandi íhalds fari að óttast um skinn sitt, og verði þeim að góðu. Engum manni blandast bugur um þær liörmungar, sem deyfð íslenskra and-Marxista getur haft í för með sér. Það eitt, að and-Marxistar horfa aögerðalausir á hin pólitísku afglapa- verk stjórnarklíkunnar er nóg til þess, að kommúnistum er gefið vel undir fótinn, og þeir þannig óbeinlínis studdir í glæpa- fyrirætlunum sínum. Því að þei rhugsa sem svo: fyrst skoð- anabræðrum okkar í ríkisstjórninni er þolað að traðka á rétt- jndum þjóðarinnar, þá ætti okkur að vera óhætt að innleiða algert einræði kommúnismans. Núverandi stjórnarvöld eru að eins einskonar veðurmælir kommúnista á þolinmæði þjóðar- innar. Vísirinn á þessum mæli hefir einstaka sinnum hreyfst örlítið, þegar gola íhaldsmenskunnar hefir Iátið á sér bæra. En það er eingöngu stormur réttlátrar reiði sem getur sprengt þennan mæli og tvístrað kommúnislapakkinu í allar áttir, ým- ist til Rússlands, letigarðsins eða kirkjugarðsins. Kommúnist- um má skifta í tvær harla ógeðslegar fylkingar. Annarsvegar eru þeir, sem láta á sér bera við öll tækifæri landi og þjóð til óbætanlegrar lítilsvirðingar. En hinsvegar eru þeir, sem hættu- legastir eru, og það eru þeir, sem mynda bakhjarlinn og vinna eins og rotturnar sem naga nætur og daga undan þjóðfélags- stoðunum. Þessi þjóðfélagslegu óþrif leynast í dimmustu skúmaskotum og forðast dagsljósið eftir fremstu getu. Þessi tegund kommúnistanna er skaðlegust vcgna þess, að þeir liafa troðið sér í æðstu slöður þjóðféalgsins með það eitt fyrir aug- um að vinna Rússlandi alt! Þeir eru „fínir“ menn út á við, og ganga með flibba, einmitt það einkennið, sem kommúnistum hefir þótt borgaralegast. Flottu fötin og hreinu flibbarnir eiga svo að bylja villidýrið, sem er þakið úlfshárum Marxismans. Þessir mannhundar, sem að vísu eru fáir, eiga svo að uppskera arðinn af byltingu kommúnismans. Enginn skyldi halda, að þessir fantar og þjóðníðingar sitji aðgerðalusir. Nei, því fer fjarri! Þeir koma sér upp verslunum, spangóla í útvarpið, fylla dagblöðin af róggreinum og gefa út „skáldverk“, alt í nafni verkalýðsins! Þeir vinna „fínu verkin“, en beita nautheimsk- ustu skítmennunum í skítverkin. Þessar tvær kommúnistateg- undir eiga að mynda „kjarnann" í Sovét-íslandi! Versta úrlirak kommúnistiskra slagsmálaliunda og letidýrin verða þær stétlir, sem öllu eiga að ráða í hinni „stéttlausu“ sovét-paradís! Þeir menn, sem liafa hinn minsta snefil af þjóðernistilfinningu eða föðurlandsást hljóta að hafa þá djörfung til að bera, að reka rússnesku ómenninguna af höndum sér áður en það verður um seinan. Áðuren varir mun draga til úrslitabaráttunnar milli rauðu pestarinnar og þjóðernissinnaðra ættjarðarvina. Enginn sannur íslendingur má sitja hlutlaus i þeirri baráttu. Hún verð- ur hörð og vægðarlaus á báða bóga, en það er þjóðin, sem ræður því, hvor mun bera sigur úr býtum, íslenskir föðurlands- vinir eða rússnesk leiguþý. Eins og nú er komið verður elcki framhjá þeirri staðreynd gengið, að baráttan fyrir sigri sann- leikans og réttlætisins, lilýtur að kosta miklar fórnir. En það mun ekki verða því til fyrirstöðu að kommúnistafantarnir, hvort sem þeir kalla sig krata, framsóknartíkur eða línudansara, verði yfirunnir með sverði réttlætisins. Kaupið og útbpeiðið bladid Þjóðvörn. Það er málgagn allra þjó9- ernissinnaðra íslendinga. Afgreiðsla: Adalstræti 9 (uppi). íEf þér þurfið að láta gera við skó, þá komið þangað,MB sem vinnan er best og fljótast af hendi leyst. Kpistján Andpésson | 1 s k ó s m i ð u r, 1 Reykj avíkurveg 8, Slcerjafirði. „Er margra ára tlraumur .. Þjóðviljinn, dagblaðssnepill kommúnislaklíkunnar, er þelctur fyrir liinar stóru fyrirsagnir sínar, en ekki að sama -skapi að efni. 1 gær birtist stór fyrirsögn á fremstu síðu blaðsins, sem nefnist: „Er margra ára draumur Hitlers um heimsstyrjöld orðinn að veruleilca?“(!) Þessari gáfulegu spurningu beinir Þjóðviljinn auðsjáanlega til lesenda sinna, og eiga þeir því að svara henni fyrir liönd blaðsins. „Þjóðvörn“ vill stinga því að ritstjóra Þjóðviljans, að hún séndi spurninguna til draumamannsins sjálfs, og láti hann svara livort heimsstyrjöldin sé aðeins draumur, eða hvort hún sé orðin að veruleilca, eins og Þjóðviljinn gefur i skyn. Forvitinn. Flokknr Þjóðernissinna þrigijja ára. Flokkur þjóðernissinna átti 3 ára afmæli 2. janúar s.l. Þessi flokkur, sem á mestu fylgi að fagna meðal æskunnar, er stöðugt að -eflast á stjórnmálabraut sinni. — Stjórn hans slcipa nú: Jón Aðils formaður, Jens Renediktsson ritari, og Sigurður Ó. Sigurðsson gjaldkeri. M. Útbreiðið Þjóðvörn! „Þjóðvörn“ óskar flokknum góðs gengis í sinni erfiðu bar- áttu i þjóðfélagsmálunum. Afmælishátíð heldur flolckurinn að Hótel Borg laugardagskveldið 9. janúar næstk. Raffnar Ólafsson.

x

Þjóðvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvörn
https://timarit.is/publication/655

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.