24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 4

24. júní - 24.06.1934, Blaðsíða 4
4 24. Júní 1. tbl. Munið að setja krossinn X framan við nöfn þeirra sem þið kjósið. KJÓSIÐ RÉTT. Framfaramál Siglufjarðar. Kosningin nú er framkvæmd dálítið á annan hátt en undanfarið hefir ver- ið við Alþingiskosningar. í stað þess að áður hefir kjósandi stimplað yfir hvítan depil á svörtum tígli framan við nöfn þeirra frambjóðenda er hann hefir kosið, gerir hann kross X framan við nöfn þeirra er hann kýs. Alþýðuflokkskjósandi setur kross frainan við tvö efstu nöfnin á kjörseðlinum, og lítur þá seðillinn svona út, rétt kosinn: X Barði Guðmundsson frambjóðandi Alþýðuflokksins X Halldór Friðjónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Pétur Eggerz Stefánsson frambjóðandi Bændaflokksins Stefán Stefánsson frambjóðandi Bændaflokksins Bernharð Stefánsson frambjóðandi Framsóknarflokksins Einar Árnason frambjóðandi Framsóknarflokksins Gunnar Jóhannsson frambjóðandi Kommúnistaflokksins Póroddur Guðmundsson frambjóðandi Kommúnistaflokksins Einar G. Jónasson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins Garðar Porsteinsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins A Landsíisti Alþýðuflokksins B Landslisti Bændaflokksins C Landslisti Framsóknarflokksins D Landslisti Kommúnistaflokksins E Landslisti Sjálfstæðisflokksins Seðillinn er jafngildur þó ekki sé kosinn nema einn frambjóðendanna, og er þá krossinn settur frarnan við nafn hans. Einnig má kjósa landslista einhvers flokksins, ef kjósanda líkar ekki fram- bjóðendurnir og er þá krossinn settur framan við listabókstafinn. Vilji t. d. Alþýðuflokkskjósandi kjósa landslista flokksins, merkir hann þannig: X A Landslisti Alþýðuflokksins en þá má hann ekki merkja við nein nöfn á kjörseðlinum. Pað er mjög mikið undir því kom- ið að kosningin sé rétt framkvæmd. Eitt ónýtt atkvæði getur felt fram- bjóðanda, Alþýðufólk! Munið því þetta: Kjósið öll. Kjósið rétt. Krossinn framan við tvö efstu nöfnin á kjör- seðlinum. Saravinna.—Saraúö.— Á fundinum á Siglufirði 12. þ. m. var sú fyrirspurn lögð fyrir frambjóðendurna, hvort þeir, ef þeir kæmust á þing, vildu stuðla að því, að hið opinbera styrkti byggingu kælihúss, á Siglufirði, til að geyma í linsaltaða síld. Þótt frambjóðendurnir flestir svöruðu þessu játandi, var auð- heyrt á svörum þeirra, að þeir gerðu sér harla óljósa grein fyrir um hvað hér er að ræða. Einn frambjóöandinn gat þess, að hann hefði, fyr&tur manna, ritað um nauðsyn þess, að byggja kælihús fyrir linsaltaða síld, og það má heita furðu gegna hvc seint útgerðarmenn hafa áttað sig á þessu máli. Það er ekki nema rétt að benda Siglfirðingum á það, að þessi maður, sem fyrstur vakti athygli á þessu máli, er nú annar frain- bjóðandi Alþýðuflokksins í Eyja- fjarðarsýslu, Halldór Friðjónsson. Vegna sérstakrar þekkingar á þessu máli, og eftir að hafa kynt sér kælihúsamáliö erlendis, lagði hann fyrir stjórn Síldareinkasöl- unnar 1931 tillögu um að hún þá þegar léti byggja eitt slíkt hús á Siglufirði. Og ef Síldareinkasal- an hefði ekki verið lögð niður þá strax á eftir, væri kælihúsið ef- laust komið upp á Siglufirði fyrir tveimur árum, og hefði þá, að öllum líkindum, verið stýrt hjá því feikna tjóni, sem síldarsalt- endur urðu fyrir s. 1. ár, vegna skemda á Þýskalandssíldinni, fyr- ir utan það að hafa getað komist hjá miklum hluta af þeim kostn- aði, sem legst á síldina á lagerum í Þýskalandi, og sem oft nemur fleiri krónum á tunnu, en fram- leiðslukostnaðurinn er. Það er enganvegin hægt að segja að síldarútvegsmálin hafi haft stuðning Alþingis undanfar- ið. Svo hefir mátt heita, að þessi atvinnugrein hafi verið hundelt af Alþingi, og íþyngt á allan hátt, í stað þess að styrkja hana, eins og nágrannaþjóðir vorar gera. Þetta kemur til af því að við Norðlend- ingar höfum ekki átt neinn mann á þingi, sem hefir haft áhuga fyr- ir síldarútvegsmálum, hvað þá að þar hafi verið um að ræða nauö- synlegustu þeKkingu á því, hvað með þarf til að tryggja síldarút- veginn. Svo framarlega, sem Siglufjörð- ur vill verða aðnjótandi atbeina Alþingis í kælihússmálinu, eða öðrum málum, sem síldarútveginn varða, verður hann að eiga þann fulltrúa á þingi, sem þekkingu hefir á þeim málum, og það hefir Alþýðuflokkurinn einn séð um að geti orðið með því að hafa Hall- dór Friðjónsson í kjöri í Eyja- fjarðarsýslu, því hann er, tví- mælalaust, sá maður, sem kynt hefir sér þessi mál, mest allra frambjóðenda í landinu. Með því að greiða för hans inn í þingið, eignast Siglufjörður áhugasaman fulltrúa í síldarútvegsmálum. Á það skal líka bent, að Alþýðu- flokkurinn hefir sérstaka aðstöðu til þessara mála. Flokkurinn vinn- ur að því að fá fersksíldarverðið hækkað, svo hásetar á síldveiða- skipum gangi frá með sæmilegan hlut. En fersksíldarverðið getur aldrei orðið hátt, nema verkun síldarinnar sé í lagi, svo sæmilegt verð fáist fyrir hana á erlendum markaði. Meðan hér eru ekki kælihús, sem hægt er að geyma léttsaltaða síld í, verður Þýska- lands- og Danzig-markaðurinn vonarpeningur. Mesta framtíðar- málið fyrir Siglufjörð sérstaklega er því að koma síldarútvegsmál- unum á sæmilega réttan kjöl — þar er kælihúsmálið efst á blaði. Tryggið framgang þess máls, góðir Siglfirðingar, með því að kjósa frambjóðendur Alþýðu- flokksins 24. Júní. Þar er um að ræða eina fullti'úacfnið, sem ber þetta mál, auk annara hagsmuna- rnála síldarútvegsins fyrir brjósti. Kjósandi. Búsáhöld «»ð og' ödýr, störl iirval. Bollapör frá tr. 0,35 — með álelruu - <* 0,55 Kaffistell 6 manna - » 7,00 Matarstell 6 manna - < 15,90 Ávaxtastell 6 manna - « 3,50 Ryðfríir borðhnífar - » 0,75 Gafilar frá 0,20 Skeiðar frá 0,20 Teskeiðar frá kr. 0,10 Aluminium áhöld afar ódýr, o. m. m. fl af góðum og gagnlegum vörum. Bcauns Verslun Páll Sigurgeirssoii. Vinir sveitafólksins tala. »Þarna sjáið þið, kjósendur góðir, að starfsemi Bændaflokks- ins hefir þegar komið að gagni. Hann hefir komið í veg fyrir að kaup vegavinnumanna hækki upp í krónu á tímann«. St. Stefánsson á framboðsfundi í ólafsfirði 11. Júní 1934. Finst kjósendum byrjunin svo gæfuleg, að rétt sé að láta flokk- inn halda áfram? Prentsmiðja Odds Björnssonar. Líðið engum Alþýðuflokkskjösanda að sitja heima 24. Júní.

x

24. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24. júní
https://timarit.is/publication/662

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.